Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 9. marz 1962 MORCTJNBL 4 fílÐ * 23 sumar- Auðvelt að veg um úr Landsveit og oían í Bárðardal AÐSTAÐAN til að rySja sumar-1 færan veg um Sprengisand er mjög hagstæð og má gera með ( mjög litlum tilkostnaði. Lang stærsti kostnaðurinn við að leggja slíkan veg þvert yfir landj ið frá. Galtalæk í Landssveit um Holtamannaafrétt og Sprengi-1 sand ofan í Bárðardal yrði við brúargerð á Tungnaá. Er um tvær leiðir að ræða, þ.e. um Búð- j arháls og um Þóristungur, en j brúa verður á báðum þessum — Inflúenzan Framh. af bls. 24. tveir nemendur af 20—30 barna hópi. Gætl lamað útgerðina Enn eru ekki mikil brögð að veikinni meðal vertíðarfólks, en ef hún breiðist jafn ört út með- al þess og í skóiunum, mun horfa til vandræða þar og út- gerðin lamast. Tekur um viku Veikin lýsir sér þannig að fólk fær skjálfta og skyndilega háan hita, allt upp í 39 stig, en svo lækkar hann fljótt, kannski fyr- ir áhrif magnyls, sem margir fá við þessu. Menn ættu því ekki að láta sér bregða þótt hit- inn stigi aftur á 3.—4. degi en það kemur gjarna fyrir. Al- gengast mun að fólk gangi með yeikina í að minnsta kosti viku. Það er talsvert um það hér i Kefiavík að allt heimilisfólk liggur, eða að einn meðlimur fjöiskyldunnar stendur uppi. Það er áberandi hvað veiki þessi tekur yngstu skólakrakk- ’ana fljótt eins og sjá má í skól- unum. Inflúensan á Akranesi Fréttaritari blaðsins á Akra- nesi símaði í gær, að þegar kennaraliðið mætti í Gagnfræða skólanum á Akranesi í gær- morgun kom í ljós að 150 nem- endur voru véikir, en það er meira en helmingur nemenda. Var því hætt við kennslu. Einn- ig ágerast fjarvistir barnaskóla- nemenda svo mjög, að talað sé um að loka barnaskólanum í dag eða morgun. — Huginn leiðum. Er kostnaður miðað núverandi verðlag áætlaður 6,9 millj. kr. við Búðarhálsleið, þar af 265 þús. kr. til vegagerðar, en kostnaður við Þóristungna- leið 6,8 millj. kr. og þar af 356 þús. kr. til vegagerðar. Þetta kemur fram í greinargerð og áætlun sem vegamálastjóri hefur sent samgöngumálaráðu- neytinu, en honum var árið 1958 falið skv. þingsályktun að láta fara fram slíka athugun. Framih af bls. 6 IiöngUimýri. Varastjórn akipa Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðra tungu, Jón Ólafsson, bóndi, Eystra-Geldingaholti, Jón Sig- urðsson, bóndi, Skiollagróf, Ás- laug Árnadóttir, frú Galtafelli, og Gríimur ögmundsson, bóndi Syðri-Reykj um. Endurskoðend- ur féiagisinis voru kjörnir séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hruna og frú Sigurbjörg Lárus- dóttir, Laugarási. Þá voru kjörn- ir fulltrúar félagsins í fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Árnes eýslu og fulltrúar í kjördiæmis- ráð SjáifstæðisfLolkiksins í Suð- urlandstojördæmi. Síðan hélt Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, ýtarlega ræðu um stjómmálaþróun síð ustu ára og viðhorfið í dag. Gerðj hann og sérstaklega grein fyrir þeim hagsmunamálum land búnaðarins, sem rlkisstjórn og Alþingi hafa nú tiil meðferðar. Var ræðu ráðherrans vel fagnað og mjög góður rómur gerður að máli hans. Er kostnaður og vegalengd svipuð við báðar leiðir, en nota- gildi leiðanna misjafnt. Búða- hálsleiðin hefur þann kost, að með brú á Tungnaá á Haldi mundu Holtamenn fá greiðan og langþráðan aðgang að afrétti sín- n í Búðarhálsi, *g þar er mjög hentugt vegstæði. Á Þóristungna- leið er ekki eins ákjósanlegt vega stæði og hætt við að ruðnings- vegur þar geti skemmst verulega í vorleysingum. En sú leið mundi ákjósanlegri fyrir ferðamenn og þaðan greiðari leið 1 Veiðivötn og á Vgtnajökul. Auk þess sem Raforkumálastjórnin fæst nú við umfangsmiklar virkj anaathugan- ir á svæðinu milli Köldukvíslar og Tungnaár og komi til virkj- anaframkvæmda í sambandi við Þórisvatn, er enginn vafi á því að brúa verður Tungnaá í Þóris- tungum, þar sem brú á Haldi yrði ekki nothæf til flutninga í því sambandi vegna þess hve leiðin er löng. Búðarhálsleið kláfferju á Haldi. Leggur vegamálastjóri til að þar eð ekki verður skorið úr um virkjunarframkvæmdir við Þór- isvatn í báð og brúargerð á Tungnaá er svo dýr, þá verði fyrst í stað rudd og lagfærð Búð- við1 arhálsleið og sett kláfferja Haldi, er taki 2—3 bonna bíla, til afnota bæði fyrir Holtamenn og Raforkumálastjórnina óg jafn- framt ætti að brúa Köldukvísl við Þórisós og ryðja leiðina frá Köldukvísl að Hófsvaði. Er áætl- aður kostnaður við þetta 1,5 millj. kr. Yrði með þessu móti hægt að fara alla Sprengisandsleið milli Norður og Suðurlands og einnig að Þórisvatn og í Veiðivötn á léttum bifreiðum með drifi á öllum hjólum og auðvelt yrði fyrir bændur í Holtum að nýta afrétt sinn í Búðarhálsi og Raf- orkumálastjórn að komast greið- lega að svæðunum við Þórisvatn til virkjanarannsókna. Þeir sem vildu fara Sprengisandsleið í stærri fjallabílum en ferjan tek- ur, gætu skipt þar um farkost og skipulagt ferðina bæði að norðan og sunnan. — Kaj Munk Framh. af bls. 1 morðið á prestinum og skáldinu Kaj Munk. Það þótti með svi- virðilegustu glæpum nazista í styrjöldinni og vakti reiði langt út fyrir landamæri Danmerkur. Mildner þessi var lítt þekktur meðan hann dvaldist í Danmörku, þótt hann væri um skeið æðsti yfirmaður Gestapo deildarinnar þar. Aldrei hefur fyrr verið fjallað urn afbrot hans þar í landi, einungis um hryðjuverk, sem hann átti aðild að í Póllandi, þar var hann áður Gestapofor- ingi í bænum Kattowitz, hafði mikil afskipti af fangabúðunum í Ausschwitz og sendi þangað fjölda fanga til pyndinga og líf- láts. Rudolf Hess réðist harðlega á Mildnar við réttarhöldin í Núrnberg á sínum tíma og sagði, að hann hefði haft óvenjulegan áhuga og ánægju af tilraunum með aftöku fanga í gasklefum. Rudolf Mildner kom til Dan- merkur haustið 1943 og tók við starfi yfirforingja Gestapo. Um áramót 1943—44 sat hann ásamt þeim Panoke, Bovensieppen o. fl. fund þar sem „foringinn“ fyrir- skipaði að harðari aðferðum skyldi beitt gegn andstæðingum nazista í Danmörku. Fyrsta upp- fylling þeirra fyrirskipunar var morðið á Kaj Munk — og það vár seinasta venk Mildner sem foringja Gestapo, þvi að 5. janúar 1944 tók Bovensiepen við starfi hans. Vegamálastjóri tekur fram í skýrslu sinni að þegar Sprengi- sandsleið verður opnuð, sé nauð- synlegt að koma upp nokkrum sæluhúsum á leiðinni, því þar sem 250 km eru á milli byggða, gætu ferðamenn að öðrum kosti lent í erfiðleikum, einkum síð- sumars og á haustin. þegar allra veðra er von á öræfum. Þetta kort sýnir leiðir þær sem talað er um í fréttunum hér á síðunni. Sumarvegur- inn milli Norður- og Suður- lands, milli jökla, yfir Sprengisand eða nánar til tekið frá Galtalæk og norð- ur að Svartárkoti, er merkt- ur með strikalínu. Neðarlega á kortinu sjást Fjallabaksleið syðri og Fjallabaksleið nyrðri öðru nafni Landmannaleið og þannig merkt á þessu korti, sem liggja norðan Mýrdals- jökuls. Fjallabaksvegur varaleið í Kötlugosi? VEGAMÁLASTJÓRI hefur á undanförnum árum látið fara fram athugun á kostnaði við að gera Fjallabaksleið akfæra aust- ur í Skaftártungu, skv. þings- ályktun frá 1958. En gera má ráð fyrir að Suðurlandsvegur muni lokast á Mýrdalssandi af Kötlu- gosi, sem getur komið hvenær sem er, og væri þá ómetanlegt hagræði að því að hafa opna leið að fjallabaki til flutninga á þunga vöru, sem ekki yrði franr.kvæm- kvæmanlegt að flytja með flug- vélum kostnaðar vegna, segir í greinargerð er hann hefur sent samgöngumálaráðuneytinu um þetta. Fjallabaksleið nyrðri var lag- færð töluvert á s.l. sumri frá Jökulgilskvísl að Búlandi, en töluvert er þó enn eftir til að hún geti komið að gagni sem varaleið, ef til Kötlugoss kemur. f því sambandi eru það fyrst og fremst brýr á Jökulgilskvísl og Syðri-Ófæru, sem á stendur, en reikna má með að allt að hálft ár taki að fá nauðsynlegt efni í slíkar brýr. Telur vegamálastjóri því fulla nauðsyn á að undirbúa framkvæmdir við brúargerðir á ofangreindar tvær ár hið allra fyrsta og stefna að því að pær verði ekkf byggðar síðar en á næsta ári. Því þó Kötlugos drag- ist nokkur ár enn, koma þessar brýr að gagni fyrir vaxandi fjölda ferðamanna, sem árlega fara að fjallabaki til þess eins að njóta þeirrar náttúrufegurðar, sem leiðin hefur upp á að bjóða, segir hann. Syðri Fjallabaksleið má bíða. Bæði nyrðri og syðri Fjalla- baksleið hafa verið rannsakaðar í þessu sambandi. Við samantourð kemur í ljós að nyrðri leiðin er 20 km lengri milli bæja og heild- Skaftártungu til Reykjavíkur 253 km. En nyrðri leiðin verður þó hagkvæmari og líkur fyrir að hún verði snjóléttari en sú syðri. Á syðri Fjallabaksleið þarf að brúa fjórar stórár og er kostn- aður við það áætlaður 3,6 millj., þar sem kostnaður við brýrnar tvær á nyrðri leiðinni er 1,750 millj. Á syðri Fjallabaksleið hef- ur verið rudd jeppafær leið frá Keldum á Rangárvöllum í Hvanngil, en lengra er tilgangs- laust að ryðja veg á þessari leið fyrr en byggð hefur verið brú á Efri Emrstu, sem er hættuleg nema fyrir stærstu fjallabifreið- ir. Framkvæmdir á þessari leið hafa nær eingöngu notagildi fyr- ir skemmtiferðafólk og leitar- menn og telur vegamálastjóri að þær framkvæmdir megi biða þar til eftir að ofangremdum fram- kvæmdum á Fjallabaksleið arleiðin frá Tungufljóts'brú í i nyrðri verði lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.