Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. jan. 1962 MORGHTSBL AÐIÐ 11 rK Edward Crank- shaw skrifar um: ússland og Kína I»ÓTT meira en tvö ár séu liðin síðan fyrst skarst veru- lega í odda milli Rússa og Kínverja, er enn ekki al- mennur skilningur meðal iVesturlandabúa á því, hversu alvarleg og bitur deila þeirra er. En á þessum tveim árum hefur ágreiningurinn í raun og veru lamað vináttusam- band þessara ríkja, gegnsýrt utanríkispólitík þeirra og valdið glundroða meðal hinna ýmsu kommúnista- flokka. \ Það er auðvelt að sjá, hvers vegna þessi mikla deila hefur ekki haft eins mikil áhrif á um- heiminn og efni stóðu til. Hvorki Rússar né Kínverjar hafa gert opinberlega grein fyrir afstöðu sinni — allar upplýsingar um, hvað sé að gerast hefur orðið að draga af líkum. Síðustu daga sl. árs Og fyrstu vikuna í janúar 1962 komust þessir öflugu andstæðingar nær því en nokkru sinni fyrr, að nefna hvor annan réttum nöfn- um opinberlega. Þar til hafði ágreiningurinn komið meira fram undir rós, í dylgjum, sem er eftirlætis baráttuaðferð kommún ista. Finnst öðrum en þeim sjálf- um, sú aðferð í senn hvimleið og meiningarlaus. Enn í dag eiga ýmsir erfitt með að taka deilu Rússa við Albaníu alvarlega og því fer fjarri að allir hafi látið sannfærast um, að þegar Rússar láti ávítur sínar og formælingar dynja á „Albaníu" eigi þeir raun- verulega við þann ágæta mann „Mao Tse-tung“. Ein af afleiðii/gum þessa er sú, að við kunnum að fara á mis við upphaf þfcss leiks, sem leitt getur til sundurlimunar heimskommún ismans. Ennfremur er þetta orsök þess, að þeir, sem fylgjast náið með gangi mála, hafa verið önn- um kafnir við að færa sönnur á, að þessi deila sé fyrir hendi, að þeir hafa ekki haft tíma til þess að gera sér grein fyrir, hvernig liún hófst, hvers vegna hún hélt éfram og hverjár afleiðingar hennar kunna að verða — og þá ekki sízt hverjir það eru í raun og sannleika, sem við eig- ast. Það ár, sem nú er nýgengið í garð, ætti að varpa nokkru ijósi á þetta mál. Rétt fyrir ára- mótin brá svo við, að bæði Kín- verjar og Albanir lögðu áherzlu é. að í þeirra augum er Krúsjeff eá, sem valdur er að úlfúðinni. Kínverjar forðuðust augljóslega að nefna Krúsjeff á nafn í nýjárs éskum sínum til Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna. Al- banir köiluðu beinlínis reiði Guðs yfir „Krúsjeff og félaga" vegna misgjörða þtirra, um leið og þeir áréttuðu eilífa hollustu og vin- áttu í garð rússnesku þjóðarinn- ar í heild. Þegar er mönnum kunnugt, um hvað meginágreiningur Rússa og Kínverja stendur. Hitt hefur hins vegar aldrei verið ljóst, hvort kommúnistaflokkur Ráðstjórnar- ríkjanna stendur einhuga að baki Krúsjeffs eða ekki. Á 22. flokks- þinginu í október sl. gaf margt til kynna, að hin endurnýjaða árás hans á Mao Tse-tung hefði vakið almenna furðu — ekki að- eins Kínverja, sem gengu út — heldur einnig rússnesku fulltrú- anna. Þá benti ýmislegt til þess, að Krúsjeff hefði notað þetta tæki færi til þess að koma sínu fram — ekki aðeins við Kínverja held- ur einnig mótþróafulla kommún- ista innan Ráðstjórnarríkjanna sjálfra. í grein, sem David Charles hef ur skrifað fyrir tímaritið „China Quarterly, hefur hann varpað nokkru ljcsi á gang þessara mála. í þeirri grein, auk annarra getur að finna mjög athyglisverðar upp lýsingar um þann þátt, sem ein- stakir menn hafa átt í þróun deilunnar, þ. e. a. s. Krúsjeff sjálfur og P eng marksálkur, fyrr verandi landvarnarráðherra Kína sem nú er látinn. P’eng marskálkur, sem átti aðild að framkvæmdaráði komm- únistaflokksins, lagði árið 1959 fyrir flokkinn greinargerð, sem var hvorki meira né minna en uíðtækar árásir á stjórnmála- stefnu Mao Tse-tungs yfirleitt, einkum þó á „hinar miklu fram- faraáætlanir", kommúnurnar og skipulagningu hersins, með sér- stakri hliðsjón af notkun kjarn- orkuvopna. Marskálkurinn var síðan handtekinn í hinum miklu hreinsunum, er greipar voru látn ar sópa um hægrisinnaða tæki- færissinna, hann sviptur embætti og dæmdur til enduruppeldis í kenningum kommúnismans við niðurlægjandi aðstæður. Það, sem einkum vekur athygli i máli marskálksins er, að gagn- rýni hans færði hann nær Krú- sjeff. David Charles sýnir í grein sinni fram á, að P’eng marskálk- ur hafi sýnt Krúsjeff greinargerð ina í Tirana í maímánuði 1959, áður en harn lagði hana fyrir flokksbræður sína heima fyrir. Með öðrum orðum — hann, sem aðili að framkvæmdaráði kín- verska kommúnistaflokksins, leit- aði siðferðilegs stuðnings hjá leið toga Sovétiíkjanna í deilu við sinn eigin leiðtoga. Einstök atriði þessa máls eru pnn óljós. T. d. leikur vafi á því, hvort Mao Tse-tung var kunn þessi ótryggð marskálksins fyrir eða eftir handtöku hans. $n nægl lega mikið er þó ljóst til þess að álykta, að hin mikla beiskja í framkomu Kínverja gagnvart Krúsjeff á rætur sínar að rekja til þess, að hann — svo notað sé algengt orðatiltæki — hlutaðist til um innauríkismál þeirra. Síð- an má segja daglegt brauð að Rússar og Kínverjar saki hverir aðra um íhiutun í innanríkismál hvor annars Erfitt er að segja um hvað framundan er. Er að vænta beinna átaka milli Rússa og Kínverja? Eða verðum við Vitni að því að Krúsjeff og Mao Tse-tung, sem einstaklingar reyni að steypa hvor öðrum af valda- stóli? Er það e. t. v. skýring á hinni ógnandi framkomu Krú- sjeffs á 22. flokksþinginu? Á síð- ustu tveim arum hefur margt bent til þess að Krúsjeff hafi ekki ætíð notið heilsstuðnings rússneska kommúnistaflokksins. David Charles bendir á, að fáum dögum eftir að Krúsjeff bauð P‘eng marskálk hjartanlega vel- kominn til Tirana 1959, átti mar- skálkurinn fund með Moskalenko marskálki, einum af æðstu yfir- mönnum rússneska hersins og andaði ísköldu þeirra í milli. En hvernig sém fer um fram- vindu þessa máls opnast augu okkar smám saman fyrir því, sem er að gerast. Við höfum um langan aidur verið þess meðvit- andi, að kommúnistar í hinum borgaralegu þjóðfélögum hafa talið það æðstu dyggð sína að þjóna Moskvuvaldinu og aldrei talið það svik að setja hagsmuni stjórnarinnar 1 Kreml ofar hags- munum stjórnar síns eigin lands. En nú hafur deilan milli Rússa og Kínverja, ásamt því, sem kom fyrir P’eng marskálk gefið okkur til kynna, að jafnvel í kommún- istaríkjunum sjálfum séu komm- únistar ekki með öllu lausir við þann sama sjúkdóm. (Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Morgunblaðið hefur einkarétt á greinum Edwards Crankshaws eins og öðrum OBSERVER-greinum) EIN ástæðan til myndunar hinna stóru markaðs- og efna- hagsbandalaga er spennan í viðskiptamálum, sem ríkir milli hinna þriggja aðal-gjald- eyrissvæða: dollara-, sterling- og rúblu-svæða. Á landabréf- inu sést, hvernig þessar þrjár tegundir gjaldeyris skipta löndum í höfuðatriðum. Sterl- C0U.ARA-5vA.ei' ££ ST£RUWi-SVAf>l | msií?RKíi’A a ld eyrissvæði ingsvæðið er dreifðast, þar sem til þess teljast öll brezku samveldislöndin, (n e m a Kanada), og er Indland þeirra mikilvægast, en auk þess eru á því ísland, írland, Libya, Suður-Afríka, Jórdan og Birma. Rúblusvæðið er stærst í landfræðilegum skilningi, og ríkin, sem til þess teljast, halda hópinn mun betur en mörg ríki, sem til hinna svæð- anna teljast. Á rúblusvæðinu er mikill hörgull á gjaldeyri annarra landa, og þar ríkir mjög strangt og nákvæmt gjaldeyriseftirlit. Greiðsluað- ferðir milli rúbkxsvæðislanda innbyrðis eru leynilegar, og þegar um viðskipti milli kommúnistaríkja annars veg- ar og frjálsra ríkja hins veg- ar er að ræða, kjósa þau að greiða í dollurum, sterlings- pundum, vestur-jþýzkum mörk um eða gulli. (Þ.e.a.s. þegar þeim tekst ekki að ná vöru- skiptasamningum, sem þau kj ósa helzt). Ástæðurnar til þess, að þau vilja heldur greiða í „hörðum" gjaldeyri en í rúblum, munu vera marg- víslegar, og ein þeirra er áreið anlega varkárni um það, að umheimurinn komizt ekki að því, hve kínverskir kommún- istar eru lítt háðir rússnesku rúblunni, þrátt fyrir allt. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa Bandaríkin og Kanada verið „harðrar-valútu-lönd“, eins og kallað er. Þau hafa verið mikilvægust í flokki þeirra ríkja, sem búa við „harðan" gjaldeyri. Það var ekiki fyrr en i árslok 1958, að England og meiri hluti Vest- ur-Evrópuríkja sáu sér fært að aflétta hinum miklu gjald- eyrishömlum, er áður höfðu verið við lýði, þegar um var að ræða verzlun og viðskipti við Bandaríkin og Kanada. Eins og stendur eru risavaxn- ar efnahagssamsteypur mjög á dagskrá, sem komast án efa á í stórum stíl áður en varir, og eiga eftir að tryggja vel- megun milljóna manna. Þá leysist að miklu leyti hið óeðli lega ástand, sem nú er í sam- skiptum margra ríkja í við- skiptamálum. (Með einkarétti: Nordisk Pressebureau og Mbl.). ' I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.