Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 18
IS MORGINBLÁÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 ísland gegn írlandi í keppni landsliöa Evrópu írar mega nota alBa sína atvínnumena | ★ Sterkt Iið. | írar eiga sterkt lið. Tvívegis höfum við leikið landsleiki við Frh. á bls. 19. -<•> A SÍÐASTL. ári tók Knatt- spyrnusamband íslands þá ákvörðun að senda þátttöku- tilkynningu fyrir íslenzka landsliðið í sérstaka keppni, sem Evrópusambandið í knattspyrnu stofnaði til og ætluð er eingöngu landslið- um Evrópulanda. Er keppt um sérstakan bikar og hand- hafar hans eru landsliðs- menn Rússa, eftir að fyrstu keppninni var lokið. — Nú stendur önnur keppnin fyrir dyrum og sendu 30 þjóðir þátttökutilkynningar. Þrjár þeirra drógu sig til baka aft- ur svo 27 þjóðir eru með í keppninni. í gær var dregið um það hvaða þjóðir skuli keppa saman í fyrstu um- ferð og fyrir íslendinga var drégið það hlutskipti að mæta landsliði Irlands. ★ -Dregið um 1. umferð. Það var Sir Stanley Rous for- seti alþjóða knattspymusam- bandsins sem dró hverjir leika skyldu saman. Úrslit dráttarins urðu þessL Albanía — Grikkland Spánn — Rúmenía Italía — Tyrkland Júgóslavía — Relgía Island — írland Noregur — Svíþjóð A-Þýzkaland — Tékkóslóvakía Búlgaría — Portúgal Sviss — Holland England — Frakkland Wales — Ungverjaland Danmörk — Malta N-írland — Pólland ★ Sitja yfir Sigurvegararnir úr síðustu keppni, Rússar, sitja yfir í fyrstu umferð og einnig var dregið um það að Luxemborg og Austurríki skyldu sitja yfir. Ástæða þess er sú, að með því móti verða 4 leik- ir 2. umferð keppninnar og þá er fengin hin rétta tala. Finnland, Skotland og V-Þýzkaland drógu þátttökutilkynningar sínar til baka áður en að drætti kom. ★ Tvöföld umferð. Reglur keppninnar eru þær, að það landið sem í upptaln- ingunni hér að ofan er nefnt á undan leikur á heimavelli fyrri leikinn. En umferðin er annars tvöföld, leikið er heima og heiman. Þó geta löndin sem dregin eru saman komið sér saman um breytingu á þessu ef þau óska. írar sem við eigum að Ieika við í fyrstu umferð verða að kosta sig hingað sjálfir. En uppihald þeirra hér verður KSÍ að greiða. KSt heldur svo öllum hagnaði af leiknum hér utan það að alþjóðasambandið á að fá 1% af bruttoinnkomu og Evrópusambandið 2%. Síð- an verður KSÍ að greiða ferða kostnað ísl. landsliðsins til ír- lands en fær þar frítt uppi- hald hjá írska sambandinu. Það er mikill hagur fsilend- ingum að taka þátt í svona keppni. Okkur hefur reynzt erfitt að fá aðrar þjóðir til landsleikja við okkur og fæst- ar hafa tekið slíku boði á jafn réttisgrundvelli. Þátttaka í þessari keppni tryggir að minnsta kosti 2 landsleiki og kostnaði skipt jafnt milli þjóð anna. Bandaríkjastúlka snéri á allar hinar A ALÞJÓÐLEGU skíðamóti í Grindevald í Ölpunum í gær sigr aði bandaríska stúlkan Linda Meyers 1 svigkeppni kvenna. •— Kom sigur hennar nokkuð á ó- vart en var vel verðskuldaður. Allt bezta skíðafólk heirns er nú við æfingar í Ölpunum því í febrúar er heimsmeistaramót skíðafólks. Linda Meyers fór með miklu öryggi brautina sem var 1100 m löng. Tími hennar var 1.33.1 min. Er þetta í fjórða sinn á síðasta áratug sem bandarísk túlka vinn Ur þetta mikla mót kvenna. Christen Hass Austurríki, fór brautina og með miklu öryggi, en hún varð að láta sér nægja ann- að sætið 2/10 úr sek á eftir Lindu Meyer. Þriðja var Traudl Hecher Austurríki á 1.33.8. Brautin var mjög erfið, fallhæð 280'metra og margar af 92 þátt- takendunum urðu að hætta keppni í miðri braut. Norsku stúlkurnar sem þarna kepptu höfðu ekki mikið að segja gegn þeim beztu. Norsku stúlk- urnar urðu í 21., 39., 48. og 50. sæti og sú er bezt var, Astrid Sandvik hafði tímann 1.38.1. Vel heppnuð skíða- kennsla í Hveradölum U M hátíðamar gekk Skíðaráð Reykjavíkur fyrir skíðakennslu við Skíðaskálann í Hveradölum og við Ármannsskálann í Jósefs- dal. Kennari við Ármannsskál- ann var Sigurður Guðmundsson, Enska knattspyrnan I GÆR voru leiknir aukaleikir í ensku bikarkeppninni. urðu þessi: Úrslit Middelsbro — Cardiff ... 1—0 Leicester — Stoke 1—1 Nörwich — Wrexham .... 3—1 WBA — Blackpool 2—1 Tottenham — Birmingham 4—2 Sheff. U — Bury 2—2 Luton — Ipswich 1—1 Derby — Leeds 3—1 Sunderland — Southampton 3—0 Bristol R. — Oldham ... 0—2 Á, og var kennt alla daga milli hátíða. Snjór var sæmilegur og höfðu nemendur mjög mikið gagn af dvöl sinni í dalnum. Við Skíðaskálann í Hveradöl- um kenndi Steinþór Jakobsson frá ísafirði. Steinþór hefur kennt á skíðum í Bandaríkjun- um og er þaulvanur kennari. Lítill snjór var, nema í brekk- unum nálægt Hafnarfjarðar- skálanum og var Steinþór þar með nemendur sína. Flestir nemendur tóku mjög miklum framförum, þar sem Steinþór var með gott kerfi til þess að koma byrjendum af stað. Dvalargestir í skíðaskálanum voru ánægðir með dvölina þar efra, þrátt fyrir snjóleysið. Fyrirhuguðu unglingamóti, er halda átti kl. 2 e. h. á nýársdag, varð að fresta vegna snjóleysis. Mót þetta verður haldið strax er tækifæri gefst, og mun þá verða auglýst. Þórólfur Beck með KR gegn Dönum DANIRNIR frá Sjálandi sem KR valsliðum gegn þeim Sagði hann hefur samið við um skiptiheim- sókn koma hingað til lands í júní mánuði, væntanlega 26. júní og leika hér 4 leiki á 8 dögum. Við sögðum frá því í gær að KR færi utan á þessu tímabili en Danirnir kæmu í júlílok. Þetta höfðum við upp úr dönsku blaði eins og vitnað var í. í gær kom Sigurður Halldórsson form. knatt spyrnudeildar KR og sagði að hér væri ekki rétt með farið, heldur heimsóknum snúið við. Sigurður skýrði einnig frá því að Þórólfur Beck mundi leika með KR í leik þess við Sjálend- ingana og ef til vill einnig í úr- að Þórólfur hefði gengið frá öll- um leyfum þessu varðandi við félag sitt í Skotlandi. Þá kom og fram í fréttinni að Sjálandsúrval hefði hér áður far ið ósigrað heim. Það er rangt, KR vann leik við liðið með 4—3. Kristinn Benediktsson verð- ur keppandi íslands á heims meistaramótinu. Hann dvel- ur nú við æfingar í Austur- ríki. Pólitík - og íþrótfir PÓLITÍK og kalt stríð stjórn- málamannanna hefur komið ís hokkímönnum í vanda. Fyrir dyrum stendur heimsmeistara mót í íshokkí sem fram á að fara í Colorado Springs í Bandaríkjunum. A-Þjóðverj- ar tilkynntu þátttöku, en nú segja Bandaríkjamenn að Þjóð verjarnir hafj aldrei sótt um vegabréf til Bandaríkjanna. A-Þjóðverjarnir halda því hins vegar fram að þeir hafi sótt um ferðaleyfið gegnum ferðaskrifstofu í Berlín. Banda ríkjamenn svara því til að eng in umsókn hafi borizt. Forseti íshokkísambandsins alþjóð- lega hefur kallað saman fund í Genf og þar á að reyna að finna lausn á málinu. Jörn Sörensen iær mikið lof FRÖNSKU blöðin 9para elkki lofs yrðin um danska knattspjrnu- manninn Jörn Sörensen sem áður lék með KB en gerðist atvinnu- maður hjá Metz í Frakklandi. Á nýársdag vann Metz leik sinn gegn St. Etienne með 6:0. Franska blaðið „France-Foot- ball“ gefur honum í einkunn 5 stjörnur í leiknum, eða hæstu einkunn sem blaðið gefur og er Sörensen sá eini af leikmönnun- um 22 sem þá einkunn fær. Japan vann Ástralíu með /30 stigum gegn 95 JAPÖNSKU sundmennirnir heim færðu yfirburðasigur sinn í lands keppni við Átralíumenn með því Heimsmeistarakeppni í hættu vegna lélegrar þátttöku Heimsmeistarakeppni verður haldin í handknattleik kvenna í Rúmeníu í sumar. Aðeins ein þjóð frá Vestur-Evróþu hefur tilkynnt þátttöku og eru það Danir. Allir aðrir þátttakend- ur eru frá járntjaldslöndun- um. Þegar þátttökufresturinn var liðinn höfðu aðeins 5 þjóð ir tilkynnt þátttöku. Voru það auk Dana, Júgóslavar, Tékkar, Ungverjar og gestgjafarnir Rúmenar. Þar við bætast A- Þjóðverjar, sem ekki hafa formlega tilkynnt þátttöku þar sem alþjóðasambandið á eftir að ákveða hvort þeir verða fyrst að leika úrslitaleik við V-Þjóðverja. En þar sem nú V-Þjóðverjar hafa neitað að keppa við þá, munu A-Þjóð- verjar verða með án þess að Ieika aukaleikinn. Með þátt- töku A-Þjóðverja hafa náðst 6 þátttökuþjóðir, en reglur mótsins segja að ekki megi færri vera með ef keppnin á að fara fram. að setja heimsmet í síðustu grein keppninnar, 4x100 yarda fjór- sundi. Syntu þeir vegalengdina á 4.12.8 mín sem er 1.4 sek betra en fyrra heimsmet, sett af Ástra líumönnum 1958. Sigur þeirra í boðsundinu var 5. sigurinn í fjórða og sáðasta þætti landskeppninnar, en Ástra líumenn unnu aðeins eina grein í gærkvöldi. Japanir hlutu í gær 33 stig gegn 24 og hafa því alls hlotið 130 stig gegn 95 íitigum Ástralíumanna í landskeppninni. Þeir unnu í 16 greinum en Ástra líumenn í 8. Þessi fjórfalda landskepjini hef ur getið góða raun. Hafa Ástra- líumenn í hyggju að bjóðsi fleiri þjóðum til slíkrar keppni Alls hafa 6000 manns komið og séð keppnina. Kostnaðurinn við ferð Japananna var 7000 pund en Ástralíumenn segjast vissir um að hagnaður þeirra verði ekki minni en þeirri upphæð nemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.