Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 1. marz 1962 Norræn menning stendur antíspænis ögrun f FYRRADAG kom til landsins danski ritstjórinn Bent A. Koch, sem kunnur er flestum íslending- um fyrir margháttaða viðleitni sína til að finna lausn á handrita málinu. Átti hann hvað mestan jþátt danskra menntamanna í því, að viðhlítandi lausn fékkst á þvi erfiða máli. Bent A. Koch er hingað kominn þessu sinni til að taka þátt í viðræðum sérstakrar norrænnar undirbúningsnefndar í því skyni að koma hér á fót Norrænni stofnun. Þessi nefnd var sett á lagirnar að tilhlutan Norrænu félaganna á Norðurlönd um. en nefndarmenn tilnefndir af Norrænu menningarnefndinni, sem sett var upp af ríkisstjórnum Norðurlanda. Bent A. Koch er formaður undirbúningsnefndarinnar, en í henni eiga einnig sæti Þórir Kr. Þórðarson prófessor og fulltrúar frá Noregi og Svíþjóð. Komu þeir til landsins í gærkvöldi. Nefndin mun eiga viðræður við íslenzka forustumenn í þrjá daga, og meðal þeirra, sem rætt verð- ur við, eru háskólarektor sendi- herrar Norðurlanda, norrænir lektorar við háskólann, mennta- málaráðherra, stjómir Norræna félagsins og félaganna sem tengd eru einstökum norrænum lönd- um, húsameistari ríkisins og borg arstjórinn í Reykjavík. Þegar blaðamðaur Morgun- blaðsins hitti Bent A. Koch að máli sem snöggvast í gær, kvaðst hann ekki vilja ræða störf nefnd arinnar nánar að svo komnu máli. Það yrði gert á sérstökum blaðamannafundi. Hins vegar varð hann fúslega við tilmælum um að segja eitthvað um norræna samivinnu eins og sakir standa. Alvarleg tímair.ót — Norræna samvinna stendur á alvarlegum tímamótum, sagði hann, fyrst og fremst vegna þess að Finnar verða að haga utan- ríkisstefnu sinni þannig, að þeir geta ekki fylgt Norðurlöndum að málum í mikilsverðum efnum, eins og t.d. afstöðunni til Efna- hagsbandalags Evrópu, og vegna þess að Svíar halda fast við hlut- leysisstefnu sína. Danir og Norð- menn munu ganga í Efnahags- bandalagið. ef Bretar gera það, og sennilega fær fsland einhvers konar aðild að því. — Það er skaði að Norðurlönd skuli ekki standa sameinuð í mikilsverðustu málum Evrópu. f mjög veigamiklum atriðum er þau sundruð, og kom það hvað greinilegast í ljós, þegar reynt var að koma á norrænu tolla- bandalagi og norrænu varnar- bandalagi. Af þessum sökum er lífsnauðsynlegt að styrkja sam- band og samskipti Norðurlanda a öllum þeim sviðum, þar sem samstarf er mögulegt. — Norræna hugsjónin hefur átt misjöfnum byr að fagna. Hún hefur verið eins og fljót, sem stundum er vatnsmikið og öflugt, en fer öðrum stundum' niður í jörðina og hverfur um skeið, þó það komi alltaf upp aftur. Verði Efnahagsbandalagið að veruleik, stendur norræn menning and- spænis ögrun írá Mið-Evrópu, meiri ögrun en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki nema eðlilegt. Sam skipti þjóðanna í Evrópu hafa stóraukizt, þær hafa þjappazt saman, og það er nauðsynleg þró un. En við verðum að vita hvar við stöndum og hvað við eigum. Við verðum að eiga djúpar rætur í okkar eigin menningu til að geta bæði gefið og þegið. Rótleysið eitt mesta vandamálið. — Ein af mörgum ástæðum þess, að ég barðist fyrir heim- sendingu íslenzku handritanna var sú, að ég þóttist sjá í þeim tákn, sem verið gæti íslenzkri æsku eins konar akkeri við for- tíðina og íslenzka menningu. Rótleysið er eitt af mestu vanda- málum samtímans um heim all- an, og stafar það öðrum þræði af hinum stórauknu samskiptum ólíkra þjóða. Af þessum sökum er svo mikílsvert að þekkja menn ingarerfðir þjóðar sinnar og standa föstum fótum í þeim. Þær eru mergurin í menningu sam- tíðarinnar. Tilgangurinn með hinni fyrirhuguðu Norrænu stofn un er einnig sá, að knýta traust- ari bönd milli frændþjóðanna á Norðurlöndum. Efnahagsbandalagið nauðsyn. Þegar Bent A. Koch var innt- ur eftir því, hvort Efnahagsbanda lagið mætti harðri andspymu í Danmörku kvað hann það mjög orðum aukið. Á vissum stöðum væri nokkur andstaða, þegar frá færu taldir kommúnistar sem hefðu ævinlega annarlegan til- gang og baklþanka í slíkum mál- um. En andstæðingar Efnaihags- bandalagsins væm ekki margir, þó þeir væm oft háværir og létu mikið á sér bera. Langflestum Bent A. Ko“ch. Dönuim væri ljóst, að hér væri um brýna nauðsyn að ræða, og aðild Dana að bandalaginu yrði samiþykkt svo til samihljóða á þjóðþinginu, að þvi tilskildu að Bretar tækju einnig þátt í því. Það væri gleðileg þróun, að Evrópa væri nú að stefna í átt til æ nánara samstarfs eftir allar styrjaldir undangenginna ára. Skynsamir auðmenn ? Hins vegar væri þess að gæta, að vanþróuðu ríkin í Asíu og Afríku kynnu að líta á Efna- hagsbandalagið sem eins konar „auðmannaklúbb“, og bæri að koma í veg fyrir það. Veigamesta vandamálið nú væri ekki sundur lyndi austurs og vesturs, heldur ábyrgðin sem hvíldi á háþróuð- um ríkjum gagnvart vanþróuðu löndunum. Þessi ríki fylgjast vel með tækniiþróuninni á Vestur- löndum og bíða átekta, hvað ger- ist í samskiptum gamla heimsins við nýja heiminn. Veraldarsagan er sagan um auðmennina og fátæklingana. Auðmennirnir höfðu fyrir venju að reisa múr kringum sig og búa einir að sínu. Nú á eftir að koma á daginn, hvort við verðum skynsamir auð menn og deilum auðæfum okkar með fátæklingunum. Það er lífs- von heimsins. Fiskiþing fagnar bættri meðferð á fiski Ályktanir Fiskiþíngs Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á Fiskiiþingi: Um eyðingu tapaðra þorskaneta A: Framfylgt verði í hvívetna settri reglugerð um hámarks- styrkleika kúluhanka. B: Settar verði reglur, sem kveða á um, að skipstjórum sé skylt að gefa skýrslu til land- helgisgæzlunnar, eða Fiskifélags fslands, ef þeir tapa þorskanetj- um. C: Landhelgisgæzlunni verði falið að slæða upp töpuð þorska- net. Um fiskiðnað og fiskiðnaðarskóla A. Fiskþing ályktar að beina því til Fiskmatsráðs, að það hraði sem mest undirbúningi og skipu- lagningu fræðslu. og rannsókna- mála, sem því er falin samkvæmt lögum um ferskfiskeftirlit, og miða eiga að bættri meðferð sjáv- arafla. Ennfremur beinir Fiskilþing því til Fiskmatsráðs og Fræðslumála- stjóra, að nú þegar verði fræðslu- lögunum breytt þannig, að tekin verði upp í öllum unglinga- og gagnfræðaskólum hagnýt kennsla í hvers konar vinnu er lýtur að öflun og úrvinnslu sjávarafurða. Einnig væri ákjósanlegt, að kom- ið væri upp skóla, þar sem hægt væri að mennta og þjálfa það fólk, sem starfar að fiskiðnaðin- um. Jafnframt ályktar þingið að skora á ríkisstjórnina, að Fisk- matsráði verði gert fjárhagslega kleift að sinna þessum málum á viðimandi hátt. B. Fiskiþing skorar á Fiski- félag íslands að halda áfram námskeiðum í kennslu og með- ferð fiskileitartækja í sem flest- um verstöðvum á landinu. Um fiskmat og vöruvöndun Fiskiþing telur að góður árang ur hafi náðst með starfi Fersk- fiskeftirlitsins, og þakkar þvl bætta meðferð á fiski, bæði á sjó og á landi. Rétt spor hefur sýni- lega verið stigið með stofnun þess og ber að halda eftirlitinu áfram. Þar sem nú hefur verið samið um verðflokkun á fiski eftir gæð um hans og samkvæmt mati Ferskfiskeftirlitsins, er Fersk- fiskeftirlitinu lögð mikil ábyrgð á herðar, og því er nauðsynlegt að allt starfslið bess sé skipað hæfum mönnum. Þá telur Fiskiþing nauðsynlegt, að vinnslustöðvum verði gefin kostur á lánsfé til endurbóta á vinnsluaðstöðu, samkvæmt kröf- um fiskmatsins. Um friðun hrygningasvæða Fiskiþingið ályktar að rann- saka þurfi betur en orðið er nauðsyn þess að friða hrygning- arstöðvar þorsksins umhverfis landið, og felur því Fiskimála- stjóra að halda þessú máli vak- andi við fiskifræðinga og hlutast til um að löggjöf verði sett um málið ef ráðlegt þykir. Um rannsóknir, fiski og síldarleit 1. Fiskiþing telur nú sem fyrr brýna nauðsyn beri til, að haf- og fiskirannsóknir séu auknar. Jafnframt verði haldið uppi víð- tækri fiskileit á fjarlægum mið- um. Ennfremur, að fiskileit verði haldið uppi fyrir bátaflotann á yfirsbandandi vetrarvertíð. 2. Þingið telur nauðsynlegt, Framh. á bls. 15. Hvað gera börnin úti við? Hér held ég áfram hugleið- ingum „föðurins", sem ég byrj aði að birta í gær: „Heimsókn mín á fund kenn arans hafði þau áhrif á mig, að ég gerði mér meira far um það en áður að fylgjast með því hvað börnin mín höfðust að, þegar þau voru úti með félögum sinum. Heima voru þau ljúf og í alla stað elsku- leg Og ég hafði aldrei látið það hvarfla að mér að þau væru mikið á annan veg í hópi kunn ingja sinna. En ég komst að annarri nið- urstöðu, þegar ég kom að syni mínum í hópi drengja sem al- myrkvuðu bæjarhverfið okk- ar, með því að grýta niður götuljóskerin á stóru svæði. Andartaki síðar hitti ég dótt- ur mína, sem er á fermingar- aldri inniá sjoppu, þar sem hún þambaði kók og reykti Og spjó reyknum framan í jafn- aldra sinn, sem lét sér ekki nægja minna en stóreflis vindil til að sýnast sem mann- borlegastur. Ég varð margs vísari eftir vingjarnlegar samræður við börnin um þessa misbresti í fari þeirra, sem ég stóð þau að og auðvitað fékk ég þau til þess að gefa mér fögur fyr- irheit um betri hegðun eftir- leiðis. eins og háttur er allra feðra, er gera kröfur. Og sjaldnast stendur á börnunum að lofa bót og betrun, þótt hyggnir foreldrar taki slík lof orð ekki alltof alvarlega, og láti þau ekki nægja sem full- vissu og sleppi taumhaldinu á börnunum að nýju. • Aldrei að segja aldrei Já vandi uppaldendanna er æði mikill og margir eru þeir foreldrar því miður, sem ekki eru þeim vanda vaxnir, — jafnvel einnig þeir sem lifa þó í góðri trú um sitt eigið ágæti í þessum efnum, vegna þess að þeir eru slegnir blindu og þekkja ekki börnin sín. Gangið á sjoppurnar og veitið atrygli því sem þar er að heyra og sjá, en verið ekki of fíTTl fljót að taka ykkur í munn hin gamalkunnu orð „Guð ég þakka þér“ að börnin mín eru ekki í hópi þessara unglinga- Þótt þau séu það ekki í dag, má vel vera að þau séu það á morgun. • Peningaráð gífurleg Peningaráð barna og ungl- inga eru gífurlega mikil og kennari einn fullyrti við mig að það væri ekki óalgeng sjón að sjá börn með þúsund króna seðil og sjaldgæft að börn hefðu ekki 10—100 kr, að jafnaði meðferðis í skóla. Mér komu þessi tíðindi nokk- uð á óvart, en ég hefi nú feng ið staðfestingu á því hjá börn- um mínum að þetta er ekki orðum aukið hjá kennaranum. Ég hef skammtað mínum börnum skotsilfur fyrir vik- una og miðað upphæðina við það að þau kæmust á bíó um helgar. Fannst mér það mjög hóflegt og næsta eðlileg eyðsla. En nú hefi ég kömizt að annarri niðurstöðu. Börnin mín gátu ekki verið jafnokar félaga sinna um eyðslueyri og þorðu ekki að fara fram á meira, en það sem þeim var skammtað — en þau fundu leiðir til að verða sér úti um aukið eyðslufé, með því að segja ósatt um peningaþörf fyrir námsútgjöldum, stílabók í dag, handavinnuefni á morg- un o. s. frv. Hættulegur leik- ur, sem trúlega er orðinn nolckuð algengur meðal barna. Dæmin eru öll á eina leið, Sömu vandamálin aftur og aftur. Er tilgangslaust að ætla sér að ráða við ástandið, sem orðið er?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.