Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. jan. 1962 MORCTJTSBLAÐIÐ 23 NAFNIÐ Vala Kristjánsson er . allt í einu á hvers manns vör- um. Hvers vegna? Sá orðrómur kvisaðist út fyrir nokkrum dögum að hún yrði líklega valin í hlutverk Elísu í söngleiknum My Fair Lady, og í gær staðfesti þjóð- leikhússtjóri að orðrómurinn væri réttur. Blaðamenn og Ijósmyndar- ar streymdu upp í Þjóðleik- hús til að ná tali og myndum af hinni „nýuppgötvuðu stjörnu". Blaðamaður Morgun blaðsins spjallaði nokkra stund við Völu (sem er dótt- ir Einars Kristjánssonar, óperusöngvara) í skrifstofu þjóðleikhússtjóra og þar sagði hún m, a.: — Svo bar til í samkvæmi nokkru hér í bæ að einn við- staddra segir við mig: „>ú talar íslenzkuna með sér- kennilegum hreim, þú værir líklega upplögð í hlutverk Elísu.“ Vala Kristjánsson Ovissan var spennandi Eg hló bara ög hugsaði ekki meira um það. En einhvern veginn hefur þetta borizt þjóðleikhússtjóra til eyrna og viti menn: einn góðan veð- urdag er ég boðuð á hans fund, og það verðUr úr að ég tek að æfa lögin í byrjun desember. Svo var mér til- kynnt að ég hefði verið valin — jú, óvissan var kveljandi, en spennandi. Hlutverk Elísu er stórt og eftirsótt og margar komu til greina. — Þessi „sérkennilegi hreimur" stafar að sjálfsögðu af því að ég hef ekki alveg vald á íslenzkunni. Sjö fyrstu ár ævi minnar dvaldist ég í Þýzkalandi og næstu 12 árin í Kaupmannahöfn. Eg stund- aði nám við Frederiksberg Gymnasium og lauk stúdents- prófi þaðan árið 1958. Þá fór ég í tannlæknisnám, en fann fljótlega að það átti ekki við mig. Fór til Stokkhólms og vann í þrjá mánuði í íslenzka sendiráðinu þar. Síðan tóku við ýmis störf: vann á Kast- rup-flugvelli, fór í vist og gerði margt fleira. í fyrravet- ur kom ég til íslands og inn- ritaðist í BA-deild Háskólans, en kenndi jafnframt í náms- flokkum og hafði nemendur í einkatímum. f apríl gerðist ég flugfreyja hjá Loftleiðum og vinn þar enn. — Jú, ég hef einu sinni séð söngleikinh My Fair Lady. Það var í New York í haust. Mér þótti afar gaman. Og ég held að leikurinn sé jafnsnið- ugur á íslenzku og ensku. — Nei, ég hef ekkert lært að syngja, en sungið með kðr- um og á skólaskemmtunum. Eg geri mér grein fyrir að röddin er óþjálfuð, enn sem komið er. en ég hlákka til að byrja að æfa. Lögboðnir æf- ingartímar á degi hverjum eru fjórir tímar. en að sjálf- sögðu er hverjum og einum í sjálfsvald sett að æfa sig heima. — Hvað nágrannarnir segja? Eg og Brynja systir mín, sem vinnur hjá Flug- félagi íslands, leigjum sam- an, og við flytjum í næstu viku — svo ég geti opnað munninn betur. — Eg hef engar framtíðar- áætlanir. Eg hef alla tíð haft gaman af söng og leiklist og gæti vel hugsað mér að leggja út á leiklistarbrautina. — Hg. — Vasa Framh. af bls. 10. að og Mayflowers, íem siglt hafði til Ameríku nokkrum - árum áður. Lengd þess var nærri 180 fet. Missir slíks risaskips var ekkert minna en þjóðarógæfa. Brátt var farið að gera til- raunir til að bjarga Vasa. Þrem dögum' eftir að skipið sökk fékk enski verkfræðing- urinn Ian Bulmer leyfi til að reyna að ná skipinu upp. Skip ið hafði komið nærri upprétt niður og masturstopparnir stóðu á ská upp úr sjónum. Bulmer tókst aðeins að koma skipinu á réttan kjöl, senni- lega hefur hann notað hesta í landi til að rétta bað við með köðlum, sem festir voru í masturstoppana. Fjöldi björgunartilrauna var gerður eftir þetta, en bezt- ur árangur varð af aðgerðum Hans Albreeht von Treileben og Andresas Peckell, þýzks björgunarfræðings. Þeir not- uðu allskonar króka, tengur ■ og haka og kynduga köfunar- bjöllu. Með þessu tókst þeim að rífa upp þilfarið og ná upp flestum fallstykkjunum. Vasa hvíldi nú róleg í gröf sinni í nærri 300 ár og nærri allir aðrir en örfáir sagnfræð- ingar höfðu gleymt þvl, og loks gleymdist nákvæm stað- setning á flakinu. Árið 1954 var ég búinn að safna öllum fáanlegum upp- lýsingum og fór áð leita. Lengi vel fann ég ekkert nema gömul járnrúm, bíldekk, ofna og jólatré, Við athugun á dýptarkorti af höfninni tók ég eftir stórri mishæð, 300 fetum suður af þurrkví sjólhersins sem kennd er við Gústaf V á Beckholmen. Verkfræðingarnir sögðu mér, að hrúgan væri án efa ein- ungis möl, sem hefði verið 'hent þegar sprengt var fyrir þurrkvínni. Ég fór aftur að grúska í skjalasöfnunum og sjá. Ég rakst á bréf frá 12. ágúst 1628, sem innihélt opinbera skýrslu um Vasa-slysið. Hún hafði ver ið send konunginum, sem þá hafði verið að berjast í Pól- landi. Árangurinn varð sá að ég fór á staðinn og fékk upp eik- artappann, sem ég gat um áður. Sandmót í Httinar- fírði annað kvöid ANNAÐ kvöld kl. 8:30 fer fram í Sundhöll Haifnarfjarðar Sund- mót Sundfélags Hafnarfjarðar og beppir þar auk Hafnfirðinga eumt af bezta sundfólki Reykja víkur. ! • í 200 m bringusundi keppa þelr Hörður Finnsson og Guðm. Gísla son ÍR og Ámi Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði. J • í 50 m baksundi keppa ÍR-ing arnir Guðm. Gíslason, Hörður Finnsson og Ólafur Guðmunds- son. í 100 m bringusundi kvenna mætast Sigrún Sigurðardóttir SH og Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR. í 50 m bringusundi telpna eru keppendur 21 talsins og fara und Ritvél stolið 1 FYRRINÓTT var brotizt inn í niðursuðuverksmiðjuna Ora við Kársnesbraut í Kópavogi og þar stolið skrifstofuvél og ein- hverju smávegis. k. _____________________ ■W 1 • AKRANESI 20. jan. — f dag, laugardag hefst danskennsla fyrir unglinga og börn í félagsheimil- inu Fannhlið í Skilmannahreppi. Kennari verður frú Brýndís Þor- valdsdóttir leikfimikennari á Akranesi. — Oddur. anrasir fram kl. T:15 um kvöld- ið. Vel er til mótsins vandað og víst er að mó‘t þetta verður skemmtilegt í hinni glæisilegu sundlaug Hafnfirðinga. Enska knattspyrnan 26 umferS ensku deildarkeppninnar fór fram í gœr og urðu úrslit pessi: 1. deild. mörk Birmingham — Ipswich ..... 3 — 1 Blackburn — N.Forest ..... 2 — 1 Blackpool — Wolverhampton .... 7 — 2 Bolton — Cardiff ......... 1 — 1 Everton — Leicester ...... 3 — 2 Fulham — Sheffield W. .... 0 — 2 Manchester City — Arsenal .... 3 — 2 Sheffield U. — Chelsea ... 3 — 1 Tottenham — Manchester U.. 2 — 2 W.B.A. — Burnley ......... 1 — 1 West Ham — Aston Villa ... 2 — 0 2. deild. Brtghton — Charlton ....... frest. Bristol Rovers — Stoke ... 0 — 2 Derby — Leyton Orient .... 1—2 I,eed-s — Sunderland ..... 1 — 0 Luton — Swansea .........- 5 — 1 Middelsbrough — Plymouth .... 1 — 1 Newcastle — Huddersfield .... 1 — 1 Norívioh — Rotherham ..... 0 — 1 Scuntfiorpe — Liverpool .. 1 — 1 Southampton — Bury ....... 5 — 3 Walsall — Preston ........ 2 — 1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Third Lanark .— 2 — 1 St. Mirren — Raith .... 5 — 1 Stirling — Rangers _____ 0 — 6 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Burnley Tottenham Everton Ipswich West Ham 24 16 3 5 72:45 35 st. 26 14 5 7 51:38 33 — 26 14 4 8 50:31 32 — 26 14 3 9 59:47 31 — 26 13 5 8 56:50 31 — Wolverhamt. 26 8 5 13 41:49 21 Manchester C 26 9 3 14 48:61 21 Fulham 26 7 5 14 37:47 19 Chelsea 27 7 5 15 47:62 19 2. deild (efstu og neðstu liðin) Liverpool 26 17 4 9 62:25 38 L. Orient 26 16 5 5 52:25 37 Southampton 27 13 6 8 51:37 32 Leeds 25 8 5 12 31:43 21 — Middlesbr. 25 7 5 13 46:51 19 — Bristol R 27 8 2 17 34:54 18 — Charlton 24 6 5 13 35:48 17 — í Skotlandi er Dundee efst með 36 stig. ic Vasa finnst Ég fékk æfingasvæði köf- unarskóla sjóhersins flutt til Beckholmen. Fyrstur kafaði Per Edvin Fálting, yfirkafari, sem á meira eri 10 þúsund köf- unarstundir að baki sér. Fyrstu orð Fáltings neðan að voru ekki uppörvandi: — Ég stend í hafragraut upp undir hendur. sagði hann í símann. Ég sé ekki fet. Á ég að koma upp? — Já, svaraði ég daufur í dálkinn. Það er víst eins gott. En þá hejnrði ég stríðsöskur. _ — Augnablik, æpti Fálting. Ég þreifaði fram fyrir mig og fann eitthvað hart Það er við- komu eins og tréveggur. Svei mér ef þetta er ekki stórt skip. Nú ér ég að klifra upp. hérna STJÖRNUBÍÓ sýnir um þessar mundir fransk-anr.eríska mynd, Ást og afbrýði. Myndin er tekin á Spáni, en með aðal- hlutverkin fara Brigitte Bardot, Steplien Boyd og Alida Valli. eru einhver ferköntuð göt .., það hljóta að vera skotaugu. Vasa var fundið. Éftir sex mánaða undir- búnirtgsvinnu komst ákriður á björgúnárstarfið. Bráðabirgða nefnd lagði til í febrúar 1968 að skipinu yrði lyft af 110 feta dýpi og fært landi á 50 feta dýpi, og haft þar í kafi imz unnt væri að gera frekari áætlanir. Kostnaðurinn var um 80 milljónir (ísl.kr.) og féð var lagt til aí stjórninni, ýmsum iðnfyrirtækjum og einstáklingum. Björgunarfélag ið Neptun í Stokkhólmi tók að sér að sjá um lyftinguna án endurgjalds. Sjóherinn sá um neðansjávarvinnuna og lét það heita æfingu fyrir kafara sína. Þegar verkið hófst leið mér illa. Hjálmkafararnir tóku að hamast við að bora göng undir kjöl Vasa með sterkum dælum. Öllu ruslinu í kring var dælt upp í síu og‘ til að leita að fornminjum. Mest allan þennan tíma lágu kafararnir hálfgrafnir með slöngur sínar í leirnum. í hinu gamla skipi yfir höfði þeirra lágu óhemju_ dyngjur af kjöl- festugrjóti. Ég óttaðist að hið gamla tréverk væri ekki nógu sterkt og kafararnir fengju grjótið ofan á sig. En blessaðir plankarnir héldu í meira en tvö þúsund vinnustundir. Kaf ararnir drógu samtals 1500 metra af stálstrengjum gegn- um göngin. Á yfirborðinu voru strengirnir festir í stóra bj örgunarpr amma. í ágúst 1959 var farið «ð lyfta skipinu og timbrin héldu. Fyrsta daginn komst Vasa 50 fet. Eftir að því hafði verið lyft átján sinnum á 27 dög- um var það látið liggja á 50 feta dýpi. Nú myndaði ríkis- stjórnin Vasa-nefnd. Formað- ur hennar var Bertil prins. Árin 1959—61 lokuðu kafar- arnir skotaugunum, gerðu við skutinn og þéttu skipið nokk- urn veginn. í apríl s.l. festu froskmenn uppblásna gúmmí- tanka við kjöl Vasa til að létta skipið. Nú voru þræddir undir það enn voldugri stálstrengir, níu þumlungar í þvermál og festir í risastórar vökvaþrýsti lyftur um borð í björgunarskip unum. Nú varð að fara var- lega. En allt gekk vel og loks- ins kom skipsvofan, sem týnd hafði verið öldum saman, aft- ur til mannheima. Nú fóru sterkar dælur í gang um borð í Vasa. 4. maí var skipið á floti með litla slagsíðu á bak- borða og var dregið í þurrkví á Beckholmen. Þar var það 'haft í steypibaði því timbrið í skipinu myndi eyðileggjast samstundis, ef það þornaði of fljótt. Það verður varið með polyethylene glycol, vax- kenndu vatnsleysanlegu efni, sem tréð drekkur í sig. Vætan hverfur þá úr timbrinu og efn ið styrkir það um leið. it Hversvegna sökk Vasa? Erfitt er að segja um orsök þess að Vasa sökk. Margir álíta að því hafi verið hætt við að velta, en ég trúi ekki að það hafi verið valtara en mörg stór 16. og 17. aldar skip. Skipstjórinn á Vasa bar fyrir sjóréttinum, að skipið hefði verið óstöðugt þegar við bryggju. Yfirsmiðurinn kvaðst hafa fylgt teikningum verk- fræðingsins nákvæmlega, en hann var þá látinn fyrir nokkrum mánuðum og þar að auki hafði kóngurinn sjálfur samþykkt teikningarnar. Rétt urinn vildi engan dæma og - þannig lauk málinu. Engar sannanir hafa fundizt fyrir því að Vasa hafi verið rangt smíðuð, eftir því sem þá gerð ist né heldur fyrir því að skip- inu hafi verið illa siglt. Röng hleðsla, einkum þung fall- stykki á efri þilförunum hefur mjög sennilega átt talsverða 'sök á hvetnig fór Einnig hafa opin neðri skotaugun haft sitt að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.