Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 2
 2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 VEGNA fréttarinnar i Mbl. í gær um drenginn, sem dróst með lyftu milli sjö hæða, af því að hann hafði fest fótinn milli lyftugólfs og lyftuveggj- ar, fóru blaðamaður og ljós- myndari blaðsins í gærdag á staðinn, þar sem slysið varð. Drengurinn skaddaðist tals- vert á öðrum fæti, en þó ekki alvarlega. Drengurinn var ásamt öðr- um dreng inni í lyftunni, þeg- ar hún fór af stað upp. Varð fótur þans þá milli gólfbrún- ar og lyftuveggjarins af ein- hverjum ástæðum, en þar á milli er mest tveggja cm bil. Eins og sést á annarri mynd- inni, sem tekinn er i lyftunni á slysstaðnum, er hægt að koma tá á kvenskó þarna á milli. Barnafætur gætu troð- izt þarna niður í glufuna, einkum ef þau eru að ein- hverju fikti, eins og börnum hættir til. Samkvæmt þeim reglum, er fylgja lyftunum frá fram- leiðslustað ytra, mega börn innan 14 ára aldurs ekki nota lyftuna án fylgdar fullorð- Tá á kvenmannsskó kemst niður milli lyftugólfs og veggjar. Nauðsynlegt að hafa ör- yggisiítbúnað í lyftum inna, en hér á landi er vitan- lega ekki hægt að framfylgja þessari reglu i fjölbýlishúsi, þar sem enginn lyftuvörður er, og börn eru send í sendi- ferðir frá unga aldri. Þótt lyftan, þar sem slysið vildi til, og aðrar lyftur af sömu eða svipaðri gerð, séu viðurkenndar af Öryggiseftir- liti ríkisins, hefur þó komið í ljós, að þær eru ekki full- kómlega öruggar, a.m.k. ekki gagnvart börnum, sem eng- inn er til að líta eftir. Hins vegar er hægt að fá afar ein- faldan öryggisútbúnað á lyft- urnar, sem útilokar slys af því \, , í í&'/'kí, A./A,, ', VÍI'ÍJÍÍ'/,'/'''///„ Lyfta með örygglsútbúnaði. Örin bendir á listann, sem stöðvar lyftuna, ef við hann er komið. tagi, sem varð í fyrradag. Á hinni myndinni, sém tek- in er í Austurbrún 4, vísar örin á þennan öryggisútbún- að. Það er stállisti á hjörum, sem festur er framanvert á gólfbrúnina í lyftunni. Um leiÖ og minnsti þrýstingur kemur ofan á þann hluta list- ans, sem stendur fram af brúninni, stöðvast lyftan sjálf krafa. Væri mjög æskilegt, að sem flestir fengju sér þann útbúnað á lyftur. Þess má geta, að lyftan, þar sem slysið vildi til, og lyftan í Austur- brún 4 eru af nákvæmlega sömu gerð. Það eitt skilur á milli, að öryggisumbúnaður- inn hefur ekki verið pantaður með þeirri fyrri. Annars mun það mjög mikilvægt til þess að koma í veg fyrir slys í lyftum í fjölbýlishúsum, að foreldrar líti eftir börnum sín- um og gæti þess, að þau séu ekki að leika sér í lyftunum — fara í lyftuhazar, eins og það er víst kallað. Morgunblaðið spurði örygg- ismálastjóra ríkisins, Þórð Runólfsson, una þennan út- búnað i gær. Sagði hann. að þess hefði ekki almennt verið krafizt af öryggiseftirlitinu að þessi útbúnaður væri viðhafð- ur, en hins vegar væri nú líklegt, að framvegis yrði það gert að skyldu í fjölbýlishús- Frakki! Grár ullarfrakki tapaSist á gamlárskvöid í Miðbænum. Vinsamlegast skilist í prent smiSju Morgunblaðsins eft- ir kl. 5 e.h. — Fundarlaun. Færð þyngist nyrðra AKUREYRI 10. jan. — Undan- farna tvo daga hefir verið leið- inda veður á Akureyri og ná- grenni, snjókoma og nokkur stormur. Ekki hefir verið unnt að fljúga milli Akureynar og Reykjavíkur síðan á mánudag. Margir vegir munu orðnir þung- færir t.d. vegurinn milli Dalvík- ur og Akureyrar og áætlunarbif- reiðin frá Húsavik var 7 klst. til Akureyrar í dag. Áætlunarbíll Norðurleiðar fer ekki Öxnadals- heiði í gær en skilaði farþegun- um til Sauðárkróks og munu þeir halda áfram með flóabátnum Drang til Akureyrar. — St. E. Siff. Nýr aðíli flytur úthraðfrystanfisk LAUSAFREGNIR hafa geng ið um að fyrirtækið Atlantor h.f. hefði tekið á leigu frysti- hús og hygðist selja fram- leiðslu þeirra. til Bretlands og hefði af þeim sökum gert samninga við kaupendur þar í landi. f fréttabréfi sjávara'furðadeild- ar SÍS frá 21. des. er einnig látið liggja að þessu og þar forstjóri Atlantor nefndur íslenzkur Tsjombe og starfsemi hans líkt við Katangastjórnina í Kongo. Vitað er að fundarhöld hafa verið allmikil í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna út af þessu máli og munu fleiri fundir þar fyrir- hugaðir. Blaðið hefir fengið þær fregnir að ekkert hinna leigðu frystihúsa sé á vegum Sambands isL samvinnufélaga heldur séu þau öll aðilar að S.H. Blaðið sneri sér í gær til dr. Magnúsar Z. Sigurðssonar for- stjóra Atlantors h.f. *g innti hann frekar eftir þessu máli. Hann sagði það rétt vara að hann hefði tekið að sér sölu fyrir fimm frystihús og af þeim hefði hann tvö þeirra algerlega á leigu og ræki fyrir eigin reikning. Hann taldi ekki ástæðu til að ræða málið í einstökum atriðum á þessu stigi. Hitt væri rétt að einn aðalkaupandi hans í Bret- landi væri Ross-fyrirtækið, sem er mikið fiskkaupafyrirtæki þar í landi. Frystihús þau, sem Atlantor hefir gert samning við er blaðinu ekki kunnugt um hver eru. Fengin eru nauðsynleg leyfi fyrir útflutningnum og samning- ar hafa verið gerðir um verð. Dr. Magnús segist vænta þess að þetta verði fisksölumálum okkar til góðs óg til eflingar markaðsmála okkar. FUL.LTRUARÁÐ HEIMDALLAR Fundur verður í fulltrúaráði Heimdallar- kl. 6 e.h. í Valhöll I dag. Rætt verður um vetrarstarf semina. Áríðandi að allir fulltrú ana mæti. HEIMDELLINGAR: Leshringur um kommúnisman er í kvöld kl. 9:30. — Þar sem fæstir leshringana eru auglýstir, er félögum bent á að hafa sam band við skrifstofuna. KLÚBBFUNDUR: verður á venjuleg-um stað og tíma á laugardag. Bréf hafa ver ið send út. NÝIR FÉLAGAR: Húsakynni Heimdallar eru 1 Valhöll, Suðurgötu 39. Sími 17102 Lítið inn og kynnið ykkur félaga starfsemina. Opið allan dagintx. Las síg efftir þverbitum með handlaug ■ fanginu Knár þjófur á ferð t FYRRINÓTT var brotizt inn í eitt af geymsluhúsum Reykja- víkurborgar, að Herskálakamp 7A við Suðurlandsbraut. Var þaðan stolið einni handlaug og hefur þjófutinn orðið að leika miklar kúnstir með hana á þver- bitum uppi undir hanabjálka, sem hann varð að skríða eftir. Hús þetta er notað sem geymsla fyrir miðstöðvarofna og hreinlæt- istæki, sem tekin eru úr brögg- um, sem rifnir eru. Ennfremur eru geymdir í húsinu varahlutir í miðstöðvar og annað slikt. Leikfimi á þverbitum Innbrotið var framið á þann hátt að hurð á norðurhlið hússins, sem snýr að Suðurlandsbraut, vár brotin upp. Þegar inn er komið um dyr þessar, er komið í lítið herbergi, en þaðan er ekki hægt að komast 1 geymslurnar nema farið sé upp i risið, sem er óklætt. Þar er hægt að vega sig eftir þverbitum, og gerði þjófurinn það. Komst hann í aðalgeymsluna og stal þar einni handlaug eftir því sem gæzlumaður telur. I fljótu bragði virðist sem engu öðru hafi verið stolið. Þjófurinn hefur síðan aftur lesið sig eftir bitunum í loftinu, og þá væntanlega með handlaug- ina í fangiau, og komizt á brott. 7T NA /S hniíar\ KuHukH H Hmt rr : nmt HitnkH L^Largi SV S0 hnútar -■---- /.'./?> i, kl./i: w . X Sn/óLama \7 Shúrir ’ýí/ZrRagn- » OSi K Þrumur Wriv.sra'bi Ennþá er djúpa lægðin við austurströnd landsins og veld ur tiltölulega hlýrri norðan- átt um allt land, einkum aust an tiL Fyrir vestan Bretlandseyjar er önnur lægð á kortinu. Var í gær búizt við, að hún mundi valda þar illviðri í nótt sem leið og í dag, einnig í Vestur- FraikklandL á Spánarströnd og PortúgaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.