Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 8
e MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 21. jan. 1962 Skoðun íslenzkra vísindamanna á Atlantshafsspr ungu n ni SL. TIMMTUDAG var hér í blað- inu sagt frá sprungum, sem liggja eftir úthöfunum, bar á meðal ein eftir endilöngu Atlants bafi og þvert í gegnum ísland, og kenningu erlendra vísinda- manna um að upp um slikar sprungur gubbist berg, sem breið ist hægt út, og haisbotninn sé Það er ekki 1 fyrsta sinni að gjárnar og sprungukerfin á ís- landi eru á dagsskrá, og raunar má segja um margt af því, sem blaðagreinarnar drepa á, að þetta eru gamlir kunningjar. Ég get gjarna rakið málið lítillega í sambandi við blaðaskrifin. 1916 sett’. Alfted Wegener fram Trausti Einarsson, prófessor þá nýstárlegu kenningu, að jarð- skorpan undir meginlöndunum, 50—100 km þykk, gæti runnið til eða rekið líkt og jakar á þykk- fljótandi dýpri lögum, og hefðu meginlöndin breytt mjög afstöðu á þennan hátt í sögu jarðar. Svip uð kenning hafði raunar kom ið fram hjá Baker 1911, en ekki vakið athygli. alltaf á hreyfingu. Hafi erlendir visindamenn nú mikinn áhuga á rannsóknum á sprungum á ís- landi. eina þurra blettinum sem slík sprunga liggur í gegnum. Vegna þessara frétta höfum við spurt þá prófessor Trausta Einarsson og dr. Sigurð Þórar- insson hvernig þeim lítist á þess- ar kenningar. Próf. Trausti sagði: Þessi lar.dflutningakenning gaf sláandi skýringu á ýmsum stað- reyndum og eignaðist marga á- hangendur, en einr.ig marga and- stæðinga. Aðalstoðir kenningar- innar voru þær að dreifing jarð- laga og fjallgarða, sem mynd- aðir voru fyrir miðja Miðöld jarð ar, þ.e. fyrir 150 milljón árum og fyrr, varð svo eðlileg og skiij- anleg, ef færa mátti Ameríku að Evrópu og Afríku og draga Suð- unpólslandið, Ástralíu og Ind- land að Suður- og Austur-Afríku og fella þessi brot saman í eina heild. Á hinn bóginn tókst ekki að benda á neina þá krafta, sem 'hefðu getað valdið sundurdrætt- inum, svo að viðhlítandi væri. Miðatlantshafshryggurinn, sem liggur eftir miðju hafinu endi- löngu, og er eitt af helztu jarð- skjálftabeltum jarðarinnar, hlaut strax í upphafi að verða dreginn inn í umræður og talinn bend- ing um áframhaldandi rifnun og gliðnun. Wegener gerði og ráð fyrir gliðnun á Norður-Atlants- hafi og Norðuríshafi allt til nú- tímans, enda benti og samanburð ur á eldri og yngri lengdargráðu- mælingum á Grænlandi til þess. En hinar gömlu mælingar reynd- ust of ónákvæmar og loka- niðurstöður dönskr. landmælinga stofunnar um þetta atriði fyrir 10—15 árum urðu þær, að engu vesturfærslu Grænlands væri að finna. Síðan eru komnar nákvæm ari mæliaðferðir. Sólmyrkvamæl ing Bandaríkjamanna hér á iandi 1954 var ein tilraun til nákvæm- ustu lengdarmælingu, en á síð- ustu árum hafa þeir beitt HIRAN aðferð svokallaðri til að mæla vegalengdi rnar Grænland-ísland- Færeyjar-Skotland. sem er lang- nákvæmasta aðferðin, og er þá prófun á landflutningakenning- unni eitt að því, sem komið gæti tram. . Ekki man ég hvort Wegener hafði augastað á sprungukerfum fslands, en 1933 orðaði Niels Nielsen þá hugmynd, að sprung- urnar mætti skilja í ijósi Wegen- erskenningarinnar og væri vott- ur um áframhaldandi gliðnun. 1938 kom svo hingað þýzkur leið- angur undir stjórn O. Niemczyks til þess gagngert að kanna gliðn- unina, sem Þjóðverjarnir virtust trúa sterklega á. Nákvæmt þrí- hyrninganet var lagt frá Fnjóska dal austur á Hólsfjöll og mæli- punktar varanlega auðkenndir, því að 10 árum liðnum skyldi mælingin endurte’. ' i og gliðnun- in fundin. En svo kom stríðið og margir mælipunktarnir voru eyði lagðir eftir fyrirskipun herstjórn ar, að mér hefur skilizt. Mun hún hafa talið þá einhv?r léynimerki, enda trúðu margir því, að þýzki leiðangurinn hefði verið njósna- leiðangur. Eftir stríðið ætlaði Nierr.ci.. .: að endurtaka mæling- una, en hætti við er skemdirnar komu í ljós. Bernauer, sem var einn af leiðangursmönnum, mældi víddir gjánna í Gjástykki og taldi, að samanlögð vídd gjánna svaraði til gliðnunar á tímanum eftir ísöld. þ.e. á eitt- hvað 10 þús. árum. Þannig fann hann meðalgliðnun á öld. f sambandi við rannsóknir mín ar á Heklugosinu fékk ég áhuga fyrir gjám og sprungum og kann aði þær talsvert. Komst ég þá að þeirri öruggu niðurstöðu, að í gjánum felst oft alls engin gliðn- un og oftas miklu .ninr.i en svar- ar til víJiar gjánna. Á þetta hefi ég drepið I einni Hekluritgerð- inni og ég fjalla jafnan um þetta í háskólaker.nslrnni - jarð- og jarðeðlisfraði. Gjárnar eru nefni lega oft yfirborðsfyrirbigði' og byggjast að nokkru á niðurfaili. Á Suðurlandi stafa þær ekki af tognun landsins þvert á sprung- urnar. þ.e. til SA og NV, heldur af hliðrun NA og SV. Þær eru „sker“-krafta, er. ekki fyrst og fremst -jgkraftafyrirbrigði. Ég get og tekið.það fram að Atiants hafs.iryggurinn er vafatítið sams konar fyrirbrigði. Síðasta stigið í rannsókn Mið- atlantshafshryggjarins kemur með bergmálsdýptarmælinum og tilbúnum jarðskjálftum og hefur Lamontstofnunin { Bandaríkjun- um unnið þar þrekvirki. Hún hef ur gjörkannað landslagið á sjáv- arbotninum og kom bá í ljós nið- urfall iangs eftir öllum hryggn- um, en ekki er þörf á að túlka það sem gliðnun. f kringum 1930 var farið að tala. um hugsanlega strauma í djúplögum undit skorpunni og gat þar verið það afl. sem flutti meginlöndin samkvæmt Wegen- erskenningunni. 1936 sýndi Pek- eris fram á að slíkir straumar eru ekki aflfræðilega óhugsandi enda þótt efnið sé harðara en stál. Ein straummyndin, sem menn hafa látið sér detta i hug er uppstreymi undir Atlantshafs- hryggnum, en ekki lýst mér á hana. Á síðasta áratugnum hefur loks bergsegulmagn. einkum í eldri lögum en frá tertier, gefið athygliverðar bendingar um færslu meginlanda. en túlkunin er erfið þar eð greina verður milli landaflutninga og pólflutn- inga og verður enn um stund að biða ljósari niðurstaðna. Hafsbotninn er 3/5 af yfirborði jarðar og öllum er Ijóst, að marg ar ráðgátur í jarðfræði og jarð- eðlisfræði bíða rækiiegrar könn- unar hans. Bandaríkjamenn hafa þegar unnið stórmerkilegt sfarf á þessu sviði og ég vona, og efast raunar ekki um, að þeir muni Ég vil ekkert úttala mig um jarðeðlisfræðileg atriði þessa máls, sagði dr. Sigurður Þórarins son. En hins vegar get ég upp- lýst, að það er gömul skoðun að ísland sé að gliðna í sundur. í fyrsta lagi eru allar sprungur frá Reykjanesi og norður í Þing- eyjarsýslu tognunarsprungur, sem gapa. Þetta bar mjög á góma á öðrum tug aldarinnar á grund- velli Wegeners-kenningarinnar, um það að löndin flytu. En Wegener tókst ekki að benda á Dr. Sigurður Þórarinsson þau öfl, sem þessu gætu valdið. Síðan hefur verið bent á ýmis- legt sem því gæti valdið, eins og þessa strauma, sem nú er um rætt. Fyrir stríð var gerður út þýzk ur leiðangur til íslands undir for- leggja sig alla fram eftirleiðis. Þess vegna kom það nokkuð flatt upp á mig, sem blöð hafa hermt, að nú eigi að koma upp á yfir- borðið og beina athyglinni að okkar litla hólma. En vissulega mundum við fagna samvinnu við hina ágætu vísindamenn um rannsókn á íslandi, og hygg eg þá að það væri heppileg verka- skifting, að okkar mannafli væri fullnýttur við hin islenzku við- fangsefni. ustu próf. Niemczyhs frá Berlín- arháskóla og átti hann að gera mælingar þvert yfir sprungu- svæðið frá blágrýtissvæðinu við Eyjafjörð og að blágrýtissvæðinu á Hólsfjöllum. Var Tómas Tryggvason með í beim leiðangri. Nokkuð af merkjunum, sem þá voru sett upp, eyðilögðu Bretar á stríðsárunum. Eftir stríð var áhugi fyrir að mæla þetta aftur, en ekki hefur orðið af því. Nú er Niemczyhs orðinn gamall maður. Það eru því engar mælingar til á þvj hvort sprungurnar eru að gliðna, en það þyrfti að rannsaka. Hins vegar má með öskulaga- rannsóknum finna aldurinn á sprungunum og þá er hægt að vita hvort þær hafa verið að myndast á löngum tíma eða hvort þær tilheyra bara ákveðnu skeiði. Æskilegast er þó að endur taka þýzku mælingarnar og kom- ast að raun um hvort gjárnar eru raunverulega að víkka. Svona mælingar eru nú orðið orðnar svo nákvæmar að það ætti að vera hægt að skera úr þessu. Ég hefi enga persónulega skoð- un á þeim kenningum sem hér um ræðir. Maður verður að bíða eftir að mælingar skeri úr. Þær verða vafalaust framkvæmdar nú, annað hvort af Bandaríkja- mönnum eða öðrum, ef íslending ar gera það ekki sjálfir, því mál- ið er svo mikið á döfinni þessa stundina. Þetta er eitt af dæmunum um hversu þýðingarmikið svæði ís- land er til lausnar ýmsum nátt- i úrufræðilegum vandamálum. A Sólar-Kaffi- fagnaður ísfirðingafélagsins verður í Sjálfstæðis- húsinu fimmtud. 25. þ.m. — Beztu skemmtikraftar — Aðgöngumiðar á aðeins 50 kr. afh. kl. 5—7 mið- vikudag og fimmtudag. Borð tekin frá á sama tíma. ísfirðingafélagið. SILFURTUNGLIÐ Sunnudagur Gömlu dansarnir Ókeypis aðgangur Dansað til kl. 1. Stjórnandi Baldur Gunnarsson Randrup og félagar sjá um fjörið Húsið opnað kl. 7. — Sími 19611. takið EFTIR! J.J. kvintett leikur frá kl. 3—6 í dag í SILFURTUNGLINU. OU nýjustu lögin! Sendisveinn óskast frá næstu mánaðarmótum. IVfiagnus Kjaran umboðs & heildverzlun — Sími 24140. . Bifvélavirkjar Bifvélavirkja eða menn vana bifreiðavið- gerðum vantar okkur nú þegar. F O R D - umboðið Kr Kristjánsson h.f, Suðuriandsbraut 2 — Sími 35300. Vi irŒ) Œ OD Tf Z2 IMILLJÓN Á árunum 1947—1961 hafa verið fram- leiddir yfir Vz MILLJÓN loftkældir DEUTZ dieselmótorar í stærðunum 5—340 hö. og með samtals yfir 25 MILLJÓN hestöfl. HLUTAFÉLAGIÐ HAMAR í gjdnum felst oit engin gliðnun segir dr. Trausti Einarsson Mælingar veiðu vafnlnust gerðor segir dr. Sigurðui Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.