Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 Fórnardýr „Þjóðviljans" í » Frh. af bls. 1. Þegar blaðamaður Mbl. kom að máli við frú Jóninu í gaer, ríkti dapurlegt andrúmsloft á heimilinu. Þrjú yngstu börnin, 12 ára drengur og 15 ára tví- burar, eru í skóla, en hafa ekki þorað að láta sjá sig í skólan- um síðan fréttin birtist. Annar sonur, 17 ára gamall, hefur ekki farið til vinnu í tvo daga, en elzta barnið, 18 ára stúlka, fór í vinnuna með hálfum huga. Frúin kvaðst geta fullyrt, að Ameríkanar hefðu ekki kom- ið í húsið, hvorki með kven- fólki né einir síns liðs, enda hefðu þeir þangað ekkert að sækja. Hún sagðist ekki skilja, hvernig „Þjóðviljinn" hefði leyft sér að birta slíka gróu- sögu án þess að ganga úr skugga um sannleiksgildi hennar. Hún hefði farið á rit- stjórix blaðsins í fyrradag og spurzt fyrir um sögumann, en fengið þau svör, að blaðið hefði öruggar heimildir, sem ekki yrðu látnar uppi. Hins vegar hefði einn blaðamaður látið þess getið, að ekki væri fullkomlega víst hvort það væri htúsið nr. 32i við Hverfis götu, sem um væri að ræða! Frú Jónína sagði að slúður fréttin væri ekki aðeins fólsku leg árás á mannorð sitt cg fjölskyldunnar, heldur væri hún beinlínis atvinnurógur. Hún væri fráskilin kona með fimm börn, sem hefði m.a. við urværi af því að leigja út her- bergi. Nú væru leigjendurnir farnir að segja upp hús- næðinu, og ekki nóg með það, einn þeirra hefði orðið af vinnu sem var búið að lofa honum. Hann átti að byrja að aka bíl hjá Steindóri í gær- morgun, en var vísað frá þeg ar hann kom á vinnustað. Allt ætti þetta rsetur að rekja til svívirðinga blaðsins. Frúin kvaðst mundu höfða meiðyrðamál gegn Þjóðviljan um fyrir rógburð og lygar. Börnin fjögur, sem heima voru, tóku undir orð móður sinnar og áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á því hugarfari, sem birt ist í rógskrifunum. Höfðu þau við orð, að það væri orðið hættulegt að búa í landi, þar sem ómerkilegir slúðurberar gætu fyrirhafnarlítið nítt ær una af blásaklausu fólki. Blaðamaðurinn átti enn- fremur tal við tvo leigjend- anna, m.a. ungu konuna, sem býr þar með manni sínum, og bar þeim saman um, að Ame- rikanar hefðu ekki sézit í hús inu, hvað þá meira. Mbl. átti tal við kvenlögregl una í gærkvöldi og fékk þær upplýsingar, að henni hefðu aldrei borizt kærur eða kvart- anir í sambandi við húsið nr. 32 við Hverfisgötu. Mbl. hafði ennfremur sam- band við Ólaf Jónsson, fulltrúa lögreglustjóra í gærkvöldi. Sagði Ólafur, að sér væri ekki kunnugt um að kvartanir frá eða vegna hússins að Hverfis- götu 32 hefðu nokkru sinni borizt til lögreglunnar. Þá skýra vaktmenn lögregl unnar, sem svöruðu símanum á lögregluvarðstofunni sl. mið vikudagskvöld, frá því að engin hringing eða kvört- un hafi borizt til lögreglunn- ar varðandi Hverfisgötu 32 og ekkert þar að lútandi sé fært í bækur lögreglunnar. Hinsvegar er Mbl. kunnugt um að ákveðnum aðilum inn- an Æskulýðsfylkingarinnar hefur verið falið það blutverk að fóðra „Þjóðviljann" á slúð urfréttum sem þeirri, er birt- ist í blaðinu í fyrradag. Síðasta kvikmynda- sýningin í Trípólihíó SEM KUNNUGT er á Tónlistar- félagið í byggingu nýtt kvik- myndahús, ásamt nýju skólahúsi, að Skipholti 33, en Trípolíbíó, sem herinn reisti á stríðsárunum, verður rifið. Stjórn Trípolíbíós heifur hug á að kveðja Melana með sæmd og valið sem síðustu mynd til sýningar í gamla húsinu myhdina Vegleg gjöf Höfn, Hornafirði, 10. jan. í dag barst Hafnarkirkju höfð- ingleg gjötf, kr. 10 þús. frá Sig- rúnu Wiium og Snjólaugu Jóns- dóttur, Höfn. Gjöf þessi er gefin til kaupa á ljósahjálmi í kirkj- una í minningu um hjónin Luciu Þorsteinsdóttur og Han Wiium, en í dag eru 100 ár liðin frá fæð- ingu Luciu ljósmóður. — Gunnar „Flótti í hlekkjum" (The Defiant Ones), sem er heimsfræg og marg verðlaunuð miynd, en sagan hefur verið framhaldssaga í Vikunni. Myndin hefur hlotið Oscar-verð- laun bæði fyrir handritið og kvik myndatækni og leikstjórinn, Stanley Cramer, hlaut verðlaun blaðagagnrýnenda New York- blaðanna bæði fyrir beztu mynd ársins og beztu leikstjórn, og negr inn Sidney Poiter hlaut Silfur- björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þá hefur stjórn félagsins áfcveð ið, að hafa 4 sýningar á dag á myndinni, kl. 5, 7, 9 og 11:15 til þess að gefa sem flestum tæki- færi til að sjá þessa mynd og kveðja braggann í síðasta sinn. Hið nýja kvikmyndahús mun verða tilbúið í næsta mánuði og mun það tafca 500 manns í sæti, en skólahúsnæðið mun verða tek Atriði úr myndinni „Flótti í hiekkjuiú.“ ið í notkun á næsta síkólaári. En það er til húsa á efri hæðinni, um 500 ferm. að flatarmáli og algjörlega einangrað. Guðmundur H. Jónasson, fram kvæmdastjóri Trpíolísbíós, hefur séð um bygginguna ásamt stjórn- inni og mun hann verða fram- kvæmdastjóri þess. Þá mun Tónlistarfélagið efna ■til hljómleifca í Austurbæjarbíói kl. 7:15 á miðvikudag og fimmtu dag. Þar mun tékkneski celloleik arinn Fransisek Smetana, ætt- ingi hins fræga tónskálds og snjallasti cellóleifcari Tékka, leika, en undirleik mun annast Árni Kristjánsson píanóleikari. STAKSTEIIMAR Frseðsla um atvhinuvcgina Ásgeir Þorsteinsson, verkíræð- ingur, ritaði hér í blaðið s.L. þriðjudag mjög athyglisverða grein um tæknimenntun. Gerði hann þar umtalsefni ýmsar nauð- synlegar umbætur í fræðslumál- um þjóðarinnar. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Fyrsta verkið, sem ég tel að þurfi að vinna hér á landi, er að bæta ástandið í gagnfræðanám- inu. Auka þarf nám í raunfræð- um, en það nafn vil ég gefa reikn- ingi, starðfræði, eðlis- og efna- fræði sameiginlega. Er nafnið hliðstætt raunvís- indum, sem er lokastig tækni- námsins. En samtímis þarf að bæta við fræðslu um atvinnuvegi lands- ins, sem ég ætla að kalla at- vinnufræði. Það þarf að skýra atvinnu- veginn í skipulögðum erindum, er segja frá öllum þáttum þeirr- ar atvinnugreinar, svo að ljóst verði, hvaða raunfræði komi þar helzt við mál. Taki maður sjá- varútveginn sem dæmi, yrði fyrst fyrir stutt saga hans, lýsing fisk- tegunda, skipa og véla og veiði* tækja í sjó og í vötnum, tegund- ir afla og þar fram eftir götunum. Þar á heima sú landafræði, sem varðar ströndina og miðin og náttúrufræði fiska og annarra sjávardýra. Á sama hátt þarf að fara með Iandbúnað, hverju nafni sem nefnist, eins orkustöðvar og allan iðnað annan, svo sem máilm- plast- og byggingariðnað.“ Kommúnistar og efnahagsbandalagift Kommúnistar fara nú ham- förum gegn Efnahagsbandalagi Evrópu og telja að aðild íslands að því myndi fela í sér afsal á sjálfstæði Iandsins. Firrur og f jarstæður eru eins og fyrri daginn ær og kýr komm- únista. Ekkert hefur verið á- kveðið um það, hvort ísland ger- ist aðili að Efnahagsbandalag- inu eða hvernig aðild þessi yrði háttað. Ríkisstjómm hefur hins vegar haft þann eðlilega og sjálf- sagða hátt á að fylgjast sem bezt með öllu sem gerist meðal þjóða Evrópu í þessum málum. Á það hefur verið bent, að það gæti valdið íslendingum stór- kostlegu óhagræði, ef þeir yrðu utan þessa bandalags, sem flestar helztu viðskiptaþjóðir okkar era aðilar að. Fáir munu verða til þess að taka undir þá staðhæfingu komm únista að aðild að slíku banda- lagi, hafi í för með sér afsal á sjálfstæði þeirra landa, sem í bandalaginu verða. TUgangur þess er þvert á móti sá að bæta aðstöðu þeirra til efnahagslegrar uppbyggingar og byggja öll við- skipti á frjálsari og heUbrigðari grundvelli en áður. Nú heimta þeir spamað Tíminn birtir í fyrradag ræðu eftir Skúla Guðmundsson úr fjárlagaumræðu á Alþingi. Kvartar ræðumaður þar mjög undan því að of lítUs sparnaðar gæti í rekstri ríkisins. Eysteinn Jónsson hefur verið lengur fjármálaráðherra á ts- landi en nokkur annar maður. Undir forystu hans hefur stjóra- kerfið þanizt út, eyðslan orðið meiri og meiri. En nú kemur Skúli Guðmundsson og segiíst vilja láta ríkið spara. Vildu Framsóknarmenn styðja spam- að á s.l. sumri, þegar þeir stuðl- uðu að því eftir fremsta megni með kommúnistum að hleypa af stað nýrri dýrtíðarskriðu, hækka hverskonar launagreiðslur og auka eyðslu á öllum sviðum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.