Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIB Sunnudagur 21. jan. 1962 / ** ** ***** ■»“ —1 ^.>■. “»■ -i*^- • r*r— ANDERS FRANZÉN, eldsneytisverkfræðingur sænska sjóhersins, átti hugmyndina að björgun Vasa, fann skipið og átti mestan þátt í að koma því á flot. Hann skrifaði um þennan ævintýralega fornleifafund í janúar- hefti „National Geograp- hic“ og birtist hér ágrip af grein hans. Þetta er mikilfenglegt augna blik, sunnudagssíðdegi og ljómandi veður í ágúst 1628. Urmull áhorfenda á hafnar- bakkanum framan við kon- ungshöllina í Stokkhólmi eru að hrópa árnaðarkveðjur. Köll in verða að þúsundföldu húrra 'hrópi, þegar sjómennirnir sleppa landfestum og varpa glæstasta stríðsskipi landsins fram á höfnina. Marga mánuði hgfur tekið að ferðbúa skipið og Vasa — skírð eftir konungs ættinni — er að leggja af stað í jómfrúferðina. Svíar eiga nú í styrjöld, sem seinna verður nefnd Þrjátíu ára stríðið, og bjóða því þenn- an 1400 tonna, vopnaða gallí- Risastórt fallstykki, sem tekiS var úr flakinu. Kúlan var 12 kg. Á henni er skjaldarmerki Vasa-aettarinnar og upphafs- stafir Gústafs U Adolfs. ón velkominn í flotann. Stafnmyndin á Vasa, gullið ljón, urrar víghreift, og 64 glampandi bronsfallstykki munu rymja viðeigandi svar við hótun Þýzkalandskeisara um að ráðast inn í Skand- inavíu. Hásetarnir eru hæst í reiðan um að leysa léttustu segl- in og Vasa sigur frá. Loks er þessi dýri sýnisgripur konung lega sænska sjóhersins orðinn lifandi skip. Áhorfendur reka upp ösk- ur, er þeir líta fallstykkin ygla sig út um tvöfalda röð skotaugna. Fyrir hverju skot- auga er hleri og þegar honum er slegið upp má líta gullinn gapandi ljóns haus á blóðrauð um grunni, sem ætlað er það hlutverk að slá óvinina skelf- ingu. Hið mikla stríðsskip líður léttilega af stað er suðvestan andvarinn fyllir framsiglu- toppsegl, stórsiglutoppsegl, fokku og messan, aðeins lítinn hluta af seglbreiðum skipsins. Frumstæð köfunarklukka gerði björgunarmönnum á 17. öld m.ögulegt að ná upp 53 af 64 fallstykkjum skipsins. Kafarinn stóð á palli, sem hékk neðan í klukkunni, og andaði að sér lofti, sem dælt var i efri enda klukkunnar, meðan hann krækti í fall- stykkin. Viðbótarloft var í tunnu, sem flaut með. Tæpa sjómílu frá hafnar- bakanum undan Beckholmen gárar vindviða höfnina. Þetta er ekki nema gola, en Vasa hallar sér á bakborð. Furðu lostnir menn standa af sér hallann og bíða eftir að skip- ið rétti sig. í stað bess hallast það meir og liggur þannig eins og skutlaður hvalur. Erik Jönsson, yfirforingi, sér strax hvað í vændum er. Hann þýt- ur niður og skipar byssulið- unum að draga fallstykkin yf- ir á kulborða til að reyna að réttá skipið af. En það er of seint. Sjórinn fossar inn um neðri skotaugun, sem höfð voru opin meðan á hafnarsigl- ingunni stæði. Stolt f lota Gústafs II Adolfs liggur á möstrunum með blaktandi veifum. Það sekkur eins og steinn, húrrahróp þúsundanna í landi kafna. Smáfleytur þyrpast að til að taka upp buslandi áhöfn Vasa. Um borð voru 133 sjóliðar, börn þeirra og konur, sem eiga að fara í land skömmu síðar, og allt að 300 hermenn. Þrátt fyrir erfiði björgunar- mannanna, glatast 50 manns- líf. ★ Svartur eikartappi visaði veginn Á jafngóðum ágústdegi 1956 sat ég einn i vélbát innan um iðandi umferðina á Stokk- hólmshöfn og stundin var ekki síður mikilfengleg. f hendinni hélt ég á tæki, sem ég sjálfur hafði fundið upp: botnlagakanna. Þessi stálsívalningur vegur 3 kíló- grömm og líkist flugvéla- sprengju, með beittum, holum bor á endanum. Oft var ég búinn að dýfa honum í. án þess að fá annað en sýnis- horn af leðju og rusli úr botni hafnarinnar. sem þarna er á 110 feta dýpi. f þetta skipti kom ólíkur hlutur upp: tappi úr svartri, þéttri eik. Eik þarfnast að minnsta kosti 100 ára legu í þessu vatni til að verða svört. Aðeins stærstu og mikilvægustu skip á 16. og 17. öld voru smíðuð úr þessum dýra við. Ég hlaut að hafa fundið bút úr fyrnastóru og gömlu skipi. Hann gat vart verið úr öðru en Vasa. Þessi vatnssósa eikartaopi leiddi af sér björgun elzta skips í 'heimi. sem enn hangir saman og þekkt er nafn á með fullri vissu. * + * Ég hafði lifað aðra eftir- minnilega daga í hinni löngu leit minni að Vasa. Daginn sem ég komst að þvi að trjá- maðkar þrífast ekki í köldu, saltlitlu vatni Eystrasaltsins, daginn sem ég rakst á gulnað skjal með nákvæmri staðar- ákvörðun á Vasa-slysinu, dag- inn sem kafari tilkynnti að hann væri að klifra upp timb- .... . . X , . -I. .. I þurrkvi á Beekholmen bíSur Vasa eftlr að verða endur- byggt. Síðar mun verða byggt safnhús úr steinsteypu og gleri yfir skipið. Stolt sænska flotans, Vasa, létti seglum í jómfrúferð sinni 10. ágúst 1628. urvegg, sennilega síðuna á Vasa .... Ég hef haft áhuga á sokkn- um skipum siðan um 1920, og hafði heitið mér þvi að ég skyldi finna og bjarga éin- hverjum slíkum, ef ég yrði nokkru sinni rikur. En köfun var hryllilega dýr. Ég fagnaði mjög þegar froskmannaútbún •aður kom til sögunnar eftir seinni heimsstyrjöldina, og þá tók ég að rannsaka sjóferða- sögu Evrópu af miklum krafti. Ég sá brátt, að hin stóru, íburðarmiklu herskip 16. og 17. aldar voru forvitnilegasta rannsóknarefnið. Ef eitthvað fyndist af þeim að gagni, myndi það fylla eyðuna í skipaminjum milli víkinga- skipanna og Victory, skips Nelsons, sem enn er { góðu ástandi, eftir að hafa verið endúrbyggt nokkrum sinnum. Brátt hafði ég lista yfir 50 skip, sem vitað var um að sokkið hefðu undan austur- strönd Svíþjóðar. Af þessum taldi ég um 12 koma til greina, þar á meðal Vasa. En þá sá ég ekki að það væri verðmæt- ast þeirra allra. Ég byrjaði að athuga Riksapplet. sem sökk í Dalarö 1676, en það hafði legið á grunnu vatni og var brotið í spón. Ég var nú orð- inn sannfærður um að ætti mér að takast að ná upp heil- um skipsskrokk, yrði hann að ligja á meira dýpi. Vasa virt- ist fullnægja þessum skilyrð- um. ★ Fyrri björgunartilraunir í janúar 1625 skipaði Gústaf II Adolf yfirskipasmið sínum að smíða 4 ný herskip. Þau voru smiðuð í skipasmiða stöð flotans, þar sem Grand Hotel er nú. Hið stærsta þess- ara skipa átti að bera hið kon- unglega nafn Vasa, og verða flaggskip heimaflotans. Bygg- ingarlag þess átti að vera svip- Framh. á bls. 23 Ljónshöfuð, skorið út úr lindi- tré, var gallíóns-mynd á> Vasa. Vofa úr djúpunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.