Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 CTtgeíandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasöiu kr. 3.00 eintakið. LAXMESS ÞREVTTLR Á SLAGORÐUNIJM T¥ér í blaðinu í gær var birt í heild samtal, sem Hall- dór Kiljan Laxness átti við franska blaðið Le Monde. — Ræðir rithöfundurinn þar m.a. um þátttöku sína í ís- lenzkum stjómmálum og hinni svokölluðu heimsfrið- arhreyfingu kommúnista. — „Að vísu fékk ég aðild að heimsfriðarhreyfingunni og voru veitt heimsfriðarverð- launin“, segir Laxness. Síðan bætir hann við: „En mjög fljótlega varð ég þreyttur á að heyra sífellt sömu slagorðin og hafði mig á brott“.' Síðar í samtalinu ræðir Kiljan um uppljóstranir Krúsjeffs um glæpaverk Stalins og segir síðan: „Þessar uppljóstranir ollu mér stórkostlegum vonbrigð- um. Ég hef ekki áhuga á stjórn málum lengur, hlutverk mitt er að skrifa og ég held því áfram“. Islendingar munu vafa- laust telja þessa yfirlýsingu Nóbelsverðlaunaskáldsins hina athyglisverðustu. Komm únistar hér á landi hafa ára- tugum saman reynt að nota vinsældir Laxness sem rit- höfundar sér til pólitísks framdráttar. Þeir hafa tyllt nafni hans á framboðslista sína við kosningar og lagt höfuðkapp á að auglýsa stuðning hans við stefnu þeirra. En nú er svo komið, að Halldór Kiljan Laxness lýsir því yfir, að hann sé orðinn „þreyttur á að heyra sífellt sömu slagorðin" og hafi því haft sig á brott. Hann hafi misst áhuga á stjórnmálum eftir hinar stórkostlegu upp- ljóstranir núverandi leiðtoga rússneska kommúnistaflokks- ins um glæpaverk fyrrver- andi leiðtoga hans. Ef það er í raun og veru þannig, að Laxness hefur endanlega sagt skilið við ís- lenzka kommúnistaflokkinn, þá mimu margir landar hans og aðdáendur víðsvegar um heim fagna því. Hinn alþjóð- legi kommúnismi er í eðli sínu fjandsamlegur andlegu frelsi, frjálsri listsköpun á sviði bókmennta og annarra listgreina. Sjálfstæður og mikilhæfur listamaður eins og Halldór Kiljan Laxness getur því hvorki fylgt komm únismanum að málum, né heldur látið kommúnista jiota nafn sitt, án þess að vera í geypilegri mótsögn við sjálfan sig. Einlægur friðarsinni getur heldur ekki veitt hinum alþjóðlega komm únisma stuðning sinn, eftir að augljóst er orðið, að stefna hans felur í sér meg- inhættuna, sem steðjar að heimsfriðnum í dag'. Þegar á allt þetta er litið, sæta þær yfirlýsingar engri furðu, sem Halldór Kiljan Laxness gaf í viðtali sínu við Le Monde. FÓLKIÐ KÝS SAIMNLEIKAIMN Tt/fargt bendir til þess, að veruleg hugarfarsbreyt- ing hafi orðið hjá íslenzkum almenningi í afstöðunni til stjórnmála. Áður en vinstri stjórnin var mynduð sumar- ið 1956, hafði í mörg ár ver- ið rætt um nauðsyn slíkrar stjórnarmyndunar af hálfu hinna svokölluðu vinstri flokka, og þá fyrst og fremst kommúnista. Slík stjórn átti að leysa öll vandamál fyrst og fremst með hagsmuni verkalýðsins fyrir augum. Aðeins vinstri stjórn átti að vera fær um það að stjóma landinu af réttlæti og heið- arleik. Aðeins vinstri stjórn átti að vera fær um að leysa vandamál verðbólgunnar, og tryggja traustan fjárhag rík- isins og þjóðarheildarinnar. Vinstri stjórnin lifði að- eins tæplega 2Vz ár. Á þeim stutta tíma þurrkaðist gyll- ingin gersamlega af hinum glæstu fyrirheitum hennar. Eftir stóð nakinn raunveru- leikinn, og hann var ófagur ásýndum. Þjóðin, ekki sízt verkalýðurinn, hafði verið stórlega blekkt. Vinstri sam- vinnan reyndist hin versta blekking, sem um getur í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Hún gat ekki staðið við eitt ein- asta af fyrirheitum sínum. Hún hrökklaðist frá völdum og skildi við efnahagslíf landsmanna í rústum. Leið- togar hennar voru í stöðug- um feluleik með staðreynd- ir. Þeir þorðu aldrei að ganga hreint til verks í neínu máli. Þeir reyndu í lengstu lög að dulbúa það ó- fremdarástand, sem stefna þeirra hafði skapað. En að lokum varð það ekki lengur dulið, og þá klofnaði stjórnin og vallt frá völdum. Það kom í hlut nýrrar FÁ MÁL eru betur fallin til að sýna fram á niuninn á yfir- og undirmönnum í Sambandsríkinu Ródesiu og Njassalandi (Mið-Afríkusam- bandinu) heldur en stuðn- ingur Sir Roy Welensky við málstað Tshombes í Katanga. Langflestir hvítir menn í Suður-Ródesíu „standa fast með Roy“, eins og einn borg- ari í Salisbury komst að orði. Sama máli gegnir um meirihlutann í Norður-Ró- desíu. Jafnöruggt er, að mikill meirihluti innfæddra er andstæðingar Tshombes, eins og þeir hafa alltaf verið andvígir sambandsríki því, sem Sir Roy stjórnar. ★ Meginsjónarmiðin Flestum hvítum mönnum finnst Sir Roy vera aS berjast gegn utanaðkomandi íhlutun í málefni Mið-Afríku, einkum gegn íhlutun hinna óvinsælu Bandaríkja N-Ameríku og hinna hálfsiðuðu, nýju afrísku þjóða, sem Ameríkumennirnir eru staðráðnir í að koma sér vel við — á kostnað hvítra manna I ^Afríku. Þeim finnst Sir Roy vera að verja hina ör- uggu ríkisstjóm Thombes, sem hefur haft vit á að þiggja ráð skikkanlegra Evrópumanna og Sir Roy Welensky Katangadeilan í augum Ródesíubúa Eftir Jack Halpen, fréttamann Observers viðurkenna mikilvægi og for- réttindi hvítra tæknifræðinga og landnema. Flestum innfæddum Afríku- mönnum f innst Sir Roy vera höfuðpaurinn í spillingu og samsæri, sem eigi að tryggja, að Tshombe takist að aðskilja Katanga og Kongó, eyðileggja einingu Afríku og sýna heim- inum Kongó sundrað og rúið, sem sönnun þess, að Afríku- menn séu ófærir um að stjórna sér sjálfir, og — til að kóróna allt hitt — láta auðinn úr kop- arnámunum í Katanga halda áfram að streyma í gullkistur hvítu mannanna, eins og hann hefur alltaf gert. Margir Afríkumenn hér lesa engin blöð, en sem stendur virðist þetta ekki koma í veg fyrir, að þeir geti gert sér jafngóða grein fyrir atburðum og málefnum og Evrópumenn- irnir, sem eru nærri allir læsir. Ástæðan er sú, að blöðin, sem gefin eru út fyrir Evrópumenn, hafa stöðugt, ófeimin, hagrætt hinum ýtarlegu Kongófréttum sínum Tshombe í vil. A Aðaláhugamál Sir Roys Skoðun margra Afríkuleið- toga og frjálslyndra hvítra manna er sú, að Sir Roy beri Katanga ekki sérlega fyrir brjósti, heldur sé hann að reyna að neyða brezku stjórn- ina til að viðurkenna í reynd sjálfstæði sambandsríkisins. — Takist honum það, getur hann neytt Breta, sem hafa framtíð sambandsríkisins algerlega á valdi sínu, til að halda því við, og það sem meira er, veita því sjálfstæði með lögum, Samkvæmt stjómarskránnl Framh. á ’ Is. 12. ríkisstjórnar að segja þjóð- inni sannleikann um ástand og horfur. Sá sannleikur var ekki geðþekkur, en hann varð að segjast. Fyrst í stað áttu margir erfitt með að átta sig á honum. En þegar frá leið sá íslenzkur almenn- ingur, að hann gat ekki hliðr að sér hjá að viðurkenna hann. Þess vegna er það, sem viðreisnarráðstafanir nú verandi ríkisstjórnar hafa stöðugt notið vaxandi fylgis meðal þjóðarinnar, og þess vegna er það, að stjórnarand staðan, kommúnistar og Framsóknarmenn, standa nú uppi óttaslegnir, sundraðir og ráðþrota. Fólkið kýs sann leikann en hafnar feluleikn- um með hann. SKULDASIJPA SÞ ¥ byrjun desember sl. lýsti U Thant, settur fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, því yfir, að greiðsluhalli samtakanna mundi í árslok nema 107 millj. dollara, eða á 5. mill- jarð ísl. króna. Um mitt ár 1962 myndi greiðsluhall- inn vera orðinn um 170 millj. dollara, ef ekki yrði að gert, sagði framkvæmdastjórinn. Þessi bági fjárhagur Sam- einuðu þjóðanna sprettur fyrst og fremst af hinum gífurlega kostnaði við aðgerð ir samtakanna í Kongó' og við gæzlustarf þeirra á landa mærum Israels og Egypta- lands. Aðgerðirnar í Kongó kosta samtökin hvorki meira né minna en 10 millj. doll- ara á mánuði, eða 430 millj. ísl. kr. Ennfremur kostar gæzlan á landamærum ísra- els og Egyptalands um 80 millj. kr. á mánuði. Allmörg lönd, svo sem Sovétríkin, flest Arabalönd- in, Frakkland, Belgía og Suður-Afríka hafa neitað að taka þátt í þessum gífurlega kostnaði. Það eru þessi van- skil margra meðlimaþjóð- anna sem eru frumorsök fjár hagserfiðleikanna. Mun U Thant nú hafa í hyggju að bera það undir Alþjóðadóm- stójinn í Haag, hvort með- limaþjóðir samtakanna séu ekki skyldugar til þess að taka þátt í öllum þeim kostn aði, sem samtökin hafa stofnað til með lögmætum hætti. Til bráðabirgða hefur framkvæmdastjórinn fengið heimild til að taka 200 millj. dollara skuldabréfalán hjá ríkisstjómum samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.