Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. febr. 1962
MOTtCrrtfíLAÐlÐ
13
Stoiísemi AIESEC n íslondi
Studentaskipti viðskiptanema við útlönd
SNEMMA á sl ári gerðist Félag
viðskiptafræðinema við Háskóla
íslands aðili að AIESEC, Alþjóða
samtökum hagfræði- og viðskipta
fræðinema. Tilgangur samtak-
annna, sem eru algerlega óháð
stjórnmálum, er að efla og auka
skilning milli þátttökuríkjanna
og þá einkum á þeirri hlið, er
að efnahagsmálum snýr.
1 Aðferð AIESEC-samtakanna til
að ná markmiði sínu hefur verið
sú, að annast milligöngu um
öflun sumarstarfa fyrir viðskipta
og hagfræðinema innan aðildar-
ríkjanna. Hefur sá háttur verið
hafður á, að hvert einstakt að-
ildarríki veitir nokkrum erlend-
um stúdentum atvinnu hjá fyrir-
stúdenta til þjálfunar. Hvert að-
ildarríki hefur síðan möguleika
til að senJa jafnmarga stúdenta
utan til starfa og það tekur við.
Víða eriendis hafa mörg fyrir-
tæki og opinberir aðilar séð hag
sinn í því að styrkja starfsemi
samtakanna á ýmsan hátt, og
nefur þetta m. a. gert samtökun-
um kleift að starfrækja fasta
skrifstofu í Genf.
Síðastliðið ár buðust þrjú ís-
lenzk fyrirtæki til að veita er-
lendum stúdentum atvinnu, en
það voru Landsbanki íslands, Út-
vegsbanki íslands og Sements-
verksmiðja ríkisins. Félag við-
skiptafræðinema kann aðiljum
þessum miklar þakkir fyrir skiln
tækjum. sem vilja taka erlenda
ing þann, sem þeir hafa sýnt
starfsemi AIESEC.
Þrír íslendingar fóru utan til
starfa á vegum samtakanna, til
Noregs, Svíþjóðar og Þýzkalands.
Stúdentarnir telja allir, að starf-
ið erlendis hafi orðið þeim
mikils gagns. Einnig kemur fram
hjá þeim öllum, hve skipulagn-
ing viðskiptarekstrar í stórum
stíl er lítt plægður akur heima
fyrir, sem eðlilegt má teljast enn
sem komið er, en mun eiga eftir
að breytast í náinni framtíð með
vaxandi fjárfestingu í stórum stíl
hér á landi.
Um gildi þessarar starfsemi
fyrir fslendinga þarf eigi að fjöl-
yrða. Reynslan sýnir, að starf-
semin hefur þegar borið mikinn
árangur, og fjölmargir stúdentar,
sem starfað hafa erlendis meðan
á námi þeirra stóð, hafa fengið
tækifæri til að sýna skilning
sinn á hagsmunum annarra þjóða
í yerki.
íslendingar munu í framtíðinni
í æ ríkari mæli þurfa að taka af-
stöðu til erlends fjármagns og er-
lendrar fjárfestingar. Meðal
þeirra, sem þeir munu þá semja
við, verða viðskipta- og hagfræði
nemar dagsins í dag.
(Fréttatilkynning frá Félagi
viðskiptafræðinema)
Þorrablót
BÆ, HÖFÐASTRÖND, 1. febr. —
Laugardaginn 27. janúar var
þorrablót haldið á Hofsósi að til-
hlutan verkamannafélagsins þar.
Mætti þar fólk úr þremur hrepp-
um og var húsfyllir. Snædd voru
kynstur af allskonar íslenzkum
mat. Skemmti fólkið sér með
ágætum og eru þessar miðsvetr-
arskemmtanir mjög vel séðar,
aðallega vegna þess að það er
einkum eldra fólkið, sem sækir
það, því yngra fólkið er flest
til komið í burt. — Björn.
Kosningarnar i Finnlandi:
Kekkonen er forseti í 6 ár
en hver ver öur f orsætisr áðherr a ?
ÞAÐ var vitað, undireins og
Olavi Honka, sem andstæðing
ar Kekkonens höfðu samein-
azt um sem forsetaefni í Finn
landi, varð að draga sig í hlé
vegna rússneskra hótana í
októberlok, að Kekkonen
mundi verða endurkosinn for-
seti. Áhrif utan frá voru þarna
að verki: Rússar afsögðu
Honka, en þykjast vissir um,
að Kekkonen haldi trútt við
Paasikivi-línuna, um friðsam
leg skifti við nágrannann
mikla. Þetta hefur honum tek-
izt hingað til, án þess að glata
tiltrú vesturveldanna.
Sigur Kekkonens við kjör-
mannavalið um miðjan janú-
ar varð meiri en nokkur hafði
búist við. Af 300 kjörmönnum
fékk hann 145, kommúnistinn
Paavo Aitio 63, Sameiningar-
flokkurinn (hægri) 38, jafn-
aðarmenn 36, sænski flokkur-
inn 15, Skog-sósíalistar (klofn
ingsflokkur úr jafnaðarmanna
flokknum) 2 og finnski lýð-
ræðisflokkurinn 1 atkv. Er því
bersýnilegt. að Kekkonen fær
nægan meirihluta kjörmanna
við fyrstu atkvæðagreiðslu
þeirra, 15. febr.
Við kjörmannaval undir síð
ustu forsetakosningar, 1956,
fékk Kekkonen aðeins 88 fylg-
ismenn. kommúnistar 56 en
jafnaðarmenn 76. Þeir hafa
-------------------------:-----s>
því tapað helmingi atkvæða
nú, en bændaflokur Kekkon-
ens fengið stórfelldan liðstyrk
frá öðrum flokkum. „Andinn
að austan" hefur haft bersýni-
leg áhrif á kjörmannavalið og
valdið hinu mikla fráhvarfi í
jafnaðarmannaflokknum, en
hann er Rússum mestur þyrn-
ir í auga.
&
I MELBOURNE í Astralíu hef
ur læknir einn nýlega skýrt
frá reynslu sinni við að leggja
gæruskinn undir sjúklinga,
sem liggja þurfa til lang-
frama. Slíkum sjúklingum
hættir mjög til að fá sár á
þá staði, sem mest er legið á.
í Norður-Ameríku hafa
hjartarskinn verið notuð und-
ir sjúka frá fornu fari. Seinni
tíma reynsla bendir til, að
minni hætta sé á að fá legu-
Búið um rúm< með gæru.
Gærur notaðar til
hjúkrunar sjúklinga
sár á slíku skinni, vegna þess,
að enginn raki safnast í lakið
né á húð sjúklingsins.
Hæf skinn.
í sauðfjárlandinu Ástralíu
var mjög eðlilega áhugi á að
nota gærur í sama augnamiði.
Bezt reyndust merínó-skinn,
og eiga þau að hafa eftirtalda
hæfileika:
Mjúka og þétta ull, .hárin
séu 0,022—0,028 mm að þver-
máli.
Hárin séu vel fjaðrandi og
teygjanleg, og jafni sig þann-
ig fljótt eftir að legið hefur
verið á þeim.
Ullin má ekki hlaupa við
þvott.
Skinnin eru breidd í rúmið,
eins og sézt á meðfylgjandi
mynd.
it Hæfir sjúklingar,
þvottur.
Skinnin hafa verið notuð
aðallega fyrir mikið veikt
fólk, sem mátti búast við
langri sjúkrahúslegu. Bezt
hafa þau samt reynst undir
ellisjúkt fólk, einkum þá, sem
liggja í heimahúsum, og njóta
ekki alltaf nákvæmrar hjúkr-
unar.
Auðvelt hefur reynst að þvo
skinnin, en nota þarf sérstaka
sápu, sem hefur verið fram-
leidd handa sjúkrahúsum til
að sjóða í ullarteppi, án þess
að þau þæfðust.
Minni háttar óhreinindi má
strjúka af með klút vættum í
þvottaleginum.
Skinnin eru þurrkuð úti við,
breidd í sólskini, eða hengd
upp í blæstri. Ekki má þurrka
þau við hita ( t.d. miðstöðv-
arhita), þau hlaupa, harðna og
verða óhæf. Annars þola þau
vel þvott.
Notkun gæranna hefur leitt
af sér stóraukin þægindi fyrir
rúmliggjandi fólk, og væri
gaman að fá að vita, hvort
íslenzk skinn væru hæf til
þessarar notkunar. Þeim, sem
æskja nánari upplýsinga er
bent á The Lancet, 1961
1447.
Kekkonen
— Kjörmannavalið gefur
ekki rétta mynd af flokkaskipt
ingunni í þinginu, og hlutföll-
in verða eflaust ólík, þegar
farið verður að birta úrslit
þingkosninganna, sem eiga að
fara fram 4.—5. febrúar. Við
síðustu þingkosningar, 1958,
urðu borgaralegu flokkarnir í
minnihluta, þó ekki munaði
nema einum manni. Kommún
istar fengu 50 menn kosna, og
urðu stærsti flokkur þingsins,
jafnaðarmenn 48, en Skog-
flokurinn 3. Þessir þrír fengu
líka aðstöðu og sósíalistarnir
tveir, sem gerðu uppreisn í
norska stjórnarflokknum í
haust og komust að. Bænda-
flokkurinn missti 5 þingsæti
og fékk 48, hægrimenn bættu
við sig 5 og fengu 29, sænski
flokurinn fékk 14 (vann 1) og
finnski flokurinn 8 (tapaði 5).
Þó að kommúnistar yrðu
stærsti flokkur þingsins við
kosningarnar 1958 og þó að
mikið skildi á með borgara-
flokkunum og jafnaðar-
mönnum, datt engum í hug
hleypa kommúnistum í stjórn.
Þeir höfðu átt sæti í stjórn-
inni 1945—48, en samvinnan
við þá gekk svo illa að allir
fengu sig fullsadda á henni.
Síðasta kjörtímabil hafa
minnihlutastjórnir verið I
Finnlandi, en eins og venju-
lega undir slíkum kringum-
stæðum hafa framkvæmdir
tafist og stjórnirnar verið lítt
starfhæfar. Fjöldi mikilvægra
mála bíður úrlausnar, sem að-
eins fæst með því að starfhæf
meirihlutastjórn verði mynd-
uð eftir kosaingarnar í febrú-
ar.
Þó svo færi að kommúnistar
og jafnaðarmenn ynnu á við
næstu kosningar og fengi ör-
uggari meirihluta en nú,
er vandinn ekki leystur með
því. Þessir tveir flokkar geta
nefnilega alls ekki unnið sam-
an. Eini vegurinn til þess að
sterk meirihlutastjórn komist
á í Finnlandi er því sá, að
borgaraflokkarnir nái meiri-
hluta. Spurningin er því þessi:
Eru nokkrar líkur tdl þess?
Því má svara játandi. Jafn-
aðarmannaflokkurinn er klof-
inn og ólíklegt að hann geti
aukið atkvæðamagn sitt frá
síðustu kosningum. Líklegt að
hann tapi fylgi, en þá er spurn
lngln sú, hvort kommúnistar.
geta aukið fylgi sitt, sem tapi
hinna svarar. En það þykir
fremur ólíklegt. Bæði orðsend
ing Krustsjevs í október og
helsprengjuregnið á Novaja
Semlja hefur aukið andúð
gegn flokknum, þó hann fengi
aukið atkvæðamagn við kjör-
mannavalið.
Það má telja líklegt að
bændaflokkurinn haldi velli
eða jafnvel auki fylgi sitt eitt-
hvað. Sænski flokurinn á hins
vegar erfiða aðstöðu. Saensk-
Finnum fer fækkandi í Iand-
inu og áhrifa þeirra gætir
minna en áður, enda hefur
markvisst verið unnið að því
af þjóðræknum Finnum að út
rýma sænsku þjóðerni.
Hægrimenn, sem bættu við
sig 5 þingsætum 1958, unnu
enn á við sveitastjórnarkosn-
ingarnar fyrir tveim árum.
Það er ekki ólíklegt, að þeir
geti enn bætt nokkru við sig í
næstu kosningum, en hvort
það nægir til að ná borgara-
legum meirihluta, er spurning
sem hvorki er hægt að svara
með jái eða neii.
En Finnar bíða með óþreyju
eftir svarinu. Á því veltur
hvort mögulegt verður að
mynda starfhæfa stjórn til
þess að ráða fram úr þeim
óleystu verkefnum, sem engin
minnihlufcastjórn gat ráðið
fram úr.
<S>-
Bridge
5. UMFERÐ í sveitakeppni
meistaraflokks hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur fór fram sl. þriðju-
dagskvöld og urðu úrslit þessi:
Sveit Hilmars Guðmundss. vann
sveit Elínar Jónsdóttur 6—0.
Sveit Einars Þorfinnssonar vann
sveit Þorsteins Þorsteinss. 6—0.
Sveit Eggrúnar Arnórsd. vann
sveit Brands Brynjólfss. 6—0.
Sveit Júlíusar Guðmundss. vann
sveit Jóhanns Lárussonar 5—1.
Sveit Stefáns Guðjohnsen vann
sveit Agnars Jörgensen 6—0.
Að 5 umferðum leiknum er
röð efstu sveitanna þessi:
1. Sveit Einars Þorfinnss. 30 stig.
2. — Stefáns Guðjohnsen 24 —
3. — Agnars Jörgensen 23 —
4. — Júlíusar Guðmundss. 22 —
5. — Jóhanns Lárussonar 13 —
6. — Brands Brynjólfss. 12 —»
7. — Eggrúnar Arnórsd. 12 —
Næsta umferð fer fram nk.
þriðjudag og verður spilað í
skátaheimilinu við Snorrabraut.
Eins og áður hefur verið skýr.t
frá, fer Norðurlandameistaramót
fram í Kaupmannahöfn 12.—16.
júní nk. Allar Norðurlandaþjóð-
irnar hafa tilkynnt þátttöku, þ. e.
tvær sveitir í karlaflokki og ein
kvennasveit.
Önnur karlasveitin, sem fer -
héðan, er þegar skipuð og eru
þessir í henni: Ólafur Þorsteins-
son, Brandur Brynjólfsson, Sím-
on Símonsson, Þorgeir Sigurðs-
son, Lárus Karlsson og Jóhann
Jónsson.