Morgunblaðið - 20.01.1962, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20.jan. 1962
Barbara James:
5
En sú Crystal, sem var með
Rory í garðinum á myndinni, var
ósvikin kona. í>að var eimhver
biðjandi mýkt í framkomu henn-
ar og eitthvað í svip hennar, er
hún leit á Rory, sem var — varð
ég því miður að játa — næstum
innblásin. Og, sem verra var:
Hann brosti á móti, eins og ég
hélt, að enginn hefði séð hann
brosa, nema ég ein.
Það er sagt, að rmaður eigi aldrei
að vanmeta andstæðinginn. En
það hafði ég einmitt gert’ og *nú
leit helzt út fyrir, að það ætti að
kosta mig hjónabandið mitt.
Ég ætla að fara til borgarinn-
ar, sagði ég einbeittlega við
Vandy.
Hún setti upp ánægjusvip. Það
var rétt af þér. Og vertu þar í
nótt ef þú vilt.
Nei, ég kem aftur í kvöld,
enda hlýtur Rory að koma heim í
kvöld líka. Hann vill ekki missa
af afmælinu hans Tims.
Já, vitanlega. Þú varst búin að
koma mér í svoddan æsing, að ég
var alveg búin að gleyma því.
Blessaður drengurinn, hann
hlakkar svo til. Andlitið ljómaði,
er hún minntist á Tim. Ég verð
að fara í leikfangabúðina og vita,
hvort þeir hafa fengið þetta sem
ég var að panta hjá þeim í gær.
Þú eyðileggur alveg krakkana
með þessu eftirlæti, Vandy.
Kannske ég ætti annars ekkert
að vera að fara, fyrst þú þarft að
fara þetta.
Nei, þú ferð nú, hvað sem öðru
líður. Ég verð ekki nema stund-
•arkorn í burtu. Ég trúi Idu alveg
fyrir þeim; hún verður hérna
allan morguninn. Það er hún,
sem dekrar mest við þau ef út í
það er farlð.
Ida Dawson og Albert maður
hennar fyrrverandi trésmiður,
áttu heima í smá'húsi við garðinn
okkar. Ida vann hjá okkur í hús-
inu en Albert í garðinum og svo
við 'hvað sem fyrir kom.
Þú ferð nú til borgarinnar,
ítrekaði Vandy. Gerðu enda á
þessari vitleysu, ég veit þú get-
ur það vel. Mig langar mest til að
predika dálítið sjálf yfir hausa-
mótunum á honum Rory ..........
ekki nema það þó að vera að
fóðra kjaftakellingarnar ......
hann ætti að skammast sín.
Já, Vandy var heldur betur
hneyksluð, blessunin.
Hringdu hann upp og skipaðu
honum að bjóða þér í hádegis-
verð og talaðu svo yfir hausa-
mótunum á honum og segðu hon-
um, að þú látir ekki bjóða þér
meira af svo góðu.
Nei, ég held ég verði fyrst að
tala við han Leó.
Leo, þó, þó. Hvað heldurðu svo
sem, að hann geti gert?
Þegar fólk er í vandræðum,
fer það stundum til prestsins
síns eða læknisins — eða lög-
fræðingsins síns. En þó undar-
legt sé, datt mér fyrst í hug að
leita til Leo Gunter. Hann var um
boðsmaður Rorys og ráðsmaður.
Ég hringdi heim til hans og náði
— Þetta er afmælisgjöf til þín, mamma.
rétt í hann áður en hann fór í
skrifstofuna.
Ég kem til borgarinnar í dag,
Leo, og þarf að tala við þig.
Geturðu séð af hálftíma handa
| mér?
I Já, og meiru, ef þú vilt. Láttu
i mig gefa þér að borða.
Það væri indælt. En þetta er
bara svo fyrirvaralaust. Ertu viss
um, að £ú sért laus?
Ég get að minnsta kosti orðið
það. Maður fær svo sjaldan að
sjá þig nú orðið. Eigum við að
segja klukkan eitt hjá Ladram?
Ágætt. Mikið ertu vænn, Leó.
Mér leið ofurlítið betur þegar
ég lagði frá mér símann. Vin-
gjarnlega rödd Leós og augsýni-
leg ánægja hans að hitta mig, var
hughreystandi. Það yrði mér
mikill léttir að tala við hann.
Mér hafði dottið það í hug fyrr,
en eittihvert stolt hélt aftur af
mér. Ég vissi, að hann var trún-
•aðarmaður Rorys, og Rory gat
vel hafa rætt málið við hann á
undan mér.
Ég náði í lestina til London.
Ég fór sjaldan í litla bílnum mín
um, sökum erfiðleikanna á að
koma honum fýrir. Svo gat ég
líka beðið eftir Rory og orðið
honum samferða í stóru bílnum
í kvöld. Ég var alveg ákveðin, að
Tim skyld ifá afmælisfagnaðinn
sinn á morgun, jafnvel þótt það
yrði síðasti dagurinn, sem við
yrðum saman sem fjölskylda.
Slíkt sem þetta kemur oft fyrir
í bókum, hugsaði ég með sjálfri
mér í lestinni. En endirinn verð-
ur alltaf góður. Unga konan legg
ur sér til nýja hárgreiðslu, og ný
föt og eiginmaðurinn lítúr hana
nýjum augum og „hin konan“
sýnir sig að vera sú óþokka-
skepna, sem hún er í raun
og veru. Já, bara að það
væri nú svona einfalt. Það
var ekkert athugavert, hvorki
við hárgreiðsluna mína né
fatnaðinn, því að jafnvel versti
óvinur minn hefði ekki getað ,
sakað mig um kæruleysi á því
sviði. Ég hafði hingað til flokkað
Crystal sem venjulega „blóð-
sugu“ en nú vissi ég, að
hún var annað og miklu hættu-
legra.
„Ladram“ er ósköp yfirlætis-
laust nafn og það var veitinga-
húsið líka, sem nafnið bar. Hvít-
ir veggir, eirrauðar gólfábreiður
og kyrrð yfir öllu. Svona veit-
ingahús eru venjulega fokdýr,
þrátt fyrir allt yfirlætisleysið.
Þangað koma gestir, sem kunna
raunverulega að meta góðan mát
og vel tilbúinn, og góð vín. Þang-
að koma ekki neinir leikhús-bjálf
ar og heldur ekki tilvonandi
stjörnur, sem hugsa fyrst og
fremst um að láta á sér bera.
Leó beið eftir mér í forsalnum,
og spratt nú upp af einum flos-
bekknum við eitt spegilborðið,
en þau voru þarna strjált dreifð
um forsalinn.
Rosaleen.
Hann greip hönd mina og
kyssti mig á kinnina.
Ég pantaði Martini, upp á von
og óvon, handa þér. hann er góð-
ur hérna, en segðu mér ef þú
vilt heldur eitthvað annað. Eins
og til dæmis Tio Pepe.
Ég er nú ekki vön að drekka
neitt með hádegismatnum.
Þú verður að brjóta regluna í
tilefni dagsins. Ég minnist þess
ekki, að við höfum nokkurtíma
borðað ein saman fyrr.
Ég brosti. Nei, það held ég ekki,
að við höfum gert. Við skulum
þá láta það vera Martini, þakka
þér fyrir.
Við settumst hlið við hlið á
bekkinn og ég dró af mér svörtu
hanzlfana. Dökku augun í Leó
horfðu á mig með velþóknun
,Falleg, sagði hann.
Hvað ?
Þú sjálf .... þú ert falleg. En
það veiztu auðvitað.
Þakka þér fyrir. Ég reyni hvað
ég get að vera það.
Hann lyfti glasinu. Skál.
Ég tók upp mitt glas og lit-
lausi vökvinn í því virtist eitt-
hvað grunsamlega meinlaus.
Þína skál ! svaraði ég léttilega.
Ég sötraði úr glasinu, það var
eitthvað mjög bragðmikið og
sterkt. Það var þægilegt að sitja
þarna og drekka í kyrrðinni og
rónni hjá Ladram og hlusta á
fyndið skrafið í Leó og skynja
aðdáun hans. Ég var í fötum með ;
sjaldgæfum sýrenurauðum lit, en *
barðarstóri hatturinn var úr
dökkibláu flaueli. Eg geng ekki
oft með- hatt, en þegar ég geri
það, vil ég hafa þá barðastóra.
Eini skartgripurinn, sem ég bar,
var gömul næla úr gulli með
ametýst, sem Rory hafði einu-
sinni keypt handa mér. Ég hafði
klætt mig og snyrt af ýtrustú
vandvirkni. Einhvernveginn
fannst mér það nauðsynlegt, að
lita ekki út eins og yfirgefin eig-
inkona.
Leó var skemmtilegur. Hann j
fékk mig fljótt til að hlæja að
einhverri meinlegri skrítlu.
Ég þykist alveg vita, hvaða
erindi þú átt við mig, en fyrst
skulum við borða. Alvarlegar um
ræður spilla matarlystinni, sagði
hann. Leo var dökkur yfirlitum,
næstum austurlenzkur, og ham-
ingjan mátti vita, af hve mörg-
um þjóðflokkum hann var sprott
inn. Hánn hafði sloppið til Eng-
lands í styrjöldinni, en minntist
aldrei á bernsku sína og æsku.
Mig grunaði alltaf, að þessi
óræðu augu hans hefðu séð sitt-
hvað hryllilegt. Ég vissi, að hann
hafði s verið kvæntur og misst
konuna á hryllilegan hátt, lik-
lega í þýzkum fangabúðum.
Hann hafði unnið í ýmsum firk-
usum á meginlandinu og fjöl-
leikahússýningum. Þegar hann
kom til Englands var hann í
dansflokki, en breytti brátt til og
sneri sér að kaupskaparhlið list-
arinnar. Hann hafði óskeikulan
hæfileika til að koma auga á
efnilega leikara og koma þeim á
framfæri, og að fáum árum liðn-
um var hann orðinn þekktur á
því sviði, svo að það var draum-
ur hvers listamanns að vera á veg
um Leó Gunters.
Hann var þegar orðinn þekkt-
ur i þessari starfsemi sinni, er
hann fyrir fimm árum rakst inn
í ómerkilega söngleikaihúsið í
Warham, sem er lítil borg i
Lancashire, en þar vorum við
Rory þá að leika í gamanleik. Og
það var nú meiri gamanleikur-
inn! Ómerkilegur, klaufalegur og
leiðinlegur eins og tugir annarra
slikra, sem þá höfðu árum saman
móðgað smekk almennings. Við
Rory gerðum okkar bezta, en
X Xr *
GEISLI GEIMFARI >f X-
auðvitað gat það ekki bjargað
ieiknum, svo lélegur var hann.
Ég man ennþá kvöldið þegar
Leó kom. Það var nístandi kalt,
svo að varla var annað hægt en
skjálfa á sviðinu. Ég gekk þá
með elzta barnið okkar, og hefði
alls ekki átt að vera,að vinna. Ég
hafði sniðið mér búning, sem ég
reyndi að telja sjálfri mér trú
um, að gæti hulið ástand mitt.
Það var nauðsynlegt að halda
áfram og standa meðan stætt var,
svo mjög þörfnuðumst við aur-
' anna. Þetta kvöld var illa sótt
og þeir fáu óheyrendur, sem
þarna voru komnir, voru kulda-
legir og áhugalausir svo að mað
ur varð hissa, að þeir skyldu yfir
leitt hafa lagt það á sig að koma.
En það var eins og hvert annað
kraftavérk, að Leó var þarna
staddur og þrótt fyrir umhverf-
ið, kom hann strax auga á hæfi-
leika Rorys. ,
Þetta var kvöldið sem draum-
ar okkar rættust og breytti tötr-
unum í skrautklæði Já, oft var
ég búin að segja: Bara ef Jack
Hylton eða Leó Gunter eða Bern-
ard Delfont gætu einhverntíma
rekizt hérna inn ....
Þeir vita ekki, að ég sé til. Ég
fengi ekki einusinni að tala við
fulltrúana þeirra. Ég er alveg
ónýtur að troða mér fram, hafði
Rory alltaf svarað. dauflega.
Þeir hreyfa sig aldrei út úr
London og vita ekkert, hvað er
að gerast og hvað er á boðstól-
um, hafði ég fullyrt — en þar
hafði ég á röngu að standa, því
að lokum skeði það, og allt líf
okkar breyttist til hins betra.
Sfllltvarpiö
Laugardagur 20. janúar
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8 :05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Óskalög sjúkilnga (Bryndís Sigur
jónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fx'éttir)
15:20 Skákþá„tur (Ingi H. Jóhannsson)
16:00 Veðurfregnir — Bridgeþáttur
(Hallur Símonarson).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds-
son).
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra* Ey
jólfur Haraldsson stud. med. vel
ur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á dag
skrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga barnanna: .Nýja
heimilið" eftir Petru Flage^.ad
Larssen; II. (Benedikt ArnkeJs-
son).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Tómlistarþáttur barna og ungl«
inga (Jón Pálsson).
18:55 Söngvar í léttum tón.
19:10 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Léttir kvöldtónleikar:
a) Karlakórinn Fóstbræður
syngja þrjú bandarísk lög
Söngstjóri: Ragnar Björnsson.
Einsöngvarar: Kristinn Halls-
son, Erlingur Vigfússon og
Gunnar Kristinsson. Píanóleik
ari: Carl Billich.
b) Capitol sinfóníuhljómsveitin
leikur bandarísk hljómsveitar
lög; Carmen Dragon stj.
20:30 Leikrit: ,,Tanja“ eftir AlekseJ
Arbuzoff. Höfundur útvarpshand
rits: David Tutajev. Þýðandi:
Halldór Stefánsson. — Leikstjóri:
Baldvin Halldórs Leikend: Helga
Bachmann, Helgi Skúlason, F’osi
Ólafsson, Helga Valtýsdóttir, Jón
Sigurbjörnsson, Jóhanna Norð-
fjörð, Nína Sveinsdóttir, Anna
Guðmundsdóttir, Þorsteinn Ö.
Stephensen og Jóhann Pálsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Þorradans útvarpsins: M.a. leik-
ur hljómsveit Guðmundar Finn-
björnssonar fyrir dansinum ný
ísle^zk lög. Söngfólk: Huda Em
ilsdóttir og Sigurður Ólafsson,
02:00 Dagskrárlok.
\
— Pétur er alls ekki hér Geisli
höfuðsmaður!
.'— Við höfum aðvarað báðar flug-
stöðvarnar. Hann kemst ekki frá
stjörnunni!
Ég hef það enn á tilfinningunni
að hann hafi ekki farið langt!
— Já, en hvar er þá felustaður
hans?
.... (Þú snertir hann Klimmer
lögregluforigi).
Htinn gleymdli ^
að endumýja!
1APPDRÆTT!
1ÁSKÓLANS