Morgunblaðið - 28.12.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 28.12.1961, Síða 20
Fréttasímar Mbl. — eftir lokun — Innlendar fréttir: 2-24-84 Erlendar fréttir: 2-24-85 JOLIN Sjá bls. 11. 294. tbl. — Fimmtudagur 28. desember 1961 Eldur í búti á Faxaflóa Mannbjörg SEINT í gærkvöldi var Hafn arf jarðarbáturinn Sæfari GK 224 logandi 8 sjómílur norð- austur af Garðskaga eða á miðjum innflóanum. Var bú- ið að bjarga öllum skipverj- um yfir í bátinn Ester, en tog arinn Sig. Bjarnason var á leiðinni á staðinn um mið- nætti, til að freista að taka bátinn í tog. Eins var varð- skipið Albert á leið þangað, en var lengra í burtu, átti eftir 2—3 tíma siglingu á staðinn. Sæfari er eikarbátur, 32 lestir að stærð, byggður 1907. Skipstjóri á honum er Sigurður Sigurjónsson, einn af eigendunum. Báturinn var á upsaveiðum. Frost tók af rafmagnið i tvo tima f GÆRMORGUN var raf- magnslaust um tíma í sum- um hverfum bæjarins. Jakob iGuðjónsen, rafmagrnsstjóri, skýrði blaðinu frá því, að um morguninn hefði krap farið að myndast við írafossstöð- ina, enda hafði verið 14 stiga Ifrost þar austur frá og vind- ur, svo lónið náði ekki að frjósa. Jókst krapið svo ört að um 10 leytið tepptist vatn ið um írafosstöðina og hin-, ar stöðvarnar þoldu það ekki og fór rafmagnið. Ekki stóð þetta þó Iengi, því brátt Iygndi og fór lónið að leggja, svo rafmagnið var komið í samt lag um hádegi. Frá fundi Læknafélags Reykjavíkur í gærkveldi. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Öll læknisþjdnusta undir sama tryggingakerfi Frá læknafurtdi i gærkvoldi 1 GÆRKVÖLDI hélt Læknafé- lag Reykjavikur fund í Háskól- anum. Fyrir fundinum lá fyrir- spurn frá Sjúkrasamlagi Reykja víkur um það hvort Læknafé- lagið gæti fallizt á að gerðir yrðu samningar eingöngu um Skíðakennsla SKÍÐARÁÐ Reykjavfkur gengst fyrir skiðaikennslu við Skiðaskál- ann í Hveradökina fram á nýjórs- dag. Kennarar verða Stefán Kristjánssön og Steinþór Jakobs- son. Ferðir verða frá BSR daglega kl. 9 f.ih., kl. 1 e. h. og kl. 6 e. h. heimilislæknishjálpina, en ekki læknishjálp sérfræðinga. Blaðið náði tali af Arinbirni Kolbeinssyni, formanni félags- ins, eftir fundinn. Sagði hann, að þessari tillögu hefði verið hafnað á fundinum og sett það skilyrði til samninga að ekki yrði samið við heimilislækna nema sjúklingum yrði tryggt að þeir fengju vissan hluta af sér- J fræðiþjónustunni endurgreidd- an. Töldu læknarnir að bæði heimilislæknisþjónustan og sér- fræðiþjónustan ætti að vera undir sama tryggingakerfi. Þó kom fmm á fundinum ný hugmynd um fyrirkomulag greiðslna til sérfræðinga. Sagði Hvert óhappið rak annað Arinbjörn, að það væri tæknl- legt atriði er varðar sjúkrasam- lagið, en kæmi ekki við sjúkl- ingana. Þó heimilaði fundurinn stjórn og samninganefnd lækna að gang^frá þessum málum, ef við- unandi lausn fæst, en bráða- 'birgðalögin falla úr gildi um ára- mót. Sagði Arinbjörn að haft yrði samband við Sjúkrasamlagið strax í gærkvöldi og búast mætti við að hægt yrði að hafa fund með fulltrúium þess í dag. Sigurður Helgason frkvstj. Loftleiða 1 New York ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Sig- urður Helgason, forstjóri ORKU h.f., verði framkvæmdastjóri Loftleiða í New York frá næstu áramótum að telja. Sigurður er varaformaður Loftleiða. Samningsumræóur við sjómenn að hefjast hjá Hitaveitunni HITAVEITUVATN var af skorn- um skammti í Reykjavík í gær. Auk þess sem kalt var, komu ýmis óhöpp fyrir, sem gerðu það að verkum að á tímabili fékk bærinn enga viðbót við það vatn sem kemur frá Reykjum. Stóðu vonir til að úr þessu rættist og meira aukavatn yrði í dag. Helgi Sigurðsson, hitaveitu- stjóri, skýrði blaðinu frá gangi þessara mála í gær. Sagði hann að vel hefði gengið yfir jólin, þangað til kólfiaði á annan jóla- dag. Átti þá að bæta við vara- stöðinni, en kom í ljós að báðir katlarnir voru bilaðir. Vitað var að sá gamli var bilaður, en nýi ket'illinn reyndist það líka. Varð það til þess að aðeins _yar 3. m. vatnshæð í stað 7 í geymunum í gærmorgun. Ofan á þetta bætt ist að rafmagnið fór um 10 leytið. Misstist við það heita vatnið frá öllum holunum í Reykjavík og dælurnar stöðvuð- ust allar nema á Reykjum og Reykjahlíð, en þar eru varastöðv ar. Kl. 12.45 var því vatnið í geymunum á Öskjuhlíðinni búið. Um leið og rafmagnið frá Sög- inu kom aftur fékk Hitaveitan straum fyrir holurnar og dælu- stöðina. Bilunin í katlinum í topp stöðinni reyndist vera inni í eld- holinu og þurfti því að tæma hann og kæla áður en hægt var að gera við, en um 5 leytið í gær var það búið Og aftur byrjað að kynda ketilinn upp og því von á Elliðaárstöðinni til viðbótar áður en langt um liði. Sagði hita- veitustjóri að eftir nóttina ætti að vera meira í geymunum á öskjuhlíðinni en I gær, ef fólk léti þá ekki renna úr hófi. MÖRG sjómannfélög hafa sagt upp samningum frá áramótum og hefur Alþýðusamibandið sent út- gerðarmönnum kröfur sjómanna fyrir þeirra hönd. Verður fyrsti fundur samninganefndanna í dag, að því er Kristján Ragnarsson, fulltrúi hjá LÍÚ, tjáði blaðinu í gær. Þau félög, sem hér um ræðir eru: sjómannafélögin á ísafirði, Þingeyri og Flateyri, af félögun um á Vestfjörðum, öll félögin á Snæfellsnesi, á Akranesi og alls staðar á Suðvesturlandi til Vest- mannaeyja. Sjómannafélagið á Hornafirði hefur ekki sagt upp samningum og yfirleitt ekki félög in á Austfjörðuim. Á Akureyri hafa sjómenn sagt upp samning- um- Kröfur sjómanna eru sem hér segir í stórum dráttum. Þeir gera kröfu um 38 af hundraði af afla báta 30—50 lestir. Hin al- menna krafa um aukin hluta- skipti sjómanna er að þau hækki úr 29 Vi í 34 af hundraði. Á drag- nóta- og humarveiðum eru gerðar kröfur um hækkun hlutaskipta úr 37 í 40 af hundraði og á tog veiðum bá'ta úr 31,5 í 36 af hundr aði. Kauptryggingin verði hækk- uð úr kr. 5365 í 6300 kr. og út- gerðarmenn greiði 1% í styrktar sjóð sjómannafélaganna. Ýmsar fleiri breytingaT og kröfur eru gerðar. Harður árekstur KLUKKAN hálf ellefu aðl kvöldi annars jóladags varðl harður árekstur á HafnartfjarðJ Íarvegi skammt sunnan Digra-J nesvegar. Renaultbifreið, Ö- j 683 kom norðan Hafnarfjarðar, veginn en vörubifbreiðin G- 296 á móti. í þeim svifum er; bifreiðarnar mættust missti ökumaður Renaultbiifreiðar- innar vald á farartæki sínu, vegna hólku, og snarsnerist bifreiðin í veg fyrir vöruhif-, reiðina- Slys urðu ekki á mönn um en Renaultbifreiðin er stór j skemmd. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.