Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBL ÁÐIÐ Sunnudagur 21. jan. 19-62 Frá afhendingu „Berge Edda“ í Stavanger. Á myndinnl til vinstri eru J. D. Behrens forstjóri skipasmíðastöðvarinnar og Sig. Bergesen (í dökkum frakka), en til hægri er yfirlitsmynd yf- yfir skipið. „Berge Edda“ er 234 metrar miili stafna. Stærsta skip Noregs ÞRIÐJUDAGINN 16. þ. m. af- henti Rosenberg mek. Verk- sted í Stavanger útgerðar- félaginu Sig. Bergesen d. y. & Co stærsta skip Noregs, „Berge Edda“, sem er 51.430 lestir. Var skipið afhent við hátíðlega athöfn á skipasmiða stöðinni. Forstjóri útgerðarfélagsins, Sig. Bergesen, skýrði frá því við afhehdinguna að skipið hefði kostað tæp 50 sterlings- pund á smálest og væri það e' ki hærra verð en tíðkaðist annarsstaðar. Nýlega hefur útgerðarfélagið tekið við öðru nýju skipi „Berge- bonde“. sem er 51.000 lestir og eru bæði skipin skuldlaus eign félagsins. „Berge Edda“ hefur verið leigt Esso olíufélaginu til sjö ára, en útgerðarfélagið hefur gert samninga um smíði átta skipa til viðbótar og eiga tvö þeirra að vera 51.000 lestir, eitt 58.000 lestir, þrjú 80.000 lestir og eitt 100.000 lestir. Vélar allra skipanna eru frá Burmeister & Wain, en vél- arnar í „Bergebonde" og „Berge Edda“ eru stærstu dísilvélar heims í dag, hvor um sig 21.000 b.h. Félagsmálastofnunin FIMMTUDAGINN 18. jan. tók Félagsmálastofnunin til starfa, og af því tilefni boðaði forstöðumað- ur hennar og eigandi, Hannes Jónsson, M.A., fréttamenn á sinn fund og skýrði frá tilgangi stofn- unarinnar. í framtíðinni er ætl- unin að reka hana sem óháða sjálfseignastofnun, tengda laun- þegasamtökunum og tveimur menntastofnunum. Tilgangur Fél^gsstofnunarinn- ar er: 1) að annast alþýðufræðslu um félags-, efnahags og verka- lýðsmál með rekstri fræðslu- námskeiða um þessi og skyld efni:' t) að annast rannsóknarstörf á sviði félags- og efnahagsmála og fylgjast með þróun kaup- gjalds, verðlags og vinnu- deilna á íslandi. 3) að annast útgáfustarfsemi. Þegar er hafinn un-dirbúningur að rekstri firrum fræðslurrám- skeiða á vegum Félagsmálastofn- unarinnar, en þaiu eru: 1) Fundarstjórn, rökfræði og ræðugerð. 2) Erindaflokkur um vepka- lýðs- og efnahagsmál. 3) Hagfræði. 4) Þj óðfélagsfræði. 5) Fjölskyldan og hjónabandið. Tveir fyrstu námsflokkarnir hefjast í marzmánuði en þrío: síð- ari fldkkarnir hefjaist í október. Auk fastra námsflokka, sem einstaklingar geta innritast í, tek- Á ÖLLU hafsvæðinu, sem kortið nær yfir, er nú élja- veður. Mjög kaldur loft- straumur frá norðurhéruðum Kanada leggur leið sína aust- ur yfir hafið frá strönd Labrador. Smám saman hitar sjórinn það og bætir í það raka, sem safnast saman í stóra klakká, er áusa síðan úr sér slyddu, hagli bg snjó. í gær voru horfur á', áð lægðin suðyestan við landið múndi lítið færast úr stað. Fari svo, mun hún sveifla kuldaskilun- um norður fyrir land. Þar mun þá létta til. en suðlæg átt og éljagangur verða í dag á Suðurlandi. ur Félagsmálastofnunin að sér rekstur námlsifloikka fyriir ein- stök verkalýðsfélög, starfsmanna félög og önnur samtök. StarÆsemi stofnunarinnar hefst t.d. roeð því, að rekinn verður námsflokkur í fundarstjórn, rökfræði og ræðu- gerð fyrir símvirkjadeild Félagis ísl. símamanna, en í febrúar hefst hliðstætt námskeið, sem rekið verður fyrir Samband íslenzkra bankamanna. Samningar standa yfiir um rekstur slíkra námskeiða fyrir fleiri félög. Rannsóknarstörf Félagsmála- stofnunarinnar munu einkum miða að því að safna gögnum um þróun kaupgjaldis, verðlags og vinnud'eilna á íslandi, en einnig um sögu og þróun ein- stalkra verkaáýðsfélaga, þannig að safnað verði á einn stað drög- um að heildarsögu og þróun laun- þegasamtakanna á íslandi. Að tilhlutan Félagsmálastofn- unarinnar göfur Prentsmið^an Leiftur h.f. á næstunni út bókina Málfundir, leiffbeiningar um fund arstörf og mælsku, eftir Hannes Jónsson, M.A. Verður hún notuð sem kennsluibók á málfurudanám- skeiðum stofnunarinnar. Fleiri bækur eru í undirbúningi. — Kongó Frh. af bls. 1. hafi rekizt á flokk Kongóher- manna skammt frá þorpinu, og hafi flokkurinn verið á leið í áttina til Kongolo. Kongóher- mennimir hófu skothríð á flug- vélarnar er þeir sáu að tékið hafði verið eftir þeim, en flug- mennirnir svöruðu ekki skot- hríðinni. Verið er að undirbúa sókn gegn þeim, sem fyrir árásunum á trúboðsstöðvarnar standa, en ekkert hefur verið gefið upp um væntanlegar aðgerðir enn sem komið er. Engin ný bólutilfeili Londion, 20. jan. (AP). EKKI hefur orðið vart við nein bólusóttartilfelli í Bret- landi síðasta sólarhringinn, en bólusetningu er haldið áfram. 1 dag. kom bólusetningarefni flugleiðis frá Bandaríkjunum til Bretlands og nægir það tU að bólusetja 400.000 manns. Þá hefur brezka stjómin þegið tilboð stjómarinnar í Argen- tínu um kaup á 1 milljón skömmtum af bóluefni. Verður það sent flugleiðis frá Buenos Aires á sunnudag. Brezka stjómin bendir á það í sambandi við kaupin á bólusetningarefninu, að ekki sé neinn skortur á því í Brét- landi eins og er, en þessi við- bót sé fengin til að endur- nýja birgðirnar. Bólusóttinn barst til Bret- landis í lok desember og voru það innflytjendur frá Pakist- an, sem báru sóttina þangað. Sex manns hafa iátizt í Bret- landi af bólusóitt. Nokkur lönd, m.a. Tyrkland, Kýpur, Spánn, Ítalía, Vestur- Þýzkaland, Austurrí'ki, Finn- land og Svíþjóð krefjast bólu- setningarvottorða af öllum ferðamönnum, sem frá Bret- landi koma. — Salk Framh. af bls. 1. ónæmi án minnstu sjúkdóms- einkenna, benti Saik á að lömunarveikibóluefni úr dauð um veirum hefur ráðið niður- lögum lömunarveíkinnar sem farsóttar. Bóluefnið hefur ekki aðeins verndað þá bólu- settu, heldur fækað veirum í almenningi stórlega. Þetta hef ur varið óbólusetta mikið, því ella hefðu Verið margfalt fleiri lömunarveikitilfelli 1960 til 1961, að sögn Salks. ÁSTAND OG HORFUR Vísindanr.enn vita nú, sagði Salk, gegn hvaða sameindum mótefni myndast. Mótefni þau, sem líkamann verja, eru mynd uð gegn eggjahvítuiaginu ntan um veirurnar, en ekki gegn innri kjarnanum. Með því að nota aðeins meinlaust eggja- hvítulagið mætti mynda ónæmi án minnstu áhættu. Eitt bóluefni gegn mörgum sjúkdómum mætti framleiða með því að blanda hreinunn- in eggjahvítuefni frá fjölda veirutegunda. Sem stendur er einmitt verið að vinna að því að aðskilja veirueggjahvítu frá kjarnasýrunum. , Sumar veirur geta orsakað krabbamein, og aðrar skemmt taugakerfið. Nokkrar gætu hleypt krabbanum'af stað, en horfið síðan. Aðrar gætu or- sakað hægar breytingar í Iif- ur, hjarta eða öðrum líffær- um. Veirur gætu valdið trufl- unum á hreyfitaugum, hegð- un eða sjálfvirka taugakerf- inu, enn aðrar efnasklptasjúk- dómum eða ofnæmi. „Allt þetta," sagð! hann, ,,bendir til þess, hve æskilegt værí að rjúfa hina keðju- bundnu smitun sýkjandi sanv einda (þ.e. veira) svo ræki- lega, að vald næðist á veiru- sjúkdómum. ÖH þessi rök- færsla er ætluð til að benda mönnum á, að rækiiegar rann- sóknir á veirusýkingum gæti leitt til að ónæmisaðgerða, se'm færðu mönnum vald á sjúkdðmum, sem okkur grun- ar ekki nú, að séu veirusjúk- dómar, Og þá hefði allt erfiðið margborgað sig.“ ®------------------------------ — G/enn Frh. af bls. 1. Áætlað er að Glenn lendl Mercurygeimskipinu i nánd við Grand Turk eyju um 1600 km fyrir suð-austan Kanaveralhöfða. Frúin fylglst með í frétt frá Arlington í Virgin'u- ríki í Bandarikjunum, er skýrt frá því að eiginkona Glenns hafi fengið þrjú ný sjónvarpistæki. Astæðan er sú að för manns hennar verður sjónvarpað um þrjár sjónvarpsstöðvar, og langar hana til að fylgjasit með öllum sendingunum. Nú hefur frúin fjögur sjónvarpstæki. Aðspurð til hvers það fjórða væri, svaraði hún: Það er til vonar og vara ef einhver vill fylgjast með teikni- myndunum. Fá leikrit hafa hlotið betri dóma bæði hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum en „Húsvörðurinn" eftir Harold Pinter, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. Sýningin í heild er mjög vönduð og leikur Vals, Gdnnars og Bessa í hinum erfiðu hlutverkum með afbrigðum góður. — Myndin er af Val Gísla- syni og Bessa Bjarnasyni í hlutverkum sínum. Næsta sýning verður í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.