Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 SJÁVARÚTVEQUR G><3 S IGLlN G A R. A að leggja niður togaroútgerðina? eftir Halldór Jónsson Í>ESSI fyrirsögn er á forystu- ’rein í þýzka fiskveiðitímarit- inu A F Z, nú um áramótin. Og getur hún alveg eins átt við hér. Þar er ýtarlega raett frá ýmsum hliðum, um erfiðleika togaraútgerðar í Þýzkalandi um þessar mundir, m.a. til þess vís- að að slík útgerð njóti stuðnings frá ríkinu, bæði í Bretlandi og á íslandi. En þrátt fyrir þá erf- iðleika, sem að þessum atvinnu- vegi steðji nú í Þýzkalandi, er niðurstaða greinarinnar sú, að ekki komi til mála annað, en viðhalda þessum mikilsverða atvinnuvegi, en til þess þurfi eins og stendur, a.m.k. bráða- birgðastuðning af hálfu hins opinbera sem hafi fram að þessu, þráast gegn öllum slíkum aðgerðum, nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Rétt er að leiðrétta það strax, að íslenzka togaraútgerðin nýt- ur nú einskis ríkisstyrks, en geta má þess, að henni er gert að greiða 6% af aflatekjum, upp í áfallnar ríkisábyrgðir o. fl., sem verkar þannig, að 5—6 skip yrðu að greiða 500 þús. til 1 millj. króna af rekstrarfé sínu, en 20—25 skip yrðu að skrá svipaða upphæð hjá sér sem rekstrartap, án þess að geta greitt nokkuð af eigin rammleik. Brezkir togarar munu hafa 17 stpd. í ríkisstyrk á rekstrardag. Togaraútgerð Þjóðverja er ekki nema örlítið brot, í þjóð- arframleiðslu þeirra, og um beinar erlendar gjaldeyristekj- ru: af henni er varla að ræða. En á íslandi er það staðreynd, að togaraútgerð landsins hefur staðið undir helming hráefnis, fiskafla, móti bátaútveginum til allrar gjaldeyrisöflunar þjóðar- innar. Og þó heyrast nú hér á landi ábyrgðarlausar raddir um, ▼egna erfiðleika í þessum rekstri, að leggja verði niður togaraútgerðina, og um mörg undanfarin ár beinlínis að því stefnt í blindni, að koma henni á kaldan klaka. Þegar sleppt er öllum ófrjó- um sparðatíningi um aukaat- riði, má fullyrða að rekstrar- vandræði togaraútgerðarinnar í heild, séu í meginatriðum sprott iin af því, hve hún hefur á tmd- anförnum árum verið látin búa við lágt verð, á þeim fiski sem lagður er hér á land. Það sem haldið hefur í henni líftórunni fram að þessu er, hve aflaaf- köstin hafa verið mikil, og að rekstrarkostnaður hefur ávallt verið margfallt lægri pr. afla- kíló, heldur en gerist hjá ná- grannaþjóðum okkar. í Þýzkalandi er talið, að rekstrarkostnaður togara þeirra hafi verið um 28 til 29 pfenn- ingar á pund, en það samsvarar um 5,60 til 5,80 ísl. kr. á hvert kíló. I Englandi mun rekstraf- kostnaður véra mjög hliðstæður eða um 5,50 til 6,00 ísl kr. pr. kíló. Ekki munu vera nákvæm- ar tölur um rekstrarkostnað ís- lenzkrar togaraútgerðar á sl. ári, en ætla mætti, miðað við 3,500 tonna afla og öllu landað heima, að hann hefði verið um 3,50 til 4,00 kr. pr. aflakíló. Fyrir nokkru var rætt á opin- berum vettvangi um 19 milljón króna taprekstur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar (1960) og látið að því liggja, að slíkt stafaði af rekstrarfyrirkomulagi og skipu- lagsskorti þeirra sem stjórnuðu rekstrinum. Á sama tíma lágu fyrir rekstrarreikningar stærsta togaraútgerðarfyrirtækis lands- ins í opinberum rekstri. Það fyrirtæki á eins og hitt, allan sinn fisk sjálft og stórar og myndarlegar fiskvinnslustöðvar. Allt skilaði eðlilegri afkomu í landi, en rekstrarreikningar sýndu 14 millj. króna tap á tog- urunum. í Akureyrarblöðum var skýrt frá niðurstöðum rekstrarreikn- inga Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. (1960). Þar kom fram sama fyrirbærið, fiskvinnslu- stöðvar fyrirtækisins báru allan sinn kostnað með sóma og greiddu hverjum sitt, en 5 tog- arar sama fyrirtækis höfðu tap- að 15,5 millj. króna. Þegar um eitt og sama fyrir- tækið er að ræða í öllum hringnum, væri eðlilegast, að deila rekstrartapinu í megin- atriðum niður á umsetningu hverrar rekstrardeildar fyrir sig. Þá myndi hið raunverulega koma í ljós, að minnsta rekstr- artapið væri á togurunum, en mesta rekstrartapið á fyrirtækj- unum í landi. Út frá þeim stað- reyndum væri svo hægt að hefja skipulagsbundnar umbæt- ur í rekstrinum. Það hlýtur því að vera held- ur „billeg“ rökfærsla um svo alvöruþrungið mál, að taprekst- ur togaranna sé afleiðing af skipulagsskorti forráðamanna þeirra, þegar sömu menn sýna tvímælalausa skipulagshæfileika við stjórn fyrirtækjanna í landi. Orsakanna verður þess vegna að leita á öðrum vettvangi. - / Á sl. ári (1961) hafa um 10 af 40 togurum landsins legið aðgerðarlausir, en rekstur þeirra sokkínn í skuldafen og greiðsluþrot. Hinir 30 hafa þraukað meira eða minna allt árið, þrátt fyrir takmarkaðan fiskafla, en barist um að not- færa sér þann takmarkaða lönd unarkvóta, sem gefizt hefur í Englandi og Þýzkalandi, en þess á milli neyðzt til þess að landa hér heima. Útkoman hefur orðið sú, að þeir sem hafa náð flestum afla- sölum erlendis með góðan fisk, þrauka nokkurn veginn með sæmilega afkomu, þrátt fyrir það fjárhagstjón sem þeir hafa orðið fyrir af heimalöndunum. En þeir sem hafa náð fæstum sölum erlendis, en landað flest- um veiðiférðum heima, eru tví- mælalaust með milljóna tap- rekstur, með því fiskverði sem þeim er skammtað úr hnefa hér lendis. Það er því í meginatrið- um sama fyrirbærið eins og verið hefur sl. 10 til 12 ár, fisk- verðið sem veldur vandkvæð- um togaranna. En síðustu tvö ár hafa erfiðleikar hennar enn vaxið, með rýrari aflamagni, ’en tiltölulega svipuðu fiskverði, sem miðað er við mokafla á skipunum upp til hópa. Þetta vandræðaástand hefir ekki aðeins bitnað fjárhagslega á útgerðinni, heldur einnig leitt til þess, að hún hefir ekki staðist samkeppni við aðrar atvinnu- greinar um launakjör starfsfólks. Það er almennt vitað, að launa- tekjur skipverja á togurunum, af þeim afla sem lagður er hér Lœknisráö vikunnar Practicus ritar um. DR. JOHN T. SCALES, brezk- ur skurðlæknir, hefur í sam- vinnu við verkfræðinga Hovercraft félagsins fundið upp allnýstárlegt sjúkrarúm, en í því á sjúklingurinn að svifa á loftpúða. Má með sanni segja, að tæki þetta sé ágætt dæmi um árangur þann, sem orðið getur af samvinnu tveggja óskyldra vísinda- greina. Dr. Scales segir frá tæki þessu í Lancet fyrir skömmu. Honum datt eitt sinn í hug, að ef til vill mætti láta þá sjúklinga, sem ebki þola snertinguna við rúm sitt, t. d. lamað fólk með legusár og þá, sem hafa stór brunasár á bol, hvíla á loftpúða. í fyrstu prófaði hann fínt net, sem tiltölulega litlu magni af lofti var dælt í gegn um undir nokkuð háum þrýst ingi. Árangurinn varð ekki sem skyldi. Um leið og hinn liggjandi lyftist frá rúminu féll þrýstingurinn, og maður- inn um leið. Sveiflur þessar voru afar tíðar og að sama skapi óþægilegar. Þá fór dr. Scalés að hugsa um að nota meira loftmagn og lægri þrýsting .Þá leitaði hann samvinnu við verkfræð á land, eru einhver þau aumustu, sem almennt þekkist í landinu, miðað við stöðuga atvinnu og til- svarandi vinnutíma. Ýmsir fiskeigendur eru því farnir að hugleiða /það mjög al- varlega, að koma á samtökum milli fiskeigenda, þ. e. útgerðar- roanna einstákra fiskiskipa og sjómanna á smærri og stærri skipum, um að stofna hér á landi til frjálsrar fisksölu á opnum markaði, eins og tíðkast erlend- ig, Vísir að slíku er nú þegar í framkvæmd, samanber sölu á stórufsa utan vertíða, og hefir togurunum heldur en bátunum, sem nam miljónatugum að verð- mæti. í öðru lagi hinn stórfelldi verð- mismunur á aflaverðmæti tog- aranna, eftir því hvort landað er heima eða erlendis. Af þeim 30 togurum sem gerð- ir voru út árið 1961, voru 15 sem stunduðu samfellt ísfiskveiðar allt árið, en nokkrir þeirra gerðu einnig saltfisktúr heima eða i Esbjerg. Þegar tekið er saman yfirlit yfir isfisksölur þessara reynzt vel, fyrir þá sem afla anlagt í tonnum og milljónum fisksins. króna, kemur þetta j ljós: millj. meðalverð tonn ísl. kr. pr. kg. Landað í Englandi .... 5,853 50,1 8,56 — - Þýzkalandi ., 5.873 47,5 8,12 — á íslandi 22,313 60,2 2,70 Það er raunverulega engin Eitt af þessum 15 skipum er skynsemi í því, að meginþungi bv. Fylkir, sem mun sennilega allrar fjárfestingar fiskvinnslu- vera iheð hæstu aflatekjur ís- stöðva í landi og allur kostnaður lenzkra togara árið 1961. Auk þeirra hverju nafni sem nefnist, ásamt ríflegum afskriftum, skuli allt vera framkvæmt á kostnað þeirra, sem færa þeim fiskinn að landi og koma fram í ónógu fisk- verði. Ef vinnslústöðvarnar geta ekki skipul-agt starfsemi sína þannig, að þær geti greitt kostnaðarverð fyrir fiskinn, verður að gera eitt af tvennu. Annaðhvort að tak- marka uppbyggingu fiskvinnslu- stöðva eða veita þeim langtíma lán eða jafnvel „styrki“. Takist þetta hvorugt, verður að bíta í það súra epli, að viðurkenna, að við höfum ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að vinna okkar eigin fiskafurðir, nema að mjög takmörkuðu leyti. • Það er einkum tvennt sem bendir ótvírætt til þess, að fisk- verkunarstöðvar í landi, séu ekki samkeppnisfærar við hliðstæð fyrirtæki erlendis, sem styðj- ast þó í meginatriðum við sama markaðsverð. í fyrsta lagi, að þær fá marg- falt ódýrari fisk til vinnslu, bæði af vélbátum og togurum, heldur en nokkurs staðar þekkist ann- arsstaðar í Evrópu. Og á 10 ára tímabilinu framúndir 1959 fengu þær talsvert ódýrari fisk frá saltfisklöndunar í Esbjerg land- aði skipið 1243 tonnum af ísuð- uð fiski í heimaihöfn og mun afla verðmætið vera sem næst um 3,3 milljónir króna. En fyrir 1210 tonn af ísuðum fiski sem landað var í Englandi og Þýzkalandi varð aflaverðmætið 10 milljónir króna. _Ef allir þessir 15 togarar hefðu landað heima, aflanum sem var landað erlendis og við það bætt 50% meiri afla, vegna tímans sem sparást frá siglingum til fiskveiða, hefðu þeir landað 17,586 tonnum og fengið Þrir það 47,5 milljónir króna. Þeir hefðu því orðið 50 mil1' - -n króna fátækari, þrátt fyrir þetta mikla fiskmagn og skipverjar þeirra fengið ca. 15 milljón kr. lægri launatekjur. sem hefði verkað beint á lífskjör fjöl- skyldna þeirra manna, sem fást við að stunda sjómennsku á tog- urunum. Núverandi ríkisstjórn hefir á margan hátt snúist rösklega til lausnar ýmsum erfiðum þáttum fjármála þjóðarinnar, og það liggur nú fyrir henni, að leysa þann vanda, sem búið er á und- anförnum árum, að koma tog- Framhald á bls. 9. Svífandi sjúklingar inga Hovercnaft félagsinfi (flestir munu minnast Hover- crafts, farartækisins, sem ek- ur láð og lög á loftpúða), en það tæki byggist einmitt á því, að halda má bungum hlut svífandi á loftpúða, sem er innibyrgður af loft-„vegg“, þ. e. a. s. lóðréttum blæstri á alla vegu. Árangur þeirrar samvinnu varð hið kynlega tæki, sem sjá má á meðfylgj- andi myndum. Tólf stútar, %x6 þumlung- ar að stærð, sem raðað er í rétthyrning, halda við bæði púða og vegg. Til þess eru not aðir 33 lítrar af lofti á mín- útu, og er þrýstingur þess um 45 g á fersentimetra. Enn sem komið er hafa ein- ungis frumtilraunir verið gerð ar með tækið, og eru notuð svín með svipaðan skrokk- þunga og maður til þeirra. Svínin hafa svifið óaðfinnan- lega. Reynt hefur verið að gera stór fleiður á svínin, og hafa þau gróið bæði fljótt og vel og ekki borið á, að sýkl- ar hafi komizt í sárin. í upphafi var óttast, að þessi mikli loftstraumur myndi valda allt of hraðri og mikilli kælingu á sjúklingn- um og einnig að loftþrýsting- urinn myndi orsaka vefja- skemmdir, en hvorugt hefur sýnt sig. Dr. Scales telur tækið hafa ýmsa kosti. Sórin þorna á klukkustund og því verður lítið tap á líkamsvökva út um þau, loftstraumurinn ver sár- in fyrir sýklum og ekki þarf að óttast legusár. Tækið tilbúið til notkunar Svínið flýgur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.