Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 11. jan. 1962 M O R C, rii tvt i? r 4 f) IÐ 19 f BLAÐINTT í gær var frá þvi skýrt að vöruflutningabifreið, sem Sigurður Ásgeirsson, al- þingismaður og kona hans voru farþegar í, hafi lent í hrakningum í Kerlingarskarði á leið frá Stykkishólmi, og þurft að snúa við. Við hringd- um til Sigurðar í gær, til að spyrja hann um þessa ferð: — í»etta voru engir hrakn- ingar, ble*aður verið þér, svaraði Sigurður um hæl. Það var nánast skemmtiferð. Eg skal þó játa að ég ætlaði suð ur af fjallinu, bætti hann svo við og hló. Og það fór óeðli- lega langur tími í þetta hjá okkur. Ferðafólkið lagði af stað frá Stykkishólmi kl. 9:30 um morg uninn og kom aftur til Stykk ishólms kl. 1 um nóttina eftir ísing sttfur símalín- ur á Vestfjörðum Simasambandslaust trá Jbví á sunnudag Sæluhúsið í Kerlingarskarði. Engir hrakningar, blessaður verið þér : nærri 16 tíma útivist. Veður var gotit framan af degi, en um 4 leytið hvessti á norðan og gerði frost. Fyrsti farar- tálminn var í svokallaðri Efri Sneið. Þar voru skaflar og hafði bílstjórinn ekki gert sér grein fyrir hve miklir þeir voru. Gekk bílstjórinn í sælu- húsið I Kerlingarskabði Og símaði eftir hjálp. Eftir það stöðvaðist bíllinn aftur í Selja brekku og sneri þar við. — Ástæðan fyrir því að við kom umst ekki alla leið var í raun inni sú að keðjur biluðu; sagði Sigurður. Við vorum að kom ast upp sneiðin þegar það gerð ist. Það komust þrír bílar frá Reykjavík og alla leið til Stykkishólms, meira að segja einn lítill bíll. Ferðafólkið gekik þá í sælu húsið í KerlingarSkarðL — Þetta er ágætt sælúhús, sem byggt var fyrir 5—6 árum, og þar er kósangastæki, svo hægt er að hita upp og það fór mjög vel um okkur sagði Sigurður. Annars er aðalkosturinn við að hafa sæluhúsið sá, að þaðan er hægt að hringja og láta vita um sig. Við höfum lengi verið að reyna að fá talstöðvar hjá Póst- og símamálastjóminni í bílana, sem eru í slíkum ferð- um. Loks núna fyrir jólin gát um við fengið eina, sem er í áætlunarbílnum. Allir aðrir bílar eru talstöðvarlausir. Sigurður sagði að þarna í Kerlingarskarði hefði áður staðið sæluhús, sem byggt var um 1920, en það var orðið fúið og illa farið löngu áður en nýja húsið var byggt. Annars er Kerlingarskarðs- vegur einhver bezti fjallvegur á landinu og teppist mjög sjald an, sagði Sigurður. Við höfúm líka snjóplóg, svo hægt er að fjarlægja skaflana mjög fljótt. En hann var nú austur á Fróð- árheiði, svo við gátum ekki fengið hann. — Þér hafið gjálfsagt oft lent í erfiðum ferðum á þess- um slóðum? — Eg minnist þess einu sinni að við vorum 17 tíma frá Stykkishólmi til Vegamóta, sem er hálf tíma akstur undir venjulegum kringumsitæðum. Það var áður en sæluhúsið var aftur byggt þarna. Anna-rs á ég ekki nema góðar endur- minningar úr Kerlingarskarði. — Það er sagt að það sé reimt þarna? — Sumir hafa talað um það, en ég hefi aldrei orðið þess var og hefi oft farið þarna SÍMASAMBANDSLAUST hefur verið við Vestfirði frá aðfara- nótt sunnudags, en ísing og veður hafa slitið niður mikið af sima línum vestra. Er unnið að viðgerð um eftir föngum og er búizt við að símasamband við ísafjörð komizt á í dag. Radíó og skeytasamband hefur þó verið við Vestfirði. Viðgerðar menn hafa unnið við símalínurn ar eftir því sem veður hefur leyft en þeir hafa þó ekki komiat út alla daga vegna hríðarveðurs. Á þriðjudagskvöldið og aðfara nótt þriðjudags kom enn ísing og sleit hún niður töluvert af því sem búið var að gera við. Hamlar það m.a. viðgerðum að rafmagns línur hafa einnig slitnað á nokkr um stöðum og ekki hefur verið mannafli til þess að gera við hvorttveggja í einu. í fyrrinótt siitnaði srmalína nið ur á löngum kafla í Svinadal, en gert var við þa® í gær. Þá slitnaði mikið af línu frá jarðsímanum, sem liggur yfir Bitruháls og alla leið á Óspaks- eyri. Landsímasamband er komið á frá ísafirði alla leið að jarð- símanum að Bitruhálsi, en ekki lengra. Var búizt við að unnt yrði að gera við það, sem eftir var af bilunum í dag, kemst ísafjörður þá aftur 1 landssímasamiband. í Reyfchólasveit hefur mikið slitnað af símalíinum, og mikið er slitið frá Króksfjarðarnesi að Þorskafirði. Allar leiðir eru ófær ar til Reykhólasveitar og ekki hægt að secida viðgerðarmenn, — Samningarnir Framh. af bls. 20. það skilyrði, að til þess að frek- ari viðræður gætu átt sér stað um heildarsamning, yrði að falla frá öllum prósentukröfum. Hins vegar lýsti samninganefnd LIU sig reiðubúna að hefja allsherjar viðræður um þau atriði, sem sjómannaráðstefna ASÍ, haldin í sl. október, samiþykkti. Þau atriði, sem sú ráðstefna samþykkti að byggja höfuðkröfur sínar á, voru, að inn í samningana yrðu tekin ákvæði um 200 þúsund króna líf- og örorkutryggingu, hækkun á kauptryggingu í samræmi við kauphækkanir þær, sem urðu á sl. sumri, 1% í félags- og styrkt- arsjóði sjómannafélaganna og tryggð yrði aðild sjómannafélag- anna að samningum um fisfcverð. — íþróttir Kjötmiðstöðvarmálið dagskrá á ný a Þorvaldur í Síld og tisk scekir til byggingar sláturhúss um leyfl Framh. af bls. 18. þá og i bæði skiptin hafa írar unnið með 1 marki yfir. En á það ber að líta að sterkustu menn Ira eru atvinnumenn flestir í Englandi og írum er heimilt að nota þá í leikjunum við íslend- iinga. Á sama hátt er Íslending- um heimilt að nota t.d Þórólf Beck ef um slíkt semst við St. Mirren. Móti stenkasta liði fra hafa fs- lendingar litla eða enga sigur- möguleifca. En með þátttökunni hafa verið tryggðir tveir góðir landsleikir —. verðug verkefni knattspymumönnum okkar. Það *ná og heppni kalla að írar Bkyldu vera andstæðingarnir, því þangað er minnstur kotnaður við eendingu ísl. liðsins. Því fagnar KSf áreiðanlega. •fc Áframhaldið. Fyrstu umferð keppninnar á eð vera lokið fyrir 31. marz 1963. Önnur umferðin á að fara fram é tímabilinu 1. apríl tjl 31. okt. '63 og únslitakeppnin frá 1. nóv. til 31. mai 1964. A BORGARRAÐ SFUNDI í fyrra dag var lögð fram umsókn frá Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og fiski dags. 4. þ.m. um lóð fyrir sláturhús í sambandi við vænt- anlega kjötmiðstöð. Blaðið sneri sér í gær til Þor- valdar og spurðist nánar fyrir um þetta mál. Hann kvaðst hafa fyrir 9 árum lagt fram umsókn um sama efni með fullkomnum teikn- ingum gerðum af einum þekkt- asta arkitekt Dana í byggingum sláturhúsa og kjötvinnslustöðva N. E. Werneberg. Síðan hefði málið legið niðri en nú væri ástandið í þessum efnum jafnvel verra en þá hefði verið, því Danir reiðubún-; ir að ganga í EEC 'KAUPMANNAHÖFN, 10. jan.i ’— Danska stjómin lýsti því. yfir i dag, að hún væri reiðu-' búin að semja um aðild Dan-' merkur að EEC, Efnahags- 'bandalagi Evrópu. — Það var' utanrikisráðherrann, Jens' Otto Kragh, sem lýstl þessu yfir í ræðu, sem hann hélt Þjóðþinginu. Ráðherrann sagði m. a., að stjómin myndi ekki æskja breytinga á Rómarsáttmálan- um — enda gerði hún ráð fyrir að fá fram þær undan þágur, sem Dönum væru. nauðsynlegar, án þess að. grípa til róttækra ráðstaf-' ana. nokkru síðar hefði sláturhúsið að Klömbrurn verið lagt niður, en þar var aðstaða til slátrunar 'stórgripa. Hér í bæ he.\r verið á dagskrá að byggð yrði kjötmiðstöð inn við Kirkjusand og þar yrði allt kjöt, sem til bæjarins kemur, skoðað og þar hefði hver kjöt- kaupmaður aðstöðu til sláturunar og kjötvinnslu. Þorvaldur segir ástandið nú mjög slæmt í þessum efnum, kjöt sé skoðað á tveimur stöðum bænum hjá Sláturfélaginu og SÍS, en aftur á móti fari neyzla ali- fuglakjöts mjög vaxandi, en á því sé hinsvegar engin dýralækna- skoðun. Taldi Þorvaldur að jafn mikill menningarbær og Reykja- vík er geti ekki látið jafn þýð- ingarmikið mál og það sem hér er á döfinni afskiptalaust. Hér verði því að hefjast handa og það sem fyrst. Tveíi’ bátar hættir á síld Akranesi, 10. jan. — Fjórir trillubátar reru hér í gær. Tveir þeirra sneru aftur þegar þeir voru komni út að bauju. Hin ir héldu áfram og lögðu línuna. Afli var tregur. Hringnótabátamir fóru út í gær en sneru allir aftur með tölu. NA sperring gerði er líða tók á daginn, og seinast í gærkvöldi var hann kominn upp í étta vind stig. Tveir bátar eru hættir á síldinni og tóku upp nætur sínar í dag. Eru það Farsæll og Sigur fari. Taka þeir upp línuveiðar. Skipaskagi er kominn í slipp. — Sukarríó Frh. af bls. 1. Papúamir undirstrikuðu og kröfuna um, að þeir fái sjálfir að kveða á um framtíð sína. 1 fréttum frá Haag segir, að dagblaðið „De Telegraaf“ hafi látið í ljós þá skoðun í rit- stjórnargrein í dag, að búast mætti við því, að Bandaríkin beittu sjöunda flota sínum til þess að koma á friði, ef Indó- nesar gerðu hernaðarárás á vesturhluta Guineu. Segir blað- ið, að sú skoðun hafi smám saman breiðzt út í Bandaríkjun- um, að mesta ógnunin við frið- inn sé „ekki í Berlín, heldur miklu fremur í Suðaustur- Asíu“. Blaðið ræðir um það, að bæði Bandaríkin og Ástralía eigi mikið undir því, að friður hald ist í Suðaustur-Asíu — og segir í því sambandi, að „Bandaríkin, sem til þessa hafa spilað spil- um Sameinuðu þjóðanna, jafn- vel gegn bandamönnum sínum, geta ekki og munu ekki halda að sér höndum, ef gerð verður hernaðarárás (á Guineu), sem brýtur allar grundvallarreglur SÞ“. Beðið eftir ' ldjómburðar- í sérfræðingi MBL. hefur aflað sér upp-' lýsinga uí*i að hinn umtal-1 aði plasthiminn, sem ráðgert' er að setja upp í Háskóla- bíó, sé kominn til landsins._ Er beðið eftir erlendum' ’hljómburðarsérfræðingi, mæla mun hljómburðinn í ÍHáskólabíói á hinn vísinda-, _legasta hátt. Verður farið, eftir umsögn þessa sérfræð-i ings, sem mun væntanlegur' ,til landsins. »— nema hægt verði að fá Björn Páls son til að fljúga með þá þangað. — Utan úr heimi Framhald af bls. 10. hefur Sir Roy engan rétt til að móta eða framkvæma utanríkis- stefnu. Bretar leggja áherzlu á, að þeir eigi að hafa utanríkis- málin með höndum og sömu- leiðis ferðir brezkra hersveita utan landamæra ríkisins. En Sir Roy heldur uppi eigin ut- anríkisstefnu í Katangamálinu. I því nýtur hann stuðnings Katanga-klíkimnar í brezka þinginu. Margir meðlimir þess hóps eiga mikil ítök í sam- bandsríki Sir Roys, og hann treystir á stuðning þeirra við þær áætlanir, sem hann hefur á prjónunum um framtíð þess. Þetta er skoðun þeirra blökku- manna, sem bezta þekkingu hafa á málunum — og þótt erf itt sé að henda reiður á ástandinu, virðast þeir hafa mikið til síns máls. Sir Roy er enginn bjáni, nema þegar kem- ur að því að láta sér skiljast að Afríkumenn eru mannlegar verur, sem hafa sínar skoðanir stjómmálum. Opinberlega skýrir Sir Roy stefnu ríkisstjórnar sinnar sem þá — án þess að skipta sér nokkuð af því, að hún hefur engan rétt til að hafa slíka stefnu — „að krefjast réttlátrar og sanngjarnrar meðferðar á Katangabúum, sem liðið hafa miklar þjáningar af völdum SÞ“, og ekkert þar fram yfir. Hann lýsir einnig yfir trú sinni á sameinuðu sambandsríki í Kongó, grundvölluðu á frjáls- um samningum milli Tshombes og ríkisstjórnarinnar í Leopold- vilíe. En margt, sem hann hef- ur sagt opinberlega, sýnir að hann er í sama andlega um- sátrinu og Tshombe Katangafor- seti. Sir Roy* hefur ekki neitað því, að hann hafi gefið Tshom- be ráð, þegar hinn síðarnefndi heimsótti hann í Salisbury síðla á árinu. Hann hefur þó neitað með þjósti ákærum um, að vopn og málaliðar hafi verið flutt til Katanga gegnum sam- bandsríki hans. Hins vegar telja flestir hér, að þetta eigi sér stað; hvítir menn játa þetta sín á milli og telja, að stjórnin látist ekki vita af þessu, en blökkumenn álíta, að stjórnin veiti fulla aðstoð — og láta það álit sitt opinberlega í ljós. Leiðtogar afrískra þjóðemis sinna fordæma stefnu og að- gerðir Sir Roys með hinu vel þekkta orðfæri andstæðinga ný- lendustefnu og heimsvalda- stefnu og tala um „fálmara hins cilþjóðlega auðvalds og stjórn- málalegra áhrifa þess“. í einka- viðtölum telja þeir almenna stjómmálaspillingu eitt helzta einkenni þess. Flestir Evrópumenn í Ródesíu óttast hið sama og Sir Roy tal- aði um fyrir skömmu, er hann ræddi um „örlög Katanga-þjóð- arinnar, og vitneskjuna um, hvað Asíu- og Afríkuríkin vildu láta koma fyrir annars staðar I Afríku'*. Þeir skijja, eða finna. á sér, að Sir Roy er að berjast fyrir áframhaldandi tilveru sambandsríkisins, þótt langt sé frá, að allir í N-Ródesíu hafi á'huga á að tryggja tilveru þess. (Observer — Öll réttindi á- skilh*. — Ath .ga ber, að grein þessi er skrifuð um áramótin — og markast við- horfin því af ástandinu eins og það var, er hernaðarátök- in áttu sér stað í Katanga i desember.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.