Morgunblaðið - 30.01.1962, Page 6
6
M U Kt; U /V B L AÐ I Ð
Þriðjudagur 30. jan. 1962
Eldingum laust
niður í loftnet
Hrœvareldar loguðu í Mýrdal
VÍK, Mýrdal, 26. jan. — Aðfara-
nótt föstudags gekk á með hvöss
um éljum að vestri með miklum
Ijósagangi hér í Mýrdal. í Vík
varð veðursins lítt vart, þótt
MAMhMti
Skemmdri síld
ekið i sjdinn
AKRANESI, 26. jan. — Talið
er að um einnar milljónar kr.
tjón sé að ræða í síldar og
Fiskimjölsverksmiðju Akra-
ness. 10 þúsund tunnur þarf
að keyra í sjóir.n af sild, sem
orðin er gömul og óvinnandi.
Bræðsluafköstin eru 800 tunn
ur á sólarhring á skemmdri
síld, en ef síldin er ný eru
afköst verksmiðjunnar 1700
til 2000 tunnur á sólarhring.
[Það er undantekningarlaust
mestur hagnaður fyrir þjóðar-
búið að hráefnið sé nýtt og
óskemmt. — Oddur.
Róðrar að
hefjast
Stokkseyri, 26. jan.
HÉR er suðvestan rok og brim
og hefur ekki verið róið í þrjá
daga. Einn bátur hefur þegar
hafið veiðar og fengið 4 til 6 tonn
í róðri, en þrír bátar munu byrja
á næstunni. Einn bátanna, v. b.
Fróði 36 tonna, er nýkeyptur
hingað frá Ólafsvík.
Þá er verið að ljúka við að
endurreisa fiskimjölsverksmiðj-
una, sem brann í sumar, og tók
hún til starfa fyrir nokkrum
dögum. Auk þess sem hún mun
vinna fiskúrgang frá hraðfrysti-
húsunum á Stokkseyri og á Eyr-
arbakka hefur hún verið leigð
hlutafélagmu Þörungi og mun
hún því framleiða þangmjöl og
fiskimjöl jöfnum höndum. Þá er
einnig verið að ljúka við að reisa
stóra skemmu, sem mjölið verður
geymt í.
Annað kvöld verður haldið
hér veglegt þorrablót í samkvæm
ishúsinu cg verður þar margt til
skemmtunar. — Ásgeir.
Miklar dgæftir
Ólafsfirði, 26. jan.
HÉR hafa verið miklar ógæftir í
janúar, en þó hefur gefið þessa
viku og hefur afli verið upp í
sex tonn. Er það tregara en í
fyrra um þetta leyti og gæftir
miklu lakari. — Héðan eru gerð-
ir út fjórir stórir bátar, frá 60 og
upp í 150 tonn og sex minni þil-
farsbátar, en auk þess nokkrar
trillur.
Hér eru allar samgöngur teppt-
ar á landi og fara allir flutning-
ar fram á hestum, sleðum eða
beltisdráttarvélum. — Jakob.
I Ijósagangur væri allmikill, en á
I Ioranstöðinni á Reynisfjalli varS
i hins vegar versta veður í éljun-
um.
Um klukkan 5:30 um morgun-
inn sló eldingu niður í loftnet
stuttbylgjustöðvarinnar á Hraun
hól. Rofnaði þá allt samband á
þráðlausa símanum. Gert var við
þessa bilun strax um morguninn.
Um klukkan 11 f.h. gerði aftur
snarpt él, og sló aftur niður eld-
ingu í sama loftnet og sambandið
rofnaði á ný. Þegar veður lægði
um hádegið, var strax gert við
stöðina. — Svona éljagangur með
þrumuveðri er ekki nýtt fyrir-
bæri á Reynisfjalli, því að slík
veður koma oft að vetrarlagi.
Engar skemmdir urðu á sjálfri
loranstöðinni.
K\ iknaði
lyftuvél
AKUREYRI, 26. jan. — Klukkan
15:20 í dag var slökkviliðið á
Akureyri kvatt að sements-
geymslu KEA við Hvannavelli,
en þar hafði kviknað í lyftivél.
Er slökkviliðið kom á vettvang
var eldur í vél lyftivélarinnar,
benzíntank og hjólbörðum. Fljót
lega tókst að ráða niðurlögum
eldsins, en vélin er mikið
skemmd. Ekki urðu skemmdir á
nærliggjandi mannvirkjum.
— St. E. Sig.
Fangahús í Ólafsvík
ÓLAFSVÍK, 26. jan. — Afli hefur
verið tregur og gæftir striðar,
bæði er langt sótt og lítið, sem
veiðist. — Fimm bátar hafa hafið
hér dagróðra, en einn auk þess er
útilegubátur, sem var kominn
með um 12 tonn eftir tvær lagnir,
mest af því var ruslfiskur, en þó
voru 5 tonn af ýsu og þorski. —
Hér er í smíðum nýtt fangahús
og er búizt við, að það verði
tekið til notkunar eftir um það
bil mánaðartíma. — Þar verður
einnig íbúð fyrir lögreglumann
og skrifstofa fyrir sýslumanns-
embættið, en sýslumaðurinn hef-
ur verið á hrakhólum með hús-
næði hér. — Þá er hér í smíðum
slökkvistöð og er hún komin
undir þak. — Hefur vinna við
hana fallið *iður nú um skeið,
en tekið verður til við hana á
ný með vorinu. — Á vegum Reg-
ins h.f. er hér enn fremur í smíð
um fimm til sex hundruð fer-
metra fiskvinnsluhús, en sem
kunnugt er yfirtók Reginn og
Kirkjusandur h.f. hraðfrystihús
Dagsbrúnar haustið 1960.
Þá tók hér nýlega til starfa
mötuneyti í nýjum húsakynnum
á vegum Hraðfrystihúss Ólafs-
víkur h.f., en í mötuneytinu er
einnig húsnæði fyrir um það bil
60 manns.
— B. ÓI.
HÁSJÁVAÐ var við Suður-
land á fimmtud. og þar ofan á
bættist að mikið brim gerði
vegna SV-áttar í ytri höfn
Reykjavíkur. Sjóarnir gengu
æðislega á upphlaðinn kant-
inn við Skúlagötuna og varð
1 það ágengt að neðan við
Skúlaskála, þar sem áður var
Kveldúlfsbryggja brotnaði úr
upphleðslu götunnar og horfði
til mikils skaða. Starfsmenn
Reykjavíkurhafnar brugðu
fljótt við og stórir bílar fluttu
stórbjörg á vettvang og vörp-
uðu framan við gatið er sjór-
inn hafði brotið í upphleðsl-
una. Eftir skamma stund var
hættunni bægt frá en mynd-
in sem Sveinn Þormóðsson
tók sýnir skemmdirnar og
l'björgunarstarfið. Gatið í varn
arveggin náði allt upp að
gangstéttarsteini
Leiðinlegt og lélegt
leikrit
i
Velvakanda hefur borizt
bréf um sovézka leikritið leið-
inlega, er flutt var í útvarps-
dagskránni næstliðið laugar-
dagskvöld. Segist bréfritari
hafa verið að hugsa um að
senda Velvakanda línur. til
þess að brýna fyrir leikrita-
valsnefnd útvarpsins að vanda
betur til valsins, því að nóg
er enn óleikið hér af heims-
bókmenntum, svo að ekki ætti
að þurfa að leita til fjórða
flokks ómerkra leikrita. Ann-
ars er svo sem ágætt, að fólk
kynnist því. hvað bókmenntir
geta komizt á lágt stig, þegar
sósíal-realisminn er látinn
stýra pennanum. Hefði því
tæplega verið trúað um alda-
mót, að rússneskum leik'bók-
menntum ætti eftir að hraka
jafn herfilega og raun ber
vitni. Bréfritarinn. J. M., seg-
ist hafa verið hættur við að
skrifa Velvakanda um þetta,
þar sem hann hefði ekki nennt
því, en þegar hann las út-
varpsgagnrýni í Þjóðviljan-
um um leikritið gat hann
ekki orða bundizt. Gagnrýn-
andinn sé greinilega í mestu
vandræðum, því að þótt hon-
um finnist leikritið augljós-
lega lélegt, verður hann samt
að verja það til að vinna fyr-
ir kaupi sínu. Persónurnar
segir hann, að séu „bara
venjulegt fólk, rétt eins og
fyrir vestan tjald. en að visu
með sósíalskt þjóðfélag í bak-
sýn“. — Hingað til hefur ekki
heyrzt um neitt þjóðfélag,
sem væri annað en „sósí-
alskt“ en maðurinn meinar
serinilega „sósíalistiskt" eða
„sósíaliskt" sem er allt ann-
ar hlutur. En skrí-bentum
kommúnista er einkar lagið
að rugla hugtakamerkingum
orða, svo að kannske ber ekki
að álasa manninum fyrir að
gera ekki nákvæman greinar-
mun á orðum. sem líta svipað
út á pappímum, en merkja
sitt hvað. Nóg um það. En
hvers konar þjóðfélag var á
bak við vesalings leikpersón-
urnar ? Jú, bam Taníu andast
úr barnaveiki, eins og ekkert
væri eðlilegra í þjóðfélagi
kommúnismans á miðri tutt-
ugustu öld. Kommissar, sem
öllu ræður. neitar að sækja
meðöl, síðar í leikritinu, þótt
líf liggi við, því að hann hef-
ur svo mikið að gera við ræðu
höld ! Útvarpsgagnrýnandi
Þjóðviljans dregur svo þessa
gáfulegu ályktun: „í þessu
leikriti er því líkast, sem þjóð
félagið komi einstaklingnum
til hjálpar, þótt með óbeinum
hætti sé. í starfinu fyrir þjóð-
félagið. flok-kinn, kommúnism
ann finnur einstaklingurinn
fótfestu í lífnu“. — Já, ætli
þessi fótfesta sé ekki á nokkuð
óbeinan hátt? Sennilega
finnst gagnrýnandanum það
líka, því að síðar segir h-ann
við sjálfan sig: „Ef til vill
er þetta blekking, en hver er
sá. sem ekki lætur blekkjast,
annað hvort til góðs eða ills?“
Sagt er. að hver sé sæll í
sinni blekkingu, en það er
ekki rétt. Þeim, sem blekkjast,
er vorkunn, og nauðsynlegt að
svipta blekkingahulunni frá
augum þeirra, áður en þeir
smita út frá sér. — J. M.
• Bingó hefur
forréttindi
Bingóspil er nú mikið í
tízku, enda skilst mér að i
því geti hver sem er tekið
þátt, fólk sigri ekki á kunn-
áttu eða þekkingu á nokkrum
hlut, (þurfi aðeins að vita
mun á láréttu og lóð-
réttu) heldur á einskærri
heppni. En það eru ýmsar hlið
ar á bingó-málinu.
Eina þeirra tekur maður
nokkur fyrir í bréfi til Vel-
vakanda, þar sem rætt er út
frá sjónarmiði veitingahús-
anna. Hann segir að veitinea-
húsin séu nú orðin svo mörg
í bænum. að þau séu sár-alítið
sótt fyrri hluta vikunnar,
j-afnvel þó þau hafi rándýra
skemmtikrafta — nema þau
sem geti fengið einhver félög
eða samtök til að efna til
„bingós“. Virðist ekkert því
til fyrirstöðu að þau megi
hafa opið til kl. 1 og þá þyrp-
ast þangað gestir. Hin veitinga
húsin, sem ekki kjósi að
hleypa þessum heldur hvim-
leiða f-araldri inn, verði að
loka á lögákveðnum tíma. og
standa tóm. Þegar ákveðið v-ar
að breyta lokunartíma á veit-
ingastöðum hafi því verið
tekið með fögnuði, jafnt af
eigendum, starfsfólki og gest-
um veitinga'húsanna. En jafnt
þurfi yfir alla að veitingastaði
að ganga, og leyfa þurfti öll-
um að eiga kost á að h-afa opið
til kl. 1 og til kl. 2 á laugar-
dögum eða engum.
Um leið ræðir bréfritarinn
nauðsyn þess að veitingast-að-
ir, sem fyrir hendi eru, reynist
hlutverki sínu vaxnir, nú þeg
ar ferðamannastraumur eykst.
Allt starfsfólk veitingahús-
anna þurfi að læra sitt starf,
ekki aðeins þjónarnir og mat-
reiðslumennirnir, eins og nú
er. Auk þess krefjist góðir
veitingastaðir og góð þjónusta
við gesti mikillar fjárfestngar
og mikls rekstrarfjár. þannig
að ef veitingarekstrinum er
í-þyngt með óhóflegum sköttt-
um, kyrki það alla góða veit-
ingastarfsemi. Ýmislegt fleira
kom bréfritari inn á, t.d. að
þörf sé orðin á að hafa einn
veitingastað með matarveiting
um opinn aila nóttina o. fL