Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 9. marz 1962 MfíR CVNfír. 4 fílÐ 17 Andreas J. Bertelsen stdrkaupmaður Bjartmar Guðmundsson Um sandgræðslu í DAG kveðja ÍR-ingar hinst-u kveðju Andreas J. Bertelsen, stór kaupmann, stofnanda íþróttafé- lags Reykjavíkur. Hann andaðist í Landakotsspítala hinn 5. þ.m. á 86. aldursárL Bertelsen fæddist 1876 að N- Bjölsand í Ryggeheraði í Noregi. Foreldrar hans áttu þar bú, 30 kýr, 6 hesta, svín og á annað hundrað hænsni. Þegar Bertelsen v>ar 6 ára tók faðir 'hans sig upp *neð konu og 7 börn og fluttist til S-Afriku, ætlaði þar að hitta bróður 'sinn. Dvölin varð ekki löng þar, að- eins 2 ár. Þá var haldið heim til Noregs aftur og sezt að í Skien. Árið 1890 fór Bertelsen til Osló »g varð þar sendisveinn hjá stóru álnavörufirma í 2 ár, en hélt síð- an aftur heim til Skien. Var hann Iþar fyrst sendisveinn hjá stóru firma en síðan birgðastjóri og eeinna innkaupastjóri. Hugur Bertelsens hneigðist til lærdóms, en aðstoð var enga að íé. Hann ákvað því að freista gæfunnar og treysta á sjálfan sig og fór félaus og allslaus til Norr- köbing í Sviþjóð. Þar komst hann eð sem nemi i vefnaði. Námið var 3 ár, að því loknu réðist hann sem vefarameistari til ullarverk- smiðju í Innviken í Nordfjord í Noregi. Þá skeði það að gæfan var okk- Mr fslendingum hliðholl. Bertel- sen rakst af tilviljun á auglýs- Ingu frá fslandi, þar sem óskað er eftir framkvæmdastjóra fyrir vefnaðarfirma. Hann sótti um starfið, réðst til þess, og kom til íslands með Botníu 2. júlí 1906. Hann hðf starf hjá Iðunni strax, en svo illa vildi til að mánuði síðar brann verksmiðjan til kaldra kola. Árið 1910 réði hann slg sem framkvæmdastjóra hjá Gefjunni é Akureyri og var þar til 1916, eð hann sagði starfi sínu lausu. Hélt Bertelsen þá til Noregs aft- ur, en ísland heillaði hann altaf Og 1919 heldur hann enn til fs- lands og stofnar heildverzlun, sem rekin er enn i dag. Var nú Bertelsen alkominn til fslands og sný ég mér þá að hans aðaláhuga móli, íþróttunum. Frá unga aldri hafði Bertelsen stundað íþróttir. Hann var alhliða íþróttamaður, fimleikamaður góð ur, skíðamaður, skotmaður, sund maður, knattspyrnu stundaði hann um tíma ®g leiðbeindi öðr- um. Hann vann mörg verðlaun í skotkeppni og eru þó Norðmenn snjallir í þeirri grein. Bertelsen var glæsimenni mikið, fagurlim- aður, fríður sýnum og hrókur alls fagnaðar. Hann er einn lífsglað- asti maður, sem ég hefi nokkru sinni kynnzt. Þegar hann kom til Reykjavík- ur, sá hann að mikil deyfð hvíldi yfir fþróttalífinu og af mörgum var það talin hrein fjarstæða að vera að eyða tíma sínum í slíkt. Hann sá hins vegar að efnivið- inn vantaði ekki, en aðstæða til áþróttaiðkana var slæm, og eng- inn leiðbeinandi. Hann ræddi þetta við ýmsa unga menn, sem honum leizt vera og að stuttum ftíma liðnum var stór hópur efni- legra pilta brennandi af áhuga og fylgjandi Bertelsen. 11. marz 1907 boðaði Bertelsen til fundar um félagsstofnun og mættu þar um 90 manns. Á þess- um fundi var samþykrt að stofna íþróttafélag og var það kallað íþróttafélag Reykjavíkur. Bertel- sen var bæði formaður og kenn- ari félagsins fyrstu 4 árin og fékk hann íþróttaáhöld Fergusons hins enska og snjalla kennara sem af áhuga og dugnaði hafði kennt hér fimleika með góðum árangri nokkurn tíma. Þegar Bertelsen fór til Ákur- eyrar tók Jón Halldórsson síðar ríkisféhirðir, við kennslu. Bertelsen hafði með glæsileik sínum sett svip á hina ungu menn. Hann vildi að þeir í fyrsta lagi kynnu að standa rétt, í öðru lagi að þeir væru drengilegir 5 keppni, og í þriðja lagi, að þeir væru góðir félagar. Ég álít að í öllu þessu hafi þeir getað haft Bertelsen sem fyrir- mynd, því allar þessar kröfur uppfyllti hann að öllu leyti. Og það sem gleðilegra er — allt þetta er að finna hjá nemendum hans og félögum frá þessum tíma. 1913 sá ég Bertelsen í fyrsta skipti. Það var síðari hluta vetrar. Við vorum nokkrir strákar í snjó- kasti fyrir framan Gagnfræða- skólann á Akureyri. Sjáum við þá, hvar par kemur á skíðum og stefnir til Súlna. Við tókum sprettinn í veg fyrir þau og stóð- um þögulir, athuguðum og undr- uðumst yfir búningi þeirra, skíð- um og skíðastöfum. Slíkt höfðum við aldrei séð áður. Þau gengu líka allt öðru vísi en við höfðum Lagíæringar við brautarenda í Vatnsmýri Þ EIR, sem leið hafa átt um Hringbraut síðustu daga, hafa veitt því athygli, að unnið er að framkvæmdum á flugbraut- arendanum í Vatnsmýrinni. Er flugvallarstjórinn að láta færa veginn, sem 1 iggur umhverfis völlinn, en vegur þessi hefur legið svo að segja brautar- jaðrinum. Verður hann færður örlítið frá brautinni. Þá hefur töluvert magn af rauðamöl ver- ið flutt að brautarendanum til öryggis í því tilfelli, að flugvél rynni út af brautarenda, að því er fíugvallarstjóri upplýsti í gær. Það kom einu sinni fyrir, að flugvél rann út af þessum brautarenda. Sökk hún þá djúpt, því þarna er gljúpur jarðvegur, og hlutust af skemmdir, sem ekki hefðu orðið, ef malarlag hefði verið við brautarendann. Minning áður séð. Það var stáll yfir þessu pari, sem var Andreas J. Bertel- sen og frú. Ég sé þau ennþá ljóslifandi fyr ir mér, þar sem þau fjarlægðust í átt til Súlna. Árin liðu. 192á kom ég heim frá Kaupmannahöfn og þá kynntist ég Bertelsen gegn- um félaga nnína í Í-R. Við urðum fljótt góðir vinir og hefir það haidist síðan. Betri félaga en Bertelsen var, verður ekki á kosið. Áhugi Bertelsen á Í.R. var takmarkalaus. Hann gladdist yfir velgengni félagsins með öllum framförum og öllum sigrum þess. Fimleika dáði hann held ég mest og einmitt í þeirri íþrótt held ég að ÍR hafi náð hæst. Kvenflokkur ÍR 1926—1927 undir stjórn Björns Jakobssonar er að mínum dómi það bezta sem f.R. hefur átt, .og hefur sýnt fþróttamenningu fslendinga á hástigi. Árið 1927 var Bertelsen fararstjóri fimleikaflökka f.R. ti' Noregs og Svíþjóðar. Sýningin í Gautaborg var stórviðburður og hrifning Svíanna yfir kvenflokikn um var einstæð, margir tárfelldu af 'hrifningu. Sveinn Björnsson sendiheiwa, síðar forseti íslands, hélt fyrirlestur í Nýja Bíó um sýninguna og lýsti áhrifum henn- ar. Þetta var stórsigur fyrir Í.R., stjórnandann, stofnanda félagsins og fyrir fslendinga í heild. Vefarinn frá Noregi hefur nú hvatt þenna heim, en mig grunar, að sterkasti þráðurinn í vef hans hafi verið og verði stofnun íþróttafélags Reykjavíkur. Reykjavíkurborg og einstakling- ar hafa honum meira að þakka, en fjöldinn fær skilið í bili. Fyrir ári síðan sagði Bertelsen við mig, að 'hann væri tilbúinn í hina hinztu ferð hvenær sem væri. Hann væri sáttur við Guð og menn og hann hefði notið lífs- ins í svo rikum mæli, að hann gæti ekki farið fram á meira. Bertelsen var kvæntur Helgu Brynjólfsdóttur, Jónssonar prests á Ólafsvöllum á Skeiðum, glæsi- Iegri konu. Börn þeirra eru. Friðrik stórkaupmaður í Rvík, Ferdinand, látinn fyrir nokkrum árum, Margrét gift í Danmörku og Jara, gift í Danmörku. Gamli góði vinur. Eg kveð þig með þakklæti fyrir margar ánægjustundir er við höfum átt saman og minnist ég þá sérstak- lega þegar við nánustu fR-félagar þínir vorum hjá þér. Það eru ógleymanlegar stundir. Þá var mikið talað um f.R. og íþróttir yfirleitt. Ég votta börnum hans og skyldfólki innilegustu samúð. Jón Kaldal. - SALTGULAN Framhald af bls. 10. gerðarmenn mættu alltaf eiga von á, stundum væri gæftaleysi, stundum afla- leysi, stundum verkfall o.s. frv. Erfitt væri að koma í veg fyrir, að kopargula gerði vart við sig annað veifið, eins og raunin sýndi. Ekki hefði verið gert mikið veð- ur út af því, þegar pöddurn- ar „fundust“ í skreiðinni, þar sem þær höfðu reyndar alltaf verið. Þó hefði það mjög mikinn aukakostnað í för með sér fyrir skreiðar- framleiðendur að þurfa að frysta hvern pakka. Hvað sem því líður, þá er ljóst, að allverulegt tjón hefur hlotizt af völdum sait- gulunnar, sem kemur mis- hart niður á mönnum. FYRIR aldarþriðjungi átti ég leið um Rangárvelli. Þá var norðan hvassviðri milli jóla og nýjárs. Heiðskírt var og „him- inn klár“, auð jörð, en svo dimmt hið neðra að varla sá út úr augunum. Það var sand- rok. Ég gisti eina nótt hjá Tóm- asi á Reyðarvatni. Kempuleg- ur maður Tómas, og búinn þá að berjast við sandhríðar og Uppblástur á jörð sinni síðan vorið 1882, er hann missti allt sitt sauðfé í sandbyl í maímán- uði, nema eina lambá. Hún var mórauð, forystuær að mig minn ir og náði hann henni einni í hús nýborinni. Mér er það fyrir minni þeg- ar ég gekk heim að Reyðarvatns bænum, lágu þar sandskaflar upp á miðjar gluggarúður og vatn við bæinn var nærri fullt af sandi, sem í það hafði fokið. Sem von var gerðist Tómas þreyttur að berjast vonlausri baráttu við uppblásturinn og mun hafa horfið frá jörð sinni stuttu eftir þetta. Þetta var á bernskudögum sandgræðslu hér á landi og Gunnlaugur Kristmundsson þá sandgræðslustjóri. En hann hef- ir fengið það eftirmæíi með réttu að hafa verið brautryðj- andi við björgunarstarf og um leið uppgræðslu, þar sem upp- blásturinn herjar á grónar lend- ur. Þá, 1925, voru nokkrar girð- ingar komnar upp á Rangárvöll- um og Landssveit að frumkvæði Gunnlaugs, t. d. á Stóruvöllum og Skarði og mikill gróður tek- inn strax að myndast þar vegna friðunar. Nú er mér sagt að varla fjúki lengur sandur um Rangárvelli né Landssveit. Sú ömurlega landeyðing, _sem þá var í veldi sínu er stöðvuð fyr- ir atbeina Sandgræðslu íslands. Uppblásið land er ónýtt land. Og meðan uppblástur er að rífa niður eyðileggur hann út frá sér. Hann kaffærir grasrót og sverfur börk af viði og kvisti. Eftir stutta stund er þar svo komin eyðimörk, sem færir sjálfa sig út lengra og lengra. Jón á Laxamýri hefur ein- hvers staðar sagt að gróður- moldin sé dýrmætasta eign hverr ar þjóðar. Það er rétt að af veraldargæðum er hún ölíu öðru dýrmætari. En hún má ekki vera á sífelldu hviki eins og sú sem fýkur úr börðunum. Því aðeins er hún sú dýrmæt- asta eign að gróandinn eigi þar rætur og viðnám. Gunnlaugur í Hafnarfirði girti af uppblásturssvæðin og friðaði þau þannig fyrir fjárbeit, sáði melfræi eftir því sem við varð komið og hlóð smágarða til skjóls. Hans aðferð er enn í gildi. Næsti sandgræðslustjóri var Runólfur Sveinsson, ötull maður í starfi. Páll bróSir hans í Gunn- arsholti fer nú með jiessi mál. Of langt er upp að telja þær sandgræðslugirðingar, sem upp hafa komið síðan þessi starf- semi hófst. En fullyrða má að þar er búið að vinna mikið björgunarstarf. Víða blasa nú við stór landflæmi með miklum gróðri, sem áður voru auðnir einar og kviksandur. Og öðrum landssvæðum hefur verið bjarg- að, sem lágu undir hættu af foksandi. Ánægjulegt er að geta á þetta bent. En um leið staðnæmist hugur við önnur foksvæði, sem bíða. Ennfremur er nú mjög á dagskrá að græða upp örfoka auðnir og gera að ræktuðum beitiíöndum með áburðardreif- ingu yfir þau úr flugvélum. Og hafa nokkrar tilraunir verið gerðar í þessa átt á vegum Sand græðslunnar. Sums staðar sést af þessu ótrúlega mikill árang- ur. — Starfsemi Sandgræðslunnar er nú tvenns konar. Annars vegar er uppgræðsla og ræktun í girð- ingum, gamalreynd aðferð Gunnlaugs Kristmundssonar. — Hins vegar er gróðuraukning á lítt grónu landi með áburðar- dreifingu úr lofti. Sú starfsemi er enn á tilraunastigi og er Páll Sveinsson upphafsmaður að henni. Þar sem einhver grasgróður er fyrir, blómstrar hann skjótt, er hann hefur fengið áburð, hækkar og gildnar og skýtur rótum til allra hliða og upp af þeim koma nýir einstaklingar. Kyrkingslegar nálar taka að bera öx og dreifa fræi, ef þær eru ekki bitnar áður. í þennan gróður sækir fénaður mjög, og stórar spildur geta orðið græn- ar yfir að líta, þó áður sæist þar lítið annað en melurinn eða sandur. Þessi græðsluaðferð er að sjálfsögðu miklu ódýrari en hin. En hún notast ekki þar, sem allra mest kallar að um skjótar aðgerðir, þar sem upp- blásturinn er í veldi sínu. Sl. sumar girti Sandgræðslan t. d. mikið uppblásturssvæði á Reykjaheiði, þar sem heita Randir í grennd við Þeistareyki í Þingeyjarsýslu, 35 km langa girðingu. En þar hafa um ára- tugi gnauðað vindar á börðum og rofum og sorfið þau niður og feykt moldarsandi yfir gró- in beitilönd, eytt gróðri þeirra og spúð út moldarsköflum lengra og lengra. Á þennan hátt stækka auðnirnar sjálfar sig. Og hefur svipuðu fram far- ið alls staðar þar sem uppblást- ur herjar og eru ótal melar um allt land augljós vitni um það, sem þar hefur gerzt. Sams kon- ar eyðileggingu og á Röndum liggur allra mest á að stöðva hvar sem er. Það er viðnám og um leið björgunarstarf. Tilraunastarf Páls Sveinsson- ar að græða upp auðnir með áburðardreifingu úr flugvélum er mjög athyglisverð og vekur allmiklar vonir um ræktun beitilanda til nytja. En of snemmt hygg ég þó að sé að tengja við þá reynslu verulega auknar framkvæmdir á þessu sviði og þar með fjárframlög, nema í tilraunaskyni. Eg er viss um að það er arðvænlegt að rækta beitilönd fyrir sauðfé eins og nautgripi. En það þarf að gera víðtækar tilraunir og margs konar samanburð áður en úr því verður skorið til fulls hvar hagkvæmast er að rækta þau, í heimahögum, afréttum eða öræfum, einkum þó því hvers konar haglendi skili mestu miðað við tilkostnað. Á því hvernig til tekst um ræktun beitilanda veltur mjög framtíð sauðfj árræktarinnar. Á fjárlögum 1962 eru 2 milij. kr. til sandgræðslu. Það er nokkru hærri upphæð en verið hefur og ætti því að vera hægt á árinu að gera öllu meira en árin áður að björgunarráðstöf- unum þar, sem uppþlástur geis- ar, og jafnframt að færa eitt- hvað út kvíar með hina merki- legu tilraunastarfsemi Páls Sveinssonar. En henni hefur verið hagað aðallega á þann hátt að einstaklingar og sveitar- félög hafa lagt fram fé á móti Sandgræðslunni, en hún annast verkið þannig að dreifa áburði yfir valin svæði úr lofti. Atvinnudeild Háskólans hefur og gert merkilegar tilraunir með ræktun bithaga. Allt bendir þvi til að miklir möguleikar á þessu sviði liggi nú við okkar bæjar- dyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.