Morgunblaðið - 11.01.1962, Side 20

Morgunblaðið - 11.01.1962, Side 20
Fréttasímar Mbl. — eftir loknn — Innlendar fréttir: 2-24-84 Erleudar fréttir: 2-24-85 8. tbl. — Fimmtudagur 11. janúar 1962 Rússland og Kína sjá bis. n. Slasaðist í Grímsey Þór flutti sjúkling til Akureyrar AKUREYRI, 19. jan. — Síðdeg- is í gær var hvass norðaustan stormur í Grímsey. Vildi þá svo til er Jóhannes Magnússon var að setja járnplötu á húsþak, að vindstroka náði undir plötuna og við það kastaðist Jóhannes fram af þakbrúninni. Kom hann niður á höfuð ag öxl og mun hafa meiðst talsvert mikið. Nokkru síðar var náð sambandi við varðskipið Þór, sem var statt fyrir Austurlandi. Var það beðið að koma til Grímseyjar og flytja i Dulorfullur eldur í Haukadul FLUGVEL, sem var á leið til Reykjavíkur austan af landi í gærkvöldi, tilkynnti flug- turninum í Reykjavík að allmikill eldur sæist í Hauka dal, einhversstaðar á svæð- inu hjá Gullfossi og Geysi, suður af Rláfelli. Mbl. hafði samband austur í Hreppa í gærkvöldi og vissu menn þar ekki til að nokkur bær væri að brenna, eða um eld þennan yfirleitt. Hölluðust mentn helzt að þeirri skoðun, að jarðborun- armenn, sem staddir hafa verið skammt frá Gullfossi, en munu hafa haldið á brott «í gær, hafi verið að brenna einhverju rusli. Ekki tókst Mbl. að afla sér nánari fregna af furðueldi þessum í gærkvöldi. :: hinn slasaða mann til lands. — Snemima í morgun kom Þór til Grímseyjar. Var þá vonzkuveð- ur þar og mikill sjógangur. Varð skipsmenn settu út bát og komust í land, tóku hinn slasað mann og fluttu til Akureyrar. Hingað kom skipið laust eftir hádegi í dag. Jóhannes var þegar fluttur i sjúkrahús, en meiðsli hans eru ekki fullkönnuð ennþá. — St. E. Sig. Einn bátur til Sandgeðis SANDGERÐI, 10. jan. — Einn bátur kom inn í dag með síld frá í gær, Jón Garðar með 50 tunn- ur. 8 línubátar komu að landi með 46,7 lestir. Af þeim var Muninn aflahæstur með 8,1, Stafnes mieð 6,1 ag Guðmúndur Þórðarson með 6 lestir. Aðrir með afla frá 5 lestum. — P.P. OKKUR vantar unglinga til að bera blaðið til kaupenda í eft- irtalin hverfi: Meðalholt Fjólugötu Sörlaskjól Bergstaðastræti og Herskálakamp Hafið samband við afgreiðsl una, sími 2-24-80. Slitnað upp ur samninga- viðræðum við sjdmenn LÍÚ reiðubúið til viðræðna um heild- arsamning á grundvelli sambykkta sjómannaráðstefnunnar í FXRRADAG slitnaði upp úr við ræðum milli samninganefndanna í sjómannadeilunni, er samninga- nefnd Landssambands fsl. út- vegsir.anna lýsti þvi yfir, að ef frekari samningaviðræður ættu að geta átt sér stað, yrði að falla frá öllum prósentukröfum. Lýsti nefndin sig hins vegar reiðubúna að hefja allsherjarviðræður um þau atriði sem sjómannaráðstefna ASÍ samþykkti í október sl. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá ASÍ varð- andi þetta, og er þar tilgreind Kommúnistar tapa fyrsta verklýðsfélaginu Kosningar í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar KOSNINGU Hafnarfjarðar lauk á hádegi í gær og fór atkvæðagreiðsla svo að kommúnistar töpuðu félaginu. Listi þeirra hlaut 36 atkvæði, en lfeti lýðræðissinna 40. Við síðustu stjórnarkosningar í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar komu fram tveir listar, listi lýð- ræðissinna annars vegar og listi kommúnista hins vegar. Að loknu framboði kærðu kommúnistar lista lýðræðissinna til Alþýðu- sambands íslands og fengu sinn eigin lista úrskurðaðan sem stjórn. Nú brá hins vegar svo við, er félagsmenn fengu að velja milli lista, að listi kommúnista, sem stillt var upp af fráfarandi stjórn, hlaut aðeins 36 atkvæði, en lýð- ræðissinnar hlutu 40. — í stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar eru nú Einar Jónsson, formaður, Sjómannafélagi1 Sigurður Péturss'on, Hannes Guð- mundsson, Kristján Sigurðsson, Björn Þorleifsson, Grétar Fálsson og Bjarni Hermundarson. Kosningar fara nú í hönd í verkalýðsfélögunum, og er þann- ig t.d. kosið í Þrótti, félagi vöru- bílstjóra.í Reykjavík, um næstu helgi. SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í GARÐAHREPPI SPILUÐ verður félagsvist kvöld í samkomuhúsinu GarðaholtL — Nefndin. eftirfarandi bókuð samþykkt samninganefndar sjómanna: „Með tilliti til þessarar afstöðu stjórnar og samninganefndar L.I.U. telur nefndin að þar með sé komið í veg fyrir að hægt sé að koma á heildarsamningum svo sem undirbúið hefir verið og sjómannaráðstefnan i október s.l. lagði til að gert yrði. Samiþykkir nefndin því að skýra félögunum, sem aðild eiga að bátakjarasamn ingunum, frá þessum málavöxt- um og hvetja þau til að taka nú þegar upp samninga við útgerð- armenn hvert á sínum stað. eða fleiri saman, um kjör sjómanna á vélbátum á grundvelli þeirra til- lagna sem sameiginlegar nefndir hafi undirbúið og sent félögun- um“. Rétt er að geta þess, að samn- ingum var sagt upp víðast hvar um mánaðamótin október nóvem- I ber, en samninganefnd sjómanna- I samtakanna var ekki tilbúin með kröfur sínar fyrr en 22. des. s.l. Atriði þau, sem samninganefnd LÍÚ taldi sig ekki reiðubúna að ræða um eru eftirfarandi fimm kröfur sjómanna: 1. Prósentur af línu og neta- veiðum hækkuðu úr 29 Vz % í 34%. 2. Prósentur á humarbátum hækkuðu úr 37% í 40%. 3. Prósentur á dragnótabát- um hækkuðu úr 37% í 40%. 4. Prósentur á bátum 30—49 rúmlestir hækkuðu úr 29%% í 36% og ennfremur yrði hækkað- ar prósentur á bátum 12—18 rúmlestir úr 40% í 42% og bát- um 18—30 rúmlestir hækkuðu prósentur úr 34% j 38%. 5. Útgerðin taki þátt í fæðis- kostnaði skipverja, þannig að ef fæði fer yfir kr. 35 á dag, greiði útgerðin það. sem umfram er. Á fundinum í fyrradag tjáði samninganefnd LÍÚ samninga- nefnd sjómanna, að LÍÚ væri ekkj reiðubúið að ræða neinar hækkanir á prósentum, með þeim rökstuðningi, að samningarnir, sem gerðir voru í janúar 1961 eru enn í gildi á fjölmörgum stöðum, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Suðureyri við Súganda fjörð, Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík, Skagaströnd, Ólafsfirði, Dalvík, samningum var ekki sagt upp á Húsavík og á Hornafirði. Auk þess var Aiþýðusamband Austfjarða búið að draga sig út úr samningunum og því fyrir- sjáaiilegt, að um engan heildar- samning fyrir landið gæti orðið að ræða öðruvísi en þannig, að gengið yrði út frá óbreyttum prósentum í samningunum og þeir aðeins saipræmdir með til- liti til þeirra sérákvæða, sem tek- in höfðu verið upp í samningana á sl. ári á einstökum stöðum. Því setti samninganefnd LÍÚ Frh. á bls. 19. I gær var ein hæð nýja Landa' kotsspítalans tekin í notkun. Voru það 28 rúm, og voru' komnir sjúklingar í flest þeirra, strax á fyrsta degi. —' Vonir standa til, að spítalinn' verði allur tekinn í notkun í, sumar, en hann hefur 95' sjúkrarúm. Verður þá gamlij spítalinn rifinn, en þar voru 90 rúm. Myndin er tekin í einni sjúkrastofunni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þonm.) Sinatra trúlofast JÓHANNESARBORG S-Af- ríku og Hollywood 10. jan. (AP) — 1 gær tilkynnti banda ríski leikarinn og söngvarinn Frank Sinatra trúlofun sína og dansmeyjarinnar Juliet Prowse: Sagði hann að þau myndu gifta sig innan skamms. — ★ — Juliet Prowse er af brezku foreldri, fædd í Bombay og uppalin í Jóhannesarborg. —■ Hún byrjaði snemma að læra dans og dansaði fyrst opin- berlega 14 ára. — ★ — Hún og Frank Sinatra hitt- ust er verið var að taka mynd ina „Can can“, ert þau léku bæði í henni. Síðan hafa við og við gengið sögur uxn sam- drátt þeirra. . Nær 39 þús. farþega um Keflavíkurvöll SAMKVÆMT upplýsingum Péturs Guðmundssonar flug- vallarstjóra var umferð á Keflavíkurflugvelli 1961, sem hér segir (tölur fyrra árs í svigum): Á árinu urðu lend- ingar farþegaflugvéla 1169 (1291.)Lendingar annarra flug véla urðu 856 ( 991). Um flug- völlin fóru alls 38,838 farþeg- ar, (44,600). 985,072 kíló af vörum (1,726,297) og 69,606 kíló af pósti (113,844). Flug- vélar afgreiddar af flugum- ferðarstjóminni urðu alls 31,218 talsins, en öll flugum- ferðarstjórn á Keflavíkurflug- velli er í höndum íslendinga. Eins og sjá má eru tölur yfir farþega og fjölda farþega- flugvéla allmiklu lægri en ár- ið áður og er ástæðan tii þess að meira var af fragt ag ferju flugi 1961 en árið áður. Þá ber að geta þess, að flugvélar lenda ekki á Keflavíkurflug- velli nema þegar henta þykir vegna veðurs og annars og er því samanburður á tölum frá ári til árs ærið hæpinrn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.