Morgunblaðið - 24.03.1962, Side 10

Morgunblaðið - 24.03.1962, Side 10
10 MORGUNPT1Ð1Ð Laugardagur 24. marz 1962 J/HiOTipmM&iMífr Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Augiýsingar og argreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BAGLEG FRAMMI- STAÐA BÚNAÐAR- ÞINGS UTAN ÚR HEIMI .. ........... -J Hæfasti maðurinn til að þjarka við Kínverjana Tli|argir bændur munu verða til þess að draga þá á- lyktun af samþykktum þess Búnaðarþings, sem nýlega er lokið, að því hafi verið mjög mislagðar hendur í ýmsum málefnum bændastéttarinn- ar. Þingið ‘samþykkti t. d. með miklum meirihluta að framlengja skatt á búvörur bænda vegna byggingar Bændahallarinnar, án þess þó að nokkurt framlag komi á móti annars staðar frá. En svo að segja samtímis gerðist það, að Búnaðarþing sam- þykkir með 17 atkvæðum gegn 4 mótmæli gegn 1% gjaldi á búvörur til stofn- lánadeilda landbúnaðarins! Með öðrum orðum: Það er allt í lagi að áhti Búnaðar- þings að skattleggja búvörur bænda til þess að byggja fyr- ir skattinn stórhýsi í Reykja- vík, en það er að áliti sama þings glapræði, sem ber að mótmæla, að leggja smávægi legan skatt á búvöruna til þess að afla tekjustofns í lánasjóði landbúnaðarins! Þessi framkoma meirihluta Búnaðarþings er vægast sagt furðuleg. Alþjóð veit, að Framsóknarmenn og vinstri stjórnin skildu við lánasjóði bænda galtóma og svo til gjaldþrota. Framsóknarmenn eygðu engin úrræði til þess að gera starfsemi þessara mikilvægu lánastofnana land búnaðarins kleifa í framtíð- inni. Þeir stefndu rakleiðis út í kyrrstöðu og hrein vand- ræði í byggingar- og rækt- unarmálum sveitanna. Þegar núverandi ríkis- stjóm leggur fram víðtækar og vel undirbúnar tillögur um uppbyggingu búnaðar- sjóðanna, reka Framsóknar- menn upp heróp gegn þeirri viðleitni og sjálft Búnaðar- þing gengur svo langt, að það hreinlega mótmælir upp- byggingunni! Hvorki Framsóknarflokk- urinn né Búnaðarþing mun uppskera þakkir bændastétt- arinnar fyrir slíka fram- komu. Bændur vita, að t.d. Fiskveiðasjóðurinn, sem er ein helzta lánastofnun sjáv- arútvegsins, er að mestu leyti byggður upp af útveg- inum sjálfum. Með tillögu ríkisstjórnarinnar nú er hins- vegar lagt til, að hið nýja fjármagn, sem lánadeildum landbúnaðarins er ætlað, komi aðeins að tiltölulega litlu leyti frá landbúnaðin- um. Því fer þess vegna víðs fjarri að þessar tillögur séu bændastéttinni og landbúnað inum óhagstæðar. Þær eru þvert á móti grundvöllur að lífsnauðsynlegri uppbygg- ingu þeirra lánastofnana, sem eiga í framtíðinni að hjálpa bændum landsins til þess að halda áfram upp- byggingu sveitanna. En gegn þessum skynsam- legu og sjálfsögðu tillögum hefur Framsóknarflokkurinn snúizt af mikilli skammsýni og pólitísku ofstæki. Það er vissulega ástæða til þess að harma það, að svo merk stofnun sem Búnaðarþing, skuli láta Framsóknarflokk- inn hafa sig til þess óhappa- verks að snúast gegn einu mesta framfaramáli íslenzkr- ar bændastéttar í dag. En sem betur fer mun það eng- in áhrif hafa á framkvæmd málsins. Það mun verða bor- ið fram til sigurs og verða íslenzkum bændum og land- búnaði að því liði, sem að er stefnt. HVALREKI FRJÁLSLYNDRA i llmikinn hvalreka bar á ■^* * fjörur Frjálslynda flokks ins brezka nýlega. Þegar aukakosning fór fram í Orp- ington, sem er kjördæmi rétt hjá London, fyrir skömmu, vann Frjálslyndi flokkurinn þetta kjördæmi, sem íhalds- maður var kosinn í við síð- ustu kosningar. Þetta er mesti ósigur, sem íhaldsflokkurinn brezki hef- ur beðið sl. fimm ár og mesti sigur, sem Frjálslyndi flokkurinn hefur unnið um áratuga skeið. Eins og kunn- ugt er á Frjálslyndi flokkur- inn aðeins 6 menn á þingi í neðri málstofu brezka þings- ins af 630 fulltrúum, semþar eiga sæti. Síðan árið 1929 má segja, að tveggja flokka kerfi hafi verið í Bretlandi. Kjós- endur þar hafa skipzt ámilli íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins. Síðasti for- sætisráðherra Frjálslynda flokksins var Lloyd George, sem var forsætisráðherra á árunum 1916—1922. Menn velta því nú fyrix sér í Bretlandi og víðar um heim, hvort hinn mikli kosn- ingasigur Frjálslynda flokks- EINN þeirra stjóriunálamanna sovézkra, sem hvað mest áhrif hafa í deilunni milli Rússa og Kínverja er Miohail Andrejvitch Suslov, róiegur maður, hávaxinn, renglulegur alvarlegur í bragði, hlédrægur og í'hugull. Hann er svarinn fjandmaður hægrisinn- aðra endurskoðunarmanna, sem svo eru gjarna kallaðir, en er jafnframt sagður hæfasti maður- inn til þess að rökræða við leið- toga Kínverja á hugmyndalegum grundvelli. Þegar Krúsjeff kom til Moskvu eftir toppfundinn í París vorið 1960, sneri hann sér, þegar að lokinni móttökuathöfninni, að Sú lov og hélt fjálga æsingarræðu á sjálfri lendingarbrautinni. Krú sjeff stappaði niður fótunum og pataði ákaft út í loftið meðan a ræðunni stóð. Það virtist, sem hann væri að gefa þessum rólega manni með gleraugun sína fyrstu skýrslu af því, sem gerst hafði í París. Þessi atburður er aðeins eitt dæmi um margháttaða virðingu sem Krúsjeff sýnir Súslov, sem oft er kallaður meðal frétta- manna í Moskvu, aðal-hugvits- maðurinn, fræðiráðgjafinn og herforinginn í rússnesku stjóm- málaklíkunni. Hann er hinn grá- lyndi höfðingi Sovét-kommún- ismanns, sem brýnir penna sinn í áróðursmiðstöðinni og semur margfalt fleiri stjórnmálaræður en hann sjálfur myndi nokkru sinni komast yfir að flytja. Ferill Súslov hefur að mestu leyti verið að tjalda baki stjórn- málaleiksviðsins. Hann ólst upp við Volgu, faðir hans var í hús- mennsku í Saratov héraði, ákaf- ur byltingar sinni. Suslov reynd- ist óvenjulega góðum gáfum gæddur; hann starfaði um skeið að verkalýðsmálum en sneri brátt að námi í efnahagsmálum við ins í Orpington sé upphaf nýrrar og áframhaldandi sóknar flokksins í Bretlandi. Telja sumir, að flokkurinn geti gert sér allgóðar vonir um aukið fylgi. Sprettur það fyrst og fremst af því, að Verkamannaflokkurinn hefur verið talinn standa mjöghöll um fæti, ‘ stjómarandstaða hans veik og fálmandi. En þessi kosningasigur Frjálslyndra er ekki aðeins hættuleg vísbending fyrir Verkamannaflokkinn. Stór- Plechan stofnunina I Moskvu og endaði með því að verða þar kennari. Eftir 1931 fór hann að láta á sér kræla í kommúnistaflokkn- um. Hann starfaði í ýmiss konar áróðurs- og æfingamiðstöðvum og átti sæti í „hreinsunamefnd- um“ bæði í Ural og Tjernigov, Rostov og Stavropol. Þaðan lá leiðin til Kreml. Árið 1941 tók hann sæti í miðstjórninni Suslov átti stóran þátt í að skipuleggja valdatöku Sovétríkjanna í Eystra saltslöndunum í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari, og varð þar næst ritstjóri Pravda í rúm tvö ár. Á síðustu árum Stalíns var hann meðal nánustu samstarfs- manna hans, þó ætíð 1 hæfilegri fjarlægð og komst klakklaust framhjá valdabaráttunni sem fylgdi í kjölfar fráfalls Stalíns. Nú er hann meðal valdamestu manna í framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins og hefur mikil áhrif sem formaður yfir- nefndar utanríkismála Sovétríkj- anna. En Suslov er ekki aðeins hugs- uður og skipuleggjari hann hef- ur sýnt að hann getur verið eins mikið hörkutól og aðrir kollegar hans í Kreml. Það gerði hann ár- ið 1956, þegar hann var ásamt Mikoyan sendur til Ungverja- lands til þess að berja niður ungversku byltinguna. Þó hafði hann þegar látið skína 1 tenn- urnar á Kominterm fundinum 1949, þegar ráðizt var gegn Tito. Það er sagt, að Suslov hafi setið langtímum saman á einkatali við flokksforingja kínverskra komm- únista þegar við lá að opinber- lega slitnaði upp úr sambandi Kína og Rússlands og hann hafi átt stærstan þátt í, að Kínverj- arnir létu undan og skrifuðu und ir þá yfirlýsingu að unnt væri að leiða kommúnisma enn til sigurs aukið fylgi Frjálslynda flokksins gæti einnig dregið fjölda kjósenda frá íhalds- flokknum. Svo gæti farið, að Frjálslyndi flokkurinn yrði á ný þriðja aflið, sem vægi salt í brezkum stjómmálum. Ihaldsflokkurinn og Verka mannaflokkurinn hafa skipzt á um að fara með völd í nær 40 ár. Það er ekki óhugsandi, þó það sé ekki beinlínis lík- legt, að brezkir kjósendur, eða a.m.k. nokkur hluti 1 heiminum án helmsbyltingar. Einkunnarorð Suslovs eru sögð vera: í smáatriðum og ýmsunj praktískum málum er hægt að sættast á málamiðlun en aldrei þegar um er að ræða grundvallar hugmyndir. Suslov er tiltölulega sjaldséð-. ur gestur í veizlusölum í Moskvu, Hann fer aldrei í síðdegisdrykkj- ur og umgengst lítt stjórnarerind- reka annarra þjóða. Hinsvegar kemur hann í helztu veizlur So- vétstjórnarinnar, en stendur þá gjarna afsíðis, segir fátt en lætur félaga sína um hið innantóma samkvæmishjal —. Flestum finnst hann því heldur fráhrind- andi og leiðinlegur, en þeir frétta ritarar, sem hafa náð einkavið- tölum við hann eða kynnst hon- um að einhverju leyti hafa þá sögu að segja, að bak við grím- una leynist fremur viðkvæmur alltaf hlédrægur en ótrúlega að- laðandi maður. Helsingfors, 22. marz, — (NTB-Fnb) • Charles de Gaulle Frakk- landsforseti hefur boðið Urh» Kekkonen, forseta Finnlands, í opinbera heimsókn til Frakklads. Forsetinn heTur þegið boðið og fer væntanlega 24. október og verður þrjá daga. London, 22. marz — (NTB-Reuter). • f dag voru lækkaðir forvext- ir í Bretlandi niður í 5%, en að- eins eru nokkrar vlkur síðan þeir voru lækkaðir úr 6% í 5.5%, Þetta er fjórða lækkun for- vaxta síðan í júlí sL, að vextir voru hækkaðir í sjö prósent. þeirra telji æskilegt að efla Frjálslynda flokkinn til nýrra áhrifa. Þess er þó að gæta, að tveggja flokka kerf- ið stendur traustum fótum í brezku almenningsáliti. Margt bendir því til aðBret ar muni hugsa sig um tvisv- ar áður en þeir gera Frjáls- lynda flokkinn að stórum og öflugum stjómmálaflokki að nýju. En kosningaúrslitin í Orpington er alvarleg aðvör- un til beggja hinna stóru stjómmálaflokka Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.