Morgunblaðið - 23.02.1962, Side 23

Morgunblaðið - 23.02.1962, Side 23
r Föstudaffur 23. febrúar 1962 MOrCTJlSBLAÐIÐ 23 ‘ Krúsjeff svarar Mynd þessi er tekin þegar rússneski læknirinn Lenonid Bogrozov er að taka botnlang ann úr sjálfum sér. Rogozov er Iæknir hjá Suðurskauts- leiðangri Rússa. Hann var staddur með leiðangrinum á Suðurskautinu er hann fékk slæmit botnlangakast. Ekki var um annað að ræða en hann skæri sig sjálfur upp. Hann gerði uppskurðinn með aðstoð leiðangursmanna og stjórnaði sjálfur skurðhnífn- um. Uppskurðurinn tókst prýðilega. — Sfuðlaberg Framhald &f bls 24. f>að var í annarri eða þriðju ferðinni um fjörurnar, sem slysa- varnadeildin f Sandgerði fann líkið um tvö Ieytið í gær. Á löng- um kafla í fjörunni fundu leitar- menn brak úr skipinu, syðst var grind úr síldardekkinu við Hvals- nes. Úti fyrir var mikið brim og ekki hægt að komast út að nót- inni þeim megin. Flugvélarnar tvær leituðu með fram ströndinni og á siglingaleið- um hér í kring. Rán fór víða um, allt frá Reykjanesi og norður á ÍLóndranga og Mýrar. Og Björn Pálsson leitaði frá Kjalarnesi og allt norður undir Skógarnes. Ágætt skyggni var. Garðar Pálsson á Rán sagði að þeir hefðu séð eitthvað af skilrúmsborðum á Hellnanesinu og einnig á ströndinni hjá Búðum, en ekki ihefur verið hægt að segja með vissu úr hvaða bát það muni vera. Björn Pálsson kvaðst víða Ihafa séð brak í fjörum, en ekk- ert sem benti til að það væri úr Stuðlaberginu. Washington og Londion, 22. febr. (NTB) — Nikita Krusjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur nú svarað orðsendingum þeim er Macmill an forsætisráðherra Bretlands og Kennedy Bandaríkjaforseti sendu honum hinn 14. þ.m. varðandi leiðtogafund í Genf um afvopn- unarmál. Svar Krúsjeffs hefur enn ekki verið birt, en er í at hugun. Krúsjeff hafði lagt til að 18 ríkja afvopniuinarráðstefnan, sem hefjast á í Genf 14. marz, verði haldin sem ráðstefna leiðtoga að ildarríkjanina átján. Macimilian og Kennedy svöruðu á þá lund að þeir væru reiðubúnir að mæta til ráðstefnu í Genf strax og ein hver árangur hefði orðið á af- — Tyrkland Framhald af bls. 1. ræðu, sem Inonu forsætisráð- herra flutti fyrr um daginn. Svo þagnaði útvarpsstöðin. Að loknu ávarpi Cursels í dag ræddi formaður herráðsins, Sunaya hershöfðingi, við frétta- menn og yfirmenn hersins. Sagði hershöfðinginn að þeir sem vildu leiða þjóðina út í bræðravíg flengju ekki óskir sínar uppfylltar. Herinn væri árvaik- ur verndari stjórnarskrárinn- ar Og andvígur einræði og aftur- haldi. Þá sagði Sunaya að Inonu forsætisráðherra nyti stuðnings allra flokka bersins, sem stæði einhuga með stjórninni. vopnunarráðstefnunni, en töldiu ekki rétt að leiðtogarnir kæmu saman að svo stöddu. Vesturveld in hafa hinsvegar lagt til að ut anríkisráðherrar aðildarniikjanna mæti á fvopnunarráðstefnunni og hefur Dean Rusk utanriíkisráð- herra Bandaríkjanna tilkynnt að hann verði viðstaddur opnun hennar. Haft er eftir áreiðanleguim heimiLdum í Washington að Krú sjeff minnist ekki á það í hinni nýju orðsendingu sinni hanin ætl ar sjáilflur til Genf. — R. Kennedy Framh. af bls. 1 bommúnistar smáar fallhlífar, sem í héngu rauðir fánar og spjöld með slagorðum, yfir miúr inn og svifu þær inn yfir ráð- hústorgið. Þegar Kennedy sá fall hlífar þessar, sagði hann: — Þeir geta sent blöðrur sínar yfir miúr inn, en fólkinu sleppa þeir ekki í gegnum hann. Að ávarpi sínu loknu flutti Kennedy Berlínarbúum boðskap bróður síns. f honum sagði for- setinn m.a., að Bandaríkjamönn um, Berlínarbúum og öðrum frið elskandi íbúuim jarðarinnar hlyti að takast að varðveita friðinn í heiminum. Meðal þeirra er hlýddu á Ro- bert Kennedy voru ungmenni, sem báru spjöld, er á var letr að: — Hafið augun opin og segið bróður yðar frá því, setm þér haf ið séð. Clenn til Cana- veralhöfða í dag Canaverálhöföa, 22. fébrúar. — (NTB — AP) — í D A G var John Glenn ofursti enn í læknisrannsókn á Grand Turk-eyju eftir geim ferðina á þriðjudag. Hann fer á morgun flugleiðis til Cana- veralhöfða. Þar tekur Kenn- edy forseti og f jölskylda geim farans á móti honum, en að því loknu mun Glenn ræða við fréttamenn. Á Grand Turk-eyju hafa sér- fræðingar rætt við Glenn um ferðina og galla þá, sem fram komu á geimskipinu „Friend- ship 7“. Vísindamenn hafa mik- inn hug á að rannsaka nánar lýsandi þoku eða geislabaug, sem Glenn sá er hann var að nóttu til yfir Ástralíu og Kyrrahafi. Ekki hefur heldur fengizt nein skýring á glitrandi smáögnum, sem geimfarinn segir að fylgt hafi geimskipinu um tíma. TÆKNIGALLAR Verkfræðingar, sem hafa skoð að geimskip Glenns, segja að það hafi litið látið á sjá í ferðinni, þótt yfirborð þess hafi hitnað upp í 1600—1700 gráður, er það kom aftur inn í gufuhvolfið. En nokkrir tæknilegir gallar komu í ljós. Þannig kom til dæmis fram bilun í sjálfstýringu skips- ins í fyrstu umferð þess um- hverfis jörðu og varð Glenn sjálfur að stýra því megnið af tímanum. Átján útblástursventl- ar eru á skipinu til að stjórna legu þess í loftinu, og hafði einn þeirra bilað svo skipið lá ekki rétt. Hitahjálmur á bakhlið skipsins, sem átti að vama því að skipið ofhitnaði á niðurleið hafði eitthvað losnað, svo ekki mátti sleppa hemlaeldflaugum á tilsettum tíma. Loks hafði út- göngulúga skipsins staðið á sér eftir að skipið var komið um borð í tundurspillinn Noa. Allir þessir gallar verða nú kannað'r til hlítar og reynt að bæta úr þeim fyrir næstu geimferð, sem fara á eftir um sex vikur. „SPARKAÐ TIL BAKA“ Kvikmynd af Glenn, sem tek- in er um borð í geimskipinu, sýnir að þegar hann kveikti á hemlaflaugunum herptust augu hans aftur. Um þetta segir Glenn: „Mér fannst eins og ver- ið væri að sparka mér til baka til Hawaii.“ Átti hann við að svo snögglega dró úr hraðanum að honum fannst hann vera snú- inn við. Voru þetta einu óþæg- indamerkin sem á honum var að sjá. Eftþ fundinn með Kennedy á Canaveralhöfða, fer Glenn á mánudag til Washington, þar sem mikil móttökuhátíð hefur verið undirbúin, m. a. heimsókn í þingið. Hinn 1. marz fer hann svo til New York þar sem hon- um verður fagnað sem þjóð- hetju. — SUS-slðan Framh. af bls. 15. eins nokkur hundruð bílar. Ein barnaskólabygging, engin gagn- fræðaskólabygging, engin há- skólabygging né stúdentagarðar. Þá voru ekki sjómannaskóli Ög íðnskóli stórhýsi á hæðum borg- arinnar. Það voru engir leikskól- ar barna, né dagheimili eða vöggustofur Þá voru ekki íþrótta leikvangir og íþróttamannvirki í hverfum borgarinar né aðal- leikvangur landsins í Laugar- dalnum Þá var hvorki þjóðleik- hús né bæ.odahöll í borginni. Þá var svo margt ekki, sem nú er, eða margt í smáum stíl, sem nú er stórt í sniðum. Þegar litið er yfir hina öru þróun Og miklu breytingar í Reykjavík á aldursskeiði Heim- dallar, þá má segja að það sé aðeins eitt, sem ekki hefir breyzt, og það er að Sjálfstæðismenn hafa stöðugt meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Þetta staðfestir, að Reykjavík er höfuðvígi Sjálfstæðisstefnunn- ar í landinu, og það er sómi Sjálfstæðisflokksins að hafa stjórnað hér bæjarmálum á svo stórbrotnu íramfaratímabili og í því á Heimdallur sinn drjúga og ómetanlega þátt. Eg lýk svo mínu máli með þvi að minna á það, sem í öndverðu var að vikið: Eg nefndi einkenni hins unga stjórnmálamanns: Hugsjónir og óþrjótandi elju. Ungu konur og menn — Heim- dellingar! Það er ykkar að halda þessum merkjum nátt á lofti — að gæta brúarinnar fyrir bergrisum. Eg óska ykkur, sem nú eruð ung — í -ldlínunni — heilla og hamingju. Lif' H íimdallur! Faxi dreginn á tlot Börn skipsverja 12 Á Stuðlaberginu var 11 manna éhöfn, eins og skýrt var frá í tolaðinu i gær. Voru skipstjórinn og 1. vélstjóri bræður og 2. vél- stjóri mágur þeirra. Börn skip- verjanna eru alls 12. Á Stuðlaberginu voru: Jón Jörundsson, skipstjóri, Faxabraut 40 B, Keflavík, kvænt ur og á 4 börn. Pétur Þorfinnsson, stýrimaður, Fngihlíð 12, Reykjavík. Kvænt- ur og á 2 böm. Kristján Jörundsson, 1. vélstj., Brekk’u, Ytri Njarðvík, kvæntur. Karl Jónsson, 2. vélstjóri, Heið •rvegi 6, Keflavík. kvæntur. Birgir Guðmundsson, mat- sveinn, Njálsgötu 22, Reykjavík, 39 ára, kvæntur. Stefán Elíasson, háseti, Hafn- •rfirði, 39 ára. Guðmundur Ólason, Stórholti 22, Reykjavík, 33 ára, kvæntur og á 3 börn. Gunnar L. Hávarðsson, Kirkju- vegi 46, Keflavík, 17 ára. Orn Ólafsson, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, 32 ára, kvæntur. Kristmundur Benjamínsson, Birkiteig 14, Keflavík, kvæntur og á 3 börn. Ingimundur Sigmarsson, Seyð- isfirði, 31 árs. ÞORLÁKSHÖFN, 22. febr. — Vb. Faxi, sem rak upp á klappir á þriðjudag, var dreginn út á flóðinu í dag. Hafði hann verið fylltur af belgjum, sem héldu honum á floti, og dreginn var hann upp í Norðurvör. Vb Faxi er mjög brotinn og óvíst, hvort fært þykir að gera við hann. — Maenús. Myndin sýnir v.b. Faxa, sem1 slitnaði upp af legubóli sinu í Þorlákshöfn á þriðjudags- morgun og rak upp í klappir. (Ljósm. M. Bj.) l — Iðja Frh. af bls. 13. ir í Iðju. Núverandi stjóm hefur eflt félagið að sjóðum, svo að þeir hafa aldrei verið digrari. Þetta veit Björn og auðvitað langar hann í sjóð- ina, eins og fyrri daginn. — En hvað um baráttuað- ferðirnar ? — Eg man framkomu Björns í verkföllunum 1955. Hans hagsmunamál er: póli- tískt verkfall í ábataskyni fyr- ir sig og kommúnista án tillits til hagsmuna fólksins. Mín stefna hefur verið frá því fy**ta að komast hjá verkföll- um. Það er alveg augljóst, að nú á tímum er hægt að halda samningaléiðinni opinni og fá kjör sín bætt með því að semja. Það sannar t.d. saga Iðju, eftir að lýðræðissinnar náðu þar vöidum. Iðja hefur náð betri kjörum en þau félög, sem kommúnistar stjórna. — Ég þekki verkíöll frá því i gamla daga, þegar ég var tog- arasjómaður, og aldrei skorað- ist maður undan verkflalli, ef ekki var önnur leið fær. En ég hef alltaf litið á þau sem neyð- arvopn, þegar allt anrvað þrýt- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.