Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 15
I Föstudagur 9. marz 1962 MORGUTSBLAÐIÐ 15 EINS og mönírum er I fersku minni trúlofaðist Frank Sin- atra lítt þekktri kvikmynda- stjörnu fyrir um það bil mán- uði síðan. Frank Sinatra á að baki sér tvö hjónaibönd, og hefur alla tíð notið mikillar kvennahylli. Það kom mönn- um því mjög á óvart, þegar hin nýja unnusta hans, Juliet Prowse, sagði honum upp eft- ir aðeins fimm vikna trúlof- un, og margir (aðallega kven- fólkið) álítur að 'hún geti ekki verið með öllum mjalla: að rjúka svona frá eftirsóttu mannsefni út í óvissuria. MMtMi hann snögglega. Eg var fús að leggja hluta af leiklistarframa mínum á hilluna en ekki að setjast í helgan stein, eins og hann heimtaði. Hann vildi konu, sem hann gæti verið hjá öll- um stundum. Hann var skrít- inn náungi. Hann átti það til að vekja mig um miðjar naet- ur og segjast vera að fara til Hawaii eða Alaska .Og ég varð auðvitað að fylgja hon- um. Hætti við að giftast Frank Sinatra En ekki ber á öðru en Juliet Prowse sé með réttu ráði; hún er nú komin aftur til Holly- wood og hefur tekið upp þráð , inn þar sem frá var horfið. Blaðamaður nokkur hitti Juliet Prowse að máli við kvikmyndaupptöku fyrir stuttu. Hún var í svörtum síð- buxum og í loðnum eskimóa- stakk og söng hástöfum „I ’ve Got My Love to Keep Me Warm“, meðan pappírssnjó rigndi yfir hana eins og kon- fetti. „Það var ég sem ákvað að sHta trúlofuninni," sagði ungfrú Prowse. „Eg átti um tvennt að velja: að verða frú Sinatra — sem er draumur margra imgra stúlkná — eða halda áfram að vera Juliet Prowse. Eg kaus hið síðar- nefnda. Eg tók þessa ákvörð- un í skyndi, hef verið að hugsa um það allan tímann sem við Frank vorum trúlof- uð, þegar allir héldu að ég væri að undirbúa brúðkaup- ið. Þetta þýðir þó ekki að ég sé hætt að elska hann. Bg hef verið ástfangin af Frank í tvö og hálft ár, og enginn getur hætt að elska strák eins og I Það er ekki rétt, sem fólk segir, að hann krefjist þess að ég skili öllum þeim dýrmætu gjöfurn, sem hann hefur gef- ið mér. Eg geymi meira að < segja demantshringinn minn, þó ég beri hann ekki lfengur. Við höfðumekki ákveðið neinn brúðkaupsdag né skipulagt hveitibrauðsdagana. við skipu lögðum aldrei fram í tímann. En ég ætla aldrei að trúlofa mig aftur, næst verður það gifting. Einhvern tíma kemur að því að ég giftist, eignas^ börn og heimili, en rétti tím- inn til þess er ekki enn kom- inn.“ Juliet Prowse sagði enn- fremur, að hún hefði fengið kvikmyndatilboð frá Sir Carol Reed og Fellini í Róm, og ef hlutverkin væru við hennar hæfi mundi hún hik- laust þiggja þau. Meirapróf bifreiðastjóra AKUREYRI, 7. marz: — Nóm- skeið fyrir bifreiðastjóra til meiraprófs bifreiðastjóra hófst 24. janúar og lauk 5. marz. 33 bifreiðastjórar luku prófinu. — Forstöðuimaður námskeiðsins var Svavar Jóhannsson bifreiðaeftir litsmaður. Kennarar voru Vil- hjálmur Jónsson, bifvélavirki, Jóhann Þorkelsson héraðslæfcnir og Gísli Ólaifsson yfirlögreglu- þjónn. Bifreiðastjórar þeir er prófið tóku voru víða að af land inu — St. E. Sig. Evrópusamvinna um náttúruvernd DR. FINNUR Guðmundisson og Eyþór Einarsson náttúrufræðing ar sóttu sérfræðingafund um náttúruvernd, sem haldinn var í StraiSbourg um síðuistu mán- aðamót á vegum Evrópuráðsins. Víða í Evrópu er þéttbýli geysi mikið og íbúða- og athafnasvæði spilla í æ meiri mæli gróðri og dýralífi. Annars staðar stafar hætta af uppblæstri eða öðrum orsökum. Af þessum ástæðum samþyikkti ráðgjafaþing Evrópu ráðsins fyrir tæpu ári ályktun varðandi þetta mál, og var síðan efnt til undirbúningsfundar sér fræðinga seint í febrúar s.l. til að fjalla um það. Nefndin samdi drög að starflsáætlun, þar sem rætt er um vernd ósnortinnar náttúru landislags, um þjóð- garða og Evrópugarða, um sátit mála um náttúruvernd og sam- ræmingu löggjafar um þessi etfni svo og um ýmiss konar upplýs- ingastarfsemi. Starisáætlun sér fræðinganna verður iögð fyrir ráðherranefnd E vrópurá ðsins, sem taka mun ákvöðun um frek arj aðgerðir. HORPU MALNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.