Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 12

Morgunblaðið - 17.03.1962, Side 12
12 MORCTNni4ÐlÐ Laugardagur 17. marz 1962 SELFOSS og NÁGRENNI Sigurför sannleikans nefnist erindið, sem Svein B. Johansen flytur í Iðnaðar- mannamannuhúsinu, Selfossi, sunnudaginn 18. marz kl. 8,30. Sýnd verður kvikmyndin Meira en söngur Allir velkomnir. Eiginkona mín ÓLAVÍA SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR andaðist í St. Jósepsspítala 15. þessa mánaðar. Vegna aðstandenda. Þórður Oddgeirsson. Systir okkar ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR BERGSTRÖM frá Skútustöðum, andaðist í Seattle, Bandarikjunum, hinn 8. þ.m. Systkinin. Móðir okkar GUÐRUN ÞORSTEINSDÓTTIR Brekkustíg 6 A, andaðist í Bæjarspítalanum 15. marz. Jarðarförin ákveðin síðar Þorsteina GuSjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Laufey Guðjónsdóttir. Faðir minn BÁRÐUR ÞORSTEINSSON Gröf, Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu andaóist að heimili sínu þann 16. marz síðastliðúm. Oliver Bárðarson. Eiginmaður minn og faðir JCLÍUS jónsson andaðist að heimili sínu Breiðagerði 8 15. marz 1962. Hólnifríður Guðjónsdóttir, Magnús Júlíusson. Faðir okkar VALGRÍMUR SIGURWSSON andaðist á sjúJirahúsmu í Stykkishólmi aðfaranótt 16. marz s.l. Guðrún Valgrímsdóttir, Guðniundur Valgrímsson. Jarðarför móður okkar EVRÚNAR F.IRÍKSDÓTTUR Njarðargötu 43, sem andaðist 10. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 19. marz, kl. 1.30 e.h. Guðrún Marelsdóttir, Eiríkur Marelsson, Sigurhjörg Marelsdóttir, Rúnar»Mát Marelsson, Soffía Marelsdóttir, Sigurður Marelsson. Jarðarför móður ðkkar og tengdamóður VALGERÐAR PÉTURSDÓTTUR Rauðarárstíg 32, sem andaðist þann 9. marz mánudaginn 19. marz kl. Sigurður P. J. Jakobsson, Pétur H. J. Jakobsson, Jakob J. Jakobsson, Hallgrímur Jakobsson, Petrína K. Jakobsson, Áki Jakobsson, fer fram fró Dómkirkjunni ;,30 e.h. Marta PétursdóttKr, Margrét Einarsdóttir, Ásthildur Jósefsdóttir, Margrét Árnadóttir, Jóhann M. Hallgrímsson, Helga Guðmundsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vináttu í sambandi við andlát og útför JÓHÚNNU PÉTURSDÓTTUR Bolungarvík. Vandamenn. 85 ára i dag: Páll Þorvaldsson EIN FYRSTA endurminning mín er bundin við Pál Þorvaldsson. Mun það hafa verið síðla sum ars 1909. Bygging Vífilstaðahæl isins stóð þá yfir, en faðir minn stóð fyrir því verki. Vann Páll að byggingunni, ásamt mörgum öðrum vöskum drengjum. Eg hafði fengið að fara í bæinn mieð föður miinum, en það fóll í hlut Páls að reiða mig aftur til Vífilstaða. Er mér það enn í barnsminni, hve traust og ör- ugg mér fannst fylgd Páls í þessari ,Jangtferð“. Er það Og sagna sannast, að í langri við- kynningu hefir þessi mynd Páls ekki breytzt í huga minum. Eg hygg einnig, að það sé sann- mæli, að samferðamenn Páls í líifinu hafi reynt hann að hinu sama, öryggi og festu að hverju sem hann getkk. í dag verður Páll 85 ára. Hann er fæddur 17. marz 1877 í Sikaft holti í Árnessýslu. Faðir hans Þorvaldur, bjó a* an sinn bú- skap í Skaftholti í Eystrihreppi. Hann var sonur séra Jóns á Stóra Núpi, Eiríkissonar, dlbrm., að Ási í Holtum, Sveinssonar, en kona Eiriíks var Guðrún Jónsdóttir prests í Holti undir Eyjafjóll um, Jónssonar, systur Steingríms biskiups. Móðir Páls var Guðrún Gísla- dóttir bónda í Ásum, Rögnvailds sonar. Er þetta allt kjamafólk, þekkt að dugnaði og atorku. Páll hef ur því ekki þurft langt að sækja suma þá eiginleiíka, sem áber- andi hafa verið í fail hans og hann hafa prýtt. Páll ólst upp með foreidrum sínum, ásarnt stórum systkina- hópi, en fluttist hingað til oæj arins um síðustu aldamót. Stuna aði hann í fyrstu alla algenga vinnu, bæði í landi og á sjó, en Félagslíf Ármenningar, yngri og eldri. Gamalmennahátíðin verður í Jósepsdal laugardaginn 24. marz. Nánar auglýst síðar. er frá leið tók hann að fást við steinsmíði og síðar múrverk. Það eru því ekki fá handitökin, sem eftir Pál liggja i því að byggja upp okkar unga höfuð stað. Hann sómir sér og vel i sveit þeirra iðnaðarmanna Okk- ar, sem með réttu geta talizt eiga góðan hlut að hinu nýja landnámi Reykjavikur. Um eitt skeið sevinnar hvarf Páll af landj burt með fjöl- skyldu sína. Hólt hann tii Kanada og dvaldi þar í 3—4 ár. Ekki festi hann yndi þar í Jandi, því f,römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.“ Eru mér enn í minni bréf þau, er hann skrifaði foreldrum mínum úr „út legðinni", eins og hann komst að orði. Var engu líkara en að hann sæi ekki sólina í hinu frjósama landi, Kanada, fyrir hugsuninni um að komast aftur tid „gamla landsins". Var og duglega tekið til starfa hér, eftir heimkom- una. Á yngri árum var Páll talinn glæsimenni hið mesta. Hann var mikill að vallarsýn og hinn karl mannlegasti, nokkuð stórskor- inn í andliiti en svipmikill og minnti á norræna víkinga, eins cg menn gjama hugsa sér þá. Enn í dag er hann hinn kempu legasti. Árið 1999 gekk Páll að eiga heitmey sína Ágústu Hjörleifs dóttur frá Seli í Grímsnesi, Stein dórssonar. Hefir hjónaband þeirra reynzt farsælt og eiga þau tvö börn, Sigurjón, múrara meistara í Reykjavík kvæntan Magnúsínu Ólafsdóttur og Krist. ínu gift Edward Pensil, Banda- ríkjamanni. Eg vil ljúka þessum orðunn með því að þakka Páli langa og góða viðkynningu og hefi þá einnig í huga staðfasta vináttu hans við foreldra mína. Megi ævikvöld hans verða bjart og milt. Oddur Guðjónsson. Mjólkurbíll fór i Héra&svöfnin Sauðárkróki, 14. marz í FYRRADAG rann mjólkurbíll- inn úr Akrahreppi niður af tveggja m. háum bakka og lenti í Héraðsvötnum. Stóð aðeins lít- ið af bílpaliinum upp úr. Enginn var í bílnum, er þetta gerðist. Bílstjórinn, Sæmundur Sigur- björnsson frá Grófargili, var að ganga frá farangri aftur á palli og stökk af bílnum, er hann rann af stað. Þetta gerðist hjá Þorleifsstöð- um í Blöndublíð. ís var á Vötn- unum og fór bíllinn í gegnum ís« inn. Búið er að ná bílnum upp. Ekið yfir Laxárdalsheiði Skíðafólk! Ferðir í Jósepsdal í dag kl. 2 og kl. 6 og í fyrramálið kl. 9 frá B.S.R Takið þátt í skíðalands- göngunni. Skíðadeild Ármanns. T. B. R. Barnatími kl. 3.30—4.20. Meistara- og 1. fl. kl. 4.20—6.50. Skíðaferðir um helgina: Laugardaginn kl. 2 og 6 e. h. Sunnudaginn kl. 9 og 10 f. h. og 1 e. h. Afgreiðsla hjá BSR. Reykjavíkurmótið í bruni verður haldið í Skálafelli laug- ardaginn kl 4. Stefánsmótið hefst á sunnu- daginn f. h. nafnakall kl. 11 í KR skálanum. Það eru eindregin til- mæli mótsstjórnar að allir kepp- endur séu mættir við nafnakall. Skíðadeiid KR sér um þessi 2 mót. KR-ingar fjölmennið til starfa um helgina. Skíðafólk munið Skíðalands- gönguna. Skíðaráð Reykjavíkur. Hrin^num bárust góðar gjafir HAFNARFIRÐI — Svo sem skýrt hefir verið frá í blaðinu, átti Kvenfélagið Hringurinn hér í bænum 50 ára starfsafmæli, og var þess minnzt í Sjálistæðis- húsinu 7. marz. s.l. Þar rakti frú Guðrún Eiríksdóttir sögu félags- ins og aðrir, sem til rnáls tóku voru Sigurveig Guðmundisdóttir og Bjarni Snæbjörnsson læknir. í tilefni af afmælinu bárust Hringnum tvær stórhöfðinglegar gjafir. önnur, 10 þúsund krónur í peningum, var frá hjónunum Halldóru og Benedikt Gröndai verkfræðingi. Hin var einnig 10 þús. kr. gjöf frá Helgu Níelsdótt- ur. Þá gáfu systurnar Maria og Guðrún Eiríksdætur veglegan fundarhamar. Fjöldi Skeyta barst. — Var þetta afmælishóf Hringsins hið ánægjulegasta. — G.E. BÚÐARDAL, 12. marz 1962. S.l. laugardag, hinn 10. þ.m., fóru 3 bílar héðan úr Laxárdal, tveir Stationbílar og einn Landrover- bíll, yfir Laxárdalsiheiði að Reykj um í Hrútafirði. Þar var haldin árshátíð nemenda Reykj'askóla, en í áðurnefndum bifreiðum var frændlið og venzlafólk nem- enda úr Dölum, sem stunda nám Við héraðsskólann að Reykjum í vetur. Ferðin gekk greiðlega. Veg urinn yfir heiðina reyndist snjó- laus, ár ísilagðar. Aðeins á ein- um stað þurfti að aka út af veg- inum til að sneiða fyrir smá- skafl. Ekið var sömu leið til baka á sunnudag. Végurinn yfir Laxárdalsheiði mun hafa verið gerður á árunum 1900—1906. Hann er nú að vqrium orðinn nokkuð gamaldags og slitinn. S.J. sumar var mælt fyr- ir nýjum vegi yfir heiðina, sem hefja mun hina fornu samgöngu leið til vegs og virðingar á ný. — F. Þ. uifiiiiiiiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiaiiaiiiiiaiiiiiiiiaiiitiiiiiiiiiiaiiaiifiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiaiiain mánaðar RITIÐ Heil saga í hverju hcfti I NÝTT HEFTI j MÁNAÐARLEGAI HllltailllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllSIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIllllllllBlllllllllllllllllltllllllllllllllllBIIIMIIIIIIIIII Bomistjórnin kanpir skulda- bréf S.Þ. BONN, 15. marz. — AP — Tals- maður utanrikisráðuneytisins í Bonn upplýsti í dag að Vestur- Þjóðverjar myndu kaupa skulda bréf Sameinuðu þjóðanna fyrir 10 milljónir dollara, þrátt fyrir að landið væri ekki í samtökun- um. Sagði talsmaðurinn að v- þýzka stjórnin keypti bréfin þar sem landið styddi SÞ og sáttmála þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.