Morgunblaðið - 18.01.1962, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. jan. 1962
. ..>wwwnw,w!»nwiiyff"y>-mwirwwa•■WlWTwwimm. p.afyw»<■
ÍÍÍÍSS??ÍÍ
VaUars(ratt)
M- 1 200
Heykja^ifc i despmt>i*r 5961
ÍAusturvelli breytt
Á FUNDI borgarráðs á þriðju
dag var samþykkt skipulags-
tillaga frá garðyrkjustjóra,
Hafliða Jónssyni, um framtíð-
arskipulag Austurvallar.
Ráðgert er að hefjast þegar
handa um breytingar, sem
þetta skipulag hefur í för með
sér. Aðalbreytingarnar eru
þær, að völlurinn verður all-
ur hækkaður upp, svo að hann
verður nokkru hærri en göt-
urnar i kring, og gangstígar
taka nokkrum breytingum,
eins Og sjá má á meðfylgj-
andi mynd. Við Vallarstræti
kemur upphækkað beð, og í
því verður runnagróður og
blóm. Þar fyrir innan verður
bekkjastæði og rúmgóð, hellu
lögð stétt.
Inngangur inn á völlinn verð
ur gerður rýmri á öllum horn
um, og gert er ráð fyrir gang-
stétt meðfram Thorvaldsens
stræti. Kringum styttu Jóns
Sigurðssonar kemur nú rúm-
betra svæði en áður var, og
útskot fyrir bekki, sem að
mestu er skýlt með trjáa-
Og runnagróðri. Blómabeð
verða ekki fram með öllum
stígum, eins Og áður var, held
ur á íærri stöðum, en beðin
verða breiðari.
Samkvæmt viðtali við garð-
yrkjustjóra taldi hann, að
unnt myndi að framkvæmt
brey tingar þessar fyrir vorið,
þannig að Austurvöllur myndi
kominn i hinn nýja búning
17. júní.
Þessi uppdrá.ttur sýnir fram.tíðarskipulag Austurvallar.
1. = Stytta Jóns Sigurðssonar. 2 = Blómabeð. 3. =
Runnagróður. 4. = Tré. 5. = Grasfletir. Punktalínurnar
A — A og B — B jafnhliða Krikjustræti og Pgsthússtræti
sýna, hvar sniðið yrði utan af Austurveili skv. skipulags-
teikningum Bredsdorffs arkitekts.
Gæftir tregar á Húsavík
Útgerð þar með meira móti í vetur
Kirfjjustraeti
AUSTURVÖaUR
Lárus Jóhannesson heið-
ursfélagi Lógmanna-
félagsins
HÚSAVlK, 12. jan. — Frá ára-
mótum má segja að veðrið hafi
verið heldur óstöðugt hér um
slóðir, þótt ekki hafi gert hér
vonzkuveður. Hefur samt lítið
sem ekkert gefið á sjó.
Útgerð héðan er með meira
móti í vetur og eru gerðir út
9 þilfarsbátar og nokkrar trill-
ur. Eftir því, sem á líður fjölg-
ar trillunum.
Félap; ísL bifreiða-
eigenda stofnar
umboð á Akureyri
Sl. sunnudag hélt Félag Ssl. bif-
reiðaeigenda útbreiðslutfund á
Akureyri, en þar er verið að
stofna umboð FIB. Verður Jó-
hann Kristinsson, Þórshamri im-
boðsmaður. Af þessu tilefni fóru
norður Arinibjöm Kotbeinsson,
læknir, formaður FIB, Magnús H.
Aðeins einn af stóru bátun-
um er heima, Hagbarður, en þrír
gerðir út frá Sandgerði, Pétur
Jónsson, Smári og Stefán Þór.
Héðinn er á síldveiðum fyrir
Suðurlandi.
Afli hefur verið hér sæmileg-
ur þá daga, sem gefið hefur á
sjó. Á haustvertíð var afli nokk
uð góður, en gæftir þá, eins og
nú, mjög erfiðar.
Leiðin til Akureyrar er talin
varasöm vegna snjóflóðahættu í
Dalsmynni, og er vafamál að
áætlunarbíllinn fari til Akur-
eyrar á morgun. — Snjóskriða
féll á veginn hjá Litlu Tjörn-
um í Ljósavatnsskarði nú í vik-
unni, og er ókunnugum bezt að
hafa gát á ferðum sínum á þess-
um slóðum.
Hin árlega bamaskemmtun
kvenfélagsins verður í dag og
á morgun, og er þangað boðið
öllum börnum á aldrinum
tveggja ára til fermingar. Hef-
ur svo verið um áratugi.
— Fréttaritari.
AÐALFUNDUR Lögmannafélags
íslands var haldinn 20. des s.l.
Formaður félagsins var endur-
kjörinn Ágúst Fjeldsted hrl. og
með honum í stjórn Egill Sigur-
geirsson hrl. og Jón N: Sigurðs-
son hrl.
Gísli Einarsson og Þorvaldur
Lúðvíksson, sem setið höfðu 1
stjórn sem fulltrúar héraðsdóms-
lögmanna, en höfðu öðlast rétt-
indi hæstaréttarlögmanna á ár-
inu, gengu úr stjórninni.
í stað þeirra voru kjörnir Guð-
jón Steingrímsson og Kristján
Eiríksson, héraðsdómslögmenn.
Stjórnin er þvi þannig skipuð
nú: Ágúst Fjeldsted hrl. formað-
ur, Egill Sigurgeirsson hrl. vara-
formaður, Jón N. Sigurðsson,
hrl. gjaldkeri, Guðjón Stein-
grímsson hrl. ritari, og Kristján
Eiríksson hdl., meðstjórnandi.
Varastjórn: Gísli Einarsson,
hrl., Þorvaldur Lúðvíksson, hrl.
og Gunnar Jónsson, hdl.
Félagið varð 50 ára 11. desem-
ber s.l. og var þess minnzt með
'hófi að Hótel Borg, 9. des. s.l.
Minni félagsins flutti Egill Sig-
urgeirsson ,hrl., en ræður fluttu
auk hans, Jóhann Hafstein, dóms
málaráðherra, Gizur Bergsteins-
son, hæstaréttardómari, Eilev
Fougner, hæstaréttarlögmaður,
formaður Den Norske Sageförer-
forening, er færði félaginu _að
gjöf fagran fundarhamar, Ár-
mann Snævar, rektor Háskóla
fslands formaður Lögfræðinga-
félags fslands, er skýrði frá gjöf
frá félaginu, og Lárus Jóhannes-
son, hæstaréttardómari. Var í
hófinu tilkynnt, að Lárus hefði
verið kjörinn heiðursfélagi Lög-
mannafélags íslands fyrir frá-
bær störf í þágu félagsins, en
Lárus var formaður félagsins í
13 ár samfleytt. Aðrir heiðurs-
félagar hafa verið kjörnir Sveinn
Björnsson, forseti íslands, er var
í fyrstu stjórn félagsins ,og Lárus
Fjeldsted hrl., sem er einn af
stofnendum félagsins, og eini lög
maðurinn, er starfað hefur óslit-
ið að málflutningsstörfum s.L
50 ár.
Kveðjur og gjafir bárust fé-
laginu einnig frá lögmannafélög-
um Finnlands, Danmerkur, Sví-
þjóðar og Færeyja.
HONG KONG, 17. jan. — Stú-
dentar frá Hong Kong, sem eru
við nám á yfirráðasvæði kom-
múnista í Kína, fá leyfi til að
halda nýjársdag hátíðlegan í
heimaborg sinni. Nýjársdag í
Kína ber upp á 5. febrúar.
Valdimarsson, stórkaupmaður og
Sveinn T. Sveinsson verkfræð-
ingur. Flutti Arinbjörn erindi um
félagsmál FIB og skýrði starf og
stefnu samtakanna Og Sveimn T.
Sveinsson flutti erindi um olíu-
börna vegi. Fundarstjóri var Al-
bert Sölvason, forstjóri.
í lok fundarins voru sýndar
tvær kvikmyndir. Er annað mynd
um akstur í hálku, gerð af
danska bifreiðaeigendafélaginu,
en FIB hefur látið gera við hana
íslenzkan texta. Útskýrir mynd
þessi mjög vel þá erfiðleika seim
mæta bílstjóirum á hálum vegum
en slys af völdum hálku eru hér
mjög tíð. Hefur myndin verið
sýnd fyrir félagsmenn FIB einu
sinni, en verður væntanlega sýnd
bcráðlega fyrir almenning.
Hin myndin var aimerísk Og
fjallaði um umferðarmál í stór
borg.
• Óánægja með
skipafréttatíma
fyrir austan
Sigurjón á Vópnafirði skrif-
ar:
„Mikil óánægja ríkir hér
vegna þess að útvarpið hefur
breytt skipafréttatíma sínum.
Sérstaklega gildir það um
fregnir af ferðum strandferða-
skipa. Nú er af, sem áður var,
þegar Rákisskip gaf út svo
mikið af skipaáætlunum, að
svo að segja hvert heimili gat
fengið áæt.lun. Þess vegna
verða menn að treysta á skipa-
fréttir útvarpsins, en á þess-
um nýja tíma, kl. 15, er flest
allt starfandi fólk við vinnu
fjarri útvarpi, og fer því á
mis við fréttirnar. Væri því
mjög æskilegt, ef útvarpið sæi
sér fært að breyta þessum
fréttatíma. þó ekki væri nema
fyrir strandferðaskipin. Væru
þá skipafréttir lesnar á venju-
legum tnna í hádegisútvarpi“.
• Álfabrenna
Aftureldingar
Gísli Ólafsson skrifar:
„Ég get ekki látið hjá líða,
að minnast á góða og ógleym-
anlega skemmtun, er ég, börn-
in mín og frændsystkin þeirra
urðum aðnjótandi sl. sunnu-
dagskvöld, en þá hélt „Ung-
mennafélagið Aftrelding“ í
Mosfellssveit hina árlegu álfa-
brennu sína. Að mínu áliti var
sérstaklega vel vandað til þess
arar skemmtunar, sem stóð í
eina og hálfa klukkustund.
Alian tímann söng álafkóngur-
inn, stór og glæsilegur, álfa-
drottningin, nett og kvenleg,
og blandsður kór. Álfarnir
„marzeruðu“ um allt svæðið.
Grýla og Leppalúði voru í
ágætu gervi, svo og Skugga-
Sveinn og Ketill skrækur, sem
var mjög fyndinn. Þá var
fjarska tignarleg sjón að sjá
riddara koma þeysandi á eld-
fjörugum folum langt utan úr
myrkrinu og flengríða inn á
brennusvæðið. Þá gerðu dýrin
sitt til að auka á ánægjuna,
hrútur, geit og naut. Einu von-
brigði mín voru, hve fáir not-
uðu sér þetta einstaka tæki-
færi til að skemmta börnum
sínum á ógleymanlegan hátt.
Ég vil þakka Aftureldingu
fyrir góða skemmtun“.
Velvakandi hefur heyrt
mjög vel látið af álfabrenn-
unni, og ættu Reykvíkingar að
fjölmenna þangað næsta ár, ef
Afturelding heldur slíka
skemmtun aftur.