Morgunblaðið - 28.12.1961, Side 8

Morgunblaðið - 28.12.1961, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. des. 196 1 Peningalán Get látið í té 40 til 70 þúsund krónur til nokkurra mánaða gegn öruggri tryggingu. Tilboð merkt: „Örugg trygging — 7451“, sendist afgr. Mbl. fyrir 31. þ.m. Nýjung Til öryggis í umferðinni Forðist móðu á afturrúðu bifreiðar yðar Sr. Sigurður Eiuarsson í Holti: GNO MIST eru glærar þynnur, sem límd- ar eru innan á rúðuna og varna því að móða komi á hana og eykur því öryggið í umferðinni. GNO MIST má einnig nota á eldhúsglugg- ann eða spegilinn í baðherberginu. GNO MIST er notað af brezku flugfélög- unum BOAC, BEA og Irish International Airlines. Leiðbeiningar á íslenzku eru í hverjum pakka. Fæst á flestum benzínstöðvum og flestum bifreiðaverzlunum. Umboðsmenn: G. Helgason & Melsied h.f. Sonur minn eftir Guðmund Daníelsson Guðmundur Daníelsson: Sonur minn Sinfjötli. ísafoldarprentsmiðja, 1961. Síðan skáldsaga Guðmundar Daníelssonar Blindingsleikur kom út árið 1955, hef ég orðið þe&s var, að ég tek til nýrra bóka eftir Guðmund með meiri eftirvæntingu, en eftir flesta aðra skáldisagnahöfunda á vora tungu. Bókin sú var svo brota- laust listaverk, svo margslungin og kunnáttusamleg í gerð, svo djúpfær í sálfræðilegri könnun þeirra viðfangsefna, sem um var fjallað, að hún fyllti mann nýst- árlegum fögnuði — ekki sízt okk- ur, sem frá upphafi höfum unn- að Guðmundi Daníelssyni, trúað á hæfileika hans og manndóm — og Itað, ao ha-n /ar borinn til stórra hluta. Og svo kom Hrafnhetta 1958, breiðari í sniðum, áræðnari, sýnu djarfari í tiltektum, en ekki öllu betur trnnin. Vera má, að ég geri skáldinu rangt til með því ■að segja þetta. Eg hef bvoruga bókina mátt vera að lesa upp, áður en ég skrifa þessar línur, miða aðeins við það, að nú eftir nálega sex ár ér mér lausnin í Blindingsleik, jafn fersk og lifandi fyrir augum, eins °g þegar ég lauk bókinni aftur eftir fyrsta lestur, hnitmiðuð, óumflýjanleg, rakin' í mark af stálkaldri orsakanauðsyn án hiks og útúrdúra. Hrafnhetta er vel unnin bók, þó að mér finn- ist hún í endurminningunni tæp lega eins hnökralaus og Blind- ingsleikur, djúp í álinn og seið- mögniuð. Og um eitt bar hún höfundi sínum ótvírætt vitni: Ástæðán til þess að leggja til fangs við stórbrotin viðfangsefni. Það áræði hefur heldur ekki brugðist Guðmundi Daníelssyni, þegar hann valdi sér viðfangs- efnið, sem nú liggUr fyrir mótað og fullunnið í skáldsögunni Son- ur minn Sinfjötli. Þetta er stórfengleg bók um stórbrotin harmsöguleg örlög, --------------*....... 257» - 257« - 257» Allt að 25% afsláttur / af húsgögnum til áramóta Húsgagnaáklœði í búlum tilvalið á borðstofustóla á mjög góðu verði Öndvegi h.f. Laugaveg 133 Guðm. Daníelsson. mögnuð kynngi, seið og dul, ófreskri skyggni, töfrum og skáldlegri fegurð. Hér fjallar Guðmiundur um blindingsleik ör laganna í ennþá stærri sniðum, en bókinni, sem bar það nafn, og skilar verki sínu í mark af þrótti og djörfung. Guðmundur Daníelsson hefur aldrei skrifað betur. Vera má að hann hafi aldrei skrifað jafn vel, pegar litið er á þetta mikla verk í heild. Eg óska honum til ham- ingju með bókina og þakka hon- um fyrir hana. Hún er ein áf þeim, sem ég finn að fylgja muni mér fram á leið, og ég á áreið- anlega oft eftir að grípa til hennar. Guðmundur notar að uppistöðu sögu sinnar efni úr Völsunga- sögu ,hið ógæfusamlega gjaforð Signýjar Völsungsdóttur, er hún er gefin Siggeiri Gautakonungi nauðug, en gengur þó með hon- um. Svikræði Siggeirs við þá Völsung og sonu hans, sem lykt- ar með drápi þeirra allra, nema Sigmundar tvfburabróður Signýj ar, og greipilegum hefndum þess níðingsverks, sem þau koma síðan fram Sigmundur og Signý drottning. Þetta er sagan um hefndina, eðli hennar, nauðsyn og fánýti og víða djúpt kafað. Þó að yfir öllu máli bókarinnar og frásögn svífi eimur af dul og fyrnsku, tekst höfundinum að færa bana inn á svið þess lífs, sem lifað er í dag, spegla sál nútímamannsins í gerð ©g gervi þessa fornaldarfólks. Sagan um Signýju Völsungsdóttur og Siggeir Gautakonung — og Sin- fjötla son þeirra systkinanna, sem vígður er hefndinni óborinn í móðurlífi, er á meistaralegan í hátt gerð að krufningu á vissum I þáttum i sálaxfari nútímamanns- ins í verki Guðmundar. Fjögra I áratuga ytra og innra stríð | vestrænna manna brotnar til grunns í þessu verki, er gegnum lýst, — skoðað og dæmt. Eigi liggur það þó á yfirborði sög- unnar, en liggur sem þungur undirstraumur í henni allri og kemur hvað skýrast fram, er þeir mælast við í bókarlok skáld ið Hlinur bjarkarfóstri og Sig- mundur konungur Völsungur. Konungur segir: „Sonur minn Sinfjötli. Fórn er hann orðinn á staka Valföð- ur.“ Og skáldið svarar: „Öll látum vér sonu vora fala, ef í móti kemur það gjald, sem mest leikur hugur á: hefnd yfir óvini vorum, gullið, valdið eða frægðin." „Eg vildi þó heldur eiga hann Sinfjötla nú, en allt hitt, sem þú nefndir," mælti Sigmundur. „Þá fyrst,“ mælti Hlinur bjark arfóstri, „þegar þeir guðir eru dauðir, sem á blóðfórnuim nær- ast barna sinna, en sverð okkar brotin öll, og söngharpan ein vfð lýði, þá fyrst munum vér gaml- ir menn, fá að halda sonum vor- um og gleðjast við þeirra líf.“ Spaklega mælt og orð í tírrta tal- að, þó að borin sé von, að það nái eyrum þeirra . sem helzt skyldu heyra. f bók þessari hefur Guðmundi Daníelssyni tekizt að skapa bverja persónuna annarri skýr- ari og minnilegri, og er þar fyrst að nefna Sigmund Völsung og Signýju systur bans, þá Sinfjötla son þeirra. sem getinn er til þess válega hlutskiptis eins að verða verkfæri hefndarinnar, þá skáld ið Hiínbjarkar — fóstra og Sig- geir konung. Signý uppgötvar það, er rauður loginn leikur um hús þeirra Siggeirs föðurbana hennar og eiginmanns, að henni er ekki líft undir þeirri byrði, sem framkvæmd langþráðrar thefndar hefur lagt henni á herð- ar. Hatrið deyr í hjarta hennar þegar hún lítur sorg hans og um- komuleysi yfir missi óskasonar- ins, sem hún hefur svift hann. Þrátt fyrir hrikaleik ástríðnanna í sál hennar, er hún mennsk, en ekki ófreskja, svo mennsk, að hefndin er orðin henni fánýti, þegar armur hennar er reiddur á loft og verður ekki stöðvaður framar. Sama máli gegnir um Siggeir konung. Þrátt fvrir ódæð- ið, er hann svíkur Völsunga, er hann mennskur, eins og Guð- mundur leiðir hann fram, mennskur og skiljanlegur, átak- anlegur í einmanaleik sínum, karlmenni, sem er vonbiðill þeirr ar konu, sem hann á og ber bænaráð hans, sem óskadraum í hjarta sínu. En átakanlegastur í einmanaleik sínum er Sinfjötli, hinn gæðvígði hefnari, sem fædd ur er til svo óbærilegra örlaga, gð hann þiggur feginn eitur- drykkinn úr hendi stjúpu sinnar ómegnugur þess að rísa undir ævihlutveriki sínu fullnuðu. Öllu þessu tekst Guðmundi að lýsa af djúpri skyggni, næmleik og harð fengilegri sálkönnun. Geta má þess að lokum, að í bókinni er fjöldi af meistaralega dregnum aukapersónum, svo sem ambátt- inni Njólu Mávadóttur, Hálfi Völsung og völunni Borghildi, sem öll gegna sínum þýðingar- miklu hlutverkum í hinum breiða örlagavef sögunnar. Það liggur mikið og ötult starf bak við sam'n ingu þessarar bókar og enn hefur Guðmundi farið svo, sem æ.ski- legast var. að hann hefur stórum vaxið af verkinu. Eins hef ég látið ógetið, sem ég vildi þó sízt undan fella, en það er hinn dulúðugi fegurðar- þokki, sem hvílir yfir bókinni allri, og byggist að miklu leyti á stíltöfrum Guðmundar. Eg er ef- ins um, að Guðmundur hafi nokkru sinni komizt jafn langt í fullkomnun stíls síns, eins og á mörgum köflum þessarar bókar. Hitt veit ég ekki, hvað veldur, að hann ritar einstaka orð á þann veg, sem mér er ókunnugt um að tóðkast hafi. t. d. orðið ylgur, en vera má, að hann þekki úr mæltu máli, eða rituðu, þá rnynd orðsins, sem hann notar og er reyndar ekiki um stórt að sakast. ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur gert bókina stórVel úr garði, eins og vænta mátti. Halldór Péturs. son hefur teiknað kápuna, smekk lega og'. kunnáttusamlega. Á bak- hlið kápunnar er landabréf, sem sýnir í stórum dráttum hvar höf- undur hugsar sér svið sögunna^ og helztu atburða er frá greinir. Léttir það lesandanum yfirsýn og er tvímælalaust til bóta. Þetta er góð bók og höfundl sínum til sóma, bók sem verður mikið lesin og lengi munuð. Holti 2. nóv. 1961. Sigurður Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.