Morgunblaðið - 03.01.1962, Síða 9

Morgunblaðið - 03.01.1962, Síða 9
Miðvikudagur 3- jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 9 ífW ÁRIÐ 1962 byrjaði heldur ófriðlega hjá Portúgölum — með blóðugri bylting- artilraun, sem kæfð var skömmu eftir fæðingu — en þó ekki fyrr en hún hafði kostað nokkra menn lífið og margir lágu eftir særðir. Stjórn Portúgals tilkynnir, að allt sé með kyrrum kjörum í landinu, en lausafregnir herma, að mikil ólga sé meðal íbúanna og miklar varúðarráð stafanir hafi verið gerðar víðs- vegar í iandinu. Útifundi, sem boðað naíði verið til í gær, var aflýst, þav sem óttazt var, að til tíðinda drægi ef of margir hópuðust saman. Samkvæmt fregnum stjórn- armnar gerðu byltinguna 40 til 50 menn, undir forystu tveggja liðsforingja — en aðal leiðtogmn og hvatamaður bylt ingarinnar er sagður Mario de Azvedo Gomez, — sá, sem var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í kosningabaráttunni í haust. Er þess skemmzt að minnast, að stjórnarandstæðingar drógu framboð sín til baka, fimm dögum iyrir kosningar, þar sem þeir fengu enga tryggingu fyrir því, að talning atkvæða yrði hlutiaus og réttmæt. Byltingartilraun í Portúgal Portúgalska stjórnin segir, að byltingarmenn hafi farið á nýársnótt í bifreiðum frá Lissa bon til herbúða í Beja, sem er um 180 km suður af Lissabon. Þeir hafi verið vopnaðir vél- byssum og skammbyssum og náð skála liðsforingja á sitt vald um stundarsakir. Tveim iiðsforingjum tókst að komast undan og gera viðvart her- mönnum, er þegar þurstu á vettvang. Sló í bardaga, er stóð nokkrar klukkustundir og lauk með algerum ósigri bylt- ingarmanna. Höfðu þá nokkr- ir menn fallið og særzt. ★ Meðal þeirar, sem létust, var að&toðarhermálaráðherra Portúgals, Jaime Filipe de Fonesca. Hann hraðaði sér til herbúðanna, er hann frétti af viðburðum þar, en sem hann gekk í móti byltingarmönn- um og krafðist þess, að þeir gæfut upp þegar í stað, hæfði hann skot úr byssu eins þeirra ag lézt hann í sjúkrahúsi skömmu síðar. Sagt er, að Gomez hafi einnig særzt hættu lega og verið handtekinn, en engar aðrar fregnir hafa bor- izt af honum. í tilkynningu stjórnarinnar segir, að all- margir byltingarmanna hafi gefizt upp en aðrir verið hand- teknir á flótta. Siðdegis í gær vöru fimm menn handteknir, er þeir áttu aðeins 50 km. ó- farna að landamærum Spánar. Þeirra á meðal var Manuel Serra, fyrrum forystumaður kaþólsku æskulýðssamtak- anna, en Serra var í fyrra dæmdur „in absentia" fyrir þátttöku í uppreisn gegn stjórninni fyrir liðlega tveim árum. Hinir fimm handteknu voru fluttir til Lissabon. Hið öpinibera málgagn stjórn arinnar „Diario de Manha, sagði í morgun, að 28 upp- reisnarmenn hefðu verið handteknir og væru flestir þeirra verkamenn eða iðnað- armenn, ættaðir frá bænum Almada, sem er ekki langt frá höfuðborginni, segir blaðið að íbúar Aimada hafi lengi verið mjög róttækir. Ekki er ljóst, hvað fyrir uppreisnarmönnum h e f u r raunverulega vakað — hafi þeir aðeins verið 40—50, eins og stjómin segir. Gizkað er á, að þeir hafi vonazt til að ná herbúðunum á sitt vald átaka- laust og talið, að hermenn myndu lítt aðhafast án til- stuðlan liðforingjanna. Síðan hafi þeir talið að skoðana- bræður þeirra í öðrum lands- hlutum myndu láta til skarar skríða. Sú von, sé hún rétt ályktuð, virðist með öllu hafa brugðizt, og bendir allt til þess, að Salazar hafi enn öll tögl og hagldir. Hann héfur nú setið á stóli forsætisráð- herra alit að því einvaldur, um 28 ára skeið. Aðstoðarhermálaráðherrann da Fonesca var grafinn með viðhöfn í gær og hylltu lík- fylgdina þúsundir manna, en allir helztu ráðamenn fylgdu hinum látna. — ★ — í ritstjómargrein kaþólska dag'blaðsins „A Voz“ segir 1 dag, að þeir séu margir meðal þjóðarinnar sem teljast megi meðsekir um atburðina við Beja á nýársdag". Allir vita“, segir blaðið, ,.að óvinir þjóð- arinnar og stjómarinnar hafa komið mönnum sínum í mikil- vægar stöður. Til dæmis eru margir kennarar bæði í barna og írarn h a ldss kól um, sem berj ast fyrir annarlegum sjónax- miðum. sem andstæð eru stjóminni“ og stjórnarblaðið „Diario da Manha“ segir aug- ljóst, hversu alvarlegt aga- brot byltingartilraunin sé, þegar þess sé gætt. að um þessar mundir sé jarðvegur- inn í Góa og Angóla votur af portúgölsku blóði. Því hljóti sérhvert byltingarævintýri, sem anað er út í eins og sakir standa — með bliðsjón af ástandinu í alþjóðamálum — að vera árás á alla hina portú- gölsku þjóð. Sveinn Ólafsson vélstjóri — minning SVEINN var fæddur að Kleifum í Súðavíkurhreppi 10. 9. 1890, sonur önnu Torfadóttur og Ólafs Jenssonar hreppstjóra og útvegs- bónda í Hattardal. Sveinn ólst upp hjá föður sínum í Hattardal og síðar á Hattardalstungu er faðir hans flutti þangað. Ég hef fundið hjá mér skyldu til að minnast þessa kæra móður bróður míns með nokkrum fátæk- legum orðum og vona ég að þeir S':m standa honum næstir taki viljann fyrir verkið. Fyrstu kynni mín af Sveini frænda vom einn fagran sólskins dag í Hattardal. Það var logn og blíða og sumarsól, og sólin gyllti dal og hól og Álftafjörður og Hattardalsskógur voru klædd- ir sínu fegursta sumarskarti. Fjöldi fólks hafði safnazt inn í skóginn eins og þess var vani á summm. í þeim hóp var Sveinn frændi. Hann kom auðvitað fyrst í eldhúsið til mömmu, því þau voru ein af þeim góðu systkin- um sem aldrei gekk hnífur á milli. Ég á því margar góðar end urminningar frá þeirra samfund um sem eru mér ógleymanlegar, svo var farið í skóginn og skemmt sér við dans og leiki. Sveinn frændi var alltaf hrók- ur alls fagnaðar, hvar sem hann var og auðvitað eins þennan dag og er mér enn í fersku minni þær gamansögur sem hann sagði okk- ur skrákunum þá. Síðan hat'a leiðir okkar Sveins legið mikið saman þó nokkuxt hlé hafi orðið á því stundum, því Sveinn var lengst af ævinni á íjónum vélstjóri á ýmsum skip- um og þótti alltaf góður og traust ur í starfi, en síðustu árin vann hann í Vélsmiðjunni Hamri. Saga Sveins frænda er ekki saga manns sem safnað hefur auði hér é jörð, en hún er önnur og betri því hún er saga manns sem alltaf var viðbúinn til að gera allt sem hann gat fyrir náungann. Og lika einnig saga manns sem alltaf var léttur í lund og gat alltaf komið öllum í gott skap og hlýjað um hjartarætur með sinni alkunnu kímnigáfu. Þó svo að á hinn veg inn væri hann alvörunnar maður og vel trúaður eins og hann átti kyn til. Sveinn var kvæntur Salóme Jó- hannsdóttur frá Aðalvík og lifir hún mann sinn. Var heimili þeirra alltaf ástúðlegt og allir þeir sem þau heimsóttu fóru það- an glaðir og léttir í lund. Ég sem þessar linur rita þekki Salome það vel að fráfall manns hennar er henni þungbært, en ég veit líka að eiginmaður hennar og hennar góðu mannkostir hafa búið hana undir þennan skilnað. Þau Sveinn og Salóme eiga á lífi 3 syni. Karl verzlunarmaður, kvæntur Hrafnhildi Einarsdóttur. Viggó pípulagningameistari kvæntur Margréti Símonardóttur. Borgar stúdent og sjónvarpsvirki, búsettur í Vesturheimi. kvæntur Esther Macallister. Svo far þú í friði kæri móður- bróðir. í fyrsta lagi vil ég þakka þér hvað þú varst góður bróðir hennar mömmu, og í öðru lagi vil ég þakka þér alla þá góðvild og þá hjartahlýju sem þú hefur sýnt mér og minum, sem hefur alltaf vefið eins og sólskinsdagurinn í Hattardal, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Ólafur Gunnlaugsson. KVEÐJA PRÁ BRÓÐUR Ungur fórstu út á sjó Eins og flestir Vestfirðingar af því fá þeir aldrei nóg enga finna í beinum ró eðlið ræktað, sköpin þessi þvingar. Þitt var aðal ævistarf úti á hafsins köldu bárum til þess kjark og þrekið þarf það og aldrei frá þér hvarf fyrr en mæddist þú á efri árum. Margir áttu undir þér afturkomu von að landi þessa minnast mætti hér margur langt til baka sér vélamenn oft vondu forða grandi. Marga dapra dimma nótt dvaldir þú á köldum víði meðan kúrðu á kodda rótt krakkar heima, er allt var hljótt svaf þá stundum óvært svanninn blíði. Leiddu þig oft landi að ljúfar, konu fyrirbænir. Skip þó sigli stað úr stað, standi drottinn vörð um það, ei það saka ægishyljir grænir. Nú er liðin ævin öll aflvél hjartans hætt að dæla eftir leið um lífsins völl lentir þú í drottins höll jólakvöld, er hæst stóð himins sæla. Gúðm. Guðni. Laghentir menn óskast Táésmiðjan ViíÐIR Veirarlistinn 1962 Nýi pöntunarlistinn var sendur út á land í byrjun desember. Þeir sem enn hafa ekki fengið hann, en hafa hug á því, ættu að senda okkur strax nafn og heimilisfang. Gerist urr leið ásknfendur að auka- blöðunum og sendið rneð kr. 10.-----það borgar sig. Með því að verzla við Hagkaup getið þér sparað allt að 20% auk þeirra þæginda og þjónustu að fá vöruna senda heim hvar sem þér búið út á lands- byggðinni Skrifið strax — gerist áskrifendur. Hagkaup Miklatorgi Reykjavík Risíbúð til söiu við Háagerði, sér hiti, svalir og tvöfalt gler. Hag- kvæm lán áhvílandi. Útborgun lítil. Laus til íbúðar strax. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL., Laurásvegi 2 ■— Sími 19960. Skrifslofiisiulka Iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki óskar eftir duglegri skrifstofustúlku nú þegar eða 1. febrúar. Eiginhand- arumsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. föstudagskvöld merkt: „Iðnaður og Verzlun — 7487“. Ibíjð 2-3ja herb. íbúð óskast strax. Upplýsing- ar gefnar á skrifstofu okkar, Skipholti 33 eða í síma 35320. VIKJti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.