Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 3
í’fiðjuáagiír 13. marz 1962 MORGVXBLAÐIÐ 3 markao. Verkstniðjan er reist á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og verða vörur henn ar seldar undir vörumerkinu Sigló. Hér á síðunni birtum við kvöldmynd af hinni nýju verk smiðju, sem Steingrímur Kristinssbn á Sigiufirði tók. Hinar myndirnar, sem H. Baldvinssön á Siglufirði hefur tekið, eru teknar inni. dag- inn sem verksmiðjan tók til starfa. Á einni þeirra sjást siglfirskar blómarósir leggja niður síld í ávaxtasósu, sem ásamt vínsósu, tómatsósu, lauk sósu ög dillsósu eiga eftir að uppfylla kröfur bragðnæmra sælkera. Á annarri mynd sést þegar verið er að áfylla dósir í lok- unarvél. Norski sérfræðingur- inn, Bent Björnssön, sem verð ur til aðstoðar í verksmiðj- unni fyrst um sinn, sést þar lengst til vinstri. Loks er mynd af nokkrum mönnum að skoða síldina. í>eir eru talið frá vinstri: Jóhann Möller, varaform. stjórnar S.R., Jóhann Þorvaldsson, rit- stjóri Einherja, Ragnar Jón- asson frá Vísi, Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri S.R, er séð hefur um undirbúningsstörf öll, Ólafur Jónsson, verksmiðjustjóri, Sigurjón Sæmundsson, bæjar- stjóri, Benedikt Sigurðsson frá Mjölni, dóttir Vilhjálms Guðmundssonar og Stefán Friðbj arnarson, fréttaritari Mbl. á Siglufirði. Ungkommúnisfar nota kvikmyndafalsanir t GÆR hófust & vegum Æsku- lýðsfylkingarinnar sýningar á falsaðri fréttakvikmynd, sem nefnist „Aktion J.“ Þjóðviljinn skýrði frá þessari mynd á laugardaginn og sagði, að hún fjallaði um núverandi ráðuneytisstjóra vestur-þýzku etjórnarinnar, dr. Hans Globke. Heldur blaðið því fram að hann Bé ábyrgur fyrir lögum þeim, er nazistar grundvöliuðu á morð herferðir sínar gegn Gyðingum — en myndin fjalli um feril hans sem „hins dygga þjóns nazista“ og feril hans til valda í stjóm Adenauers. Þjóðviljinn segir ennfremur, »ð myndin sé samsett úr göml- um fréttamyndum, en opinber rannsókn hefur leitt í ljós, að kvikmyndin er i stórum drátt- um fölsuð og í öðrum tilvikum breytt og tilfærð. semi Æskulýðsfylkingarinnar er Tilgangur þessarar framtaks- augljós — að sýrfa falsaða áróð- ursmynd — gerða að tilhlutan austur-þýzkra yfirvalda — til þess að ala á tortryggni í garð Vestur-Þjóðverja, og reyna að færa rök að þeim sífelldu full- yrðingum kommúnista, að í Vestur-Þýzkalandi sitji enn við völd gamlir nazistar og Gyð- ingamorðing j ar. Fjölmörg dæmi má nefna, sem vitað er að brjóta alger- lega í bága við staðhæfingar kvikmyndarinnar. Það er til dæmis með öllu ó- satt að Globke hafi nokkru sinni verið félagi í Nazistaflokknum. Globke hefur verið virkur með- limur Kristilega demókrata- flokksins og er kunnur sem andstæðingur nazismans. Hann var í náu sambandi við and- stæðinga Hitiers, sem stóðu að tilræðinu gegn honum 20. júlí 1944, þá Gördeler, Stieff og von der Schulenburg, sem svo féllu allir fyrir hendi Hitlers. í myndinni er það talin sönn- un fyrir aðild Globke að naz- istaflokknum, að hann hafi bor- ið einkennisbúning nazista. En sú sönnun er æði haldlaus, þeg- ar þess er gætt, að sérhverjum opinberum starfsmanni var skylt að bera þann einkennis- búning — og Giobke hélt áfram starfi sínu í innanríkisráðuneyti Hitlers beinlínis fyrir áeggjan vina sinna, andstæðinga Hitl- ers. Töldu þeir heppilegt, að hann yrði þar áfram vegna þeirra möguleika sem þeim veittist þar með til öflunar upp- lýsinga um fyrirætlanir stjórn- arinnar. — ★ — Þá er gersamlega tilhæfu- laust, sem haldið er fram í myndinni, að Globke hafi verið upphafsmaður þeirrar tilhögunar, að merkja vega- bréf Gyðinga með „J“. Hefði það verið hans sök, væri ó- líklegt að helzta dagblað Gyðinga í Vestur-Þýzkalandi væri að gera sér það ómak, að verja Globke gegn hinum ómaklegu árásum kommún- ista. Globke átti heldur eng- an þátt í samningi Niirnberg- ákvæðanna svonefndu. Globke er sem kunnugt er einn nánasti samstarfsmaður Adenauers kanzlara, sem sjálfur var ofsóttur af nazistum og varð að fara huldu höfði. — Báðir þessir menn eru í vináttu- tengslum við forystumenn Gyð- inga í Vestur-Þýzkalandi og víðar og við leiðtoga heimssam- taka Gyðinga og ráðherra í ísrael. Það hefur fyrir löngu verið opinberlega rannsakað og stað- fest, að Globke átti engan þátt í ofsóknum gegn Gyðingum, hvorki í Noregi, Grikkiandi eða Tékkóslóvakíu, eins og sagt er í myndinni. Og með Adolf Eich- mann vann hann aldrei — enda hefur Eichmann sjálfur lýst því yfir, að hann hafi aldrei þekkt Globke né átt við hann nokkur skipti, hvorki sem persónu eða opinberan starfs- mann. — Sigló síld FYRIR helgina tók til starfa á Siglufirði veríksmiðja, sem hefur það vertkefni að leggja síld niður í dósir Og auka þannig verðmæti síldarinnar. Hefur verksmiðjan verið reist á 5 mánuðum, og hafin í henni sýnishornairamleiðsla, sem ætlunin er að kanna erlendan markað fyrir, auik þess sem eitthvað af framleiðslunni verður boðið á innlendan STAKSTIINAR Viðskilnaður Framsóknar Framsóknarflokkurinn skildi við lánasjóði landbúnaðarins galtóma. Það er staðreynd sem allir þekkja. En brýna nauðsyn bar til þess að tryggja áframhald andi möguleika til uppbyggingar og ræktunar í sveitum landsins. Á því hefur núverandi ríkisstjóm glöggan skilning. Þess vegna hef- ur hún beittt sér fyrir því, að lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um stofnlánadeild land búnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Með frum- varpi þessu eru nýjar leiðir fam ar til þess að tryggja starfsemi búnaðarsjóðanna. Þeim eru tryggðir nýir tekjustofnar, sem munu gera þeim mögulegt að halda áfram stuðningi við hinar nauðsynlegu framkvæmdir í sveitunum. Gegn þessum tillögum hefur forysta Framsóknarflokksins og blað hennar nú snúizt. Sýnir það enn einu sinni, hve skammsýnir Framsóknarmenn eru í „bænda- viná.ttu“ sinni. En mikill fjöldi bænda nuun áfellast Framsóknarflokkinn harðlega fyrir þetta ábyrgðar- Ieysi hans. Bændur vita, að bún- aðarsjóðirnir voru magnþrota. Viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess að byggja þá upp að nýju er eitt stærsta hagsmunamái bændastéttarinnar. Flautir og ófeiti „Árnesingur“ skrifar blaðfnu nýlega og gerir að umtalsefni flautagrein Ágústs Þorvaldsson- ar, sem birtist í Tímanum ekki alls fyrir löngu. Segir Árnesing- urinn í bréfi sínu, að margt fólk í sveitum sýslunnar hafi hneyksl- azt mjög á þessu skrifi þing- mannsins. Síðan komst bréfrit- arinn að orði á þessa leið: „Það hvarflar stundum að mér að sanrá háttur sé hafður um sk^ringu á orðinu flautir og ófelti. Ófeiti er skýrt og túlkað sem hor. Að menn og skepnur, sem úr ófeiti féllu, hafi farið úr hor, en það var efnaskortur. Eg var einn þeirra, sem kaus Ágúst á þing, þegar hann kom fyrst í framboð, vegna þeirra kynna er ég hafði af honum, og þar sem ég fylgdi þeirri regla að kjósa menn en ekki flokka og okkar uppruni og aðstæður voru í mörgu samstæðar. Eg hef nú um tíma farið yfir nokkrar gamlar greinar Karls Kristjánssonar og vona ég að Ágúst temji sér ekki hans rit- mennsku. Þó örðugt sé nú að hafa sínar einkaskoðanir í há- vaðaáróðri æpim.anna, vona ég að þeir sem fæddir eru við sjó og fóstraðir í sveit megi varðveita þær eigindir, sem þar þóttu beztar.“ Fordæmir öfgarnar Þetta bréf úr sveitum Árnes- sýslu er enn ein sönnun þess, að almenningur foræmir öfgaáróður Framsóknarmanna og kommún- ista. fslendingar gera sér almennt ljóst, að viðreisn þjóðfélags þeirra varð ekki framkvæmd nema með róttækum og fjölþætt um. aðgerðum. Það kom í hlut þeirra manna, sem tóku við völd- um eftir uppgjöf vinstri stjóm- arinnar, að ráðast beint framan að erfiðleikunum. segja þjóðinni sannleikann um þá og ganga hik- laust til verks í baráttunni fyrir efnahagslegri viðreisn í landinu. Það nauðsynlega starf kann meiri hluti þjóðarinnar áreiðanlega aS meta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.