Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLÁÐIh Miðvikudsgur 3. jan. 1962 ARAMOTIN MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við fréttarit- ara sína víðsvegar á landinu og fara frásagnir þeirra af áramótunum úti á landi hér á eftir: Á AKUREYRI AKUREYRI: — Það má segja að þessi áramót hafi verið hin frið- sælustu á Akureyri, en þær upp- lýsingar gefur yfirlögregluþjónn- inn Gísli ölafsson. Unglingarnir efndu til ) ö—20 brenna í úthverf- um bæjarins og þangað söfnuðust þeir ásamt alimörgu fullorðnu fólki og skenimti það sér vel við að horfa á eldana. Af þessum sökum var miðbærinn svo til niannlaus og engir óknyttir eða spjöll þar i frammi. Þá voru einnig dansleikir fyrir unglinga, einkum í gagnfræðaskólanum og héit það þeim mjög frá því að vera á götunni. Engin slys urðu Og engar rúður brotnar en einn maður var tekinn ölvaður við akstur. Á miðnætti var allmikið um smásprer.gingar og kínverja í bænum. Einnig var skotið mörg- um flugeldum og ártalið 1962 var tendrað með blysum í Yaðla- heiði. Guðvarður Jónssön málara- meistari frarrkvæmdi það, en hann hefur staðið fyrir þessu kyndlaártali sl. þrenn áramót. Slökkviliðið var aldrei kvatt út um áramótin, og var þetta einn- ig mjög friðsælt kvöld hjá því. . — St.E.Sig. j -w* Á HÚSAVÍK HÚSAVÍK: — Menn kvöddu gamla árið hér með gleði en eng- um ólátum, en hér hafa aldrei verið nein ólæti eða óspektir á gamlárskvöld. Tvær brennur voru í bænum, og við aðra þeirra þeytti lúðrasveit Húsavíkur lúðra sína. Dansleikur var í samkomu- húsinu, sá fjölmennasti sem hér hefur ver.ð haldinn. Sérstakan svip setti það á bæinn að skipið Helgafell kom hér í höfn um miðnættið, ijosum prýtt stafna á milli Og a miðnætti skutu skip verjar mjög stórum Og fallegum flugeldum. — Fréttaritari. Á SEYÐISFIRÐl SEYÐISFIRÐI: — Tvær myndar legar brennur voru haldnar hér á gamlárskvöld. Áramótafagnaður hófst á miðnætti og fór mjög sómasamlega fram. Mikið var um flugelda í bænum en lítið um sprengingar. Hér hefur verið stirð tíð að undanförnu en á gamlársdag skipti um veður og kom þíðviðri. — Sveinn. í HÖFN HÖFN í Hornafirði: — Hér gekk allt vel fyrir sig. Veður var prýði legt. Þrjár brennur voru haldnar Og safnaðist mikið af fólki að þeim. Áramótadansleikur var einnig haldinn og fór hann hið bezta fram. Var þar mikið fjöl- menni enda færð góð í héraðinu. Mikið var skotið af flugeldum. — Gunnar nostra við gestina finnst manni, að þeim þyki lítils- virðing í að stan'da í snatti fyrir viðskiptavinina og láta undan duttlungum þeirra. Ánægjulegar undanteikningar eru auðvitað til, en því mið- ur allt of fáar. • Útvarpið á gamlárs- kvöld Útvarpshlustendur eiga von á því að dagskráin á gamlárs- kvöld sé bæði fjörug og fjöl« skrúðug. Þeir munu því flest« ir hafa orðið fyrir vombrigð. um 31. desem/ber s.L, því að dagskráin var í heild frámuna lega léleg og því Jíkust, að höndunum hefði verið kastað til hennar í flýti. Skemmti. legt léttmeti á fullan rétt á sér, en þetta var ekki annað en þynnka og linka, andlaust og fyndnislaust. Á milli þátta voru leikin sömu lögin og oft» ast hafa glumið í eyrum hlust enda allan ársins hring í óska lagaþáttum og öðrum músík- þáttum. Bezta atriðið var skopstæl- ing á lestri Kristmanns Guð« mundssonar á framhaldssögu sinni, og eins mun mörgum hafa þótt gaman að heyra Thor Vilihijálmsson og Kiljan kvaka hvor upip í annan með sömu raddlbrigðum, en í heild var dagskráin algerlega mis- heppnuð. Á ÍSAFIRÐI ÍSAFIRÐI: — Hér var veður ekki sem bezt SV kaldi og rign- ing öðru hvoru. í Stórurð var kveikt í blysum sem mynduðu ártalið 1961. Mikið var um flug- elda í bænum. Áramótadansleik- ir voru haldnir í samkomuhúsun- um og fóru þeir vel fram. Fólk dvaldist almennt heima við til miðnættis og hlustaði á dagskrá Ríkisútvarpsins og olli hún mikl- um vonbrigðum. — AKS. f NESKAUPSTAÐ NESKAUPSTAÐ: — Hér gekk nýja árið stórslysalaust í garð. Bezta veður var bæði á gamlárs- dag og nýársdag. Margt manna safnaðist að brennum, sem haldn- ar voru. Fóru 14 tunnur af olíu í þá stærstu. Kveikt var í brenn- unum um áttaleytið á gamlárs- kvöid. Um kvöldið var dans- leikur 1 barnaskólanum. Stóð hann til kl. 4 á nýársdagsmorgun og fór hið bezta fram. — Jakob. í VESTMANNAEYJUM VESTMANNAEYJUM: — Hér fór allt hið bezta fram. Veðrið var heldur leiðinlegt, rigningar- suddi. Dansleikir voru í tveimur húsum og fóru vel fram. Lög- reglan segir að þetta hafi verið rólegasta gamlárskvöldið í fjölda ára. Mikið var skotið af flugeld- um. Fjölmenni var mikið við guðsþjónustur Og kirkjur fullar. Um 40 brennur, smærri og stærri voru hér á gamlárskvöld. —Björn f BORGARNESI BORGARNESI: — Áramótin fóru hér vel fram. Kveikt var í tveim- ur brennum og gengu Lionsfélag- ar með blys um göturnar frá ann- arri brennunni og að kirkjunni. Var þaðan skotið miklu af flug- eldum og kveikt á blysum. Ára- mótafagnaður var í samkomuhús- Aðalhlutverk í Kviksandi: Helga Bachmann, Gísli Halldórss., Steindór Hjörleifss., Brynj. Jóhanness. Leikfélag Reykjavíkur og Kviksandur VÆRI ég að því spurður núna um áramótin hvaða auðlind hafs Og hauðurs eða stöfnun í þessu landi, hefði átt mestan þátt í, og lagt þar til mest að mörkum inu um kvöldið. Fór hann hið bezta fram og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af neinu. Veðrið var heldur leiðinlegt, rign- ingarsuddi undir kvöldið. — — Hörður ÁSAUÐÁRKRÖKI SAUÐÁRKRÓKI: — Hér fóru áraskiptin fram með miklum glæsibrag og rólegheitum. Á gaml ársdag dró úr frosti og hefur ver- ið þíðviðri síðan. Hefur snjóa mjög tekið upp. Allt var með kyrrum kjörum á gamlárskvöld. Hér var kveikt í einni stórri brennu og tveimur minni og safn aðist þangað margt fólk eftir kirkju. Flugeldar voru og með mesta móti. Kl. 11 hófst dans- leikur í samkomuhúsinu. Var þar mikill mannfjöldi Og fór fagn- aðurinn vel fram. Á nýársdag Frh. á bls. 18 að fínansera og efla hugmynda- sköpun og framtak í landi okkar á þessárri öld, gæti svo farið að ég leiddi hjá mér að nefna þar fyrst höfuðbankana tvo, Selvogs- banka Og Seðlabankann. Væri þetta samviskuspurning mundi ég svara alveg hiklaust: Leikfélag Reykjavíkur. Það er að vísu ekki á mínu færi, og kannske engra manna, að rekja forsögu ýmsra snjallra hug- mynda, sem orðið hafa fyrsta hreyfiafl mikilla framfara og stórra átaka, en ég hika ekki við að fullyrða, að fleiri slíkra hug- mynda hafa kviknað í gömlu lðnó en öðrum húsum í þessari borg. Því miður hef ég allt mitt líf haft of margar hugmyndir í hlut- falli við fjármagn og alltaf skort tíma fremur en atvinnu, en ég hef þó sjaldan talið mig hafa ráð á að missa af neinu því sem það ódrepandi geníala fólk, til húsa í þessum gamla timburhjalli, er að berjast við að blása í anda sín- um og gefa eilíft líf, að við meg- um fá nýjar aflmiklar hugmynd- ir að skapa úr framtíð okkar og lært að þjóna guði og lífinu en. ekki dauðanum og djöflinum. Um þessar mundir er sýnt f Iðnó eitt ihð dramatískasta verk, sem þar hefir verið flutt fyrr og síðar, Kviksandur. Aðalþátttak- endur leiksins er lítil fjölskylda, fullorðinn faðir (Brynjólfur Jó- hannesson), synir hans (Gíslil Halldórssön Og Steindór Hjörleifai son) og tengdadóttir (Helga Bach mann), auk nokkurra smáhlut- verka. Eins og títt er í lífinu er það glataði sonurinn, sem allir jeggja sig fram um að bjarga, í þetta sinn eiturlyfjanotandi. En efni leiksins er um flest þau vandamál, sem verða á vegi al- menns fólks, og skiptast á grát- hlægilegar senur og yfirþyrmandi dramatískar og sorglegar. Allt samið Og sviðsett af fránærri snilli og auðskildri hverju barni. Um leik þeirra fjögurra, sem nefnd hafa verið, er það að segja, að hann mun aldrei úr minni líða þeim, sem á horfðu. Og sjálfum fannst mér meðan á sýningunni stóð að þáð væri hverjum manni nægilegt lífsstarf að skila ein- stökum hlutverkum leiksins al svo sannfærarxdi krafti. Mig langar að nota þennan nýj- ársdagsmorgun, 1962, að hylia það dugmikla og gáfaða fólk, sem nú heldur á lofti heiðri hins 65 ára gamla L.R. með því að ráðast í stórvirki á borð við leikritið Kviksand. R.J. • Áttadagsgleðin Mönnum ber almennt sam- an um það, að áramótafagnað ur stúdenta — áttadagsgleð- in — í anddyri Háskólabíós hafi heppnazt með ágætum. Þar rikti glaumur og gleði fram undir morgun; glaðir glöddust með glöðum í sönn- um stúdentaanda, E'f eitthvað ætti að nefna, sem aflaga fór, þá var það þjónustan. Fólíkið, sem gekk um beina, gerði sýnilega sitt bezta, en það var bæði allt of fátt og óvant. Skenkiborðið var allt of lít- ið, og spillti það nokkuð ánægju gesta að þurfa að híma langalengi í kös til þess að fá afgreiðslu. En úr þessu verður áreiðanlega bætt um næstu áramót, þvi að víst má telja, að stúdentar skemmti sér þarna framvegis á gaml- árskvöld. Nú ætti sú bábilja að vera að hverfa, að ekki megi veita vín í húsakynnum, sem háskólinn hefur yfir að ráða, eins og sumir vildu vera láta. • Þjónar og þjónusta Oft er fevartað undan stirð- busahætti og dónaskap þjóna á íslandi, og eru flestir senni- lega orðnir leiðir á að heyra meira nöldrað um það. Sann- leikurinn mun vera sá, að of margir menn í þjónastétt á íslandi virðast einhvern veg- inn skammast sín fyrir at- vinnu sína, enda kippast sum- ir við, ef þeir eru árvarpaðir með þjónsheitinu. í stað þess að leggja alúð við starfið og UTIA LANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.