Morgunblaðið - 28.12.1961, Page 16
16
MORGIJTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. desL 1961
r
Margaret Summerton
HÚSID
VIÐ
SJÚINN
Skáldsaga
29
■J
Ég leit kring uim mig í dimma,
tþægindalausa herberginu og það
fór hrollur uni mig. En ef nú lög-
reglan hefur þig grunaðan um
dauða Dannys og er alls ekki
viss um. að þú sért dáinn....
Æ, í guðs bænum..! En svo
stillti hann reiði sína. Betlarar
geta ekki verið heimtufrekir,
Charlótte. Þetta hlaut að verða
áhaettuspil hjá okkur. Og hingað
til höfum við verið fjandans ó-
heppnir. Hann hallaði höfðinu
aftur á stólbakið, eins og hann
væri alveg uppgefinn. Þú varst
nú heldur ekki nein góð frétt
sjálf, eða hvað finnst þér?
Ég telst alls ekki með. sagði
ég. Mig-langar ekkert í reiturnar
hennar Edvinu.
Hann hafði litið upp og lampa
ljésið skein framan í hajin. en
ég gat ekki þolað þennan tor-
tryggna svip, sem á honum var
og flýtti mér að segja: Þú slepp-
ur aldrei frá þessu.
Víst gerum við það, Charlotte,
vertu viss, sagði hann með ákafa.
Nú lokksins erum við famir að
sjá fyrir endann á þessu. Á laug-
ardagskvöldið slepp ég úr þessari
rottuholu.
Héðan? Hvernig þá það?
Sama hvernig. Það, sem ég
þarf að gera, er að komast til
Wellmouth og það er alltsaman
skipulagt út í æsar. Það er ekkert
tunglsljós og á sunnudagsnótt
klukkan 1 á háflóðinu. bíður
Sam Webster eftir mér á bátnum
sínum, og samstundis siglum við
áleiðis til Cherbourg. Þar á ég
að hitta Souvisant, sem rekur
smygl við Norður-Afríku og
Baleareyjarnar. Hann hefur lofað
að taka mig um borð og setja mig
svo í land, hvar sem ég viU.
Hann brosti eins og drengur,
sem er að tala um fyrirbugaðan
skógartúr. Ég er búinn að ná mér
í vegabréf — Ivor sá um það, og
kostaði eitt fjandans fár! Frá
sunnudagsnóttinni kemur er ég
Blubble light
perur kr. 16.—
JOLA T RESSE RIUR
JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást
hjá okkur eru með 17 ljósum. Það
hefir komið í ljós að vegna mis-
jafnrar spennu sem venjulega er
um jólin endast 17 ljósa-seríur
margfalt lengur eri venjulegar 16
Ijósa.
Mislitar seríuperur kr. 5.
Tfekla
Austurstræti 14
Sími 11687
Röskur sendisveinn
óskast nú þegar, hálfan eða allan daginn
HEKLA H.F.
Hverfisgötu 103 — Sími 11275
Erik Appelberg blaðamaður,
fæddur í Stokkhólmi.
Mér finnst þetta dálítið skýja-
borgakennt finnst þér það ekki
sjálfum? sagði ég og hristi höfuð
ið vandræðalega.
Nei, það er fullöruggt. Eftir
viku er þetta alltsaman að baki.
Ég hafði gert ráð fyrir að verða
sloppinn löngu fyrr, en svo mis-
tókst allt, hvað eftir annað. Fyrst
ætlaði Ivor adrei að geta fundið
mann til að falsa vegabréfið, svo
varð vélarbilun hjá Souvisant
næst varð ég veikur svo að ég
hefði ekki getað gengið hérna
niður í fjöruna auk heldur þess-
ar átta mílur til Wellmourth.
Átta mílur! Og með lögregluna
á höttunum! Ég hitti nú einn
manninn þennan, sem þú varst
að nefna, Adkins, í morgun. Hann
er að reyna að ná tali af Edvinu.
Já. það er mér vel kunnugt
um. svaraði Esmond með óþolin-
mæði. En Lísa sér um það og svo
frú West.
Veit frú West líka, að þú ert
hér í felum?
Já, að vissu leyti, en Ivor sér
algjörlega um hana. Hann útveg-
aði henni nú fyrst og fremst
þessa atvinnu hennar — ég held
hún sé eitthvað lítillega skyld
honum. Og hún fær góða þóknun
fjTÍr að halda sér saman.
Hahn leit á mig gremjulega.
í>ú skalt alveg hætta að hafa á-
hyggjur af þessu, Charlotte, Allt
er útreiknað upp á sekúndu. —
Hvað snertir þessar átta mílur
til Wellmouth þá er því líka
borgið. Ég þekki ströndina hérna
eins og vasann minn. Á sunnu-
dagsmorgun verð ég kominn til
Frakklands
En nú á dögum vinnur lögregl
an í sambandi við lögreglu ann-
arra landa.
Og þú ert að draga upp fyrir
þér æsimyndir af mér, þegar ég
verð færður hingað aftur í járn-
um? Kannske verður það líka,
en ég hef nú samt góða mögu-
leika að sleppa. Hann hallaði sér
að mér og Ijósið, sem skein fram
an í hann, gerði anditið einkenni
lega sakleysislegt. Og möguleik-
inn sá er lika allt, sem ég fer
fram á.
Meðan hann sagði þessi síðustu
orð. hafði ég verið að horfa á
hurðina. Ég sa að hún mjakaðist
frá dyrastöfunum. Ég var rokin
á fætur áður en hún opnaðist al-
veg og sú hreyfing min gerði Es
mond hræddan. Hann stökk á
fætur bölvandi. En þetta var
bara Mark. Og feginsópið, sem
var komið fram á varir mínar,
hjaðnaði áður en það kæmist
lengra.
En það var enginn blíðusvipur
á andlitinu á Mark, heldur var
á því slíkur kulda- og grimmdar
svipur, að ég hljóp ósjálfrátt til.
eins og til að vernda Esmond.
Mark! Röddin í Esmond var
sambland af ofsareiði og hræðslu.
Hann kom með mér. flýtti ég
mér að segja. Esmond leit til hlið
ar. Og hann hefur verið hér allan
tímann, einhversstaðar í felum?
Á hleri, býst ég við! Hvaða
skrípaleik eruð þið tvö að leika?
Mark kom beint inn. Ég kom
með henni, enda þótt ég reyndi
að fá hana ofan af því. Þú getur
verið alveg rólegur. Esmond —
þetta samtal ykkar var ekki vott-
fast. Ég er of langur til þess að
geta almennilega hlustað gegn
um skráargöt
Ætli það? Þú hafðir annars allt
af þá sérgáfu að stinga nefinu
í þaðj sem þér kom ekki við. Og
hamingjan skal vita. að þetta
kemur þér ekki við
Nei svo skilst mér Ef ég sjálf-
ur hefði fengið að ráða, hefði ég
heldur ekki stigið hér fæti. Ég
fór með Charlotte af því að hún
heimtaði að fara hingað. og ég
taldi ráðlegra, að einhver væri
með henni.
Esmond öskraði: Hver fjand-
ann sjáifan áttu við?
Röddin í Mark var kuldaleg og
ósvífin: Ekki annað en það, að
mér fannst einíhver þyrfti að
vera innan heyrnarmáls. |
Nú, það var þá eins og ég hélt 1
— þú hefur legið á hleri.
Ég hef ekkert heyrt. Röddin
í Mark var nú eöliíeg. En eftir
að hafa hangið í þessari ísköldu
kompu í heilan klukkutíma,
finnst mér samtalið orðið nógu
langt.
Þá er þér ekki nema guðvel-
komið að snauta burt og láta
okkur í friði.
Mark gekk eitf skre-f áfram, og
birtan féll á magra. skarpa and-
litið. En enginn svipur kom í
Ijós nema viðbjóður. Af manni í
þínum krmgumstæðum að vera,
Amerískar
Remíngton
roll - a - matic
rakvélar
3 kamba
Tækifærisverð
Kr. 1675
Júhla
Austurstræti 14
Sími 11687
X Xr Xr
GEISLI GEIMFARI
X- >f-
<— Nú man ég það. Eg sá þennan
Roger Fox meðan ég var í fangelsi
á Plútó. Hann var samt ekki fangi.
.... Hann er Geisli geimfari, höf-
uðsmaður í öryggiseftirliti jarðar!
— Pétur, hvað eigum við nú að
gera?
— Ertu að verða hræddur, Gar?
finnst mér þú óþarflega hroka-
fullur.
Ég æpti. Hættið þið þessu!
Verið þið ekki að rífast svona!
Mark yppti öxlum. Já, það er
heldur þýðingarlítið, finnst mér
Hka. Hann leit á úrið sitt. Killukk
an er næstum tíu, Charlotte, og
það er farið að hvessa. Ég s'ting
upp á, að við förum að koma
okkur af stað.
Hvert? Esmond kreppti hnef-
ann og dró hann upp með síð-
unni. Til lögregkmnar? Ég vil
ráðleggja þér að revna það ekki.
Mark. * *.
Ég sagði: Æ, Esmond ....
Mark væri álíka ólíklegur til
þess og ég s jálf.
Mark horfði á mig yfir gólfið,
en sneri svo aftur að Esmond.
Jæja, Mark, þá kemur að þér
að svara. Er þetta rétt hjá
Charlotte?
Charlotte er þrevtt. Hún hefur
átt við ýmislegt að stríða í da-g.
Ég efast um, að hún geti tekið
nokkra skynsamlega ákvörðun.
Eins og ég sagði, ætla ég að fara
með hana heim.
Ætlarðu það? Röddin í Esmond
var hörmuleg. Þá verð ég að
segja. að þú vanmetur mig.
Ég fór að reyna að sansa þá
báða. en jafnvel í mínum eigini
eyrum var röddin í mér ekki
sannfærandi.
Allt í einu tók Esmond fram
í fyrir mér. Hættu þessu öskri,
Charlotte. Ég þarf að hilusta....,
Við heyrðum síðasta hóstann I
bílhreyfU, áður en slökkt var á
honum.
Það er allt í lagi, sagði Es-
mohd. Þetta er bara bHilinn henn
ar Lísu. Ivor lofaði að koma
héma við með hana í heimleið-
inni.
Hann hafði róazt svolítið með-
an hann var að hlu.,ta, og nú
ávarpaði hann Mark, aðeins með
forvitni. Hversvegna þurftirðu
að _ rekast hingað einmitt núna?,
Ég er búinn að segja þér það.
svaraði Mark og gat varla leynt
óþolinmæði sinni. Það var
Charlotte. sem fann upp á því.
Var það nú hennar liugmynd
einnar? Vænti ég! Sannast að
segja hef ég verið að láta mér
detta ýmislegt í hug um þig síð-
ustu dagana. Þú hefur verið að
annast sýningu á verkum Dann-
ys og uppgötva, að dagbækurnar
hans séu einhver meistaraverk,
sem geyma verði framtíðinni!
Esmond hló, Hættu við þetta
allt saman, Mark. Ertu kannske
hérna til að sýna hvað Guðsson-
ur geti verið miklu ástrikari en
sonarsonur? Eða ertu kannske að
gera það sem betra er, sem sé að
vera njósnari fyrir lögregluna og
Adkins?
Ég æpti upp: Skammastu þín.
Hann vissi alls ekki, að þú varst
hérna. Hann ætlaði aidrei að trúa
mér!
Nú. ekki það? Ilvað ertu búin
að þekkja hann lengi? Tvo daga?
Ég þekkti hann áður.
gHÚtvarpið
8:00
12:00
13:00
15:00
18:00
18:20
19:00
20:00
21:45
22:00
22:10
22:50
23:20
Fimmtudagur 28. desember
Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi. — 8:15 Tónleikar —•
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25
Fréttir og tilkynningar).
,,Á frívaktinni“; sjómannaþáttup
(Sigríður Hagalín).
Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —•
Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón*
leikar).
Fyrir yngstu hlustendurna (Guð«
rún Steingrímsdóttir).
Veðurfregnir — 18:30 Lög ÚP
kvikmyndum.
Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
Erindi: Um sumarauka (Magnús
Már Lárusson prófessor).
Jólaópera útvarpsins: „Hans og
Gréta“ eftir Engelbert Humperd
Inck.. Flytjendur: Þuríður Páls^
dóttir, Sigurveig Hjaltested, Guð
bjög t»orbjarnardóttir, Hulda Val
týsdóttir, Eygló Viktorsdóttir,
Guðmundur Jónsson, kvennakóp
og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hljómsveitarstjóri Jindrich Ro*
han. Leiksfjóri: Baldvin Halldóra
son. Þýðandi: Jakob Jóh. Smári.
Saga jólatrésins (Jóhann Hanneai
son prófessor flytur).
Fréttir og veðurfregnir. >
I>áttur frá Perkins blidraskólan«
um í Boston: Frásögn Bryndísap
Víglundsdóttur og söngur skóla«
barna.
Djassþáttur (Jón Múli Árnason).
Dagskrárlok.