Morgunblaðið - 30.01.1962, Síða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. jan. 1962
Síðasta
sendingin
kom i gær
EINS og kunnugt er eyðilagð-
ist mikið af ýmsum varningi
í geymslu Loftleiða í eldsvoð-
anum á Reykjavíkurflugvelli
í gær. Var félagið nýbúið að
endurnýja birgðir sínar af'
varningi, em seldur er toll-
;frjáls um borð í flugvélum,
aðallega tóbak, sælgæti og á-
fengispelar. Kom síðasta send-
ingin af varningi þessum
laust fyrir hádegi í gær, en
nokkrum klukkustundum sið-
ar var ,,lagerinn“ rjúkandi
brunarúst.
— Stórbruni
Framhald af bls. 1.
Isins, en þannig hagaði til að gafl
ar braggar.na þriggja námu við
vesturhlið þess. í skýlinu voru
margar flugvélar, þar á meðai
sjúkraflugvél Björns Pálssonar.
Skrifstofa Björns er áföst flug-
skýlinu. Var hann þar staddur
ásamt tveimur mönnum Og vissu
þeir ekki fyrri til en mikill reykj
armökkur breiddist út úr skýl-
inu. Héldu þeir í fyrstu að kvikn-
að væri . flugskýlinu, og var
rokið til að bjarga út flugvélun-
um. Dreif að sjálfboðaliða og náð-
ust allar flugvélarnar út á fimm
eyðilagðisí, en trukknum stóra
tókst að ná út, þá mikið brennd-
um. Ennfremux tókst starfsmönn
um Loftleiða, sem flykktust á
staðinn af skrifstofum við Reykja
nesbraut, að bjarga húsgögnum,
Ráðizt var að eldinum ofan af
þaki flugskýlisins, Og að fram-
anverðu. En allt kom.fyrir ekki,
og má heita ab allt hafi brunnið,
sem brunnið gat. Braggarnir voru
þiljaðir með trétexi, og auk þess
var þar mikið geymt af eldfim-
um efnum.
Gamla flugturninn og hús
slökkviliðsins tókst að verja, en
hinsvegar urðu nokkrar skemmd-
jr á sjálfu flugskýlinu.
Um sexleytið hafði tekizt að
slökkva eldinn, en þegar þetta
var ritað klukkan sex í gær-
kvöldi var slökkvistarfi enn ó-
lokið. Leyndust enn glæður í
ýmsu dóti í bragganum.
Þá kom og á daginn að tals-
vert af áfengisflöskum, sem
geymdar voru í einum bragg-
anum, voru heilar og voru
tollverðír á stjái í brunarúst-
unum. Kluttu þeir alls þrjá
senidiferðabílfarma af koníaki
og dýrum veigum niður í
tollbúð í gærkvöldi.
• Mikil verðmæti
í húsakynnum Loftleiða voru
mikil verðmæti, allar birgðir
þeirra, bæði varahluta Og mat-
vælabirgðir. Á síðustu stundu
tókst að bjarga flugvélarhreyfli
út úr eldinum, en kaupverð hans
er hálf milljón króna. Þremur
flugvélahjólbörðum var og bjarg
að svo og tveimur smátækjum.
Ekki voru fleiri hreyflar þar í
geymslu, en mjög mikið af alls
kyns tækjum í flugvélarnar,
milljónaverðmæti, sagði Halldór
Sigurbjörnsson, yfirflugvirki
Loftleiða, sem kom á vettvang.
Reykjarmökkinn leggur upp
af bröggunum á Reykjavík-
urflugvelli í gær. Verkstæð-
isbragginn, þar sem eldurinn
kom upp, er í miðið. (Ljósm.
Sv. Þormóðsson).
en það voru margir dropar, sagðl
hann og hristi höfuðið dapur í
bragði.
Loftleiðamenn, sem unnu að
björgunarstaríinu sögðu, að vín-
birgðirnar hefðu verið 2—3 tonn.
Þessar mikilsverðu upplýsingar
flugu eins og eldur í sinu meðal
Flugvélarnar fuku
Trukkur flugmálastjórnar, sem dreginn var logandi út af verk-
stæðinu í gær. Bíllinn má heita ónýtur. (Ljósm. Sv. Þormóðss.)
mínútum eða svo. Var þá allt
orðið fullt af reyk í flugskýl-
inu. Ennfremur var allt laus-
legt tekið úr skýlinu, benzíntunn-
ih", hjólbarðar, bílar, lyftarar og
allskyns tæki.
Um þetta leyti hafði slökkvi-
lið flugvallarins ráðist að eldin-
um og nokkru síðar kom slökkvi
lið Reykjavíkur. Voru þá bragg-
arnir alelda og ekki hægt að kom
ast inn í þá. Snjóplógurinn, sem
fyrr var getiö náðist ekki út og
teppum og ýmsum áhöldum úr
matsal og eidhúsi.
• Ekkert vatn !
Það háði slökkvistarfinu mjög
að erfitt var að fá vatn til að
spiauta á bálið. Urðu slökkviliðs-
menn að leggja slöngur eftir endi
löngum flugvellinum og út á
Njarðargötu U1 þess að komast
að brunaliana. Voru lagðar á
milli 40 og 50 15 metra langar
slöngur.
;ÞEGAR eldurinn kom upp á
flugvellinum í gær var mikill
fjöldi smáflugvéla dreginn í
ofboði út úr flugskýlinu, sem
stendur við gamla flugturn-
inn. Síðan beindist öll athygl-
in að slökkvistarfinu — og
veittu menn því ekki athygli;
í ákafanum, að hríð skall á
og vindurinn óx snögglega.
íMargar litlar flugvélar fóru
þá af stað, ein var næstum
fokin á bíl — og var þá hafizt
handa um að reyna að smala
flugvélunum saman á ný,1
sagði einn áhorfenda, sem tók
virkan þátt í björgunarstarf-
inu.
Her eru tveir menn að forða litilli einkaflugvél á öruggan stað.
inu við hliðina á sjálfum eldinum.
Fjöldi fiugvéla var í flugskýl-
(Ljósm. Sveinn Þormóðsson)
Það logaði glatt í koníakinu í birgðageymslu Loftleiða. Eld-
tungurnar standa út um dyr geymslunnar. (Ljósm. Sv. Þorm.)
„Þarna fcru allir okkar vara-
hlutir", sagði hann. „Það er að-
eins smáræði sem við höfum
bjargað".
Og þarna brann eldhús Loft-
leiða, þar sem framleiddur er
allur matur í flugvélarnar á flug-
leiðum frá íslandi. Það gerir stórt
strik í reiknmginn hjá Loftleið-
um að missa eldhúsið — og mat-
salinn, sem var áfastur, því nú
verður félagið að leita til Kefla-
víkur — a. m. k. meðan • verið
er að koma upp nýju eldhúsi og
matsal. Matarbirgðir brunnu,
600—700 þúsund að verðmæti,
sagði Ólafur Erlendsson, stöðvar-
stjóri. Enihverju smáræði tókst
að bjarga, en það verðmætasta,
áfengið og sígaretturnar, ilm-
vötnin og sælgætið, sem selt er
í flugvélunum, fór allt — og var
félagið nýbúið að fá nýjar birgð-
• Miklar áfengisbirgðir
Elías bryti, sem líka stóð í
björgunarstarfinu, sagðist ekki
geta áætlað með vissu hve mik-
íls virði áfengið hefði verið —
mannfjöldans, sem drifið hafðl
út á flugvöll fyrir forvitni sak-
ir, og eftir hálftíma voru áfeng-
ísbirgðirnar í eldinum komnar
upp í 8—10 tonn.
Tollverðir voru mættir til þess
að hindra að menn nældu sér í
fleyg í allri ringulreiðinni. En
ekki var mikil hætta á því. Eld-
urinn var svo magnaður, að eng-
inn vogaði sér nær húsinu. En
af og til heyrðust hvellir inni í
eldinum og áhorfendur voru sann
færðir um að þarna væru vín-
flöskurnar að springa.
Einhverju tókst að bjarga af
húsgögnum úr matsalnum og
unnu nærstaddir ötullega með
Loftleiðamónnum — og voru
Flugfélagsmenn þar fjölmennir.
• Ratsjáin flutt
Þegar sýnt var að eldurinn yrði
ekki kæfður þegar í stað fóru
flugumferðarstjórarnir í turnin-
um og starfsfólk veðurstofunnar,
sem enn er til húsa á annarri
hæð gamla turnsins, að hugsa til
hreyfings. Margir sjálfboða-
Framnald á bls. 17.
)
#