Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 Nýstárlegt verk í Þjóðleikhúsinu hafa að und- anförnu farið fram æfingar á nýsfcárlegu leikriti eftir enska höfundinn Harold Pint- er, og verður það frum- sýnt í kvöld. Það heitir á frummálinu „The Caretak- er“ og hefur í íslenzku þýð- ingunni hlotið nafnið „Hús- vör@urinn.“ Hér er um að ræða sérstætt og álhrifamikið verk eftir eitt af yngstu og efnilegustu l^ik- skáldum Breta. Harold Pinter er aðeins þrítugur að aldri og hefur fengizt við leikritagerð síðustu fjögur árin. Áður var hann leikari um níu ára skeið, en sneri sér síðan að ritstörf- um og fékkst í fyrsfcu við að semja ljóð og skáldsögu. Ár- ið 1957 samdi hann fyrsta leikhúsverk sitt, og eru þau nú orðin fjögur talsins, tveir einþáttungar, „The Boom“ og „The Durrab Waitér,“ ag tvö lengri leikrit, „The Birthday Party“ og „The Caretaker“. Síðasttalda verkið var fyrst sýnt í Lundúnum árið 1960 og hlaut þá Evening Standard- verðlaunin sem bezta leikrit ársins. í fyrravor lék Pinter um skeið sjálfur eitt af þrem- ur hlutverkum í „The Care- taker“, þegar það var sýnt í Duohess-leikhúsinu í Xiund- únum. FLYTUR EKKI BOÐSKAP. Að undanförnu hefur leik- ritið verið sýnt á Broadway með tveimur af upphaflegum leikendum frá Dundiúnum og vakið feiknaathygli, enda er það jafnan sýnt fyrir fullu húsi. Verður fróðlegt að sjá, hvernig íslenzkir leikhúsgestir taka þessu sérkennilega verki. „Húsvörðurinn" þykir eitt bezta verk sem komið hefur Harold Pinter frá hendi yngri leikskálda í Bretlandi um langt skeið. Er það áiit margra leiikgagnrýn- enda, að Pinter sé fimari og fjölhæfari leikhúsmaður en þeir John Osborne og Arnold Wesker, sem verið hafa hvað atkvæðamestir af yngri leik- skáldum Breta. Harold Pint- er hefur engan sérstakan „boð skap“ að flytja eins og þessir tveir kollegar hans, heldur leggur hann sig fram um að draga upp sem gleggsta og nærfærnasta myaid af mann- legu eðli og eigindum, og fæt- ur þá einatt skeika að sköp- uðu þó allt sé ekki fullkom- lega „ljóst“ eða skilgreint í vérkum hans. Sumir hafa líkt leikritum hans við prósaljóð. MÖGNUÐ SAMTÖL „Húsvörðurinn" er að efni og formi mjög einfalt og ó- brotið verk. Persónur leiks- ins eru aðeins þrjár, tveir bræður og flækingur, sem annar bræðranna hefur séð aumur á og skotið yfir skjóls- húsi. Sviðið er herbergiskytra þar sem annar bróðirinn hefst við með dagdrauma sína, minn ingar o.g ýmislegt glingur. At- burðarásin er hvorki flókin né fjölbreytileg. Leikritið fjallar um samskipti flækings- ins við braeðuma, sem eru gerólíkir að upplagi, og til- raunir hans til að skapa tor- tryggni milli þeirra og stia þeim sundur, svo hann megi njóta góðs af misklíðinni. Leikritið lifir fyrst og fremst í hinum mögnuðu sam- tölum, sem eru gagnsýrð af hljóðlátri kímni og ljóðrænni angurværð ásamt vænum skammti af kaldhæðni. Gagn- rýnendur hafa lokið sérstöku lofsorði á samtalstækni Pint- ers og furðulegan hætfileika 'hans til að túlka hugsanagang og sálarhræringar fólks, sem á bágt með að kama orðum að því sem inni fyrir býr. Valur Gíslason og Gunnar Eyjólfsson á æfingu. Gamli flækingurinn verður á- horfandanum sérlega hug- stæð persóna, enda er lang- mest í hann lagt. Sjálfsblekk- ing hans, undirferli, ágirnd, hroki og tötralegt stolt leggj- ast á eitt um að gera persón- una í senn fráhrindandi og aumkunarverða. Bræðumir eru dregnir daufari dráttum, en verða samt hvor á sinn hátt minnisstæðir einstaklingar. Með hlutverk í „Húsverðin- um“ fara þeir Valur Gíslason, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason^ — Leikstjóri er Benedikt Árnason, og þýðing- una gerði Skúli Bjarkan. Það er íslenzkri leikmenn- ingu holl nýjung að fá þetta sérkennilega og áhrifamikla leikrit á fjalir Þjóðleitohúss- ins, og þykir mér ótrúlegt, að ekki sé sterkar að orði kveðið, ef leikhúsgestir láta átt eftir liggja. s-a-m. Góð hljóðeinangruii léltir stórf husfreyjunnar Öll okkar framleiðsla úr vikurgjalli er gerð í hristivél (vibration) og gufuhert. sem gerir það að verkum að plöturnar eru sérlegr. sterkar og hafa mikla naglfestu. Milli veggir hlaðnir úr vikurgjallsplötum frá okkur eru ein ‘ bezta hljóðeinangrun, sem til er á m&rkaðnum í dag. Plöturnar eru framleiddar í 5—7— og 10 cm þykktum. Gjörið svo vel að hringja og við mun- um gefa yður allar nánari upplýsingar. BRUNASTEYPAN H.F. Simi 35785. Þórunn Stefánsdóttir • 18. 3. 1879 — 22. 12. 1961 MINNING FÖSTUDAGINN 22. desember 1961 lézt á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri Þórunn Stefáns- dóttir eftir mánaðar sjúkrahús- vist þar. Útför hennar var gjörð frá Akureyrarkirkju 3. janúar þ. á. Síðustu æviárin átti hún heimili í Ásabyggð 13, Ak- ureyri, hjá bróðurdóttur sinni, Arnbjörgu Halldórsdóttur, og manni hennar, Ólafi Tryggva- syni. Þórunn var fædd á Desjar- mýri í Borgarfjarðarhreppi 18. marz 1879. Foreldrar hennar vorU Stefán prestur Pétursson, prests á Valþjófsstað, Jónsson- ar vefara, og kona hans, Ragn- hildur Björg Metúsalemsdóttir, bónda í Möðrudal, Jónssonar. Móðir Ragnhildar, en kona Metú salems, var Kristbjörg Þórðar- dóttir, bónda á Kjama í Hrafna gilssókn, Pálssonar. Eru þeir ættmeiðir, Vefaraætt, Möðru- dalsætt og Kjarnaætt kunnir um land allt og einnig meðal íslendinga Vestanhafs. Vorið 1884 flutti séra Stefán frá Desjarmýri að Hjaltastað, og þar lézt hann eftir rúmlega þriggja ára þjónustu, 12. ágúst 1887. Ragnhildur stóð þá uppi með 12 börn þeirra, 9 innan fermingaraldurs en 3 á milli fermingar og tvítugs. Bjó hún áfram til næsta vors, en flutti þá ásamt móður sinni til bú- skapar að Geitagerði í Fljóts- dal með 7 börnin en 5 fóru í fóstur til vandamanna og vina, meðal þeirra var Þórunn. Hún fór í fóstur til Halldórs Bene- diktssonar og Arnbjargar Sig- fúsdóttur að Skriðuklaustri. Naut hún þar uppfósturs með dætrum þeirra, Björgu og Sig- ríði. Þegar Þórunn hafði aldur til sótti hún nám í Kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi vor- ið 1898. Tveimur árum síðar lauk hún námi frá hússtjórnar- skóla í Reykjavík. Og einn vet- urinn, 1907—8, sótti hún vefn- aðarskóla í Kaupmannahöfn. Þá vóru þar við nám samtímis bræð ur hennar, Metúsalem og Þor- steinn. Næsta vetur kenndi hún vefn- að við Kvennaskólann í Reykja- vík. Tvö árin næstu tók hún að sér umferðarkennshj. í mat- reiðslu á vegum Búnaðarfélags Islands, en gerðist þá ráðskona á búi Metúsalems á Eiðum. Árið 1914 breytti Þórunn ráði sínu og fór til Vesturheims. Settist hún að í Minnesota 1 borginni Minneapolis. Þar í grennd bjuggu þá systkini hennar, Björg og Guðmundur, sem farið höfðu vestur ung að aldri 1893, og auk þess Guð- múndur, föðurbróðir hennar. í Minneapolis dvaldist Þór- unn 8 ár og stundaði sauma. En — í átthagana andinn leit- ar. Þrátt fyrir það, að Þórunni vegnaði vel við starf sitt, og sæti í grennd við systkini sín og fleiri ættmenn, kaus hún ekki að staðfestast Vestanhafs tií frambúðar. Árið 1922 -kom hún heim aftur til ættlandsins og settist að í Reykjavík um sinn. Á liðinni ævi síðar hafði hún reikula búsetu, ýmist austan lands á ýmsum stöðum eða í Reykjavík, og síðast á Akur- eyri, sem sagt hefur verið. Bjó hún lengst af í eigin húsi eða eigin íbúð, hélt sitt eigið heim- ili og vann fyrir sér með hand- íðum. Þórunn var atgerviskona og farsælum gáfum gædd, minnug, fróð, skapföst og trygglynd. Hún undi vel einlífinu í ibúð sinni og hafði ánægju af að fá til sín gesti og greiða annarra veg. Má segja að líf liennar og starf væri þjónusta við ættingja og annað sambúðarfólk. Þórunn átti sína öruggu trú- arvissu um annað tilverustig að baki þessa lífs. Og þegar hún fann og vissi að lífsaflið var að fjara út og dauðinn beið við dyrnar, leit hún með fagnaðar- hug til umskiptanna og annarr- ar tilveru að baki. Minning Þórunnar mun lifs lengi í þakklátum huga ætt- ingja og vina og þeirra allra, sem höfðu af henni náin kynni. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þunga greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. — Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðif H. S. Fljót afgreiðsla. Sendum gegn postkröfu. FótófIX t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.