Morgunblaðið - 01.03.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.1962, Síða 8
8 **10RGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. marz 1962 — Alþingi Framhaid af bls. 1. vaeri því undar- legt að sjónvarp- ið þar væri talið hið lélegasta í heimi. Væri því um kennt að gróðafélög ættu sjónvarpsstöðv- arnar og notuðu þær í áróðurs —---- auglýsingaskyni. Ræðumaður kvað sjónvarpið hafa óholl áhrif á uppeldi, fjöl- skyldu og féíagslíf og sagði að smáþjóðir hefðu lengi hikað við að innleiða sjónvarp og væri því ©kki tiltökumál þótt ísl. sjónvarp vseri ekki orðið að veruleika. Kvað hann íslenzka menntamenn ekki óánægða vegna þess. Amerískt hermannaútvarp af lægstu gráðu hefði lengi keppt við hið íslenzka um að móta aesku landsins. 1954 hefði herinn sótt um leyfi tii reksturs sjón varpsstöðvar og hefði leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvar og Ihefði leyfi verið veitt en skilyrði sett um stvrkleika hennar. 1956 hefði verið sótt um leyfi til aukn ingar orku stöðvarinnar, en þá hefði sá einstæði atburður gerzt að synjað hefði verið um leyfið. Hinsvegar hefði leyfið veri veitt 1961, en þá hafi átt að útbreiða ameríkanismann. Kvað Alfreð bandarisk stjóirnarvöld virðast leggja hér áherzlu á tíð strand- högg og stór. í>á sagði ræðu- maður að vinir okkar í NATO réðust ekki aðeins inn í landið og landhelgina heldur ætti nú einnig að ráðast inn í ísl. menningarhelgi. Þegar það hefði tekizt ættu þeir land ög þjóð og þyrftu ekki að óttast brottrekst- ur. Sagði ræðumaður að loikum að það væri þjóðinni þúsundfalt hollara að hafa ekkert sjónvarp en amerískt hermannasjónvarp og því yrði að losna við það. Dregur úr sambúðarerfiðleikunum Guðmundur f Guðmundsson utanríkismálaráðherra rifjaði það m.a. upp. að tilgangurinn með útvarps- og sjónvarf>srekstri varnarliðsins hefði verið sá, að fá varnaliðsmenn til að una bet- ur hag sínum á varnarsvæðun- um. Er utanríkismálaráðherra framsóknarflokksins veitti fyrst leyfi til sjónvarpsrekstrar 1955 'hafnaði hann lokuðu sjónvarpi að fengnu áliti sérfræðinga, þ. e. sjónvarpi sem nær eingöngu til þeirra, sem það er tengt til á sama hátt og t.d. sími, og minntist ekki á það við vamar liðið. Hann setti aðeins tvö skil- yrði að hámarks styrkleiki þess yrði 50 vött og hluti sjónvarpshringsins skyggð- ur, sem hafði lítil eða engin áhrif. Þá var og áljt sérfræðinga, að sjónvarpið mundi sjást í Reykja- vík, enda kom það á daginn, og var leyfið veitt þrátt fyrir það. Þá kvaðst ráðherrann hafa tjáð póst- og símamálastjóra, að hann heíði ekkert við það að athuga að sjónvarpsstöðin yrði stækkuð í 250 vött, með eftirfar- andi í huga: 1. Mjög mundi auka á sam- búðarvandamálið, ef ekki yrðu settar hömlur við ferðum varna- liðsmanna út fyrir varnarsvæðin. Þess vegna er nauðsynlegt. að þannig sé að þeim búið, að þeir uni hag sínum sem bezt. 2. Heimild til útvarpsrekstr- ar og sjónvarpsrekstrar á Kefla- víkurflugvelli var gerð í því skyni, að varnaliðsmenn yndu þar betur hag sínum. Það er við- urkennt, að verulega dró úr ferð- EGGF.RT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlogmen.,. Þórshamri. — Sími 11171 um þeirra, af þessum sökum, enda fer þorri þeirra aldrei eða einu sinni þessi tvö ár, sem þeir dvelja hér, út fyrir svæðin; að- eins sárafáir gera það að nokkru marki. 3. Það var liður í samkomu- lagi milli utanríkismálaráðherra framsóknar 1955, að varnaliðið setti sér sjálft reglur um ferðir varnarliðsmanna, en fengju í staðinn heimild til sjónvarps- rekstrar. 4. Ekki er ágreiningur um, að endurnýja þurfi stöðina. Verði ekki leyft að hafa hana 250 vött, þýðir það sama og hún verður lögð niður innan skamrns, þar sem það er minnsta fáanlega stöðin núna. 5. Fyrir hendi er álitsgerð póst- og símamálastjóra þar sem segir, að langdrægni hennar muni ekki aukast nema að litlu marki eða innan við 10 km, svo að hún mun vart ná til fleiri ís- lendinga en til þessa. 6. Póst- og símamálastjóri er þessu sammála og útvarpsstjóri hefur ekkert við það að athuga. Loks kvað hann það tvennt hafa leitt af sjónvarpinu á Kefla- víkurflugvelli, að það hefur dreg ið úr sambúðarerfiðleikunum við varnarliðið og vakið umræður um íslenzkt sjónvarp og flýtt fyr- ir því, að það verði starfrækt, sem hann taldi vel farið. Þjónar þrennum tilgangi Matthías Á. Mathiesen (S), kvað tillöguna gefa tækifæri til þess að fara nokkrum orðum um hinn alþjóðlega kommúnisma og vinnubrögð kommúnista í varn- armálum. Menn hefðu ekki gert sér fyllilega grein fyrir komm- únismann og eðli hans, en þetta hlutleysi við ógnvaldinn væri hættulegt, enda kostað margar þjóðir frelsi og sjá'lfstæði. Þessu sjónarmiði væri ekki hægt að halda til streitu endalaust ef til- lit væri tekið til atburða líð- andi stundsr. Nefndi ræðumaður Berlínarmálið og afskipti Rússa af innanlandsmálum Finna Og kvað þar stinga í stúf við friðar- söng kommúnista hér og annars- staðar. Kommúnistar notuðu sér jafnan til framdráttar þýðingar- mikil Og viðkvæm mál, Og einn- ig smærri mál svo sem það, sem nú lægi fyrir þinginu. Ræddi ræðumaður notkun kommúnista á hinum njrt- sömu sakleys- ingjum, og sagði að kommúnistar hefðu nær ár- lega flutt þings- ályktunartillög- ur um brott- rekstur varnar- liðsins, en þegar þeir hefðu set- ið í stjórn í 2% ár hefðu þeir samt ekki látið sér detta brott- rekstur í hug. Ekki hefði þá ætt- jarðarástinm eða sómatilfinn- ingunni verið fyrir að fara. Ræðu maður kvað tillöguna þjóna þrennum tilgangi: Að beina at- hygli íslendinga frá valdabarátt- unni í Kr3ml, að draga athygli frá fylgishruni þeirra í verkalýðs félögunum og að hressa upp á hin svönefndu Samtök hernáms- andstæðinga. Eins og venjulega væri flutt tillaga um varnarlið- lið, og nú væri það sjónvarpið. Spurði ræðumaður síðan á hvern hátt sjónvarpið væri hættulegra í dag en í tíð vinstri stjórnarinn- ar. Þá sagði ræðumaður að sjón- varp mundi halda hér innreið sína innan fárra ára og kommún- istar gætu ekki stöðvað tæknina. Myndu íslenZk stjórnarvöld að sjálfsögðu fylgjast með öllum framförum með íslenzku sjón- varpi fyrir augum. Tilefni nýrra árása Alfreð Gíslason (S), sagði að deildar skoðanir væru um sjón- varp í öllum flokfcum. Það væri því ekki vegna þess að um stór flokkspólitískt mál væri að ræða að tillögurnar um sjónvarpið hefðu verið fluttar, heldur virt- ist sem stjórnarandstaðan vildi nota hið nær ársgamla leyfi til nýrra árása á ríkisstjórnina. Breyting á sjónvarpinu hefði engin orðið síðan 1956, er vinstri. stjórnin settist að völdum. Upp haflega hefði leyfið verið mið að við 50 watta styrk, en ástæð- an fyrir leyfis- veitingunni 1961 hefði verið sú, að útbúnaður stöðvarinnar hefði allur verið úreltur og þurft endurnýjunar við. Stöð þessi hefði verið hin 24. í röð- inni af sjónvarpstöðvum Banda- ríkjamanna á varnarsvæðum þeirra víða um heim, Og hefðu vafalaust fleiri bæzt við siðan. Stöðvar þessar hefðu allar ver- ið leyfðar af viðkomandi stjórn- arvöldum og væri engin minni en 250—500 wött og allt að 1 kw. Flutningsmenn virtust hafa þá skoðun að ef styrkur er hækkað- ur úr 50 í 250 wött hljóti sjón- varpssviðið að fimimfaldast, en þessi skoðun væri misskilningur einn. Þótt orkusending í loftnet væri 5—10 földuð næði sendir- inn ekki víðar en áður. Þýddi þetta því hvorki fimm sinnum meiri langdrægni né fimm sinn- um skýrari mynd. Loftnetið í Keflavík stæði lágt og sjónlína þess lægi því ekki hátt. Væri því fjarstæða að sjónvarpið næði um Suðurnes, og taldi ræðumaður rangt að allir Reykvíkingar gætu náð sjónvarpi, þar eð byggingar stöðvuðu sjónvarpsgeislann. Hins vegar létu flutningsmenn í veðri vaka að orkuaukningin væri á- stæðan fyrir flutningi tillögunn- ar. Sagði ræðumaður að fjar- stæða væri að andlegu lifi þjóð arinnar stafaði meiri hætta af sjónvarpinu nú en 1955. Ræddi ræðumaður möguleikana á ís- lenzku sjónvarpi að lofcum og taldi að því fyrr, sem það yrði, því betra, og erlent sjónvarp í landinu mundi fremur lyfta und- ir framkvæmdir en hitt. Vistin daufleg og dægralöng Karl Kristjánsson (F) taldi ekki sanngjarnt að banna, að þeir vesalings menn, sem búa við dauflega og dægralanga vist á Reykjanesskaga, vafalaust gegn sínum eigin vilja, fái að stytta sér stundirnar við sjón- varp. Hins vegar kvaðst hann andvígur því, að þeir megi skil málalaust fimm falda orku stöðv arinnar, fullyrt sé, að þá muni sjónvarpið ná til sex af hverj um tíu Ísíend- ingum. íslend- ingar eigi að viðra sig í vind um allra höfuð- átta en gæta þess að fjúka ekki. Þess vegna eigi þeir ekki að heimila, að erlent sjónvarp nái til meirihluta þjóðarinnar. — Veita eigi heimildina með sömu skilyrðum og upphaflega, þeim, að sjónvarpið nái ekki í' íslenzka byggð, þar sem tækni- legir örðugleikar hindra það ekki. Þá gat hann þess, að Framsóknarmenn hefðu flutt þingsályktunartillögu um sjón- varpsmál, þar sem lagt sé til, að sjónvarpsleyfið sé bundið þessum skilyrðum og ennfrem- ur, að athugaðir séu möguleikar á íslenzku sjónvarpi. Því sé spáð, að innan skamms verði sjónvarpi endurvarpað úr há- loftunum og þá sé nauðsynlegt, að haldið sé uppi íslenzku sjón- varpi, sniðnu við íslenzka stað- hætti. Jón Skaftason (F) tók mjög í sama streng. Sú stefna hefði verið uppi, er sjónvarpsleyfið var fyrst veitt, að draga bæri úr samskiptum varnarliðsmanna og heimamanna, og settar hörm- ur við ferðum þeirra af þeim sökum. — Þess vegna hefði þeim verið heimilað að starf rækja sjónvarp, sem þó næði ekki út fyrir dvalarstaði þeirra. Það sé rangt að gefa erlendum aðila heimild til að reka sjónvarp, sem nær til rúmlega helmings íslend- inga, þar sem með sjónvarpi sé hægt að skapa almenningsálit, sem er skaðlegt. Þá vék haijn að íslenzku sjónvarpi, sem hann taldi mjög þýðingarmikið að komið yrði sem fyrst á fót. Afmenningartæki Geir Gunnarsson (K) sagði að lýðveldiskynslóðinni hefði átt að veitast létt að vernda frelsið Og menninguna. fslendingar hefðu eignazt sérstakan menningarmála ráðherra, sem vernda ætti tengsl yngri og eldri kynslóðanna, en hrapallega hefði til tekist. Sagði ræðumaður síðan að erlent her- manna sjónvarp og íslenzikt væri ekki hægt að nefna í sömu and- ránni og kvað Keflavíkursjón- varpið ekki menningartæki held- ur lágkúrulegasta afmenningar- tæki, sem væri ekki. fulltrúi bandarískrar menningar. Deildi ræðumaður hart á menntamála- ráðherra í ræðu sinni, sem hann lauk með því að vitna í tillögu um sjónvarpið, sem Menntaskóla nemendur hefðu samþykkt og kvað hann nemendur hafa gert betur en þeir, sem æsku lands- ins ættu að sjá forráð. Hundrað sinnum minni Benedikt Gröndal (A) gat þess í upphafi miáls síins, að bréf það, sem KK las upp, hefði verið rangt skjal, komið hefði í ljós, að það sem þar var sett sem sikil- yrðj var ófram- kvæmanlegt. Hið rétta bréf var dagsett 7. marz 1955 og þar voru aðeins tvö skilyrði, að afl stöðvarinnar yrði ekki meira en 50 vött og stærsti sjónvarps- geirinn 45°. Þá upplýsti hann, að okkar fyrsta sjónvarpsstöð yrði ekki undir 5 þúsund vöttum eða hundrað sinnum aflmeiri en sú stöð, sem hé'r væri gerð að þrætu epli. Á því sæju menn, hve lítil sú stöð er og þar eftir léleg. Áætlaður stofnkostnaður við hina íslenzku stöð yrði 11-—12 millj. kr., en reksturskostnaður- inn 10 millj. á ári tíu fyrstu ár- in og yrði þá sjónvarpað 2—2 Vz klst. á dag. Ætlað er, að sjón- varpsnotendur yrðu orðnir 12—15 þúsundir eftir 5 ár ,og að stöð- inni verði aflað nægra tekna með iðgjöldum auglýsingum og gjöldum af innfluttum sjónvarps tækjum, en það 'er sami styrkur og útvarpið naut fyrir 30 árum. Pólitísk sjónarmið Magnús Jónsson (S) kvað út- varpsumræður þessar óvenju- legt fyrirbrigði og undarlegt ef hlustendur entust í þrjár klukkustundir til að hlusta. — S j ónvarpsmálið væri svo fábrot ið að ekki væri hægt að ræða það í þennan tíma án þess að endurtaka staðreyndir. Um ræður eftir flokkspólitískum línum hlytu að setja villandi blæ á málin og málflutningur Alþýðubandalags- og Framsóknarmanna væri hrein asta villuljós. Sjónvarp eða ekki sjónvarp væri ekki mál kommúnista heldur væri tillag- an fram komin til þess eins að stofna til deilna um Varnarlið- ið, og væri þá gott að hafa hátt um þjóðerniskennd o. s. frv. Einungis með hliðsjón af þessum pólitísku sjónarmiðum væru útvarpsumræðurnar skilj- anlegar. Ræðumaður vakti sér- staka athygli á því að sjónvarps stöðin væri upphafiega til kom- in vegna girðingarinnar um völl inn, sem sett hefði verið upp í ráðherratíð dr. Kristins Guð- mundssonar og íslendingum var til lítils sóma. Ekki væri bæði hægt að loka varnarliðið inni og banna því um leið aS njóta dægrastyttingar sem sjón- varps. Sagði ræðumaður að úr því að þetta leyfi hefði á annað borð verið veitt teldi hann úli- lokað að afturkalla það nú. — Kvað ræðumaður stækkun- iaa einungis tæknilega og alls ekki gerða með það íyrir augum að ná til þjóðar- innar. Fyrir lægi staðfesting póstt og símamálastjóra ó því að tæki stöðvarinnar væru úrelt og ekki hægt að fá minni stöð en þá, sem varnarliðið fór fram á. Væri því málflutningur kommúnista oj' framsóknarmanna hlálegt vind- högg. Varnarliðið hefði í raun og veru getað náð sama árangri og við stækkun, rneð aðgerðum, sem ekki voru bannaðar í upphaflegu leyfi. Þá sagði ræðumaður að strax hefði verið vitað að sjón- varpsstöðin náði nokkru lengra en ráð var fyrir gert í upphaflegu leyfi. Margir hefðu átt sjónvarps- tæki lengi en ekki hefði verið amazt við því, ekki einu sinni á dögum vinstri stjórnarinnar. Eða hvort hefðu kommúnistar horft á sjónvarpið aðeins hina síðari mánuði? Sagði ræðumaður að þróunin yrði sú að sjónvarp myndi ná til allra Islendinga, hverju sem Keflavíkursjónvarp- inu liði. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það væri að banna mönnum að eiga sjónvarps tæki Og hver vildi fara þá leið. Ræðumaður sagðist persónulegá álíta æskilegt að engin sjónvarps stöð væri á Keflavíkurflugvelli, og allir myndu telja æsikilegt að ástandið væri betra í heiminum í dag. Gætu flutningsmenn tillög- unnar slegið tvær flugur í einu höggi ef þeir teldu hús- bændur sína í Kreml af því framferði, sem neyddi okkur tii þess að hafa hér varnarlið. Ræðumaður sagði að alþjóðasjón varp væri við bæjardyr og eina leiðin tii þess að veita því sam- keppni væri að korna upp eigin sjónvarpi. Það virtist því miður dýrt, en miða yrði að því að lyfta Grettistakinu. Loks sagði ræðumaður að hann teldi við- horfið til sjónvarps, hvort sem væri Keflavíkursjónvarp eða ís- lenzkt sjónvarp, ekki falla sam- an við stjórnmálasfcoðanir. Teldi hann því tiilöguna spilla fyrir að hægt yrði að ræða málið á eðii- legan hátt. Eitt örlagarikasta utanríkismálið. Þórarinn Þórarinsson (F) kvað það rangt, að Kristinn Guð- mundsson hefði haifnað þráð- beinu sjónvarpi 1955, sannleikur- inn hefði verið sá, að hann hélt þekn möiguleika opnum að taka það upp síðar, enda séu vissu- lega góð skilyrði til þess á Kefla- vík. Þá taldi hann einnig rangt, að það skil- yrði hefði ekki verið fyrir sjón- varpsileyfinu, að það yrði aftur- kallað, ef það sæist að gagni ut- an svæðisins. Kvað hann hér um eitt veigamesta og örlagaríkasta utanríkismál að ræða, sem is- lenzka þjóðin hefði haft við að stríða. Íslendingar verði að gæta hófs í þessu efni og heim,ila ekki hinu bandaríska varnarliði að reka sjónvarpsstöð, sem nær út fyrir dvalarsvæði þess. HELSIN GFORS, 28. febr. —. (NTB) — Urho Kekkonen for- seti skipaði í dag Oiva Johann- es Saloila póst- og símamála- stjóra Finnlands. Saioila var áð- ur forstjóri hagdeildar pósts og PARÍS, 28. febr. — NTB) —, Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, lagði x dag af stað flugleiðis frá París til New York. Ráðherrann hef- ur átt viðræður við de Gaulle og frönsku stjórnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.