Morgunblaðið - 02.02.1962, Qupperneq 14
MORCTJNTtLAÐlÐ
Föstudagur 2. febr. 1962
Fædd 12. nóv. 1890.
D. 26. maí 1961.
ÞAÐ er seinna en til var ætl-
ast að minnast að nokkru mætr-
ar og merkrar siglfirzkrar hús-
freyju, sem lézt hér í bæ á síð-
astliðnu vori.
Ég á þar við frú Ingibjörgu
Jónsdóttur, sem andaðist 26.
maí á heimili sonar síns, Hin-
riks, en þar dvaldist hún síð-
ustu stundirnar, og naut þar að-
hlynningar og hjúkrunar tengda
dóttur sinnar, frú Margrétar
Jónsdóttur.
Frú Ingibjörg var fædd á Ak-
ureyri 12. nóv. 1890, og því
rösklega 70 ára að aldri.
Foreldrar hennar voru hjón-
in Jón Jónsson, verzlunarmað-
ur, og Jóhanna Gísladóttir, bú-
Miifning
sett á Akureyri. Var Jón sonur
Jóns Sigurðssonar, bónda að
Hálfdánarstöðum í Norðurárdal í
Skagafirði (nú eyðibýli) og
konu hans, Þóru Tómasdóttur
frá Einhamri. Hafa ættmenn
þessara hjóna dreifzt um Eyja-
fjarðar- og Skagafjarðarsýslur.
Amma Þóru frá Einhamri, Guð-
rún að nafni, var dóttir Jóns
Þorlákssonar, Höskuldssonar,
bónda að Hólum í Hjaltadal.
Systkini Jóns Þorlákssonar voru
meðal annarra: Pétur, afi séra
Friðriks Friðrikssonar, í KFUM,
Þorbjörg, amma Stefáns skóla-
meistara, og séra Sigurður í Vig
ur og Þorbjargar húsfreyju á
Veðramóti í Gönguskörðum,
móður Haraldar leikara og þeirra
mörgu systkina, og Sigríður,
amma séra Sigurbjörns Á. Gísla
sonar og svonefndra Ytri-Vall-
holtsbræðra í Skagafirði
Börn Jóns og Þóru, auk Jóns
yngra, voru meðal annarra:
Kristín, móðir Steindórs J.
Steindórssonar, kennara við
Menntaskólann á Akureyri, og
Guðrún, amm? Sigrúnar, konu
ísaks Jónssonar, skólastjóra i
Reykjavík.
Eins og hér hefur verið tæpt
lítið eitt á, er frú Ingibjörg
komin af traustum bændaætt-
um í föðurætt, og er margt
þetta frændalið búið ágætum,
fjölhæfum gáfum, listhneigt og
frábært dugnaðar- og mann-
dómsfólk.
Jóhanna, móðir frú Ingibjarg-
ar, var dóttir hjónanna Gísla
Þorlákssonar og Marju Ólafs-
dóttur. Var Gísli greindur mað-
ur og gegn, hestamaður og
ferðamaður ágætur. Hann var
um langt skeið ráðsmaður hjá
sr. Jóni Hallssyni, prófasti að
Glaumbæ í Skagafirði.
Marja, kona Gísla, var dóttir
Óxafs bónda að Ósi við Höfða-
vatn, Hallssonar Ásgrímssonar
bónda í Geldingaholti í Skaga-
firði. Voru þeir albræður Ólaf-
ur og sr. Jón Hallsson, prófast-
ur, Ásgrímur, bóndi á< Mann-
skaðahóli í Skagafirði, Guðvarð
ur og Jóhann. Hann fór til
Ameríku.
Voru sumir þessara bræðra
kynsælir mjög, og afkomendur
þeirra fjölmargir.
Sonarsynir sr. Jóns eru þeir
Jón Stefánsson, listmálari, lík-
lega elztur afkomenda Halls
bónda í Holti, og Jón Sigurðs-
son, fyrrv. alþm. á Reynístað.
Dótturböm sr. Jóns eru Jón,
fyrrv. bóndi á Þingeyrum, og
hin mörgu systkini hans. Dótt-
urdótturbörn eru þau systkin,
frú Kristín, kona Ólafs Þor-
steinssonar læknis, Reykjavík,
og Einar B. Guðmundsson
hæstaréttarlögrnaður o. fl. o. fl.
Sonarbörn Asgríms bónda á
Mannskaðahóli voru þau Jó-
hanna, húsfreyja í Asi .1 Hegra-
nesi, Ásgrímur, skipstjóri á
Sauðárkróki, og Hallur, for-
maður í Hofsósi, en hann er
faðir Eyþórs, forstjóra hér í bæ
og systkina hans. Fleiri eru af-
komenaur Ásgríms, þó ekki séu
þeir taldir hér.
Sonarsonur Guðvarðar er
hinn mikli völundur Sauðkrækl-
inga, Jón Nikodemusson.
Af Ólafi eru komnir meðal
annarra Gunnar alþm: Jóhanns-
son, Gísli Sigurðsson, bókavörð-
ur Bókasafns Siglufjarðar, og
svo er dótturdótturdóttir Ólafs
frú Ingibjörg.
Frú Ingibjörg er því í móður-
ætt einnig komin af traustu og
velbyggðu bændafólki, eins og
fleiri góðir íslendingar, og er í
þessari ætt ágætt fólk, gætt góð
um gáfum og fjölhæfri list-
hneigð.
Frú Ingibjörg ólst upp á
heimili foreldra sinna allt að
tvítugs aldri ásamt systkinum
sínum, en þau voru: Gunnlaug-
ur Tryggvi, ei var um skeið
ritstjóri Islendings, dáinn fyrir
nokkrum árum, Helga, gift
Skafta Stefánssyni, útgerðarm.
hér í bæ, Alfreð, verkamaður á
Akureyri, og hálfsystir Guðrún,
húsfreyja fram í Eyjafirði.
Á fyrsta tug þessarar aldar,
þegar Norðmenn hófu hér síld-
veiðar og síldarsöltun, færðist
mikið fjör í atvinnu- og at-
hafnalíf hér í bæ. Siglufjörður
var á allra vörum. Þangað fór
fólk víðsvegar að af landinu að
koma í atvinnuleit. Meðal
þeirra, sem leituðu til Siglu-
fjarðar i þeim erindum, var
Ingibjörg.
Eitt heimili her í bæ var í
þann tíð rómað iniög fyrir
myndarskap og menningarbrag.
Var það heimili heiðurshjón-
anna frú Sigríðar Pálsdóttur og
Hafliða Guðmundssonar, hrepp-
stjóra. íslenzk gestrisni sat þar
í öndvegi. Margan manninn, er-
lendan og innlendan, ríkan og
fátækan, bar þar að garði. Marg
ir áttu erindi við húsbóndann,
vegna embættis hans, en hann
var einnig um skeið fulltrúi
sýslumannsins í Eyjafjarðar-
sýslu. Góð regla og stjómsemi á
hinu híbýlaprúða og aðlaðandi
heimili var í höndum húsfreyj-
unnar og gestum veitt með
rausn. Húsráðendur voru glað-
værir og skemmtilegir og létu
sér umhugað um að gestum liði
sem bezt, og þegar börn þeirra
komust upp, og tóku virkan
þátt í heimilislífinu, áttu þar
margir ógleymanlegar ánægju-
stundir. Hafliðabörnin svo-
nefndu, góð, glaðvær, kurteis,
aðlaðandi og ágætir félagar.
Á þetta heimili réðist Ingi-
björg sem aðstoðarstúlka hús-
freyju. Varð dvöl hennar á
þessu heimili lengri, og sam-
skipti við fjölskyldu þessa
meiri en ungu stúlkuna óraði
fyrir. Fullvíst er að hún, með
því að ráða sig á þetta góða
heimili, hafi stigið sitt gæfu-
spor, forlög hennar strax ráðin
og lífsbraut hennar ákveðin án
hennar vitundar.
Hinn 4. des. 1915 giftist hún
Andrési, yngsta syni hrepp-
stjórahjónanna. Reyndist sá
ráðahagur með afbrigðum vel.
Var hjónaband þeirra alla tíð
ástúðlegt og öðrum til fyrir-
myndar.
Ungu hjónin stofnuðu skjótt
sitt eigið heimili, og var mikil
rausn, myndar- og menningar-
bragur þar á öllu. Andrés hefur
alltaf verið ástúðlegur, hugull
og fyrirhyggjusamur heimilis-
faðir. Húsfreyjan reynzt frábær
húsmóðir og búið eiginmanni
sínum og börnum aðlaðandi og
yndislegt heimili.
Börn þeirra hjóna eru: Haf-
liði forstjóri, kvæntur, búsettur
í Reykjavík; Jóhanna, gift, bú-
sett í Hafnarfirði, og Hinrik,
kvæntur, búsettur á Siglufirði.
Öll eru börnin mannvænleg og
ágætir þjóðfélagsþegnar eins og
þau eiga kyn til.
Frú Ingibjörg var tæplega
meðalmaður á hæð, en einkar
snotur í vexti. Hún var forkun-
ar fögur ásýndum og bjó yfir
geðþekkum kvenlegum yndis-
þokka. Skapgerð hennar var
frekar ör, en hrein, og virtist
þar öllu stillt í hóf. Var hún að
jafnaði jafnlynd og viðmótsþýð
og oftast sveif blær góðmennsku
og velvilja til alls og allra yfir
svip hennar.
Hún var allra kvenna greið-
ugust og hugulsömust við þá,
sem einhver bágindi steðjuðu
að, og vildi allra vandræði
leysa. Henni var það mikið
ánægjuefni að geta borið birtu
Þessi skemmtilega mynd er af
örsetahjónum Bandaríkjanna,
þar sem bau eru í fríi og aka
um golfvöllinn í þar til gerðura
vagni. Krökkunum þykir sýni-
lega gaman að sitja í hjá þeim,
eins og ísienzkum krökkum á
traktor eða sláttuvél á túninu.
og yl til þeirra, sem í skugg-
anum sátu.
Frú Ingibjörg var ákaflega
bókhneigð og tók iðulega bók í
hönd að afloknu dagsverki. Það
var sérlega skemmtilegt að
ræða við hana. Hún var fróð
og hafði gaman af ættfræði.
Hún tók fyrr á árum virkan
þátt í ýmsum félagsskap kvenna.
Var meðal stofnenda að líknar-
félagi sem starfaði hér um skeið
og síðar í kvenfélaginu Von.
Nú er frú Ingibjörg öll. Mér
finnst Siglufjörður fátækari.
í bindindismálum stóð hún
við hlið eiginmanns síns, og
studdi hann bæði i þeim málum
og öðrum, sem hann vann að.
Margir þeir, sem hafa notið
nærgætni hennar og hugulsemi
sitja hnuggnir.
Mestur harmur er kveðinn að
eiginmanni, börnum og öðrum
vandamönnum. Þarna hefur
komið það skarð í fjölskyldu-
hópinn, sem ekki verður fyllt,
Það er undur eðlilegt að tóm-
legt þyki, þegar húsfreyjan,
sem sómdi sér vel í sæti sínu,
er horfin sýnum. Og viðbrigðin
eru mikil fyrir eiginmanninn,
þegar sambandið, sem haldizt
hefur farsællega í um hálfa
öld, rofnar með stuttum fyrir-
vara, en vonin segir: „Heilög
höndin hnýtir aftur slitinu
þráð“.
Starfsdagur frú Ingibjargar
var orðinn langur og starfs-
kraftar þrotnir. Hún átti bágt
með að sætta sig við að geta
ekki sinn, sínum heimilisstörf-
um, en um það var ekki til
neins að fást, værð og friður
færðist yfir og hin mikla hvíld
kom á hentugum tíma.
Við, sem eftir lifum, vanda*
menn og vinir, eigum ljúfar og
fagrar endurminningar um
þessa góðu konu, þökkum með
hlýhug fyrir samveruna og
margar ánægjulegar stundir og
biðjum henni blessunar á henn-
ar nýju vegferð.
Blessuð sé minning hennar.
P. E.
Þýzkir sendiherr-
ar ræðast við
Bonn, 29. jan. (NTB-Reuter)
• Tilkynnt var í Vestur-Þýzka-
landi í'dag að sendiherra Þýzka-
lanids í Moskvu, Hans Kroll
myndi taka þátt í sendiherra ráð
stefnu sem haldin verður í Bonn
eftir nokkrar vikur. Meðal ann-
arra þáttiakenda verða sendi-
herrar landsins í Washington,
Uondon, París, Róm og hjá Atl-
antshafsbandalaginu.
Eiginmaður minn
HEKMANN ÞÓRÐABSON
kennari,
andaðist 1. feorúar 1962.
Ragnheiður Gísladóttir.
Eiginmaður minn, faðir og tengd&faðir okkar
VILMUNDUR VILHJÁLMSSON
lézt í Landakotsspítala sunnudaginn 21. janúar s.l.
Bálför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð.
Ólafía Björnsdóttir börn og tengdabörn.
Móðir okkar
ELLEN EMILÍE (NÆSHEIM) JÓSEPSEK
andaðist þ. 31. janúar 1S62. Jarðarförin verður aug-
lýst síðar.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda.
Gerd Hlíðberg, Henry Jósepssen,
Astrós Jónsdóttir, Ólafur Jónsson,
Berit Lidquist, Emil Jónsson,
Indrid Hlíðberg.
Elsku sonur minn
BRYNJAR GEIR AÐALSTEINSSON
sem lézt 28. janúar, verður jarðsettur að Kotströnd laug-
ardaginn 3. febrúar. Athöfnin hefst kl. 13,30 á heimili
mínu Breiðumörk 9 Hveragerði.
Bergrós Jónsdóttir.
Utför konunnar minnar
MARGRÉTAR S. GUNNLAUGSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. febrúar kl.
1,30 eftir hádegi.
Ingvai Kristjánsson.
Kveðjuathöfn um móður okkar
JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR
sem andaðist 25. jan. fer fram í Fossvogskirkju laugar-
daginn 3. febr. kl. 10,30 árdegis. Athöfninni verður
útvarpað. Jarðsett verður á Stokkseyri sama daga kl. 3-
síðdegis.
Börnin.
Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur.
SIGURLAUGAR SALÓMONSDÓTTUR
Ketils'-töðum í Mýrdal.
Kristín Gunnarsdóttir, Salómon Sæmundsson,
og systkinin
Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
STEINGRÍMS KRISTJÁNSSONAR
Guð blessi ykkur.
Guðrún Hansen,
Borghild Stcingrímsdóttir, Einar íngvarsson og börn,
Jakob Kristjánsson, Jón Knstjánsson.
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur vinar-
hug og samúð við andlát og jarðarför
KRISTJÁNS ÁRNASONAR
skipstjóra frá Bíldudal
Börn, tengdabörn og barnabörn