Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 13.03.1962, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. marz 1962 í\- .■ ' (.. . S .... . . . w , , v . . Myndin sýnir, hvar drengurinn hrapaði fram af klettunum fyrir neðan Sjómannaskólann. Hvíti stokkurinn, sem er í klettunum fyrir neðan turninn, er 35 cm hár. Fallið mun hafa verið um sex til sjö metrar. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Hrapaði í gamia grjótnóminu LAUST eftir kl. 14 á laugardag vildi það slys til við Sjómanna- skólann, að sjö ára gamall dreng ur hrapaði niður af klettunum fyrir neðan skólann, þar sem gamla grjótnámið er. Drengurinn, sean heitir Griffith Scobie, var á leið heiman frá sér á Háteigsvegi 52 og ætlaði að fara niður á Fram-völlinn ásamt frænda sínum, sem er á svipuð- um aldri. Griffibh gefck á und- an og mun ekki hafa áttað sig á því, að hann var kominn fram á klettabrún. Hrapaði hann fram af, sennilega um sex til sjö m. fall, og kom niður á höfuðið. Drengurinn missti meðvitund um stundarsakir og blæddi úr eyr- um, munni og nefi hans. Sá, sem með honum var, renndi sér niður urðarskriðu og hljóp eftir hjálp í hið nýja Tónlistarfélagsbíó, sem Júlíus enn í sjúkrahúsi Einlcaskeyti frá Kaup- mannahöfn. Rannsóknarlögreglan í Kaupmannahöfn hefur enn ekki getað yfirheyrt ts- lendinginn Júlíus Stein- dórsson, sem varð fyrir árás í veitingahúsinu Casa- nova í Kaupmannahöfn að- faranótt miðvikudagsins 7. þ. m. — Júlíus liggur í sjúkrahúsi þar sem gert var að þrem hnífsstungum á hnakka hans og brjósti og hafa læknar meinað íögreglunni að yfirheyra hann. Bandaríski blökkumaður inn Levem Dixon, sem handtekinn var og sakað- ur um árásina, heldur fast við framburð sinn og neit- ar að hafa beitt hnífi í á- flogunum við Júlíus. Vitn- um ber ekki saman og segja sum að þau hafi séð Dixon „taka eitthvað upp úr vasa sinum“, en önnur vitni segjast engan hníf hafa séð. Erfitt er því fyrir lög- regluna að sanna sök blökkumannsins fyrr en Júiíus hefur skýrt frá málavöxtum. er að rísa þarna skammt frá Komu menn fljótlega á slysstað- inn. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna, en þaðan á Landakotsspítala, þar sem hann liggur enrj. Mun honum líða eft- ir öUum vonum, og hefur hann fengið fulla rænu. Öfugmæli Eysteins • Hinn nýi formaður Fram- sóknartlokksinis á í miklum þrengingum um þessar mund ir. Bandalag flokks hans við kommúnista í verkalýðsfélög- unum og víðar skapar honura stöðugt meira vantraust. Til þess að reyna að rétta hlut sinrii, slær Eysteinn Jónsson nú fram allskonar fullyrðing- um og hreinum öfugmælum á Alþingi. Hann fullyrti m. a. fyrir skömmu, eftir að hann var komin í alger rökþrot í umræðumim um landbúnaðar- mál, að öllum bönkum og sparisjóðum hefði verið bætt gengistap þeirra öðrum en lánasjóðum landbúnaðarins. En þessu er alveg öfugt far- ið. Þeim bönkum, sem höfðu einhvem hagnað af gengisfell- ingunnú. var gert að skila hon- um aftur. Og því fór þess vegna víðsfjarri að búnaðar- sjóðirnir sættu verri kjörum en aðrar lánastofnanir. • Fonnaður Framsóknar- flokksins lætur Tímann einn- ig halda því fram sl. suimiu- dag, að frumvarpið um eflingu húnaðarsjóðanna sé „árás á bændur“. Einnig hér er staðreyndun- um snúið við. Með frumvarpi þessu er verið að tryggja fram tíð landbúnaðarins. Lánasjóð- um hans er ekki aðeims bætt það gengistap sem þeir hafa orðið fyrir, heldur miklu meira. Framsóknarmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að bæta búnaðarsjóðunum gengistapið, sem mun vera um 10 millj. kr. á ári. I frumvarpi ríkisstjórnar- innar er hinsvegar gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði sem svarar 20 millj. króna á ári til búnaðarsjóðanina, auk ann arra tekna þeirra, sem nema munu 12—19 millj. kr. á ári. • Óhætt er að fullyrða að Framsóknarmenn munu eftir fá ár stæra sig af því að hafa komie fótum undir lána- sjóð landbúnaðarins. Þá munu þeir einnig reynia að eigna sér þær tillögur, sem felast í frum varpi núverandi ríkisstjórnar um uppbyggingu þessara sjóða. Greindur Framsóknarmaður sagði nýlega: ,.Eg held að honum Eysteini sé farið að förlast." Það er vissulega ekki ástæðulaust, að jafnvel Fram- sóknarmenn komast nú þanin- ig að orði. Allur málflutning- ur hins nýja formanns Fram- sóknarflokksins er fullur af öfugmælum og rökleysum. Banaslys í Ytri-IMjarðvík KeflavíkUiflugvelli, 12. marz DAUÐASLYS varð um kl. 15,30 á sunnudag á Reykjanesbraut, þar sem vegurinn liggur um Ytri Njarðvík. Sanakvæmt upplýsingwn frá Birni Ingvarssyni, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, eru tildrög slyssins þessi: Bifreiðin G-174, sem er Cihevro let-fólksbifreið, árgerð 1958, kom Alþingi samþykkir að kaupa skuldabréf SÞ Á FUNDI neðri deildar í gær var frumvarp um heimild til ríkis- stjórnarinnar til kaupa á skulda- bréfum Sameinuðu þjóðanna að upphæð 80 þús. dollara samþykkt sem lög frá Alþingi. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra gerði grein fyrir frumvarpinu og gat þess m. a., að Sameinuðu þjóðirnar ættu nú í fjárhags- örðugleikum, sem stöfuðu af því, að tiltekin aðildarríki neituðu að greiða kostnað við starfsemi samtakanna í Kongó og Israel og bréfin væru út gefin til að létta af þeim erfiðleikum. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst írumvarpinu mjög fylgjandi. Sameinuðu þjóðirnar hefðu vald- ið þáttaskilum í mannkynssög- unni og það væri eina og mesta von smáþjóðanna, að þær megi eflast óg styrkjast sem mest. Byssur teknar úr Gauti og Sæbjörgu NÚ FYRIR skömmu hefur Landhelgisgæzlan látið taka byssur úr skipunum Gauti og Sæbjörgu. Hér var um að ræða gamlar byssur, sem. erf- [ itt er að fá skot og varahluti í,' og þessi skip hafa upp á síð- kastið eingöngu verið í báta- aðstoð. Gautur og Sæbjörg eru lítil og gömul skip, sem ástæðulaust þykir að útbúa' byssum, svo að sjálfsagt þótti að spara á þessu sviði. Átta íslendingar ti Loftleiða í New York UM þessar mundir fjölgar ís- lenzku starfsliði Loftleiða í New York um 8 manns. Stafar þessi fjölgun af síaukinni starfsemi fé- lagsins í Bandaríkjunum. í New York hafa verið 53 starfsmenn Loftleiða, og þar af tíu íslenzkir. Auk þess hefur fé- lagið starfsmenn annars staðar í Bandaríkjunum, t. d. í Chicago. Um áramótin tók Sigurður Helga son við framkvæmdarstjórastöð- unni í Bandaríkjunum. Bolli Gunnarsson sem verið hefur stöðavarstjóri Loftleiða á Idle- wild-flugvelli, kemur heim í vor og verður eftirlitsmaður með af- greiðslustöðvum Loftleiða. Erling Aspelund tekur við starfi Bolla Gunnarssonar vestra frá 1. júní að telja. Til viðbótar hinum 53 starfs- mönnum í New York koma nú átta íslendingar. Eru þeir ýmist farnir eða á förum. Tveir af- greiðslumenn fara til Idlewild, Baldur Maríusson og Þorgeir Halldórsson, en þeir hafa báðir starfað hjá Loftleiðum , Reykja- vík. Tvær flugfreyjur fara til farþegaþjónustu í Idlewild, einn maður, Snorri Snorrason, fer til starfa við farmflutninga eins maður verður aðstoðarmaður á flugvelli, og að lokum fara tveir flugvirkjar vestur. akandi eftir Reykjanesbraut frá Keflavík og í gegnum Ytri- Njarðvík. Þegar bifreiðin bom á móts við kaupfélagsbygginguna, telur bifreiðarstjórinn sig hafa séð mann koma gangandi á móti bifreiðinm eftir hægra vegar- kanti (vinstra megin frá bílstjór- anum séð). Rétt áður en bifreið- in kom að manninum, snar- breygði fcann inn á veginn Og varð fyrir bifreiðinni með þeim afleiðingum, að hann tókst á löft upp og kastaðist út fyrir veginn. Bifreiðarstjórinn kveðst hafa ek- ið á u. þ. b. 25 km. hraða, en hraðamælir bifreiðarinnar deynd ist bilaður. Hemlaför mældust sex metrar. Tvær stúlkur voru í bifreið- inni auk ökumanns. Maður sá, er fyrir bifreiðinni varð, hét Jónas Sigurðsson, og átti hann lögheimili á Suðureyri við Súgandafjörð en var nú starfs maður varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Jónas var fæddur 1903 og lætur eftir sig uppkom- in börn. Læknar Og lögregla komu fljót lega á slysstaðinn og reyndist Jónas vera iátinn, er að var kom- ið. Hafði höfuðkúpa hans brotn- að. Lögreglusijórinn á Keflavíkur flugvelli hefur unnið að rann- sókn málsins í dag og yfirheyrt vitni, en nokkrir sjónarvottar munu hafa verið að slysinu auk farþeganna í bifreiðinni. — B.Þ. Pétur SigurSsson formaður D.A.S. FRAMHALDSAÐALFUNDUR 1 stjórn DvalaFheimilis aldraðra sjómanna var haldinn á sunnu- dag. Haldið var áfram að ræða skýrslu stjórnarinnar og hún síðan samþykkt einróma. Þá var gengið til stjórnarkjörs. Fráfar- andi formaður, Einar Thorodd- sen, baðst eindregið undan end- urkosningu, og 'hlaut Pétur Sig- urðsson, alþingismaður, kosn- ingu í hans stað. Ritari var kos- inn Kristens Sigurðsson, gjald- keri Guðmundur H. Oddsson og meðstjórnendur Hilmar Jónsson og Tómas Sigvaldason. — Fyrr- verandi stjórn var þannig skip- uð: Einar Thoroddsen, formaður, Tómas Guðjónsson, ritari, Guð- mundur H. Oddsson gjaldkeri og Tómas Sigvaldason og Bjarni Bjarnason, meðstjórnendur. Á fundinum var einnig kosin sjö manna hátíðanefnd vegna sjómannadagsins, sem verður nú hinn 25. í röðinni. Samþykkt var að gefa kr. 10 þús. til sjóslysasöfnunarinnar. Nýr þinjymaður Jón Kjartansson, sýslumaður, hefur tekið sæti Guðlaugs Gísla sonar, sem hefur horfið af þingi um hríð sakir embættisanna. Sjóslysasöfnun á Akranesi í KVÖLD heimsækja skátar heimili Akurnesinga’og taka við framlögum manna til sjóslysa- söfnunarinnar. ENN er mikil hæð yfir Græn- landi, en síðustu daga hefur hún teygzt nokkuð suðaustur yfir ísland og Bretlandseyjar. Aðallægðin yfir Atlantshaf- inu er nú skammt austur af Nýfundnalandi. Suðaustur af henni, fyrir utan kortsvæðið er hins vegar ný og dýpri lægð, sem mun koma í ljós á kortinu á morgun ,ef allt er með felldu. — Sama bjart- viðrið var í gær á Suður- og Vesturlandi, en á Norður- landi og annnesjum fyrir norðan var éljagangur eins og fyrri daginn. Frost var allt að 10 stigum á hádegi í gær, mest á Grímsstöðum, en í Reykja- vík var 5 stiga frost.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.