Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 22
MORGrNBLAÐIÐ Hörður setti frábært met í 200 m bringusundi Vann Sviann örugglega og með nokkrum yfirburðum HÖRÐUR B. Finnsson, hinn ungi en bráðsnjalli bringu- sundsmaður, var aftur hin mesta hetja sundmóts ÍR, er því lauk í gærkvöldi. Með sérlega vel útfærðum 200 m spretti vann hann þann sigurinn, sem óvæntastur var í viðureign ísl. sundfólksins við hina ágætu gesti ÍR. Og til að sigra þurfti Hörður þó frábært ísl. met. Hann bætti sinn bezta tíma um rúmar 4 sék. og synti á 2.39.0 sek. Gamla ísl. metið var 2.42.5 og átti Sigurður Sigurðsson, Akranesi, það. Þó Roland Lundin hefði náð sínum bezta tíma, hefði það ekki nægt til sigurs. — Lundin synti á 2.40.4 sek. Þessi metsprettur Harðar var glæsilegastur og óvænt- astur. En bezta afrek móts- ins má þó vafalítið telja fjór- sund Guðmundar Gíslasonar. Fjórsund einstaklings er erf- ið raun, syntir eru 50 m á hverja sundaðferð án hvíld- ar á milli. Guðmundur var þar í sérflokki og setti met sem bæði er betra en norska og sænska metið. Christer Bjarne varð annar tæpum 8 sek. á eftir. En í annari við- ureign við Christer Bjarne beið Guðmundur lægra hlut. Bjame vann bæði 200 m skriðsundið og 50 m flug- sundssprettinn og nægði nýtt isl. met hjá Guðmundi ekki til sigurs. En þegar til f jölhæfni kom þá varð hlutur Guðmundar betri — og stórglæsilegur. Þær stöllur Hrafnhildur og Kristina Larsson skiptu sigr- um. Larsson vann flugsund- ið, en Hrafnhildur skriðsund- ið næstum jafn örugglega. Loks kom ungur piltur, Davið Valgarðsson, ÍBK, með nýtt drengjamet í 50 m flug- sundi. Hann synti á 30.8 — ágætum tíma hjá 15 ára unglingi. Hann bætti eigið met um 2 sek. Tk Barátta Harðar Það var hvað mest eftir- vænting eftir 200 m bringu- sundinu. Og keppnin var geysi- hörð og spennandi. Fyrstu 50 m voru þeir hnífjafnir Hörður og Lundin. Það mátti sjá að Lundin ætlaði ekki að látaHörð fá gott forskot eins og 100 m sundinu. StíH þeirra var ólíkur. Stíll Lundins, sem er þreknari og stærri maður, var þunglama- legri en kröftugur. Hörður synti létt og sérlega liprum stíl með góðri láréttri sundstöðu án lóð- réttra hreyfinga. Og á þriðju leiðinni tókst Herði að vinna örlítið forskot — nokkra sentimetra og þetta jókst svo smám saman. Við 100 m var Hörður um meter á und- an og þó Lundin reyndi sýni- lega allt til að ná sigri nú, reyndist Hörður sterkari. ★ Frábært afrek En menn gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir styrkleik hans fyrr en tíminn var kunngerður. 2.39.0 er meira en glæsilegt ísl. met. Þetta er annar bezti tími á Norður- löndum ár (2/10 úr sek lak ara en hjá Svíanum Lind- ström) og tími sem er boð- legur hvar sem er í heimin- um. Hörð vantar aðeins 1.4 sek á Norðurlandamet og það met er gott. Geta má þess að Hörður hefur bætt met Þingeyingsins, sem Iengstvar frægt, um 3.6 sek., en áður hafði Sigurður Sigurðsson á Akranesi bætt það um 1/10. Þær stöllur, Kristina Larsson og Hrafnhildur, áttu aldrei í bar- áttu þetta kvöld. Hrafnhildur vann skriðsundið örugglega og Larsson vann fiugsundið með yfirburðum, enda er það sér- grein hennar ,en Hrafnhildux synti vegalengdina í fyrsta skipti. Unglingarnir vöktu athygli — en þeir sömu og áður. Af pilt- unum bera af Davíð Valgarðs- son ÍBK og Guðm. Þ. Harðar- son Æ sem báðir eru fjölhæfir og óvenjulega skemmtileg efni. — Hjá stúlkunum var barizt af hörku. Margrét Óskarsdóttir var í sérflokki í skriðsundi en nú vann Svanhildur Sigurðardóttir Skagafirði í bringusundi. Úrslit í einstökum greinum birtast í blaðinu á morgun. Hörður fær hér fyrirskipanir þjálfarans, Jónasar Halldórss Unglingalandsliðið mætir landsliðinu í kvöld I KVÖLD fer fram að Háloga-1 knattleik. Það eru tvö landslið landi nýstárlegur leikur í hand- [ sem eigast við og leikurinn er í Leiðrétting I GREIN Júlíusar Þórðarsonar, „Ólíkt höfumst við að“, sem birtist á 13. síðu Morgunblaðs- ins í gær, slæddist inn mein- leg prentvilla fyrir ofan efstu greinarskil í þriðja dálki. Rétt orðast málsgreinin svo: „Von- andi gefst núverandi forustu- mönnum bæjarins tækifæri til að halda áfram þessu þarfa og vinsæla verki.** Christer Bjarne syndir flugsundið glæsilega. — Ljósm, Sveino Christer Bjarne og Guðmundur báru þunga keppninnar Christer Bjarne og Guð- mundur Gíslason báru hita og þunga keppninnar á sundmót- inu í gærkvöldi. Þeir hófu keppnina og þeir luku henni og í millitíðinni tóku þeir sprett — sem varð metsprett- ur hjá Guðmundi. Guðmundur kom frá keppninni með 2 met og 1 sigur í viðureign við Bjarne. Bjarne vann tvo sigra en náði ekki að bæta met sín. 200 m skriðsundið varð ekki eins mikil barátta og búizt var við. Guðmundur var þar lak- ari en haldið var. Hann átti góða byrjun og hafði náð nokkuð góðu forskoti en smám saman vann Bjame á og Guðmundur gat ekki haldið í við hann. Sundið varð ekiki sú keppni sem vænzt var, þó skemmtileg væri hún. Flugsundsspretturinn var geysiharður. Þar mátti varla á milli sjá enda vegalengdin stutt. 3/10 úr sek skildu þá við markið. Tíml Guðmundar var 29.5 — nýtt met. Bjarne synti á 29.2 en á bezt (norska metið) 28.7. Síðan háðu þeir einvígi í hinni klassisku grein, fjórsund inu, þar sem reynir á fjöl- hæfni og úthald í senn. Fjór- sund er erfið grein, hefst á flugsundi, síðan baksund, bringusund og skriðsund 50 m á hverju sundi. Afrek í þessari grein eru ekki fyrir aðra en frábæra sundmenn og sérstæða að fjöihæfni. Bjarne hafði forystu á flug- sundinu, fyrsta sprettinum, en Guðmundur var ekki lengi að vinna það upp á baksundinu og ná góðu forskoti. Hann reyndist svo líka allmiklu sterkari á bringusundi en Norðmaðurinn og ekki minnk- aði bilið á lokasprettinum, skriðsundinu. Þetta var erfið keppni hjá þeim báðum, og báðir höfðu nokkuðfyrir si€t erfiði. Bjarne tvo sigra, Guðmundur einn en tvö met tilefni af mikilli keppnisferð annars liffsins. Liðin sem mæt- ast eru nývaliff unglingalands- liff og landsliff fullorffinna. — Unglingalandsliðiff heldur til Danmerkur n. k. miffvikudag en á föstudag hefst í og viff Kaup- mannahöfn norrænt unglinga- meistaramót í handknattleik. ir Vel undirbúnir Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar eru meðal þátttak- enda í slíltri meistarakeppni unglinga. Það verður því gaman að sjá hvaða árangri hinir ó- reyndu „unglingar“ okkar ná gegn sínum reyndari norrænu írændum. Unglingaliðið sem utan fer hefur æft mjög vel að undan- fömu, bæði knattæfingar og þrekæfingar. Er liðið þvf vel undir ferðina búið. Þessi undir- búningur ætti að gera það að verkum að liðið standi vel í landsliðinu í kvöld, í kveðju- leiknum. Liðin, sem leika í kvöld eru þessi: Unglingalandsliffiff. Þórður Ásgeinsson, Þrótti; Þor steinn Björnsson, Ármanni; Rós- mundur Jónsson, Viking; Sigurð ur Einarsson, Fram; Kristján Stefánsson, FH; Sigurð Hauks- son, Víking; Bjöm Bjarnason, Viking; Árni Samúelsson, Ár- m-anni; Hörður Kristinsson, Ár- manni; Hans Guðmundsson, Ár- manni og Steinar Halldiórssoin, Víking. A-Iandsliffiff. Hjalti Einarsson, FH; Egill Árnason, Val; Pétur Antonsson, F.H.; Einar Sigurðsson, FH; Ragn ar Jónsson, FH; Birgir Björnsson FH; Gunnlaugur Hjáimarsson, ÍR; Hermann Samiúelsson ÍR; Reynir Ólafsson, KR; Karl Jó- hannsson, Kr og Sigurður Óskam son KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.