Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Föstndagur 9. marz 1962 Lánasjdðir landbúnaðarins bönkum nema fjárfestingarbönb- um landbúnaðarins. Þessi- ummæli eru hreinar fjar stæður. Ríkissjóður hefur ekki tekið á sig nein gengistöp, hvorki banka né annarra, og engum gengistöpum hefur verið létt af bönkunurn. Þegar gengislækkun in var framkvæmd árið 1960 var Seðlabankinn í verulegum gjald- eyrisskuldum. Þessar skuldir höfðu myndazt á síðustu mánuð- um ársins 1959 og fyrstu tveiimur mánuðum ársins 1960, og hafði þeirra vegna reynzt mögulegt að halda efnahagslífinu í nokkurn veginn eðhlegu horfi meðan við- reisnin var í undirbúningi. Enn- fremur var ríkissjóður ábyrgur fyrir greiðslu gjaldeyrisskuldar við Greiðslubandalag Evrópu, sem myndazt höfðu á allmörg- um árum. Hins vegar áttu þeir viðskiptabankar, sem verzla með gjaldeyri, nokkrar gjaldeyriseign ir. í efnahagsmálalögunum var svo kveðið á, að gengistap það, er yrði vegna skuldar ríkissjóðs við Greiðslubandalag Evrópu og gjaldeyrisskulda þeirra banka, er verzluðu með erlendan gjaldeyri, skyldi fært á sérstakan reikning á nafni rikissjóðs í Seðlabank- anum. Á þennan reikning skyldi einnig færa þann gengishagnað, sem gjaldeyrisbankarnir fengju Framhald á bls. 8. hafa notið sama réttar og bankar Þannig hugsar Klaus Albrechtsen, tetknari BT, ser „listrr.il- arana“ Kampmann, Reumert og Dirch Passer. Reumert að mála Heldur sýningu áscunt Kampmann forsætisráðherra og fleirum Kaupmannalhafnarbílaðið BT skýrir í gær frá nýstárlegri málverkasýningu, sm haldin verður 'í Kaupmannahöfn í surnar. Meðal þeirra, sem þar sýna venk sín, eru Viggo Kampmann forsætisráðherra, Fouil Reumert leikari, Dirch Passer, sem er einn þeikiktasti gamanleikari Dana og Eivind Larsen lögreglustjóri í Kaup mannalhöfn. Það eru fleiri, sem taka þátt í þessari samisýningu. — Rúmlega 60 landskunnir Dan ir — listamenn, stjórnmála- menn og háttsettir embættis- menn — eiga verk á sýning unni. Og öll listaverkin verða seld þeim, sem hæst bjóða. Lang flestir þeirra þeklrtu manna, er nú koma fram sem listmálarar, hafa mjög tak- markaða þekkingu á miálara- list. Sumir jafnvel enga. En þeir hafa samþykkt að taka þátt í þessari sýningu vegna þess að bæði aðgangseyrir og tekjur af sölu málverkanna renna óskipt til aðstoðar við vanþróuð lönd. Það er LIONS-hreytfingin í Danmiörku, sem á hugmynd- ina að þessi skemmtilegu sýn ingu og hefir hún fengið A. Björnsten frá Kofoed skóla á Amager til að veita henni forstöðu. — Það verða mjög takmörk uð útgjöld í sambandi við þessa sýningu, segir Björn- sten. Stórt málningarfyrirtæki lætur listamönnunum ókeyp- is í té léreft, liti og pensla og félagið „Den Frie“ hefur boð izt til að lána sýningarsali sína fyrir lækkaða lelgu. Stefnt er að því að opna sýninguna í júni og án efa á hún eftir að gefa af sér mörg þúsund krónur til aðstoðar við vanþróuð lönd. Kaupmannahafnarbúi nokk- ur hefur nú þgar boðið 5.000,- danskar krónur i málverk eft ir Poul Reumert. Svertinginn neitar að hafa stungið Islendinginn Júlíus Steindórsson talinn úr allri hættu Einkaskeyti til Mbl. frá K.höfn ÞAÐ bar við á veitingahúsinu Casanova í Kaupmannahöfn á miðvikudagsnóttina, að íslenzk Ur maður, Júlíus Steindórsson, 52 ára að aldri, var stunginn hnifi og særður lífshættulega. Hann var þegar fluttur í Borg- arsjúkrahúsið, gerðir á honum uppskurðir og blóði dælt úr lungunum. Vonast læknar til þess, að tekizt hafi að bjarga lífi mannsins. Það mun hafa verið banda- riskur negri, Levern Dixon að nafni, sem veitti Júlíusi þessa áverka, en við yfirheyrslu hefur hann neitað öllum sakargiftum. Hann kveðst ekki hafa haft neinn hníf í fórum sínum og komið hefur fram við réttarhöld in, að enginn hefur séð hann stinga Júlíus. Hnífurinn hefur ekki fundizt. Ncgrinn sem er 22 ára, gegnir herþjónustu í Vestur-Þýzkalandi, en var í orlofi í Kaupmanna- höfn. Hann hefur verið úrskurð- aður í 14 daga varðhald fyrst um sinn meðan mál hans er rannsak- að. Atburður þessi varð um hálf tvö leytið á miðvikudagsnótt og fjöldi gesta í veitingahúsinu. Júlíus Steindórsson hafði snúið sér að hermanninum. sem stóð í yfirfrakka við dansgólfið — og beðið hann að taika af sér frakk ann, áður en hann færi að dansa. Hermaðurinn neitaði og gerði Júlíus sig þá líklegan til að færa hann úr frakkanum með lempni, en áður en varði kom til handa- iögmáls þeirra í milli. Þeir velt- ust uni á gólfinu nokkra stund, en skyndilega spratt Dixon upp og tók til fptanna en eftir lá Júlíus í blóði sínu, stunginn hnífi í brjóst og háls. Einn þjónanna á Casanova veitti Dixon eftirför en missti sjónar af honum á Strik inu. Á meðan var kallað á lög- reglu og sjúkrabifreið og Júlíusi ekið á Borgarsjúkrahúsið. — Þar lá hann á skurðarborði mestalla nóttina og telja læknarnir, að hann sé úr lífshættu. Þó hefur enginn fengið að tala við hann og lögreglan ekki getað yfirheyrt hann enn sem koomið er. • Var nær sloppinn, til Svíþjóðar Svo sögunni sé vikið aftur að árásarmanninuim, þá náðist hann loks í gærdag eftir mikla leit, — og mátti engu muna, því að hann var búinn að kaupa sér farmiða til Svíþjóðar og átti að halda af stað fimmtán mínútum eftir að hann fannst. Miðvikudagsnóttina alla var mannsins leitað í öllum þeim gisti húsum, sem vitað var að her- menn héldu til í, er þeir komu til Kaupmannahafnar. Lögreglu- vörðum var hvarvetna gert við- vart og snemma á miðvikudags- morguninn fór Sigfred Möller, yf- irlögregluþjónn til aðaljámbraut arstöðvarinuar í Höfn til bess að 8 MAXZ ftu Kl. 11 í gær var ennþé mikil hæð yfir Grænlandi. Á Suður og Suðaiusturlandi var léttskýj að en loftvog var fallandi á hafinu fyrir suðaustan land og úrkomusvæðið yfir Skot- landi á hreyfingu norður. í New York og nágrenni var álíka frost og hér á landi, en á sömu breiddargráðum aust an megin Atlantshafsinis, í Portúgal var 15 stiga hiti. Júlíus Steindórsson v aðvara lögregluverði þar og vega Bréfaeftirlitið. Þá kom hann auga á mann kiæddan borgarl. fötum og bar kennsl á Dixon. Er hann tók í handlegg hans, smeygði Dixon sér fimlega úr frakikanum og hljóp af stað, með yfirlög- regluþjóninn á hælum sér. Möller hóaði í leigubílstjóra, er sáu eltingaleikinn og komu þeir þar að sem þeir Möller og Dixon slógust af hörku. En leigubifreiða stjórarnir misskildu málið og tóku upp hanzkann fyrir Dixon — héldu, að um kynþáttaofsókn væri að ræða — og börðu misk- unnarlaust á yfirlögregluþjónin um. Meðan notaði Dixon tæki- færið og komst undan. Skömmu síðar náðist bann í Enghave, þar seim hann studdist lafmóður við húsvegg. Þegar Dixon var Ieiddur fyrir rétt og sakaður um tilraun til mannvígs neitaði hann afdráttar- laust þeirri sakargift og kvaðst aldrei hafa haft umræddan hnif i sínum fórum. Hann kveðst hafa neitað að fara úr frakkanum sökum þess, að aðrir en hann hafi verið frakkaklæddir inni i veitingahúsinu, — og flúið hafi hann vegna þess, að einhver hafi elt sig. Það hefur komið i ljós við yfirheyrzlu, að enginn hefur séð hnífinn í faendi Dixons og eng- inn með vissu er Júlíus var stunginn. Eitt vitni segist hafa séð Dixon „taka eitthvað“ upp úr vasa sínum. — Dixon hefur verið úrskurðaður í 14 daga varðhald meðan málið er kannað. Leyfi hans er útrunn- ið 19. marz. Það hefur kömið f Ijós, að Dixon er þaulvanur hnefa leikamaður og ætlaði næstu daga til Svíþjóðar með kunningjum sínum. • Lék í 12 ár á Casanova. Júlíus P. Steindórsson var kunnur í Kaupmannafaöfn, sem píanóleikari. Hann er ættaður frá Vík í Mýrdal en hefur dival- izt í Danmörku í 25 ár og leikið víða í veitingahúsum, síðustu tólf árin í Casanova. Skammt er síð- an hann hætti að leika þar á hljóðfæri og tók við starfi fata- varðar. Júlíus er kvæntir' danskri konu, en barnlaus. Formaður Framsóknarflokksins grípur til fáheyrðra blekkinga á undanhaldi sínu í umræðum um landbúnaðarmál Á FUNDI sameinaðs þings sl. miðvikudag, fór Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins mjög halloka í um- ræðum um landbúnaðarmál, svo að hann greip til þeirra vísvitandi blekkinga ,að ríkissjóður hefði borgað gengis- töp bankanna og sparisjóðanna, en lánasjóðir landbúnað- arins hefðu verið skildir eftir og taldi hann þetta vott þess, hvernig landbúnaðarráðherra hefði staðið í stöðu sinni. Jafnframt hélt hann því fram, að skuldaaukningin við útlönd í tíð núverandi ríkisstjórnar næmi 12 hundruð millj. kr., sem einnig eru hreinar rangfærslur. gengistöp allra banka landsins vegna erl. lána, sem þeir hefðu tekið, og að rí'kisstjórnin hefði talið það sjálfsagðan hlut, að gengistöpum yrði létt af öllum SAMKVÆMT frásögn Tknans í gær sagði Eysteinn Jónsson á Alþingi í fyrradag, að ríkisstjórn in hafi látið ríkissjóð taka á sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.