Morgunblaðið - 11.01.1962, Page 6

Morgunblaðið - 11.01.1962, Page 6
e MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. jan. 1962 Karl A. Jónasson, prentari — Minningarorð VIÐ Morgunblaðsmenn söknum vinar í stað. Einn af elztu starfsmönnum blaðsins, Karl A. Jónasson, prentari, er látinn, rúmlega 61 árs að aldri. Seint á árinu 1960 tók hann banvænan sjúkdóm og varð að hverfa frá störfum. Þessi sjúkdóruur leiddi hann til bana 31. desember sl. Um árabil hafði hann þó kennt vanheilsu, sem hann bar með æðrulausri karlmennsku. Hann er borinn til grafar í dag. Karl A. Jónasson var fæddur að Brunnhúsum í Reykjavík 27. virðingu. Ritstjórn og fram- kvæmdastjórn Morguniblaðsins þakkar honum hið langa og trúa starf. Ástvinum hans, sem mest hafa misst við fráfall hans og sár astur harmur er að kveðinn, vottum við djúpa samúð. S. Bj. ★ ÞANN 1. okt. 1916 hóf ungur og liæglátur piltur, tæpra 15 ára að aídri, prentnám í ísafóldarprent- smiðju. Hann vakti þegar á sér athygli mína Og annarra sam- starfsmanna fyrir rólyndi, geð- nóv. árið 1900. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson sjómaður, og Sigríður Auðunsdóttir, kona hans. Karl hóf prentnám í ísa- foldarprentsmiðju 1. okt. 1916 og var þá aðeins 15 ára gamall. Vél setningu við Morgunblaðið hóf hann árið 1920 og stundaði það starf æ síðan, eða í rúm fjörutíu ár. Var hann einn af þremur elztu sta'rfsmönnum Morgun- blaðsins og hafði starfað með öll um ritstjórum þess frá upphafi. Karl Jónasson var traustur og góður starfsmaður. Hann vildi ekki vamm sitt vita í neinu, var alltaf reiðubúinn til þess að hlaupa undir bagga, þar sem hönd þurfti að leggja að verki. í allri framkomu var hann hið mesta prúðmenni, hlýr og Ijúf- ur. Er ómetanlevt að eiga slíka menn að samstarfsmönnum, ekki sízt á dagblaði, þar sem mikið veltur á góðri samvinnu milli prentsmiðju og ritstjórnar. Má raunar segja að náin samvinna milli blaðamanna og prentara sé eitt af frumskilyrðum þess að vel fari. Karl kvæntist Ragnhildi Þór- arinsdóttur frá Foss. i Mýrdal árið 1928, ágætri konu, sem var honum mjög samhent. Eiga þau eina dóttur, Elínu Ingu, sem er gift Ólafi Hauki Ólafssyni, prentara í Prentsmiðjunni Odda. Eiga þau heimili hér í Reykja- vík. Allir þeir, sem unnu með Karli Jónassyni, munu minnast þessa góða drengs með þakklæti og Karl A. Jónasson. prýði og hófmennsku í allri fram- komu og samvinnu. Þessi piltur var Karl Adolf Jónasson, sem við í dag kveðjum hinstu kveðju. Síðan þennan fyrsta dag hafa leiðir okkar Karls lengst af leg- ið saman á vinnustað. Margt hef- ur breytzt og mennirnir hafa ibreytzt, bæði ég og aðrir, en til hinstu stundar var Karl alltaf sami ljúfi, góði og skapfasti drengurinn, sem var hans ein- kenni við fyrstu kynni. Flysj- ungsháttur og yfirborðsmennska var honum fjarri skapi. Hann var tryggur og góður félagi, bland- aði sér ekki í annarra málefni að óþörfu, en hafði þó ákveðnar skoðanir a mönnum og málefn- um, sem har.n lét í ljós ef svo bar undir. en ávallt með sinni fá- dæma hógværð og ljúfmennsku. Hann gekk hávaðalaust í gegn um lífið Og ólgandi sviptivindar samtíðar hans færðu ekki jafn- vægi hans úr skorðum. Þannig var Karl, þannig mun ég muna hann. Enginn skyldi þó halda að hann hafi verið alvaran ein og drung- inn uppmálaður. Því fór fjarri. Hann var glaður í góðra vina hópi, ræðinn og skemmtilegur, ljúfur og viðmótsþýður og góður og glaður heim að sækja. Hann var tryggur og traustur vinur vina sinna, en fáskiptinn um aðra og annarra hag. Um fjölda ára hafði Karl kennt vanheilsu sem hann lét þó lítt á bera og fáir samstarfsmenn hans vissu um fyrr en síðustu árin, þótt hann í fjölda ára gengi engan dag heill til skógar að starfi. Hann kvartaði aldrei en bar þrautir sínar með sjálfum sér. Karl var íæddur í Brunnhúsum við Suðurgötu í Reykjavík, 27. nóvember 1900. Faðir hans var Jónas Jónsson, sjómaður í Brunn- húsum, er drukknaði 12. maí 1907, en móðir hans var Sigríður Auðunsdóttir frá Háu-hjáleigu við Akranes. Var hún alsystir Einars Kr. Auðunssonar, prent- ara. Þann 12. ágúst 1928 kvæntist Karl eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Þórarinsdóttur frá Vestmannaeyjum, en ættaðri frá Fossi í Mýidal. Eignuðust þau eina dóttur, Elínu, sem gift er Ólafi Hauk Ólafssyni, prentara. ÞESSIR öldruðu heiðursmenn hittust á þriðjudag í Ellilieim ilinu Grund, en þar komu sam« an 50 ára stúdentar og eldri. \ Á myndinni sjást frá vinstri: < -y Árni Thorsteinsson, tónskáld, < séra Sigurbjöm Á. Gislason, * Halldór Jónasson frá Eiðum, < séra Bjami Tónsson vígslu-< biskup, Þorsteiim Þorsteins- < son, fyrrv. hagstofustjóri og <í Guðmundur Thoroddsen, pró- < fessor. Karl andaðist f Bæjarsjúkra- húsinu á gamlársdag sl. eftir langa og þunga sjúkdómslegu, heima og á sjúkrahúsinu. Með Karli er traustur og góður drengur genginn um aldur fram. Eg flyt konu hans, dóttur, tengdasyni, aldraðri hálfsystur og öðrum ættingjum hans og vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur, vel minnugur þess, að „Merkið stendur þó maðurinn falli“. — G. G. Jólasveinarnir segjast ekki hafa verið ölvaðir Vegna skrifa B.H.B. í Vel- vakanda á þriðjudag um jóla- sveina, er verið hefðu drukkn ir á barnaskemmtun, komu tveir menn að máli við Velvak anda. Töldu þeir skrifunum stefnt gegn sér. Kváðust þeir hafa veríð með öllu ódrukkn- ir, ekki bragðað vín, en hins vegar hefði gamanþáttuf þeirra aí ýmsum orsökum far- ið að nokkru út um þúfur. Þátt urinn hefði ekki verið saminn af þeim sjálfum, en hann hefði verið allgóður. Þeir sögðust hafa veriö að skemmta börn- um, en ekki fullorðnu fólki, og yrði að miða skemmti- atriði þeirra við það. Hátalara- kerfið hefði farið úr skorðum og þeir þá farið út á gólfið, en þá hefði hvinur mikill úr bilaða hátalaranum spillt skemmtiatriðum. Um það aT.riði, að þeir hefðu sungið dægurlög, sögðu þeir, að þeir hefðu reynt að fá börnin til að syngja með sér „Jólasvein- ar einn og átta“ og önnur jóla lög, en ekki tekizt vel. Aftur á móti hefðu börnin tekið mjög vel undir nýjustu dæg- urlögin. Að lokum sögðust þeir geta fengið marga ábyrga menn til að bera vitni um, að þeir hefðu ekki haft vín um hönd. • Andsvar B.H.B. Velvakandi hafði samband við B.H.B. út af ofangreindum athugasemdum jólasveinanna, ef bréfritari vildi láta skoðun sína í ljós. Ekki kvaðst B.H.B. ætla að stofna til neins orða- skaks með skrifum sínum, enda ekki tilgreint nein nöfn eða staðsett barnaskemmtun- ina. Af einhverjum ástæðum hefðu þessir tveir menn (sem þó létu ekki nafna sinna getið) kannazt við lýsinguna og talið skrifunum stefnt gegn sér, og benti það til þess að ekki væri samvizkan alveg breín. — „Ég tel rétt, að það komi fram“, sagði B.H.B., ,að það er ofvaxið mínum skilningi, hvernig þeim félögum datt í hug að túlka jólasveininn með drykkjumannslegum tilburð- um, enda kom á daginn að börnin (sem skemmtiþáttur þeirra er miðaður við) voru ekkert yfir sig hrifin af þeim. En pillunum skal sagt það til hróss, að svo lifðu þeir sig inn í hlutverkið, að hvorki mér né öðrum, sem ég átti tal við, datt annað í hug en hér væri um ósvikna vímu að ræða. É-g bið að lokum jólasvein- ana afsökunar á, að ég skyldi hafa fundið mig knúða til að gagnrýna skemmtiþátt þeirra og vona að þeim takist betur næst“. • Enn um Þingeyinga og Öskju og móðu- harðindi Karls s. s. (Sigurður Símonarson á Akranesi) svarar mannin- um, sem kvaðst vera frá Vest- mannaeyjum. Ýmsir þóttust þekkja lykt af Þingeyinga móðu. f gegnurn bæði þunnt og þykkt þokan spáir góðu. Háan reynir Heklutind með hrakyrðum að saka. Nágust þinn Og jporðanvind ég nenni ei frá þér taka. Gegnum móðu og mistur sér málin Öskju-drengur. Áttu kannski engin gler í að horfa lengur? Þá sendir Jón úr Skarðl þessa vísu: Húsavík er hissa á þvi, en harmar þó að vonum, hve Karl varð móralskt . magur J móðuharðindonum. Skyldi ekki Veðra-PáH hafa ort neitt um þetta enn? Jón úr SkarOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.