Morgunblaðið - 02.02.1962, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.1962, Page 17
Föstudagur 2. febr. 1962 MORGV1SBLAÐ1Ð 17 Sigurjón Ölafsson frá Skaröshlíö Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendiferða fyrir hádegi. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Griótagötu 7 — Sími 24250. LAUGARDAGINN 5. jan. 1962 fór útför Sigurðar Ólafssonar frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum fram að Eyvindarhólakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni, en hann andaðist á aðfangadags- Ikvöld jóla, eftir uppskurð í sjúkrahúsi í Reykjavík. Mig langar til að minnast þess æskufélaga og sveitunga með fá- einum línum en finn þó vel van- mátt minn til að gera þeirri minningu þau skil sem vert væri — Sigurður var fæddur í Hóla- íkoti hér í sveit 5. nóv. 1894. For- eldrar hans voru sæmdarhjónin Anna Skæringsdóttir frá Skarðs- hlíð og Ólafur Jónsson frá Lambafelli, sem lengst af bjuggu í Skarðshlíð og voru við þann bæ íkennd. Þar ólst Sigurður upp ásamt systkinum sínum sem öll eru sæmdar- Og drengskaparfólk eins og þau eiga kyn til. Þegar Sigurður er genginn rifj ast upp hjá mér margar hugljúf- ar æskuminningar frá þeim ár- um er við Skarðshlíðar og Drangs hlíðar börn vorum að alast upp í nágrenm, en eins og kunnugir þekkja til liggja tún þessara jarða saman, og samskipti því má segja dagleg — Og nú þegar veg- ir skiljast, bregða fyrir hugskots- sjónir mínar margar kærar svip- rnyndir frá stjörnubjörtum tungls skinskvöldum, er við nágranna- börnin komum saman til leikja, glöð og áhyggjulaus með óráðna framtíð. Þá þegar kom það fram að Sigurður heitinn var heill í leik, vildi aldrei hafa rangt við. Enda hefur allt líf hans, hugsun- arháttur og athöfn mótast af sannri drenglund. Orðum hans og loforðum, var ekki síður að treysta, en skriflegu handsali annara manna. I þessu nábýli við Sigurð var ég í hartnær 30 ár og tel mig því hafa þekkt manninn gjöria. — Hann var fyllilega meðal maður á hæð grannvaxinn og beinvaxinn, og vel á sig kominn, dökkur á hár, en bjartur yfirlitum, framkom- an örugg og prúð. — Sigurður var skapfestu og alvörumaður, glaðvær *g skemmtilegur, en stillti gleði jafnan í hóf, en átti hægt með að taka upp léttara hjal meðai góðra vina, en fas hans allt mótaðist af grandvar- leik og hófsemi, alvöru manns- ins sem engum vildi rangt gera, og lét hvern njóta sannmælis og hafði ætíð það sem sannara reynd ist. Hugmaður var hann mikill, Og þoldi iiia undanslátt í starfi, og átti það til að segja þeim er það henti brota og umbúðalaust meiningu sína. Að eðlisfari var Sigurður ör í lund, en sjálfur hafði harm tamið skap sitt svo vel, að þess gætti lítið í daglegri limgengni. í æsku kynntist hann fátækt- inni, því framan af búskap for- eldra hans, var fátæktin ríkjandi ineðan þorra fólks hér undir Fjöll um og ef til vill hefur sá skóli íkennt honum að fara gætilega með fjármuni, og stíga aldrei skrefið lengra en efnin leyfðu. Hins vegar mat hann mikils við- leitni manna við að verða efna- lega sjálfstæðir, og grunar mig að hann hafi oftar en einu sinni, hlaupið undir bagga með þeim er fé vantaði til framkvæmda, enn- fremur mun hann hafa hjálpað ungum mönnum sem skorti fé til menntunar. Amlóðaskap, og ikæruleysi átaldi hann hart, og hélt því eindregið fram að Guð hjálpaði beim sem vit og vilja hefðu til að hjálpa sér sjálfir. Eftir að foreldrar hans létu af búskap, rak Skæringur bróðir hans áfram bú í Skarðshlíð (þá búinn að kaupa jörðina, en for- eldrar þeirra höfðu verið leigu- Jiðar). Dvaldist Sigurður alla tíð 1 Skarðshlíð meðan bróðir háns bjó þar, Og hafði fénað sem hann vann fyrir. Var sambúð þeirra bræðra mjög góð, og samvinna með ágætum, svo samofinn var vilji þeirra til þess að gera bú- skapinn í Skarðshlíð snyrtilegan og arðbæran, að ekki var í raun og veru hægt að gera upp á milli hvor væri ábúandinn, enda hvíldu heimilisstörfin engu síður á Sigurði, þar sem Skæringur fór jafnan á vetrum til sjósóknar í Vestmannaeyjum, en Sigurður ásamt yngri systrunum tók að sér umsjón heimilisins. Skepnuhirðir var hann slíkur að af bar um aðbúnað og fóðrun, enda var maðurinn einlægur skepnuvinur, og hafði yndi af að umgangast þær. Það var bæði anægjulegt og lærdómsríkt að koma í fjárhúsin til Sigurðar, svo var umgengni og hagvirkni auðsæ. — Þar sáust aldrei rusl eða moðbyngir í garðaenda né við húsveggr og fáa þekki ég sem kunnu betur að fóðra búfé án þess að bruðla eða láta neitt fara til sprllis, en fóðra þó vel. Og eru það þó hagnýt búvísindi, sem vert er að gaumur sé gefinn. — Enda blómgaðist bú þeirra bræðra ár frá ári, og á seinni árum mátti segja að Skarðshlíð- arbúið væri með þeim beztu hér í sveit og efnahagur stæði á mjög traustum grunni. Ég sem línur þessar rita hef verið það lánsamur að eiga jafn- an að nágrönnum gott fólk, en ég halla á engan, þó ég segi að betri nábýlismann en Sigurð heit inn hef ég aldrei átt, (og gildir hið sama um öll hans systkini). Sigurður var svo frábær að til einsdæma má telja, um alla greið vikni, hugulsemi og góðvild, enda var hann virtur fyrir þessa eiginleika af öllum sem kynntust honum. Eitt var það í fari Sig- urðar, sem er mér minnisstætt og vakti fljótt athygli mína, og það var, að hvar sem hann fór, hvort sem það var um slægju- iönd eða alfaraveg, að yrði stein vala í götu hans, hirti hann hana upp og vék henni til hliðar, þetta þótt mörgum finnist ef til vill ekki mikilsvert, né í frásögur færandi, sýnir þó þá sérstöku reglusemi, sem einkenndist í fari hans. Steinvalan sú, varð hvorki til að brjóta skarð í sláttuljásegg hans né arinara, og ekki heldur til að verða fótaskefli þess er síðar um götuna fór. Sigurður var skapfestu og alvörumaður, og flíkaði ekki til- finningum sínum mikið við aðra, en í brjósti hans sló viðkvæmt og hlýtt hjarta. í landsmálum var hann enginn huldumaður, og hafði þar sínar ákveðnu skoðanir, svo engum duldist hvar í flokki hann stóð, en vinslit urðu aldrei þó skoðanir féllu ekki í sama far veg. Vil ég nú við andlát hans þakka honum það og öll góð kynni frá bernskudögum, sem mér vitanlega hefur aldrei fallið skuggi á. Eftir að Skæringur bróðir hans seldi bú og jörð flutti Sigurður alfarinn að Hrútafelli til Helgu systur sinnar og manns hennar Eyjólfs Þorsteinssonar og átti heimili sitt hjá þeim til dauða- dags. Með þeim Sigurði og Helgu höfðu alla tíð verið miklir kær- leikar, og með henni mun honum hafa verið ljúfast að dvelja. Fén- að sinn átti hann áfram, og hafði éyðibýlið Hrútafellskot til afnota, og hirti þar fé og hross, sem hann fann lífsuppfyllingu í að annast og umgangast, — samfara því að skapa sér aðstöðu til sjálf stæðrar atvinnu, og vera ekki öðrum háður. En nú hin síðari ár fór heilsan að bresta, og varð hann öðru hvoru að dvelja á sjúkrahúsum sér til lækninga, en alltaf var hugurinn heima í sveit inni hans fögru, og hvergi mun hann hafa fundið sjálfan sig annars staðar en þar. Nú er Sigurður Ólafsson horf- inn sjónum okkar. Við Eyfell- ingar fáum ekki oftar að þrýsta hans hlýju vinarhendi, en í vit- und okkar leikbræðra og sam- íerðamanna geymist endurminn- ingin um mann sem ekki mátti vamm sitt vita. — Eftir stöndum við um sinn og veltum fyrir okkur spurningunni. Hvers virði er auður, metorð Og völd, ef það hugarþel sem Sigurður heitinn átti í svo rík- um mæli til manna og málleys- ingja brestur. Blessuð sé minning hans. Gissur Gissurarsorv. í LÍDÓ í KVÖLD KL. 8.30. Frjálst val á milli sófasetts, ísskáps og frístandandi strauvélar. Aðrir vinningar 12 m matarstell með ávaxtasetti — 12 m kaffistell — 12 m kristal ávaxta- sett — Gullúr — strauborð og straujárn — Lampar og loftljós, ásamt öðrum góðum vinningum. Framsóknarfélögin í Reykjavík. ÖRUGGARI RÆSING MEIRA AFL OG ALLT | AÐ 10% eldsneytis- sparnaður Jafnan fyrirliggjandi TVÍHERTIR AMERÍSKIR STÁLBOLTAR MEÐ FÍNU OG GRÓFU GENGI. TVÍHERTIR SÆNSKIR OG ÞÝZKIR STÁLBOLTAR MEÐ MILLIMETRA GENGI — RÆR — HÁRÆR — SPENNISKÍí'UR — FLATSKÍFUR — BRETTA- SKÍFUR. Afgreiðum af lager jafnskjótt og pantanir berast. Sendum gegn póstkröfu um land allt, BIÐJIÐ U M VERÐLISTA Umboðs- & heildverzlun Brautarholti 20 — Reykjavík Sími 1-51-59. ÍSÓL HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.