Morgunblaðið - 23.02.1962, Page 17

Morgunblaðið - 23.02.1962, Page 17
Föstudagur 23. febrúar 1962 MORGVTSBL AÐIÐ 17 Hallgrímur Jónsson F. 25. sept. 1886. D. 16. febr. 1962. í DAG er til moldar borinn í Hafnarfirði, Hallgrímur Jónsson Urðarstíg 1, sem lézt að kveldi Ihins 16. febr. s.l. Hallgrímur var fseddur 25. sept. 1886 í Böðmóðsstöðum í 'Laugardal. Foreldrar hans voru Ihjónin Jón Jónsson og Margrét Hallgrímsdóttir. Var Hallgrímur yngstur 5 systkina sem nú eru 611 látin nema það elzta, Guð- laugur, er bjó í fjölda ára í Hafnarfirði en dvelst nú í hárri elli hjá dóttur sinni í Reykja- vík. Hallgrímur ólst upp í Laugar- dalnum hjá foreldrum sínum, en fóru ungur að árum að Syðri Reykjum í Biskups- tungum, þar sem hann var í vinnumennsku við sveitarstörf á sumrin en róðra á Suðurnesjum á vertíðum, svo sem þá var venja. Árið 1918 fluttist Hallgrímur til Hafnarfjarðar og það ár Ikvæntist hann Jónínu Jónsdótt- tir frá Tjarnarkoti í Biskups- tungum. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Margrét, búsett í Ytri Njarðvík, gift Guðjóni Klemenssyni. lækni. Jónas, húsgagnasmiður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Þórunni Jóhannsdóttur. Sigurlaug, ógift í föðurhúsum í Hafnarfirði. Konu sína missti Hallgrimur árið 1941 og bjó síðan með dótt- ur sinni, Sigurlaugu, fram til árs- ins 1959, en eftir það dvaldist hann til skiptis hjá börnum sín- um. Hallgrímur Jónsson stundaði í Hafnarfirði alla algenga verka- mannavinnu og var mikill dugn- aðar og eljumaður enda eftirsótt ur í vinnu og svo ósérhlífinn að um of var, svo sem gerðist með fjölda verkamanna er mótuðust á þrældómsárunum eftir síðustu aldamót og féllu því margir fyr- ir aldur fram af þreytu og sliti. Lífsbarátta verkamannsins er hörð og miskunnarlauSj-það fékk Hallgrímur að reyna á sinni æfi, enda skildi hann gildi verka- lýðshreyfingarim.ar og tók af lífi og sál þátt i starfi stéttar- félags síns, V.m.f. Hlífar. Voru þeir ekki margir félagsfundirnir, þar sem Hallgrím vantaði. Var hann um lengri tíma trúnaðar- maður Hlífar og rækti það starf af einstakri trúmennsku. Fyrir það og einlæga vináttu þakka ég Hallgrími Jónssyni á skilnaðarstund. Hermann Guðm.undsson. — Svar Frarnh. af bls. 11. gefcur félagið ekiki gengið skilyrð- islaust að því, að gúmbáitar komi, að óbreyttu ástandi, að fullu í stað hinna eldri björgunarbáta, heldur álifcur það, að öryggið sé mest auikið með því að hafa þessi tæki bæði á skipunum. Þessa aflstöðu hafa samtök sjómanna og tekið sbr. fyrri ályktanir F.F.S.Í. og Sjómannafélags Reykjavíkur. Einu tilslakanirnar, sem þau hafa viljað gera í þessu efni, eru varðandi hina minnstu fiskibáta og þá með því skilyrði, að tveir gúmbátar komi í stað eins, sem f land fer. Skipaskoðunarstjóri heldur sér eingöngu við þessa báta í grein sinni en forðast að nefna hin stærri skip, en það voru einkum þau er ég átti við, er ég ræddi um skipsbjörgunar- bátana í grein minni. Ég vil, áður en ég sný mér að þessu efni, geta þess, að umrædd ályktun landsþings S.V.F.Í. 1952 var flutt af þeim alþingismanni, er lengst og mest barðist fyrir öryggi sjó- manna á Alþingi og hlaut þessi tillaga hans einróma samþykki. Þá vil ég benda skipaskoðunar- stjóra á grein í Árbók Slysavarna félagsins yfir árin 1954 og ’55 og getur hann þar kynnt sér stefnu íélagsins í þessum málum þá. Er þá komið að því, að ræða um hina eldri gerð björgunar- báta. Ég sagði í umræddri grein, oð reynt væri að vekja vantrú manna á þeim og draga úr gildi þeirra og ég beindi þeim tilmæl- um til skipaskoðunarstjóra, að hann, sem sérfræðingur í skipa- 6míðamálum, gerði tillögur um og beitti sér fyrir endurbótum á þeim. Svar hans olli mér mikl- tim vonbrigðum. Hann tekur, að jþví er bezt verður séð, bein- línis afstöðu gegn þeim og reyn- ir á allan hátt að sanna fánýti þeirra og bendir þar meðal ann- ors á þau ummæli manna í sjó- rétti, að þeim detti ekki í hug «ð grípa til þeirra þar eð von- laust sé að koma þeim í sjó. Þarna liggur hundurinn einmitt grafinn. Ég veit vel, að þær að- atæður ber oft að höndum, að þessum bátum er ekki við kom- andi, en hitt veit ég jafnvel, að jafnvel þótt aðstæður leyfðu, myndu þessir sömu menn ekki bera það við að reyna að sjó- setja þessa báta. Ég hef ásamt hundruðum annarra sjómanna bjargazt í slíkum bát við erfiðar aðstæður, en sá var munurinn, að útbúnaðurinn til að setja bát- ana út var í lagi og séð var um að svo væri enda þótt hann væri ekki fullkominn. Það var einmitt þetta, sem ég ótti við, er ég tal- aði um vanrækslu skipaskoð- unar og sjómanna varðandi þessa báta og þar hlýtur skipa- skoðunin að béra höfuðsök. Fjöldi sjómanna, einkum togara- sjómenn hafa bent mér á, að á V mörgum þessara skipa sé ekki nokkur von til þess, að hægt sé að sjósetja þessa báta á skemmri tíma en svo að nemi klukkustund um og það enda þótt í sléttum sjó sé. Sé hér eingöngu um að kenna vanhirðingu og æfingar- leysi, allt standi fast og ryðgað enda ekki snert nema í einstaka tilfellum. Úr þessu verður að bæta. Engu skipi má sleppa úr skoðun fyrr en skipaskoðunar- menn vita með vissu, að hægt er að sjósetja bátana liðlega og á- höfnin kunni það. Grein skipa- skoðunarstjóra hefur fyllflega staðfest að ásakanir mínar í þessu efni eru á rökum reistar. Og hún gerir meira en það. Hún leiðir beinlínis í ljós, að skipa- skoðunarstjóri ríkisins tekur af- stöðu gegn þessum lögboðnu björgunartækjum og reynir að vekja á þeim vantrú og hljóta það að teljast alvarleg tiðindi. Skipaskoðunarstjóri vefengdi heimild mína til að láta mínar einkaskoðanir í Ijós. Nú vil ég láta krók koma á móti bragði og spyr því: Hvaðan kemur honum, yfirmanni skipaeftirlits ríkisins, heimild til að snúast gegn og veikja trú manna á björgunar- tækjum, sem ríkið, þ.e.a.s. yfir- boðari hans, hefur lögboðið? Eða er það í þökk þess og í samræmi við vilja þess, að skipaskoðunar- stjóri viðhefur þennan málflutn- ing? Væri vissulega þörf á, að hér kæmi til yfirlýsing til að taka af öll tvímæli. í alþjóðlegri sam- þykkt um öryggi mannslífa á sjónum skuldbinda aðildarrikin sig til að sjá svo um, að þessum bátum sé komið svo fyrir að þá sé hægt að sjósetja á skömmum tíma og það enda þótt halli eða annað torveldi það verk. Á með- an ísland er aðili að þessari sam þykkt og hún hefur ekki verið úr gildi felld ber skipaeftirlitinu að starfa samkvæmt henni. Mér er vel ljóst, að þessir bát- ar hafa sína galla og ekki síður útsetningarútbúnaður þeirra. Ein mitt þess vegna beindi ég um- ræddum tilmælum til skipaskoð- unarstjóra, að hann beitti þeirri þekkingu, sem ég veit að hann hefur yfir að ráða til að bæta úr þeim göllum. Væri það ólíkt gagnlegra og meir í samræmi við skyldur hans að fást við það verkefni en hitt, sem hann virð- ist hafa tekið að sér. Ég beindi einnig þeim tilmæl- um tjl skipaskoðunarstjóra, að hann beitti áhrifum sínum og þekMngu til að grafast fyrir or- sakir hinna tíðu skipaskaða í rúm sjó og þó að hann hafi ekki virt þessi tilmæli svars, vona ég að hann hafi þetta í huga. Væri t.d. ekki athugandi að einhverjar hömlur yrðu settar varðandi hlut fallið milli stærðar skips, afls vélar og þols þess efnis, sem skipið er byggt úr? Ég gerðist líka svo djarfur að koma nokkrum hugmyndum á framfæri við háttvirtan skipa- skoðunarstjóra en þær afgreiðir hann mynduglega með þeirri at- hugasemd, að tugir og hundruð uppfindinga séu gerðar í þessum efnum og lætur þar við sitja. Þrátt fyrir það leyfi ég mér að álíta, að t.d. björgunarbaujur eða kúlur eins og ég ræði í grein minni, eigi eftir að koma nokkuð við sögu björgunarmála í framtíðinni. Fyrr í grein sinni segir skipaskoðunarstjóri svo: „Það er svo ákaflega auðvelt að standa utan við kjarna málsins, berja höfðinu við steininn, trúa ekki á neina framþróun en hrópa álösuarorð til þeirra, er telja sig gera sitt bezta . . .“ Ég vona af hjarta, að skipaskoðunarstjóri, Hjálmar R. Bárðarson, láti slíkt sem þetta aldrei henda sig. Henry A. Hálfdánsson. - Jciuklcu^ s kuVoixfcmu v\ ii* SlálvöVuf SiíjuiTþóf Jór\ssor\ 3c co I Ili Frwufsi tv*cu t/1 h. Hinn heimsfrægi norski fornleifafræðingur Helge Ingstad heldur fyrirlestur með litmyndasýningu í Austur- bæjarbíói á sunnudaginn kl. 1,30, um ferðir nor- rænna manna til Gramlands og Vinlands, bústaði þeirra, líf og baráttu. Aðgöngumiðar hjá bókaverzlun Eymundssonar og við innganginn. — Verð 20.00 kr. Félagið Kynning IJ T S A LA Útsölunni lýkur í dag Notið tækifærið STIJLKA óskast til aígreiðslustarfa í eina af þekktustu verzl- unum bæjarins. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánaðarmót merkt: „235“. Skrifstoiuvínna Flugfélag Islands óskar eftir að ráða karlmann til starfa í bókhaldsdeild félagsins. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi nokkra reynslu í bókhaldi svo og kunnáttu í ensku. — Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar til fé. lagsins, merktar: „Bókhald“, eigi síðar en 1. marz. Fisksalar WITTENBORG’S fiskvogir úr ryðfríu stáli 15 kg — með verðútreikningi fyrirliggjandi Ólafur Gíslason & Co hf. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 Stúlka óskast um næstu mánaðamót á sjúkrahúsið Sólheima. Upplýsingar hjá yíirhjúkrunarkonunni. ABALUMBOÐ — BYGGINGARVÖRUR! Danskt fyrirtæki óskar eftir sambandi við inniflytjenda, heildsala eða, um- boðsmann til að taka að sór sölu á nýjum og nýtízku gólflagningarefni. — Tilboð merkt: ..Góð vara*‘ sendist Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.