Morgunblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 1
24 síður
(Jtvarpsuanræðurnar um sjónvarpið í gærkvóldi
Afstaða Framsóknar
vggð á misskilningi
Kommúnistar hreyfðu ekki málinu
þegar þeir voru í stjórn
Kekkonen foirseti ávarpar finnska þingið við setningu þess
sl. mánudag og var þá meðfylgjandi mynd tekin. — Vinstra
megin við forsetann er Kauno Kleemola, hirtn nýkjömi for-
seti þingsins.
í útvarpsumræðum um
sjónvarpið í gærkvöldi kom í
ljós að þingmenn eru yfir-
leitt sammála um að koma
þurfi upp íslenzku sjónvarpi,
þótt nokkuð skiptar skoðan-
ir séu um þetta innan allra
stjórnmálaflokka eins og
kunnugt er. íslenzka stöðin
yrði væntanlega 5000 wött
Þing Serkja fól stjórninni
að semja við Frakka
Túnis, 28. febr. (AP)
1» I N GI alsírskra byltingar-
manna, CNRA, sem haldið
var í Tripoli, er nú lokið og
fól það útlagastjórninni að
halda áfram samningum við
Frakka með fullu omboði til
að leiða sjö ára styrjöldina í
Alsír til lykta. — Er litið á
þessa afgreiðslu þingsins á
vopnahlésmálinu sem nokk-
urskonar samþykkt á tilboði
Frakka. Hefur útlagastjórnin
nú umboð til að undirrita
friðarsamninga án þess að
þurfa áður að leita álits
þingsins. — Samkvæmt frétt-
um frá Túnis er talið að
framhaldsviðræðurnar við
Frakka fari fram fyrir opn-
um tjöldum en ekki með
Ieynd eins og hingað til.
Tilkynning CNRA-þingsins um
umboð stjórnarinnar ber það
með sér að ekki sé lengur neitt
því til fyrirstöðu að friður kom-
ist á í Alsír á næstunni. Ef svo
hefði verið er fullvíst að þingið
hefði óskað eftir að væntanleg-
Rannsókn lokið
á flugi Poivers
Washington, 28. febr. (NTB)
LOKIÐ er í Bandaríkjunum rann
sókn í máli bandaríska flug-
mannsins Francis Gary Powers,
sem skotinn var niður í U-2-
þotu sinni yfir Sovétríkjunum
hinn 1. maí 1960. Samkvæmt
opinberum upplysingum verður
gefin út tilkynning um niður-
stöður rannsóknarinnar á föstu-
dag. —
John McCone, yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar,
hefur nú málsskýrsluna með
höndum og gefur utanríkis- og
varnarmálanefndum beggja
deilda Bandaríkjaþings skýrslu
ó fimmtudag og föstudag. Verið
getur að einhver nefndin óski
eftir persónulegri skýrslu frá
flugmanninum sjálfum. Fari svo
getur Powers rætt við frétta-
menn um helgina, annars á iaug
ardag.
Sprenging í vélinni
Pierre Salinger, blaðafulltrúi
Kennedys forseta, neitaði í dag
að láta nokkuð uppi um árang-
ur rannsóknarinnar. En dagblað
ið New York Times sagði í dag
að Powers hafi gert allt, sem
hann gat, til að eyðileggja flug-
vél sína áður en hann yfirgaf
hana. Segir blaðið að sprenging
Frambald á bls. 23.
ir samningar hlytu staðfesting-
ar þess áður en þeir væru und-
irritaðir.
A LAUGARDACÍ?
Yazid upplýsingamálaráðherra
útlagastjórnarinnar var að því
spurður í dag hvenær fram-
haldsviðræðurnar við Frakka
hæfust og varðist hann allra
frétta. En í óstaðfestum fréttum
er sagt að viðræðunefnd Serkja
muni fara til Frakklands á laug
ardag. Yazid hélt fund með
fréttamönnurii og las þar upp
yfirlýsingu útlagastjórnarinnar
um ákvörðun CNRA. — Sagði
hann að eðlilegt væri að ætla
að væntanlegar viðræður við
Frakka leiddu til varanlegs frið
ar í Alsír. En ekki viidi hann
ræða um það hvað enn stæði í
vegi fyrir undirritun friðarsamn
inga. —
Allir ráðherrar útlagastjórn-
arinnar verða komnir til Túnis
frá Tripoli á fimmtudag og er
þá búizt við að stjórnin komi
saman til fundar til að ræða
framhaldsviðræður við Frakka.
Sagði Yazid á blaðamannafundi
sínum í dag að hann héldi ann-
an fund á morgun.
FÖGNUÐUR í PARÍS
í NTB-frétt frá París er sagt
að fregninni um ákvörðun
Frh. á bls. 23.
en stöð varnarliðsins á Kefla
víkurflugvelli er aðeins 50
wött.
Andstaða framsóknar-
manna við stækkun sjón-
varpsstöðvar varnarliðsins,
byggist á misskilningi því að
lítil eða engin breyting verð
ur á sjónvarpssviðinu frá
því, sem utanríkisráðherra
þeirra heimilaði 1955. í
vinstri stjórninni hreyfðu
kommúnistar því aldrei að
afturkalla ætti sjónvarps-
leyfi varnarliðsins. Úlfaþyt-
ur þessara manna á sjö ára
afmæli sjónvarpsins, sem
þeir sjálfir hafa árum sam-
an borið ábyrgð á, byggist
því augljóslegá á tilraun
til þess að finna árásarefni
á Viðreisnarstjórnina.
Hvað sem afstöðu manna
til sjónvarpsins líður er „til-
laga kommúnista pólitískt
herbragð, sem hlýtur að fá
afgreiðslu í samræmi við
það“, eins og Magnús Jóns-
son komst að orði.
Alfreð Gíslason (K) fyrsti
flutningsmaður tillögunnar tók
fyrstur til máls. Kvað hann 25
ár liðin síðan sjónvarpið bom til
sögunnar. Hvergi væri reynslan
lengri en í Bandaríkjunum og
Framh. á blis. 8
RÓM, 28. febr. — (NTB) —
Alls létu 8.632 manns lífið f
umferðarslysum á Ítalíu á ár-
inu 1961 og rúmlega 221.000
slösuðust. Er þetta um 5%
aukning frá árinu áður.
Meðfylgjandi mynd var tekin,
í gær, þegar John Glenn of-
ursti ávarpaði Bandaríkja-
þing og skýrði frá ferð sinni.
I dag ræddi hann við geimvís-
indanefnd þingsins ásamt
þeim geimförunum Alan Shep
ard og Virgil Grissom, Ro-
bert Gilhuth framkvæmda-
stjóra Mercury-áætlunarinnar
og James E. Webb, formanni
bandarísku geimvísindastofn-
unariiiiuai. Eftir þann fund
skýrði Webb fréttamönnum
frá því að stofnunin — NASA
— myndi ráða 2.300 verk-
fræðinga og vísindamenn til
þess að vinna að áætluninnj
um að senda mannað geimfar
til tunglsins.