Morgunblaðið - 23.02.1962, Side 2
2
MORGUNBT AÐ1Ð
Föstudagur 23. febrúar 1X)62
Islandi sýnd
góövild og sómi
GYLFI Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra er nýkominm heim frá
Danmörku en þar var hann við
opnun íslenzku listsýningarinn-
ar í Louisiana-listasafninu. í
fréttaauka útvarpsinis í gær sagði
ráðherrann frá sýningunni og fer
frásögn hans hér á eftir.
Síðastlidinn föstudag var opn-
uð sýning á íslenzkum listaverk-
um í Louisiana-listasafninu, sem
er skammt fyrir utan Kaup-
mannahöfn, en það er yngsta
listasafn Ðana og jafnframt það,
sem nú mun mest sótt. Safnið
er í einkaeign og eigandi þess er
Knud W. Jensen. Hann kom hing-
að til Íslands s.L haust ásamt
próf. Meulengracht, sem er for-
maður Dansk Islandsk Samfund
í Kaupmannahöfn, og var erindi
þeirra að athuga möguleika á
að efna til slíkrar sýningar. Bæði
íslenzka og danska ríkið veittu
nofckurt fé til styrfctar sýning-
unni.
Knud W. Jensen ákvað sjálfur
meginreglurnar varðandi val
listaverkanna, en valið sjálft önn
uðust þau dr. Selma Jónsdóttir,
Gunnlaugur Scheving og Svavar
Guðnason. Svavar fór jafnframt
til Danmerkur og aðstoðaði við
að koma listaverkunum fyrir.
Dansk-Islandsk Samfund bauð
mér síðan til Hafnar í því skyni,
að ég talaði við opnun sýning-
arinnar.
Ég held að óhætt sé að full-
yrða, að aldrei fyrr hafi verið
efnt til jafnglæsilegrar sýningar
á íslenzkri myndilist erlendis.
Enda hafa blaðadómar verið
mjög lofsamlegir og mjög mikið
verið um sýninguna skrifað í
dönskum blöðum. Salarkynni
Louisiana-safnsins eru afar
skemmtileg og listaverkunum er
mjög vel fyrir komið. Auk nú-
tima verkanna eru sýndir ýmsir
gamlir íslenzkir munir úr þjóð-
minjasöfnun íslendinga og Dana:
tréskurður, silfursmíði og vefn-
aður og gefur það sýningunni
sérstakan blæ í stærsta salnum
eru málverk Kjarvals og hans
eins. í næst stærsta salnum mynd
ir Jóns Stefánssonar. Málverk
Asgríms Jónssonar og Gunnlaugs
Schevings eru í þremur minni söl
um, en fimmti málarinn, sem
flestar myndir eru sýndar eftir,
er Svavar Guðnason. Myndir
þessara málara vekja mesta at-
hygli á sýningunni og eru list-
dómarar allir sammála um að
telja þá mikla málara.
Höggmyndunum er dreift um
6ýningarsalina. Blöðin ræða eink
um um verk þeirra Ásmundar
Sveinssonar, Sigurjóns Ólafsson-
ar og Ólafar Pálsdóttur, og fá
þau einnig góða dóma. Sýnd eru
veggteppi eftir Júlíönu Sveins-
dóttur.
99
Þeir kenndu
sér sjálfir64
1 samnefndri grein eftir Jó-
hann Hjálmarsson sem birtist í
blaðinu í gær, urðu þessar prent
villur. I fjórða dálki neðarlega
á að standa: (Það sem fallið
hefur niður er feitletrað). „Það
eina sem Janis gat sagt var:
„Ég vona að þú búir aldrei til
slíka mynd.“ Myndin sem átti
hug Hirshfields allan o. s. frv.
Þegar talað er um að Hirsh-
field hafi notað kamb við gerð
ljósmyndarinnar, á að standa:
Ljónsmyndarinnar.
Leiðrétting
I greininni um Gunnlaug B.
Melsted í blaðinu í gær misrit-
aðist kraftmifcill í stað skapmik
ill. Þá átti undirskriftin að vera
Þ. Ö. í stað Þ. E.
Þessi sýning hefir vakið mikla
athygli á íslenzkri list og íslandi
í Danmörku.
Um síðustu helgi komu utn
2000 manns að skoða sýninguna
og er það talið mjög mifcil að-
sókn. í sambandi við sýninguna
hafa fallið mörg hlýleg orð í garð
íslands og íslendinga. Það hefir
verið sérstaklega ánægjulegt að
finna það, í sambandi við undir-
búning þessarar sýningar Og
hana sjálfa, hvernig dönsfc stjórn
arvöld, blöð og fjölmargir ein-
staklingar hafa gert sér far um
að sýna íslandi bæði góðvild og
sóma.
Prófessor Meulengbracht og
Knud W. Jensen eiga mifclar
þakfcir skilið fyrir verk sitt og
hafa gert vináttutengslum ís-
lendinga og Dana mikið gagn.
Sigursæl barátta lýðræðissinna
mun halda áfram í Iðiu
ÞAÐ SEM vakið hefur sérstaka
athygli í sambandi við kosning-
arnar, sem fram fara í Iðju um
næstu helgi, eru þær persónulegu
árásir, sem kommúnistamálgagn-
íð hefur gert á Guðjón Sverri
Sigurðsson, form. Iðju. Er greini-
legt, að kommúnisfcar óttast mjög
vinsældir Guðjóns í Iðju og vifca,
að formannsefni þeirra, Björn
Bjarnason er einn þeirra manna,
sem hafa hagað sér einna verst
í íslenzkri verkalýðshreyfingu.
Sýnir það raunar fyrirlitningu
kommúnista og fylgifiska þeirra
á iðnverkafólki, að þeir skuli
leyfa sér að bjóða þennan mann
fram sem formannsefni í Iðju.
Þegar þessi maður hrökklaðist
frá í Iðju hafði félagið verri kaup
óg kjarasamninga en öll önnur
verkalýðsfélög á landinu. Allt
félagsstarf var í molum og Iðju-
félagar fengu engan stuðning í
einu né neinu af félagsstjórninni
þótt hún hafi verið boðin og bú-
in að ganga erinda Kommúnista-
flokksins. Aúk þessa bafði Björn
notað sjóði félagsins líkast þvi,
sem þeir væru hans eigin eign,
sem frægt er orðið að endemum.
Kommúnistar halda ef til vill
að Iðjufólk *é búið að gleyma
þessu; þeir geti með persónuleg-
um svívirðingum unnið Guðjóni
Sverri eitthvert ógagn og leitt
athygli fólks frá „félagssjóða“-
Birni. En það er mesti misskiln-
ingur. Guðjóni og félögum hans
í stjórn Iðju hefur tekizt að hefja
félagið úr þeirri niðurlægingu,
sem Björn hafði komið því í og
istaflokknum okkur? Þær kjara-
bætur og félagslegt öryggi.
Kommúnistar segja, að þær
kjarabætur hafi verið færðar
Iðju á „silfurdiski" og ekkert
hafi þurft fyrir þeim að hafa.
Og því spyr Iðjufólk ? Hvaða
kjarabætur færði Björn Bjarna-
son og félagar hans í kommún-
istaflokknum okkur? Þær kjara-
bætur voru hvorki bornar .fram
á'■ silfúrdlski né á' annan ' hátt.
: . ■'i...............
/ NA /5 hnútor $V 50 hnútor X Snjókoma f OSi0SHt 7 Skúrir K Þrumur W/,'%, Kutíaski! Hitoikit H.Hmí
Þær voru engar. Aftur á móti
'hafði Björn og félagar tíma til
þess að halda veizlur fyrir kín-
verska sendinefnd, er hér var
stödd á kostnað Iðju, og festa
fé félagsins í áróðursmiðstöð
'kommúnista við Tjarnargötu.
f kosningum þeim, sem fram
fara um næstu helgi í Iðju, stend-
ur baráttan um það, hvort hin
dauða hönd Björns á aftur að
taka við stjórnartaumunum í
Iðju og gera samtökin að verk-
færi í höndum kommúnistaflokks
ins með veizluhöldum fyrir
kommúnistískar sendinefndir og
algeru áhugaleysi um hag iðn-
verkafólks eða hvort áfram á að
■halda sigursæl barátta lýð-
ræðissinna undir forustu Guðj óns
Sverris Sigurðssonar til bættra
kjara, aukins félagslegs öryggis
og jafnréttis við aðrar stéttir
þjóðfélagsins. Þessum sannindum
þurfa Iðjufélagar að átta sig á í
kosningunum og gera sér grein
fyrir því, að í kosningunum er
barizt um lífshagsmuni þeirra
lýðræði þjóðfélagsins, og batn-
andi hag þjóðanheildar. Valið
verður því auðvelt. Listi andstæð
inga „félagssjóða“-Björns er
B-listinn.
Klukkan 9:47 á þriðjudags-
morgun eftir bandarískum
tíma var John Glenn ofursta
iskotið á braut umhverfis'
jörðu í geimskipinu „Friend1
ship 7“ frá Canaveralhöfða íj
Florida. Þá var mynd þessi
tekin í Grand Central járn-
brautarstöðinni | New York.
Þar hafði verið komið fyrir
griðarstóru sjónvarpstjaldi og
fylgdist mikill mannfjöldi
með geimskotinu.
Fjórir borgardóm-
arar skipaðir
NÝLEGA hafa fjórir borgardóm
arar yerð skipaðir í Reyikjavík.
Þeir ísleifur Árnason, Bjarni K.
Bjarnason, Guðmundur Jónsson
og Emil Ágúsfcsson.
\
-® Christian Bönding, ritstjóri.
SKILIN yfir Grænlandshafi
voru á leiðinni norð-norðaust
ur í gær, og átti að hvessa
hér með rigningu síðdegis, en
annars var góðviðri um allt
land í gær, hægur vindur og
frostleysa, en skýjað loft. —
Háþrýstisvæðið yfir Norður-
löndum var lítið eitt farið að
gefa sig síðdegis í gær, en er
þó svo áhrifamikið, að það
mun enn um sinn beina lægð
unum norður fyrir vestan
land.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-land til Vestfjarða og
miðin: Hvass sunnan í nótt,
heldur hægari þegar líður á
morgundaginn, rigning öðru
hvoru.
Norðurland til Austfjarða
og miðin: Sunnan kaldi og síð-
ar stinningskaldi, úrkomu-
laust og hlýtt.
SA-land og miðin: Sunnan
átt, stinningskaldi og dálítil
súld vestan til.
Danskur blaba-
mabur í heimsókn
Hefur skrifað 400 greinar um island
CHRISTIAN Böndiing, daruskur
blaðamaður, sem er búsebtur í
Kaupmannahöfn, er uim þessar
mundir staddur hér í Rieyikjavík.
Þetfca er í þriðja sinn, sem hann
heimisæfcir ísland. Bönding er
framkvæmdastjóri fréttastofunn
ar „Nordisk Pre9sebureau“. Hef-
ur hann 9kirfað 400 greinar um
ísland og hafa þær birzt í blöð
um víðsvegar um Norðurlönd. —
Mbl. hefur undanfama mánuði
birt erlendar yfirlibsgreinar og
landabréf frá Nordisk Presse-
bureau, ásamt mynduim, seim
þessi danðka fréttastofa hefur
sérstaklega látið gera með grein
um sínum. Greinar þessar eru
birtar í blöðum á Norðurlönd-
um, sem samtals koma út í um
einni milljón eintaka. _
Bönding hefur miíkinn áhugs
á íslenzkum málefnum og
bera greinar hans vott um víð>
tæka þekkingu hans á ísXenzikuin:
högum.
Tilgangur hans með heimisófcr
sinni til Reykjavíkur að þessu
sinni, er að eiga samtöl vð ýmsa
stjórnmálaleiðtoga og framá-
menn í hinum ýmsu starfskrein
um. Hann sagði Morgunbdaðinu
í gær, að mjög vaxandi áihug:
ríkti í Danmörku fyrir fréttuir
og margiskonar upplýsinguim ua
íslenzfc mál. Hendir það oft, eft-
ir að hann hefur birt greinar sdn
ar, að honum berast ósfcir um aí
flytja erimdi og frásagnir frá ís-
landi. Bönding dvelur hér i
landi þar til í marz-byrjun.