Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 6
p MORCVNTtlAÐlÐ Föstudagur 2. febr. 1962 15 nýir þjálfarar í hjálp í viðlögum MEÐ aukinni vélvæðingu fylgir aukin slysahætta. i>etta er reynsla allra tækniþróaðra þjóða. Þessari hættu verður ekki bægt frá dyrum manna, og því meira sem slysahættan eykst, því brýnni verður þörfin fyrir að al- menningur viti, hvað bezt sé að gera, eða ekki gera, þegar slys ber að höndum. Almenningur má ekki vera ófróður um höfuðatrið in í hjálp i viðlögum. Bauði Kross íslands hefur á- vallt verið ljós þörfin fyrir fræðslustarfsemi á þessu sviði og hefur beitt sér fyrir ótal nám- skeiðum í hjálp í viðlögum. Þau hafa yfirleitt verið vel sótt og vafalaust komið að góðu gagni. Námskeiðin hafa þó hvergi nærri náð til nægilegra margra, hafa t d. sjaldan verið haldin utan Reykjavikur, og hefur þar ráðið mestu um mikill skortur á kennslukröftum. Til þess að ráða bót á þessu hefur stjórn R.K.Í. ákveðið að stofna til námskeiða, sem ætluð eru körlum og konum, sem taka vilja að sér að kenna öðrum í sínu byggðaiagi hjálp í viðlögum og skyndihjálp á slysastað. Nám- skeið þessi miðast við það, að þeir, sem ljúka þeim á tilskil- inn hátt, séu færir um, og fái réttindi til að standa fyrir Rauða Kross námskeiðum í hjálp í við- iögum. Hið fyrsta af þessum námskeið- um var haldið í Reykjavík í des- 'embermánuði sl. Sóttu það 18 manns víðs vegar af landinu. Fimmtán þeirra öðluðust viður- kenningu R K.Í. til þess að kenna almenningi þessi fræði. Stjórnandi námskeiðsins og að- alkennari var Páll Sigurðsson, tiyggingaryfirlæknir, aðstoðar- kennari var Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi. Á myndirlni sjást þátttakendur og kennarar, sem hér segir: aft- asta röð, talið frá vinstri: Garðar Pálsson, Rvk., Páll Zophaniasson, Rvk., Hafsteinn Þorvaldsson, Sel fossi, Jón I. Guðmundsson, Sel- fossi og Guðmundur G. Péturs- son, Rvk. M;ðröð: Garðar Viborg R., Hafsteinn Bergmann Patreks firði, Lárus Þorsteinsson, Rvk., Ásmundur Guðmundsson, Kópa- vogi, Ólafur Steingrímsson, Rvk Jón Jónsson, Rvk., Helgi S. Jóns- son, Keflavík, Börkur Thorodd- sen, Rvk., Vilhjálmur Pálsson, Húsavík, og Sig. Gunnar Sigurðs son, Rvk.Sitjandi: Sveinborg Jóns dóttir, Rvk, Jón Oddgeir Jóns- son, aðstoðarkennari námskeiðs ins, Sigríður Valgeirsdóttir, Silf urtúni, Páll Sigurðsson, læknir, aðalkennari námskeiðsins og Jóna Hansen, Rvk. (Frá Rauða Kross íslands) Halldórs Steinseris minnzt á Alþingi Alþingi kom saman í gær ALÞINGI kou. saman til fyrsta fundar síns í gær eftir hlé það, sem gert var a þingstörfum yfir tátíðaniiar. Áður en gengijð var til dagsktár tók Ólafur Thors forsætisráðncria til máls og lýsti yfir, að samkvæmt forsetabréfi bæfust framhaldsfundir Alþingis að nýju. Jafnframt óskaði hann forseta, afþingismönnum og starfs mönnum Alþingis gleðilegs árs um leið og hann lét í ljós þá ósk og von, að storf þeirra mættu verða landi og lýð til blessunar. Kjörbréf samþykkt Þá tilkyimti forseti, að Jón Pálmason tæki sæti Einars Ingi- mundarsonar á þingi, þar sem Einar gæti ekki sinnt þingstörf- um vegna embættisanna og að Einar Ágústsson tæki sæti Þór- arins Þórarinssonar, þar sem Þór- arinn mundi dveljast erlendis næstu vikur Þá var og kjörbréf Bergþórs Fmnbogasonar kennara samþykkt. en hann tekur sæti Karls Guðjónssonar, sem ekki getur sinnt þingstörfum vegna veikinda. Hveraorka til fóðurframleiðslu Þá var tekin til einnar umræðu þingsályktunartillaga frá Páli Kristjánssyni og Birni Jónssyni um, að rannsakað verði hið íyrsta, hvort hagkvæmt sé að nýta hvera cg jarðhitaorku, sem fyrir hendi er í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, til fóðurs framleiðslu í sambandi við rækt- anleg landssvæði, sem þar eru nálæg. Björn Jónsson (K) mælti með tillögunni og sagði m. a., að ef sú yrði raunin, að nýting hvera- orku og annars jarðhita mundi lækka framleiðslukostnað hey- mjöls mjög verulega, þá mundi vart finnast heppilegri staðsetn- ing fyrir íra^nleiðslu af því tagi en' í Reykjahverfi. Ekki tóku fieiri til málst^g var samþykkt að fresta umræðunni Og vísa tillögunni til allsherjar- nefndar. í UPPHAFl fundar Alþingis í| gær minntist Friðjón Skarphéðins son Halldórs Steinsens læknis og fyrrverandi alþinigismanns, er lézt 25. des. sl., en þingmenn vottuðu minningu hins látna virð ingu sina með því að rísa úr sæt- um. Forseta mæltist á þessa leið: „Á jóladag, 25. des. sl., andað- ist í sjúkrahúsi hér í bæ Halldór Steinsson læknir og fyrrverandi alþingismaður, 88 ára að aldri. Eg vil leyfa mér að minnast hans hér með nokkrum orðum. Halldór Steinsen fæddist 31. ágúst 1873 í Hvammi í Dölum. Foreldrar hans voru Steinn prest ur þar Steinsen, sönur Torfa söðlasmiðs í Reykjavík Steins- sonar, og konu hans. Wilhelm- ine Cathrine, dóttir Móritz Bier- ings kaupmanns í Reykjavík. Hsnn var ungur settur til mennta brautskráðist úr latínuskólanum í Reykjavík 1894 og lauk embætt- isprófi úr læknaskólanum í Reykjavík 1898, hálfþrítugur að aldri. Veturinn 1898—1899 starf- aði hann i sjúkrahúsum erlendis. Á árinu 1899 var hanti settur aukalæknir í Ólafsvík og skipað- ur héraðslæknir í Ólafsvíkurhér- aði árið 1900. Gegndi hann því embætti fram á árið 1934, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fluttist hann þá til Reykja víkur Og átti hér heimili síðan. í sveit og héraði vann Halldór Steinsson að ýmsum félagsmál- um, og voru honum falin þar ýmis trúnaðarstörf^ Hann átti sæti í hreppsnefnd Ólafsvíkur 20 ár, í sýslunefnd Snæfellsnessýslu 2 ár og í stjórn sparisjóðs Ólafs- víkur 17 ár, Hann var formaður Framfarafélags Ólafsvíkur 10 ár og formaður Verkalýðsfélags Ólafsvíkur 18 ár. Þingmaður Snæ fellinga var hann á árunum 1912 —1913 og 1916—1933, sat á 22 þingum alls. Lengst af átti hann sæti í efri deild og var forseti deildarinnar á þingunum 1923— 1927. Hann átti um skeið sæti í byggingarneínd Landspítalans og sat í Landsbankanefnd á árun- um 1928—1936. Halldór Steinsson var góður námsmaður, vel búinn að líkam- legu atgervi, þéttur á velli og iðkaði íþróltir fram á gamalsald- ur. Hann var gæddur þeim kost- um, sem nauðsynlegir eru til góðrar læknísþjðnustu 1 afskekkt um sveitum við erfiðar samgöng- ur, þar sem mjög reynir á kunn. áttu í læknisstörfum og karl- mennsku í ferðalögum. Hann var skyldurækinn embættismaður og honum farnaðist vel við lækn- ingar. Á Alþingi hafði hann eink um skipti af heilbrigðismálum, fjárhagsmálum og samgöngumáí um. í umræðum á þingi var hann gagnorður og rökfastur, þéttur í lund og fastur fyrir, ef því var að skipta. Halldóri Steinsen er svo lýst, að hann hafi verið geðríkur, en stilltur vel, dulur í skapi, en skýr í hugsun, ómannblendinn, en tryggðatröll og manna glaðastur og skemmtilegastur, þegar svo bar undir. Eg vil biðja háttvirta alþingis- menn að votta minningu þessa látna merkismanns virðingu sína með því að rísa úr sætum.“ • Réttur úr lambakjöti í gær var í blaðinu sagt frá því að Þorvaldur Guð- mundsson hefði á undanförn- um árum verið að gera til- raunir með lambakjöt og væri farinn að útbúa léttsaltaða og léttreykta hryggi og læri og kynna þetta matreitt á sér- stakan hátt bæði í sínum veit ingastað i Reykjavík og erlendis. Þetta er í rauninni merki- legri fregn en virðist í fljótu bragði. Lambakjöt þykir ekki serlega ,,fínt“ kjöt erlendis og er ekki mikið borðað. íslenzka lambakjötið hefur að visu sér- stætt bragð vegna þess að kindunum er beitt á fjalla- gróður og er mjúkt og gott, en það þarf meira til, að vinna á móti þeirri vantrú sem fólk erlendis hefur almennt á kindakjöti. Framreitt létt- reykt og grillsteikt á teini er lambakjöt orðið að rétti, sem hefur sérstöðu. Einasta þjóðin. sem ég veit um, er borðar eins mikið af lambakjöti og við íslendigar eru Grikkir og þeirra kjöt er mjög svipað okkar á bragðið. Algengast er að steikja það alveg eins og við gerum, a.m.k. úti í sveitum. En Grikk ir hafa miklu fjölbreytari að- ferðir til að matreiða lamba- kjötið en við og kann ég ekki frá þeim að segjar Þó man ég hve gott mér þótti þar kjöt af lambalæri, sem steikt var á teini við jafnan hita og sneið- ar skornar jafnóðum utan úr lærinu, sem hélt síðan áfram að snúast við eldinn og sárið að jafnast. Kjötið var nokkuð mikið kryddað. Mér fannst ekkert að því að borða lamba kjöt á hverjum degi, er ég var þar á ferð, en ég man að blaðamönnum frá flestum löndum Vestur-Evrópu og frá Norður-Ameríku þótti lítið til koma, voru búnir að fá alveg nóg eftir vikuna. Vonandi verður kynning Þorvaldar til þess að íslenzkt lambakjöt verði eftirsótt á dýrari matsöluihúsum í Ev- rópulöndunum. til að fram- leiða úr því þennun ákveðna Ijúffenga rétt • Fleiri ísl. sérréttir En það er ýmislegt fleira af íslenzkum mat, sem áreiðan- lega mætti gera úr eftirsótta „frumlega rétti“ á veitinga- húsum erlendis. E. t. v. væri eitthvað af þorramatnum, sem Naustið hefur nú á boðstólum, hentugt til þess og þá einkum hákarlinn, að ég held. • Leysir vanda manna I S. sendir mér stöku um Lárus Salomonsson, með skýr- ingum um tilefni stökunnar: Mánudaginn 15. jan. 1962, var þröngt á þingi í göngum Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík þar sem nokkurt æði hafði sjáanlega gripið fólk, að komast til bólusetning ar með börn sín. Lögregla var þar að sjálfsögðu og er ég var þar staddur, stjórnaði Lárus Salómonsson þessum troðn- ingi með rósemi og ljúf- mennsku svo, að mér -þótti gaman á að horfa, enda hafði ég áðui séð, að hann kunni gott lag á börnum. Sem fram- hald af slíkum samskiptum okkar, rétti ég honum þessa stöku á blaði: Er í bendu örtraðar umgangsstrand að kanna, lipur hendi Lárusar. leysir vanda manna. Næsta dag, er ég sá í blöð- um, að á tímabili hefði komið til nokkurra yfinga manna milli þar í troðningunum, en mynd birtist í Morgunblaðinu þar sem Lárus sézt rétta sína stjórnar hend: útyfir mann. hafið, sá ég, að stakan var táknrænni, en ég hafði áður gert mér ljóst. L S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.