Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 21. jan. 1962 íOmiMifíIaMtfr CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMÚNISTAR Á MÓTI HLUTLEYSI 'É’g veit að sannir komm- únistar segja líka að hlutleysið sé fánýtt.“ Þessi orð sagði Björn Þor- steinsson, sagnfræðingur, einn af mestu áhrifamönnum kommúnistaflokksins, á fundi Varðbergs í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Þarna talar mað- - ur, sem þekkir sitt heima- fólk. Hann hefur um langan aldxxr verið náinn vinur „sannra kommúnista“, og raunar hefur ekki borið á því til þessa, að hann sjálfur væri reikull í trúnni. Hvort sem það nú hefur verið af klókindum eða ný- tilkomnum efasemdum um ágæti heimskommúnismans, þá lagði sagnfræðingurinn sig í líma við að reyna að telja fundarmönnum trú um að hann væri ekki „sannur kommúnisti". Virðist það benda til þess, að hann geri sér a.m.k. grein fyrir því, að ofbeldisstefna heimskommún ismans nýtur ekki samúðar hérlendis. Auðvitað eru það engin ný • sannindi, að kommúnistar séu andvígir hlutleysi. Þvert á móti hefur það verið meg- inboðorð þeirra frá upphafi, að ekkert hlutleysi væri til, hvorki ríkja né einstaklinga. En með tilliti til þess, að . ýmsir gegnir íslendingar hafa verið svo einfaldir að taka upp baráttu við hlið kommúnista fyrir því, sem þeir halda að sé hlutleysi, er gott að fá yfirlýsingu manns, sem veit hvað hann er að tala um, þess efnis, að komm únistar telji hlutleysið fá- nýtt. Er raunar furðulegt, að gegnir menn á borð við Eirík Pálsson, skattstjóra í Hafn- arfirði, skuli ekki gera sér grein fyrir svo augljósri og einfaldri staðreynd, að hin skipulagða barátta kommún- ista fyrir því að gera ísland varnarlaust er liður í áform- um þeirra til að styrkja hernaðarmátt Sovétríkjanna, borið saman við varnarmátt lýðræðisþjóða. Og sannarlega eru þeir menn fáfróðir um stefnu og starfsaðferðir kommúnista, sem láta sér það til hugar koma, að hið rússneska kúg- unarvald mundi ekki leggja undir sig hinn frjálsa heim, þar á meðal land okkar, ef Kremlherrarnir teldu sig geta það, án þess að bíða óbætanlegt afhroð sjálfir. Vonandi fæst Eiríkur Páls- son og aðrir þeir, sem hugsa á líkan veg og hann, til að svara fyrir sjáifum sér spurn Ingunni: Munu kommúnista- ríkin eyðileggja vopn sín, ef vestrænu þjóðirnar afvopn- ast og draga úr varnarmætti sínum? Naumast eru menn svo barnalegir að svara þeirri spurningu játandi. DAGSBRÚNAR- KOSNINGAR OG LAUNAMIS- MUNUR F’ins og kunnugt er hafa ^ kommúnistar barizt fyr- ir því mánuðum saman að gengið yrði að kröfum verk- fræðinga og þeim greitt allt að 17 þúsund, og jafnvel sum um 23 þús. kr. mánaðarlaun. Hafa þeir orðið fjölorðir um nauðsyn þessk og hneýkslazt mjög á meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur fyrir það, að hún skyldi hafna þess um kröfum á þeim forsend- um, að þær væru of háar og ekki væri hægt að hækka geypilega laun einnar stétt- ar, sem tiltölulega hálaunuð var fyrir. Með þessari afstöðu sinni hafa kommúnistar lýst því yfir, að þeir teldu, að verk- fræðingum bæri þrisvar til fimm sinnum hærri laun en verkamönnum. En af Moskvu málgagninu í gær má marka, að þeir hafi fengið einhverja bakþanka. Verkamenn kynnu að líta þessa afstöðu þeirra hornauga. Þeir eru nú að reyna að draga í land, en þeir tilburðir eru nokkuð síð- búnir. Kontóristi sá, sem er í vara formannssæti á lista Dags- brúnar, er jafnframt borgar- stjórnarfulltrúi og ekki hef- ur borið á því þar, að hann hefði aðra afstöðu til launa- krafna verkfræðinga en flokksbræður hans. Væri ekki úr vegi, að verkamenn spyrðu hann þeirrar spurningar, sem hann fékkst ekki til að svara í borgarstjóm sl. fimmtudag, þ.e.a.s. hve margföld laun hann teldi verkfræðinga og háskólamenntaða menn al- mennt eiga að hafa, miðað við verkamannalaunin. Morgunblaðið telur, að launamismunur hljóti að verða nokkur í öllum þjóð- félögum og tekur undir þá skoðun allra flokka í borgar- stjórn, að á mörgum sviðum sé hann of lítill, en hins vegar er blaðið ekki reiðu- Þetta er fræg ballettdan'smær, Janine Charrat, í hlutveirki, sem hún hefur dansað á sviði fjöl- margra stórra leilklhúsa um allan heim og þá jafnan verið í svona búningi. Fyrir sköimmu var hún að aefa fyrir ballettsýningu í franska sjónvarpinu, og þessi mynd tekin þá. Logandi keirti á sviðinu tilheyrði hlutverkinu. Á- breiðan, sem breidd var á gólfið hafði eitthvað aflagast, og Janine beygði sig niður til að laga hana. En ballettbúningurinn hennar var úr mjög eldiimu gerfiefni, pilsfalduirinn snerti logann og kjóllinn stóð í björtu báli. Systir Janinar og slökkviliðsmenn stóðu rétt hjá. Þau þri/fu teppi og reyndu að varpa því yfir hana, en gekk illa að slökkva. Janine var loks borin út, skaðbrennd en með lífsmarki og liggur nú á sjúkrahúsi, einangruð þannig að móðir hennar fær aðeins að taia við hana gegnuim hátalarkerfið í sjúkrastofunni. En andlitinu bjargaði Janine með því að rífa ósjálfrátt af sér slæðuna um leið og kviknaði í henni. -- XXX ---- Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, U Thant, getur verið dálítið meinyrtur, eins og eftir- farandi sýnir. Hann metur Nehru mikils á ýmsum sviðurn, en er ekki hrifinn af þessari sérstöku hlutleysisstefnu, sem hann rekur. Þess vegna hefur U Thant sagt um Nehru: — Þetta er ljón sem er grænmetisæta, og er að reyna að hughreysta og róa gasellurnar, áður en hann er búinn að gera hin ljónin að grænmetisætum líka. -- XXX ---- búið til að styðja þá stefnu kommúnista að fallizt sé á allar kröfur verkfræðinga og þeim veitt allt að fimmföld verkamannalaun. — xxx — Kvikmyndaleiikhonan Elisabet Taylor tilkynnti s.l. miánudag í Rómaborg, þar sem hún vinnur að kvikmyndun, að hún og maður hennar Eddie Fisher hafi tekið sem kjörbarn eins árs gamia ít- alska telpu, Mariu. Hún sagði að þau hjónin hefðu lengi ætiað sér þetta og væru mjög ánægð yfir sem er 8 ára, Christöpher 6 ára, báðir synir brezka leikarans Miohaels Wilding, og Elisabetu, sem er þriggja ára dóttir Michel3 Todd. Elisabet Taylor er 29 ára gömul. - XXX --- Tony Perkins er sá af ungu kvikmyndaleikurunum, sem mest er í blöðunum núna, ekki þó fyrir það að hann sé miikið á ferðinni og standi í veizluhölduim eða ástarævintýrum. Hann er að leika í kvikmyndinni „Þrívídd" í París og gerir víst lítið annað en borða á litlum veitinigahúsum kl. 7 á kvöldin, fara á eftir í bíó eða beint heim að sofa. Að auki er hann ólíkur öðrum ungum ame- rískum leikurum í því að hann tekur tennis fram yfir base-ball, gójia músík fram yfir dans og fyr irlestra fram yfir aðrar skemmt- anir. Hárgreiðslan á honum og klæðaburðurinn er auðvitað ap x x x ^ Það er langt síðan við höfum birt mynd af Jimmy Durante. En nú er sérstök ástæða til þess. Hér er hann með konu sinni Margie, og með nýfæddan son þeirra. Það ber ekki á bví að sá litli reki nefið lengra út í veröld ina en önnur börn á hans aldri. að hafa nú fundið það sem þau leituðu að. Elisabet á þrjú börn frá fyrri hjónaböndum; Miehael, En nefið á kannski eftir að breyt- ast og verða eins myndarlegt og á pabba hans — Og eins frægt. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.