Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 8
8 r MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 9. marz 1962 Skuldabréf Sam- einuðu þjdðanna Á FUNDI efri deildar í gær gerði Gunnar Thoroddsen f jármálaráð- herra grein fyrir frumvarpi rík- isstjórnarinnar varðandi skulda- hréf Sameinuðu þjóðanna. Sam- þykkt var að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og -fjárhagsnefnd- ar. Skerfur fslar.ds sá sami Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra gat þess m. a., að Sam- einuðu þjóðirnar ættu um þessar mundir við mikil greiðsluvand- ræði að striða og væri talið, að á miðju þessu ári verði skuldir þeirra orðnar 170 millj. dollarar. Þetta á rót sína að rekja til þess, að Sameinuðu þjóðimar hafa haft mjög mikil útgjöld, bæði vegna aðgerða í því skyni að koma á friði í Kongó og enn fremur vegna varnarliðsins í Palestínu. En nokkrar þjóðir hafa neitað að greiða hluta af kostnaði við þessar ráðstafanir. Til þess að reyna að komast út úr þessum fjárhagsörðugleikum hefur ver- ið ákveðið að gefa út skuldabréf Sameinuðu þjóðanna að upphæð samtals 200 millj. dollara og eiga bréf þessi að vera til 25 ára og bera 2% ársvexti. Ætlazt er til, að bréf þessi séu eingöngu seld ríkisstjórnum. Því hefur verið beint til þeirra ríkja, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum, að þau kaupi þessi bréf. Norður- landaþjóðirnar Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð, hafa ákveðið að kaupa hlutabréf, kröfuskulda- bréf, í hlutfalli við árlegt fram- lag sitt til Sameinuðu þjóðanna og telur ríkisstjórnin eðlilegt, að skerfur íslands verði hlutfalls- lega sá sami. Nú er það svo, að miðað við þann hluta af heild- arútgjöldum Sameinuðu þjóð- anna, sem íslendingar greiða ár- lega, en það er 0,04%, þá kæmi í hlut íslands um 80 þús. dollara. Frumvarp þetta felur í sér, að ríkisstjórninni sé heimilt að kaupa skuldabréf af Sameinuðu þjóðunum fyrir allt að 80 þús. Bandaríkjadollara og taka jafn- háa jrpphæð að láni til þessara kaupa. Gert er ráð fyrir, að Seðla bankinn veiti slíkt lán til nokk- urra ára. — Lánasjóbir Framhald af bls. 2. af gjaldeyriseignum sínum. í lög unu.m var ekkert kveðið á um það. hvernig gera skyldi upp þennan reikning. Gengistap ríkissjóðs árið 1960 vegna skuldarinnar við Greiðslu- bandalag Evrópu reyndist vera 150 m. kr. Og gengistap Seðlabank ans vegna gjaldeyrisskulda hans 80 m. kr. Hins vegar höfðu við- skiptabankarnir gengishagnað, er nam 40 m. kr. Sá gengishagnaður gekk upp í gengistap ríkissjóðs og Seðlabankans, og var því gengistapið 190 m. kr. nettó. Sam ið var um það við Bandaríkja- stjórn, að 112 m. kr. af lokuðum mótvirðissjóði, er geymdur var í Seðlabankanum síðan á dögum Marshallaðstoðarinnar, martti not ast til að jafna gengisreikninginn. Það tap, sem þá var eftir, eða 78 m. kr. tók Seðlabankinn á sig, og svaraði það nokkurn veginn til _gengistaps hans. Árið 1961 varð ríkissjóður aft- ur fyrir gengistapi vegna gjald- eyrisskulda við Greiðslubanda- lag Evrópu og Evrópusjóðinn. Nam þetta tap um 36 m. kr. Aftur á móti átti Seðlabankinn nú gjald eyriseignir og sömuleiðis þeir við skiptabankar, sem verzla með gjaldeyri. Nam gengishagnaður- inn af þessum gjaldeyriseignum um það bil sömu upphæð og gengistap ríkissjóðs, og gekk til að mæta því tapi í samræmi við ákvæði bráðabirgðalaganna frá s.l. sumri. í stuttu máli má því segja, að það sé ríkissjóður sjálfur, og að nokkru ieyti Seðlabankinn, sem hafi orðið fyrir gengistapi vegna gjaldeyrisskulda í sambandi við gengisbreytingarnar 1960 og 1961. Þetta gengistap ríkissjóðs hefur að nokkru leyti verið greitt af gengishagnaði þeim, er bankarnir fengu af gjaldeyris- eignum sínum, og að nokkru leyti af mótvirðisfé, er áður var lókað í Seðlabankanum. Á hinn bóginn hefur Seðlabankinn sjálf- ur tekið á sig það gengistap, er hann varð fyrir árið 1960. Staða landsins út á við Samkvæmt frásögn Tímans sagði Eysteinn Jónsson, að frá árslokum 1958 til ársloka 1961 hefðu skuldir landsins út á við vaxið um 1.200 milljónir króna. Þessi tala er úr lausu lofti gripin. í meðfylgjandi töflu sjást þær breytingar, sem orðið hafa á föst um lánum landsins (þ. e. lánum bæði einkaaðila og opinberra aðila, sem eru til lengri tirna en eins árs), á gjaldeyrisstöðunni og á skuldum innflytjenda vegna greiðslufrests. Sýnir taflan, að á þeim þrem-ur árum, sem Eysteinn nefnir, hafa skuldirnar skil- greindar á þennan hátt, og önnur skilgreining getur varla komið til greina í þessu sambandi, vaxið um 446 m. kr. (miðað við núver- andi gengi) Það er athyglisvert, að öll þessi skuldaaukning og meira til (573 m. kr.) verður á árinu 1959, þ.e.a.s. áður en við- reisnin hófst. Á árinu 1960 verður miklu minni skuldaaukning (246 m. kr.), þrátt fyrir hinn gífurlega báta- og skipainnflutning þess árs. Á árinu 1961 lækka skuldir hins vegar um 373 m. kr. Breytingar fastra lána, gjaldeyr isstöðu og greiðslufrests á árun- um 1959 — 1961 (m. kr. miðað við núverandi gengi: 1$ = 43 ísl. kr.) Samtals 1959 1960 1961 1959—1961 A. Föst íán ................. Ný lán........................ Afborganir ................... Hrein aukning lána............ B. Breyting gialdeyrisstöðu .. (Minnkun gjaldeyriseignar eða aukning skulda +, aukning gjaldeyriseignar eða minnkun skuldar —) C. Skuldir innflytjenda vegna greiðslufrests................ (aukning skulda +) ........... Samtals ...................... 581.6 278.8 691.8 320.1 364.0 389.0 1,637.4 987.9 302.8 371.7 —25.0 649.5 270.2 —306.1 —400.0 —435.9 180.0 51.7 232.5 573.0 246.4 —373.3 446.1 Tryggir heifbrigðari fjárfestingu Á FUNDl efri deildar í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um framsal sakamanna samþykkt sem lög frá Alþingi. Þá voru og nokkrar umræður um frumvarp um tekju og eignaskatt, en frum- varp um aðstoð til vanigefinna samþykkt við 3. umræðu og sent neðri deild til afgreiðslu. Frum- varpi um eyðingu svartbaks var vísað til 2. umræðu og nefndar, en frumvarp um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda var samþykkt við 2. umræðu. Gjafir til líknarstofnana skattfrjálsar Bjöm Jónsson, (K) hélt áfram ræðu sinni, sem hönum hafði ekki unnizt tími til að ljúka ó síðasta fundi deildarinnar. Gerði hann grein fyrir breytingartillögum þess efnis, að tekjuskattur á fé- lögum verði 25%, sem verið hef- ur. en ekki 20%, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þá lagði hann til, að ekki skuli -teljast til tekna opinber listamannalaun og heiðurslaun, sem veitt eru fyrir sérstök afrek í bókmenntum, list- um og vísindum eða fyrir björg- un úr lífsháska. Ennfremur, að fellt yrði niður það ákvæði, að gjafir til líknarstofnana O. fl. verði skattfijálsar; þá flutti hann breytingartillögu við fyrningar- reglurnar sem hann taldi, að fyrirtækin mundu græða mest á ög meira en í lækkun tekju- skattsins o. fl. Eðlileg leiðrétting Jón Þorsteinsson (A) taldi breytinguna á fyrningarreglun- um aðeins eðlilega leiðréttingu vegna verðbreytinganna, þannig, að nú gætu þau átt í fyrninga- sjóði nægilegt fé til að standa undir eðlilegri endurnýjun fram- leiðslutækjanna. Það hefði verið svo, að ráðherra hefur með reglu gerð ákveðið fyrningartímann. I frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir, að fyrningarnar miðist við þann tíma, sem eðlilegt er, að líði milli endurnýjunar frarn- leiðslutækjanna. Mundi því í viss um tilfellum líða lengri tími, en leyfilegt er að afskrifa tækin á, en nú er, avö að það kemur þá aftur félögunum í óhag. Alfreð Gíslasoni (K) mælti fyr- ir breytingartillögum þess efnis, að frá tekjum skuli draga, áður en skattur er á þær lagður, afborganir námsskulda. sem stofn að er til eftir tuttugu ára aldur, enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir skuldunum, 0. fl. Sigurvin Einarsson (F) taldi, að með fruvarpi þessu væri geng ið á rétt samvinnufélaga. Jafn- framt taldi hann, að í frumvarp- inu væri ruglað saman viðhaldi og afskriftum, en það væri sitt hvað og bæri að halda því vel aðskildu. Þá benti hann á mis- ræmi í frumvarpinu, þar sem sums staðar væri talað um fasta- fjármuni en sums staðar fast- eignafjármuni. Löks gerði hann að „umtals- efni þá leiðinlegu staðreynd, að kaupmáttur launa hefði staðið nokkurn veginn í stað mörg und anfarin ár, þótt fjármunirnir hafi um það bil tvöfaldazt á þessu sama tímabili. Gefur það til kynna, að hin mikla fjárfesting á þessu tímabili hefur ekki skilað þjóðarbúinu eins miklum arði og æsilegt væri, ag kvað hann það ekki fjarri sér að álíta, að ein af mörgum ástæðunum til þessa sé það handahóf, sem ríkt hefur einmitt varðandi fjárfestinguna ög á að nokkru leyti rót sína að rekja til þess, að fyrirtækin hafa ekki sjálf getað staðið undir henni. Heldur hefur fjáröflun tli slíikrar fjárfestingar að mestu leyti verið á vegum opinberra aðila, banka og ríkis, þar sem annarleg sjónarmið hafa oft ráð- ið því, hvers konar fjárfestingu hefur verið ráðizt í. Kvaðst hann ætla, að það breytta fyrirkomu- lag, sem gert væri ráð fyrir með frumvarpinu, væri líklegt til að vera spor í þá átt að ráða bót á þessu. Þar er um að ræða nok'k urskonar sjálfvirkt úrval þeirra framkvæmda, sem um er að ræða. Þau fvrirtæki. sem rekin verða með tapi og ekki geta safn að í þessa afskriftarsjóði, mundu þá dragast saman, en þau, sem sæmilegum arði skila, geta end- urnýjað og aukið framleiðslu- tæki sín. Kvaðst hann telja víst. að þetta mundi verða spor í þá átt að tryggja heilbrigðari fjár- festingu heldur en verið hefur. Stuðlar að jafnvægi í byggö landsins Á FUNDI neðri deildar í gær i millj. 1958 13,5 millj., 1959 14,51 urðu töluverðar umræður um millj. og 1960 14,5 millj. 1964 atvinnubótasjóð, en gert er ráð hefði hins vegar brugðið svo við, fyrir, að tilgangur hans verði, að að framlagið var lækkað niður stuðla að aukinni atvinnu og jafn r -!™ Spor í rétta átt Ólafur Björnsson (S) beindi þeirri fyrirspurn til þeirra þing- manna, sem væru mótfallnir lækkun fekjuskattsins, hvernig þeir vildu setja undir þann leka, að tekjurnar verði ekki að, óbreyttum skattstiga í verulegum mæli færðar frá félögunum yfir á einstaklingana, sem væri auð- velt, þar sem um fjölskyldufyrir- tæki er að ræða. Varðandi fastafjármuni annars vegar og fasteigna fjármuni hins vegar kvaðst alþingismaðurinn geta upplýst, að það, sem skatta- nefndin hefði í huga, þegar hún notaði orðið fastafjármunir, voru blátt áfram þau verðmæti í fyrir tækjunum, sem ekki voru aftur til sölu út úr fyrirtækjunum, gagnstætt hráefni og öðru slíku Þar sem hins vegar er talað um fasteignafjármuni í greinargerð inni kvaðst hann hyggja, að það vægi í byggð landsins. Þar sem þörfin er brýnust Gísli Jónsson (S) skýrði frá því, að fjárhagnefnd legði tils, að þær breytingar yrðu gerðar ó frumvarpinu, m. a., að aðeins sé miðað við, að umsókn fylgi umsögn frá sveitafélagi. Enn fremur sé lagt til, að það ákvæði sé til bráðabirgða, að við gildis- töku þessara laga skuli í fyrsta sinn kjósa stjórn atvinnubóta- sjóðs. Kjörtími hennar er þar til ný stjóm er kjörin á fyrsta þingi eftir næstu almennu aiþing- iskosningar. Þá hefði nefnd in og athugað breytingartil- lögur frá Skúla Guðmundssyni, þar sem lagt væri til að breytt yrði nafni sjóðsins og hann nefndur: jafn- vægis og framleiðsluaukningar- sjóður. Sæi hún ekki ástæðu til að breyta nafni sjóðsins, enda væri þetta langt og óþjált nafn. Þá legði SkG enn fremur til, að framlag úr ríkissjóði verði hækk að úr 10 millj. í 15 mill. Nefnd- in hefði ekki fallizt á þessar breytingar. Samin verður ákveð in reglugerð af sjóðsstjórninni og ráðherra, hvernig haga skuli vinnubrögðum. Fyrsta verkefni stjórnarinnar verður síðan að taka til athugunar skipulagðar umbætur, en óljóst er í dag, hvað slíkt hefur í för með sér. En það hlýtur að fara mikið eft- ir getu ríkissjóðs annars vegar og þörfinni hins vegar, hve fram lögin verða há. Gísli Guðmundsson hefði lagt til, að við 1. gr. bætist, að lánin skuli fyrst og fremst veitt þang- að, sem íbúum hefur fækkað hlutfallslega eða beinlínis Lagt væri til, að þessi breytingartil- laga yrði felld, m. a. af því að vafasamt mundi þá vera, að sjóð urinn mætti stuðla að betri fram- leiðsluháttum í þéttbýli. En hlut verk hans væri, að veita lán eða styrki til þess að auka fram- leiðslu á þeim stöðum í landinu, þar sem þörfin er brýnust, og stuðla þannig að aukinni atvinnu og jafnvægi í byggð landsins; og jafframt að veita lán til þess að stuðla að hagnýtingu góðra fram leiðsluskilyrða í landinu. Eysteinn Jónsson (F) kvað það það ekkert nýmæli, þótt varið sé til atvinnuaukningar í land- i 10 millj. og í frumvarpinu sé gert ráð fyrir þeirri sömu upp- hæð, m.ö.o. eigi að lögfesta lækkunina. Kvað hann sjávar plássin mundu bíða stórkotlsegan hnekki við þetta, þar sem menn mundi skorta fjármuni til að byggja upp framleiðsluna, en hér væri um eitt stærsta þjóðmálið að ræða. Gísli Guðmundsson (F) lagðl mjög mikla áherzlu á, að stöðva yrði fólksflutningana til Reykja- víkur og nágrennis en þeir væru allt of miklir. Kvað hann það ekki mundu vera ofrausn, þótt breytingartillaga SkG yrði sam- þykkt, en þá yrði Xíka myndar- lega af stað farið. Gunnar Jóhannsson (K) fluttl skriflega breytingartillögu þesa efnis, að jafnframt yrði leitað umsagnar ASÍ í sambandi við lánsumsóknir til viðbótar við þá aðila, sem tilgreindir eru í frum varpinu. Gísli Jónsson (S) kvaðst per- sónulega ekkert hafa við breyt- ingartillögu GJóh. að athuga og mundi því greiða henni atkvæði sitt. í sambandi við tilvitnanir EJ um framlög til atvinnuaukn- ingar væri það að athuga, að þeim framlögum var yfirleitt ekki varið til jafnvægis í byggð landsins, heldur var þeim m. a. varið til ýmissa bátakaupa allt kringum landið og einnig £ þéttbýlinu og var það ekkert bundið við þá staði, sem fólkið hafði flúið frá. Þá benti hann á, að hluti af þessu framlagi hefði undanfarin ár farið í vegagerð- ir í dreifbýlinu og árið 1961 voru 4 milljónir af þeim sökum færð- ar beint yfir í vegaframkvæmd- inrar, svo og á árinu 1962. Jafn- miklu fé væri því varið til þess- ara hluta eftir sem áður, þar sem eingöngu væri um tilfærslu milli liða að ræða. Hannibal Valdimarsson (K) lagði mjög mikla áherzlu á, að framlag þetta væri allt of lágt og minna en verið hefði, en taldi að þó væri til bóta að setja lög- gjöf um þessi máL Sama sinnia voru aðrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar, sem til máls tóku, en það voru þeir Skúli Guð- mundsson og Halldór Ásgríms- son. væri prentvilla eða sprottið af inu, svo hefði verið í f járlögum vaneá. I s.l. 11 ár. 1957 voru veittar 15 Ví ÁLFLUTNINGSSTOFA Aðalslræti 6, III. hæð'. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Sigurgtir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifsofa. Austurstræti 10A. Sími 11043.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.