Morgunblaðið - 18.01.1962, Síða 24
Fréttasímar Mbl.
— eftir lokun —
Erlendar íréttir: 2-24-85
Innlendar iréttir: 2-24-84
Landbúnaður 1961
Sjá bls. 13.
14. tbl. — Fimmtudagur 18. janúar 1962
Öryggiskerfið gaf ekki frá sér
hljdð-
merki
Sjóprófum lokið
vegna urbræðslu
vélar Sigurðar.
Ágreiningur um
nokkur málsatriði
Síðdegis í gær lauk sjóprófum
vegna úrbræðslu vélanna í b.v.
Sigurði, en sjópróf hafa staðið
undanfarna tvo daga, og staðið
samtals í um 714 klst. Yfirheyrð
voru sex vitni og er ágreiningur
uppi um nokkur atriði málsins
og tókst ekki að eyða honum við
jamprófanir vitna síðdegis í gær.
Það var laust eftir áramótin,
ttð tveir menn á vegum Vélsmiðj
unnar Héðins hf. hófu vinnu um
borð í togaranum Sigurði. Áttu
þeir að lagfæra f rostspru ngin
dæluhús og gera við annað at-
hugavert í vélum togarans. Lið-
lega hálft ár er Iiðið, sem kunn-
ugt er, frá því að togaranum var
lagt við Grandagarðsbryggju.
Ástæðan til þess, að nú var haf-
izt handa um að standsetja vélar
skipsins var meðfram sú, að von
var á Færeyinguim til að skoða
Skipið, með leigu eða jaifnvel
kaup fyrir augum.
Er skemimst frá því að segja
að eftir að nauðsynlegar við-
gerðir höfðu farið fraim á dael-
uim og fleiru, vair árla sl. fimmtu-
dagsmorgun kælivatni hleypt inn
á aðalvél skipsins til þess að
hita hana upp, en slíkt er jafn-
an gert þegar vélin hefur staðið
óíhreyfð eitthvað að ráði. Er á-
greiningur um það í málimu hvort
upphitun þessi haifi aðeins veirið
gerð til þess að lekaprófa vélina
eða með gangsetningu þeirra Héð
insmanna fyrir augum. En hvað
sem því líður, var gangsetning
ekki reynd þann dag, enda töldu
starfsmenn Héðins að vélin væri
ekki orðin nógu jafnheit og ek'ki
þótti ástæða til þess að vinna
fram eftir kvöldi.
Morguninn eftir var enn hleypt
vatni á vélina til upphitunar o.g
klukkan rúmlega 3 um daginn
Framhald á bls. 23.
Nægilegt
bóluefni
Ljósmyndari Mbl., Ól. K. M. tók þessa mynd í vélarrúmi bv. Sigurðar í gær, er menn voru að
vinnu við vélar skipsins, sem bræddu úr sér sJ. laugardag. Verið er að losa um legur með
stórum lykli.
;
t GÆRKVÖLDI átti blaðið
tal við Benedikt Tómasson
;skólayfirlækni, fulltrúa land-
læknis, sem gegnir störfum
hans meðan hann dvelst er
lendis.
Hann kvað heilbrigðisstjóm
ina hafa gert þær ráðstafan-
ir, að allir sem frá Bretlandi'
koma skyldu bólusettir, ef
þeir hafa ekki gild bólusetn-
ingarvottorð og auk þess
þeir, sem koma frá sýktum
svæðiun. Taldi l.ann að þeg-’
ar hefði verið gert allt, sem
skynsamlegt geti talizt til
7varnar því að bóla komi hér
upp. —
í gær var bóluefni hér
þrotum, en var væntanlegt
frá Danmörku í gærkvöldi.
Taldi Benedikt ekki ástæðu
til að óttast að skortur yrði.
á því og eðlileg bólusetning
gæti haldið áfram.
Slys við
Bændahöllina
í GÆRDAG varð það slys i
Bændahöllinni á Melunu.m að
maður, sem þar var að vinna,
fell niður eina aæð, Marðist
maðurinn nokkuð, en var talinn
óbrotinn.
Slysið vildi þannig til að mað-
urinn, sem var að vinna á fyrstu
hæð, þurfti að ná í „batting", sem
var á annarri hæð, á grind, sem
er milli járnklæðningar utan
húss og hússins sjálfs. Steig hann,
á annan ,batting“, en hann
brotnaði og féll maðurinn niður
á fyrstu hæð. Var maðurinn
fluttur á slysavarðstofuna og að
rannsókn þar lokinni heim til sín.
Hann heitir Bjarni Vilhjálmsson,
Sörlaskjóli 1*3.
Góð síldveiði
Vestmannaeyjum, 17. jan.
TALVERÐ síldveiði var hér rétt
austan við Eyjarnar í dag. Fengu
bátar þar 200—700 tunnur, mest
Gjafar með 900 tunnur. Sæmi-
legt veður var en bátarnir veiddu
i landvari v:ð Bjarnarey.
Héðan voru 32 línubátar á sjó
í dag og væntanlega verða þeir
um 40 talsins á morgun.
Heiðra Stravinsky
Washington, 17. jan. (AP)
BANDARÍKJAMENN
1 hafa heiðrað sérstaklega
tónskáldið Igor Stravinsky
fyrir hinn stóra skerf hans
til tónlistarmenntar og
auðgunar tónlistararfs al-
heimsins.
í opinberri
móttöku sem
bandaríska
utanríkis-
ráðuneytið
efndi til í
gær, afhenti
Dean Rusk,
utanríkisráð-
herra, tón-
, heiðurspening, ,ueð eftirfar-
skáldinu
andi áletrun: — Til Igor
Stravinsky — á 80. aldurs-
ári — sem hefur með tónlist
sinni auðgað þjóð vora og
heiminn allan.
Igor Stravinsky er fæddur
Rússi — en árið 1946 gerð-
ist hann bandarískur borg-
ari. í ræðu sinni sagði utan-
ríkisráðherrann meðal ann-
ars, að Bandaríkjamenn
væru hreyknir af því, að
hann skyldi hafa sezt að í
Bandaríkjunum, en þeir
gerðu sér jafnframt ljóst, að
þeir gætu ekki fremur en
nokkur önnur þjóð eignað
sér hann — hann væri eign
engrar þjóðar.
Tónskáldið og kona hans
verða heiðursgestir í veizlu
forsetahjónanna í Hvíta hús-
inu á morgun.
Gular illhærur versti
gallinn á íslenzku ullinni
IVIerkar kynbótatitraunlr
gerðar á Hólahúlnu
Ein aí orsökunum til brottfarar nemenda
í TILEFNI frétta um hrott-
hlaup skólasveina úr Hóla-
skóla sneri hlaðið sér í gær
til Stefáns Aðalsteinssonar,
búf járfræðings, starfsmanns
Atvinnudeildar Háskólans,
sem staddur var á Hólum er
atburðir þessir áttu sér stað.
Var hann þar til að skipu-
leggja tilraunir með tilliti til
ullargæða og litar á ull og
gærum. í sambandi við þess-
ar tilraunir er nauðsynlegt
að valin séu saman hrútar
og ær með ákveðnum ein-
kennum og þurfti að vinna
það verk nú um og fyrir
fengitímann. Fyrr höfðu far-
ið fram rannsóknir á ullar-
gæðum ánna og gærum slát-
urlamba undan þeim.
í fréttum var skýrt frá því að
einmitt þessi tilraunastarfsemi
hefði verið ein af orsökunum til
brotthlaups nemendanna, þar sem
Unglingur óskast til að bera
blaðið til kaupenda í ettirtal-
ið hverfi:
Fjólugötu
Hafð samiband við afgreiðsl
una, sími 2-24-80.
þeir töldu sér ekki skylt að vinna
þau verk sem nauðsynleg eru til
þess að hægt sé að framkvæma
þessa tilraun, en nemendur töldu
að ríkið ættx að standa straum
af öllum kostnaði við tilraunirn-
ar, bæði vinnu Og önnur útgjöld,
Valið saman ær og hrútar 1
Verkið var fyrst og fremst f
því fólgið að fara með fjármanni
á beitarhúsin á Hagakoti, ca. 4
km. framan við Hólastað, og
hjálpa þar til að handsama blæsm
ur og reka þær heim í fjárhúsin
á staðnum, en þar eru hrútarnir
og þar er ánum haldið. Hrútur er
hafður með á beitarhúsin til þess
að leita uppi blæsmurnar, en
bundið er fyrir hann svo ærnar
fái örugglega ekki við honum.
Höfðu gott af náminu ^
Nemendurnir töldu sig hvorki
purfa að læra að reka blæsmur
milli húsa né að halda ám og
því væri ekki hægt að skuld-
binda þá til að taka þetta sem
hluta af verknámi.
Framhald á bls. 23.