Morgunblaðið - 16.02.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.02.1962, Qupperneq 3
Föstudagur 16. febr. 1962 HfnvrrrviRT 4T)1Ð 3 „Það gilda sömu uppeldislögmál 1 AÐFARANÓTT miðvikudags £ kom Guðrún Á. Símonar For- t'berg, óperusöngkona, til lands ins eftir rúmlega 3ja ára dvöl í Bandaríkjunum, ásamt eig- inmanni sínum Garðari For- berg, flugvélavirkja hjá Pan American, ársgömlum syni sínum, Ludvig Kára og marg- verðlaunuðum Síamsketti, Mascalzone Simonetta For- berg að nafni, sem er 2Vi árs gömul læða. Fékk kisa land- vistarleyfi hér á landi í að- eins þrjár vikur, eftir mik- ið umstang, en að athuguðu máli var leyfið lengt upp í 2 mánuði. ★ ar Gunna Malla. Hún er al- veg sjúk að komast inn í búr og krækja sér í harðfisk. Og nú skal ég sýna ykkur ættartölu hennar, hún er svei mér ekki dónaleg. Móðir henn ar heitir Gunna Malla og er „seal point“ Síamsköttur, ætt- aður frá London. Hún er í eigu Halldóru Rútsdóttur, sem vinnur í íslenzka konsúlatinu í New York. Fékk hún hana að gjöf frá Gunnari Eyjólfs- syni, leikara. Faðir hennar heitir Lan Foo, amerískur „chocolate point“, en verð- launaafbrigðin af Síamskött- um eru fjögur: „seal-, choco- late-, blue- og frost-point“. Af- komendur ofangreindra katta Guðrún Á. Símonar, á.sam.t eiginmanni, syni og Mascalzone (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) stIstííMr Áuglýsing SÍS Tíminn birtir alltaf af og til auglýsingu frá Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga. Er hún í feitum ramma og nt.eð mismun- andi orðuðu hóli um ágæti SÍS. Síðasta auglýsingin birtist í gær og fjallar hún um ágæti „for- stjórans“. Morgunblaðið viður- kennir að Erlendur Einarsson hefur marga góða kosti og er yfirleitt gegn maður, en honum er lítill greiði með því gerður að ;.«ý' Erfenðáf móc VKO»r. «dbl» *t-; ftifwibmi, eða bvali, »9 «W' ÁJúpióiýutlekímrv Moýy. ef nd(lgsiw» : fyrfr: : ■'jitii'i >.<iMÍi#:ff<xá>:4Íw::.káncmý.; ** (etúrtjimeó» ': <JeeðJs«oM£<ÍK.'. ba#f on*T ’ telja grein þá, sem hann fyrir skömmu hefur ritað og Morgun- blaðið gert að umræðuefni, aðal- sönnun fyrir ágæti hans. Sú grein um soninn og kettina segir Guðrún Við hittum Guðrúnu og fjölskyldu hennar að máli að heimili móður hennar Ágústu Pálsdóttur, og stjúpföður Ludvigs C. Magnússonar. Kvað Guðrún Þau aðeins vera í stuttri heimsókn að þessu sinni, og hún hefði ekki hugs- að sér að halda hljómleika. „Eg er einhvern veginn ekki upplögð til að syngja núna“, sagði söngkonan, „eg kom ein göngu til að heilsa upp á ætt- ingjana og anda að mér ís- lenzku lofti.“ Guðrún Á. Símonar hefur sungið tölúvert þau ár, sem hún hefur dvalizt í Banda- ríkjunum, fór í 2ja mánaða söngferðalag um Bandaríkin og Kanada, hélt hljómleika í Town Hall, hvarvetna við góðar undirtektir. GÖFUG ÆTTARTALA ,,En við skulum ekki vera að tala um mig,“ hélt söng- konan áfram, „ég skal heldur segja ykkur frá henni Mascal- zone Simonetta Forberg. Hún er primadonnan á heimilinu, sjáið þið hvað hún ber sig tignarlega! Mascalzone er ítalskt nafn og þýðir „hrekkja lómur“ eða „prakkari“, og er það réttnefni. Hún er gáfuð eins og allir Síamskettir, ekk- ert taugaóstyrk, eins og títt er um ketti af þessu kyni, né stelsjúk eins og mamma henn eru: Mascalzone (dóttir), Lady Lin (dóttir), Dóra Gunna (dóttir), Jezebelle (dóttir), Jefferson Davis (son ur) og Phebe (dóttir). Öll hafa þau unnið 1. verðlaun á kattarsýningum víðsvegar um Bandaríkin. Alls hefur Mascal zone unnið átta verðlaun, þar af var hún eitt sinn kosin fallegasta læðan af 375 sam- tegundar læðum.“ ★ „Eg á þrjá aðra ketti,“ hélt Guðrún Á. Símonar áfram, ,yþar af einn „blue point“ sem heitir Símon frá Hóli. Eg hef ekki haft tíma til að fara með hann nema á eina kattarsýn- ingu og vann hann þar verð- laun. Snow White, sem er venjulegur köttur, hlaut verð laun sem fallegasti húsköttur- inn, en hinn fjórði hefur aldr- ei farið á sýningar. Jú, svo á ég einn kött hér heima, ensk- persneskan, sem heitir Puss- Puss. Hann er ekkert hrifinn af að ókunnug „stelpa" skuli vera komin í húsið, en lætur Á. Simonar, það afskiptalaust, enda kurt- eis köttur. Því ber ekki að neita, að það er þó nokkurt umstang kringum þessa ketti, þeir þurfa að fá vítamín á hverj- um degi o. s. frv. Eg er sér- staklega montin af Mascal- zone, hún er mjög hænd að mér, sefur meira að segja hjá mér í rúminu. Það gera hinir nú reyndar líka, einn til fóta, annar upp á sænginni o. s. frv. Hvað maðurinn segi? Hann amast ekki við þeim, hann er kattargæla eins og ég.“ FRÁ 50 DOLLURUM OG UPP ÚR „En það er eitt sem ég skil ekki, og það er það hvers- vegna útlendum köttum er bannaður aðgangur að íslandi. Þeir segja að þeir beri með sér bakteríur. En ætli þeir beri með sér meiri bakteríur en sjálft fólkið, ef þeir eru sprautaðir og hafa heilbrigð- isvottorð. Eg var á báðum áttum, hvort ég ætti að taka Mascalzone með mér, kom henni í fóstur nokkru áður en ég fór, en þá steinihætti hún að borða. Svo ég hringdi nið- ux á flugfélagið og spurði, hvort ég fengi að hafa hana í sætinu hjá mér, að sjálfsögðu í búri. Leyfið var veitt og því er nú Mascalzone komin til íslands. Þetta er mjög dýrmæt ur köttur, eins og allir Síams- kettir. Þeir eru seldir á hvorki meira né minna en frá 50 doll urum. Veit ég til þess, að margir láta þá ekki frá sér fyrir minna en 150 dollara, og það er ekki svo lítill pening- ur. Ættgöfugir kettir eru að sjálfsögðu miklu dýrmætari og köttur getur ekki gert sér vonir um að fá fyrstu verð- laun nema hann geti sýnt ætt- artölu. ★ Sonur minn er ekkert hræddur við kettina og þeir hafa aldrei gert honum mein, enda blíðlyndir að eðlisfari og klóra ekki nema þegar þeir eru hræddir. Það gilda sömu uppeldismál um soninn og kettina, enda hef ég æfingu í að fást við ketti með góðum árangri, Við getum sagt: Eg el soninn upp eins og kött- inn. Hg. Fjörugt þorrablót Þúfum, N.-ís., 13. febrúar SUNNUDAG SKVÖLDIÐ 12. þ.m. var haldið fjölmennt þorrablót í Reykjanesi. Var samkoma þessi vel sótt af sveitamönnum. Konur sveitarinnar stóðu fyrir því. Sest veir að ríkulegu matborði með margskonar góðmeti. Þá voru sýndar kvikmyndir. Jón Bjarna- son ljósmyndari á ísafirði sýndi töfrabrögð. Að lokúm var dans stiginn um stund af miklu fjöri. Mótsgestir komu heim undir morgun, glaðir eftár góða sam- komu. — P.P. Aðalfundur EVFÍ AÐALFUNDUR Efnaverkfræði- deildar Verkfræðingafélags ís- lands, EVFÍ, var haldinn 31. f.m. f stjórn félagsins voru kosnir: ívar Daníelsson, dósent, formað- ur, Gunnar Björnsson, efnaverk- fræðingur, gjaldkeri, Guðlaugur Hannesson, gerlafræðingur, rit- ari og Gxmnar Ólafsson og Pét- ur Sigurjónsson, efnaverkfræð- ingar, meðstjórnendur. er honum síður en svo til sæmd- ar, en það er m.annlegt að skjátl- ast og menn vilja vafalaust fús- iega fyrirgefa afglöp Erlends. En þá á. heldur ekki að auglýsa þau meira en góðu hófi gegnir. „Mútur“ | Magnús Kjartansson, ritstjóri I Moskvumálgagnsins, ræðir tíðum I um „mútur“, og í gær fjaliar ritstjórnargrein hans um það fyr- irbæri. Ekki vita menn til þess, að íslendingar hafi nema einu sinni (það er auðvitað einu sinni of mikið) tengt óskir um erlenda aðstoð við utanríkismálastefnu landsins. En það er á allra vit- orði, að vinstri stjórnin undir forystu Hermanns Jónassonar og með beinu eða óbeinu MMBþyWfe komrrr.únista leitaði til Atlants- hafsbandalagsins um samskotafé og fékk auk þess lán úr sérstök- um öryggissjóði Bandaríkjanna í sambandi við samning um veru varnarliðsins á fslandi haustið 1956. Það hlýtur að vera þetta tilvik, sem ritstjóri kommúnista- blaðsins á við, þegar hann er að tala um „mútur“ í sambandi við íslenzk utanríkismál, og er ekki ólíklegt að hann svíði undan minningunni um þetta. Hitt vita líka allir að blað hans og flokkur er rekið fyrir rússneskt nt.útufé. Herkostnaður 5. herdeildar heims kommúnismans er hvarvetna greiddur með erlendum f jármun- um. Varla fara þær mútur í taug ar ritstjórans. Að flytja síóði Framsóknarmenn hamra sýknt og heilagt á þvi, að sérreglur eigi að gilda um varasjóði sam- vinnufélaga, vegna þess að ekki sé hægt að flytja þá milli byggð- arlaga. Telja þeir þetta mikil- vægt vegna hinna dreifðari byggða. Við skulum. láta það liggja á. milli hluta. En hvað þá um varasjóði þeirra samvinnu- félaga, sem rekin eru t.d. í Reykjavík og nágrenni? Væri það svo syndsamlegt að þeir sjóð ir yrðu fluttir út á landsbyggð- ina, ef þau samvinnufélög legð- ust niður? Ef samræmi ætti að vera í skoðunum Framsóknar- manna, ættu þeir þó a.m.k. að undanskilja varasjóði þessara fé- laga, þegar þeir tala um mikil- vægi þess að sjóðirnir séu ekki fluttir burt úr byggðarlögunum. Það varast þeir þó auðvitað eins og heitan eldinn, enda er sann- leikurinn sá, að Fram.sóknar- raenn hafa miklu fremur flutt fjármagn til Reykjavíkur en að þeir hafi dreift því út um lands- byggðina, og þess vegna vilja þeir auðvitað fyrst og fremst, að þeir sjóðir, sem safnað hefur verið saman í Reykjavík njóti skattfríðindanna. Ekki reyndist unnt að ná mynd af Mascalzone og Puss-Puss saman, því þótt Puss-Puss sé kurt- eis köttur, var honum ekkert um það gefið að fá ókunna „stelpu“ í húsið. Mascalzone er á myndinni t. v., umkringd átta verðlaunaberðum, Puss-Puss hreyfði sig ekki úr eldhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.