Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 16
16 MORGINBLAÐIÐ Föstudagur 9. marz 1962 Stúlka til New York Loftleiðir vilja ráða strax vel menntaða stúlku á aldrinum 20—25 ára til afgreiðslustarfa á Idlewild flugvelli í New York. Staðgóð kunnátta í ensku og einhverju Norðurlandamálanna, helzt, norsku, á- skilin. — Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2 og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins fyrir 15. þ.m. 1 í OFTLEIDIR Stúlka óskast til afgi eiðslustarfa í snyrtivöruverzlun í Mið- bænum. Eiginhandarumsókn ásamt meðmælum og öðrum upplýsingum merkt: „Ahugasöm — 246“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld 12. marz_ Heimasaumur Konur vanar dömuDuxnasaum, geta fengið verkefni, aðeins vanar og vandvirkar koma til greina. — Upplýsingar í síma 14917 í dag frá kl. 1,30—4 e.h. íbúð — Teigar Til leigu 4ra herb. íbúð, fyrsta hæð, sérinngangur, svalir og sími. Stór bílskúr og einhver húsgögn og heimilistæki geta fylgt. Leigist. til nokkurra ára. Ekkert fyriríiam. — Tílboð merkt: Hitaveita—4073, sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi sunnudag. Höfum kaupamEa að 2ja eða 3ja herb. góðri íbúð í nýju eða nýlegu húsi. Há útborgun. Húsa- og ‘Skipasalan. Laugavegi 18 III. hæð. Símar 18429 og 18783. Jón Skaftason, hr!., Jón Grétar Sigurðsson, lögfr. Kjólar mikið úrval KVÖLDKJÓLAR ULI.ARKJÓLAR TEREL Y NEK J ÓLAR Skólavörðustíg 17 Speglar — Speglar Speglar i teakrömmum fyrirliggjsndi, margar stærðir. — Einnig íjöibreytt úrval af baðspeglum. handspeglum, rakspeglum og allskonar smærri spegium. Speglabúðíii Laugavegi 15 Astrós Kristjana dóttir — Minning NÚ horfin er af sjónar lífsins Ástrós Kristjana Þóröar- dióttir. Þessi hugljúfa kona var öllum kær er til hennar þekktu. Hún valdi sér fáa vini, en var vinur vina sinna og vildi allt fyrir þá gera. Það blikaði mörgum tár í auga er þessi guðsblessaða kona kvaddi þennan heim. Það vita flestir með bvaða or- sökum líf hennar var burtu tek- ið, ekki skal ásaka neinn. En hörmulegt slys bar að höndum. Ástrós var fædd 26 apríl 1904 að Efri-Úlfstöðum í A.-Landeyj- um var hún af góðu bergi brot- Öi, bar þaðan sína góðu trú og slíka hjartagæsku sem er næsta fátíð, hún var vinnusöm og lí£s- glöð fram til hins síðasta. Son á hún eftirlifandi, Jón Ingvarson, sem búsettur er hér í Reykjavík, einnig tvo bræður Sæmund hér í bæ og Jósef, sem heldur bú að Efri Úlfstöðum. Mann sinn Ingvar missti Ást- rós fyrir nokkrum árum í Vest- mannaeyjum, voru þau búsett þar. _ Eigi skal hér rakinn æfiferill Ástrósar, aðeins fáein kveðjuorð frá góðum vini, og seint skulu mér gleymast þau góðu en stuttu viðkynni okkar. Skylt er mér að einnar per- sónu sé getið hér, er ætíð var Ástróis stoð og stytta í hvívetna, Petru Kristjánsen. Reyndist hún henni hin bzta vinkona frá fyrstu kynnum. Þessi fáu og lítiil mótlegu orð er ég hefi yfir að ráða geta eigi lýst þeirri persónu er Ástrós hafði að geyma, allt það góða er eigi verður með orðum lýst. Ástrós far vel til heimkynna hinna göfugu og góðu, þar er ei vosbúð né amstur, þar er þitt heimikynni að finna. Guð blessi minningu þína. Ármann Heiðar Finnbogason. Bognnr Björnsson vélstjóri FÁEIN KVEÐJUORÐ í D A G verður jarðsettur frá Akraneskirkju vinur minn, Ragn ar Björnsson, vélstjóri á m.s. Skírni frá Akranesi. Hann andaðist snögglega við starf sitt úti á sjó þann 28. f. m. aðeins 41 árs að aldri. Þó ekkert okkar eigi svo mik- ið sem einn dag vísan á þessari jörð, bregður manni jafnan við að heyra, þegar ágætismenn eins og Ragnar, eru kvaddir héðan. Við Ragnar unnum saman um nokkurt tímabil, og mjög fáum mönnum hef ég kynnzt sem voru jafn þægilegir í öllu við- móti og allri umgengni, og hann var og ennþá færri sem eg hafði jafn miklár mætur á. Hann var hæglátur í allri framgöngu og jafn alúðlegur við hvern sem var, vildi allt fyrip alla gera, og boðinn og búinn að hjálpa mönnum ef þeim lá á. Ragnar var vélstjóri að at- vinnu og óhætt er að fullyrða, að þar var réttur maður á rétt- um stað. Engum hef ég kynnzt, sem var jafn fljótur að átta sig á hvað að var í einni vél, held- ur en hann. Ragnar var lærður vélsmiðup og bílvirki og afburða maður í öllu sem því við kom. Eg sendi foreldrum, systkin- um, börnum hans og öðrum vandamönnum innilegustu sam- úðarkveðjur. Og Ragnari vini mínum þakka ég óbrigðula vin- áttu, og bið honum allrar blesa- unar í hinum nýju heimkynn- um. B. 3. B. Athugasemd VEGNA greinar um fjárkláða- málið í ísafold 7. febr. þ. a. og viðtals við Pál A. Pálsson, yfir- dýralækni, um það mál, leyfi ég mér að taka þetta fram: Það var Hallgrímur Þorbergs- son, fjárræktarmaður, sem inn- leiddi hér Coopers-baðlyfin. En þar sem hann sá sér ekki fært að verzla með þau sjálfur, kom hann Coppers-firmanu í sam- bandi við Garðar Gíslason, sem þá verzlaði mikið við Bretland. M.s. „FJALLFOSS" fer frá Reykjavík um næstu helgi til Norðurlands. V iðkomustaðir: Siglufjörður Akureyri. Vörumóttaka á föstudag. Hf. Eimskipafélag Islands. Trúloíunarhringar afgreiddir samdægurs HALLUÓR Skólavörðustig 2 Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræoisKrifst. • fasteignasala KirkjuhvQli — Sími 13842 Þetta var 1909 og jafnframt skrif aði þá Hallgrímur töluvert um málið. Sama árið, um haustið, hóf ég á ferðum mínum um landið, það starf, að innleiða hér sundbaðkör með sigpalli fyrir sauðfé eftir skozkri fyrirmynd. Ráðlagði ég bændum að hafa körin fremst í fjárhúsgarða og garðann inn af fyrir sigpall. Gaf ég teikningu af þessum útbúnaði, sem gerður skyldi úr sterkri steinsteypu. Fyrsta sundbaðkarið með sig- palli var steypt vorið 1910 hjá Magnúsi Sigurðssyni, stórbónda á Grund í Eyjafirði, og var ég sjálfur við það verk. Lagði ég mikla vinnu í það að koma þessu á um land allt. Þessi tvö atriði, Coopers-baðlyfin og sundbað- stöðvarnar urðu stórkostlegir þættir í útrýmingu fjárkláða og annarra óþrifa á fénu. Ég varð þess var að margir bændur böðuðu ekki vegna að- stöðuleysis. Útrýmingarböðunin 1902—1906 skildi bændur eftir án böðunartækja, sem nothæf voru. Við böðunaraðferð Ole Mykle- stad dýralæknis, með sauðbind- ingu fjárins og öðru ómögulegu, þurfti helzt 8 menn við böðunina. t*ALL S. PALSSON Hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Sími 24-200. Guðlaugur Einaissnn málfluti.ingsskrifstofa Freyjugötu 3 .' — Sími 19740. Gerum við bilaða krana og klossettkassa. Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13134 og 35122. En tveir menn baða hæglega f sundbaðkari og miklu fleira fé á sama tíma Björn á Rangá sagði það eitt sinn, á Búnaðar- þingi, að þótt ég hefði ekki gert ánnað fyrir sauðfjárræktina en að innleiða sundbaðstöðvarnar, þá hefði ég gert mikið. Ákvörðun löggjafans um böð- un sauðfjár annað hvort ár er hin mesta fásinna. Þegar það var á döfinni hvatti ég Búnaðar- þing og landbúnaðarnefndir Al» þingis til að vera á móti slíku. Árleg böðun sauðfjár er bæði nauðsynleg og sjálfsögð. Hún heldur öllum óþrifum í skefjum, hún er sótthreinsun fyrir féð, gefur því betri heilsu og örvar ullarvöxtinn. Meðan ég var með annan íót- inn í Skotlandi, á árunum 1908— 1920, böðuðu bændur þar allt sauðfé tvisvar á ári eða haust og vor. Var féð þá laust við öll óþrif. % Þessi nýja ákvörðun hér, böðun sauðfjár annað hvort ár, getur ekki staðið lengi, 12 febr. 1962. Jón H. Þorbergsson. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4. Sími 19333. Potfar Pönnur Fjölbreytt úrval Margir litir Margar gerðir Magnús Thorlaclus næstaréttarlógmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Suni 1-1875. JON N. SIGURÐSSON Málflutningsskrifstofa hæstar éttarl? gmað’-p uaugavegi 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.