Morgunblaðið - 27.03.1962, Síða 16

Morgunblaðið - 27.03.1962, Síða 16
16 MORGllSBLAÐéÐ Þriðjudagur 27. marz 1962 Málíundaklúbbur Fundur verður kl. 8.30 í kvöld. Umræðuefni og framsögur verða: Sambúð svartra og hvítra: Karl F. Garðarsson og Ásgeir Thoroddsen. íslenzkur her: Árni Johnsen og Kornelíus Sigmundsson.. Glæpur og refsing: Júlíus S. Ólafsson og Kristinn Ragnarsson. Fjölmennið par að eð brátt lfður áð lokum þessa klúbbs. STJÓRNIN. Harðviðasalan Svanfoss Masonit þilplötur á lager. — Sími 13776. Aðalfundur Styrktarfélags vangefina verður haldinn föstudaginn 30. marz kl. 8,30 s.d. í Breiðfirðingabúð niðri. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnarinnar 2. Reikningar félagsins 1961 3. Kosning eins manns í stjórn félagsins til 3 ára og eins manns í varastjórn. 4. Önnur mál, ef vera kynnu. STJÓRNIN. - 0R9SEMG Tll liÍLEIGílM - Þar sem óðuim styttist til hinnar míklu sumarkeyrslu, viljum við benda bíleigenduim á, að ætli þeir að fá skoðun og still- . ingiu fyrir sumarið ættu þeir ekki að láta það dragast, að i tryggja sér pláss hjá okkur sem fyrst. Kynnist ástandi bílsins og aukið á öryggi ykkar og far- þega ykkf" Bílaskoðun hf. Skúlagötu 32. — Sími 13100. orb jör ns.'na Helga Ámadcttir í DAG 27. marz verður jarðsett frá Fossvogskirkju frú Þor- 1 rnsína Helga Árnadóttir Bolla -tu 8. Helga eins og við kölluð- m hana scm þekktum hana var rædd í Hafnarfirði 3. oiktóber 1893. Hún andaðist 17. þessa mán- aðar á Landsspítalanum og var 68 ára er hún lézt. Foreldrar hennar voru merkishjónin Árni Friðfinnsson og kona hans Sig- ríður Þorbjarnardóttir sem bjuggu þá í Hafnarfirði en fluttu austur 1896, og búa fyrst í Helgu- staðahreppi Og síðan á Eskifirði, á þessum stöðum ólst Helga upp að mestu með foreldrum sínum, að undanskildum einurn vetri, sem hún var við hússtjórnarnám í Reykjavík. Hún giftist 5. júní 1922 Þorvaldi Jónssyni verzlunar manni frá Mjóafirði, og fóru þau að búa á Eskifirði, og voru þar þangað til að þau fluttu til Reykjavíikur 1926 og hafa búið þar síðan. Tvö börn tóku þau að sér og ólu þau upp sem sín börn. Geir sem giftur er Gunnhildi Viktors- dóttur og eru búsett í Reykjavík og Höllu sem gift er Þórði Har- aldssyni og eru búsett í Reykja- vík og voru þau Helgu ákaflega góð og henni miJkill styrkur í veikindum hennar. Helga bjó manni sínum Og börnum gott og hlýlegt heknili, Þangað var gott að koma, þar leið öllum vei í návist hennar, — Kveðja enda bar þar allt vott um smekk hennar og myndarskap. Ég og kona mín þökkum þér og manni þínum inargar ógleymanlegar stundir á hermili ykkar, og vin- áttu frá fvrstu kynnum, það er gott að eiga samleið með góðu fólki. Helga var búinn að líða mikið, það er erfitt að liggja marga langa mánuði á sjúkrahúsi, en sálarró hennar var mikil og bar hún þrautir sínar með stillingu. Læknar og hjúkrunarteonur gerðu það sem mannlegur máttur megnar tii að létta henni þraut- irnar. Trúin á mátt þess góða fleytir mörgum yfir erfiðustu stundir í lífinu og trúin gaf henni styrk til síðustu stundar. Maður hennap og fjölskylda gerðu allt sem hægt var, til að létta henni þjáningarnar. Nú er hún horfin sjónum otek- ar yfir móðuna miklu, en minn- ingin um hana lifir. Að heiisast og kveðja það er lífsins saga. Á erfiðum stundum finnum við hvað Við getum lítið og erum hjálparvana. Innilegar samúðarkveðjur til hennar nánustu. Guð blessi minningu hennar. Reykjavík, 27. marz 1962 Jón I. Jónsson. Jorð til leigu Jörðin Miðkríki í Hvolshreppi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Heyskapur er allur á ræktuðu landi og aukin ræktunarskilyrði hin beztu. Byggingar allar á jörðinni mjög góðar, rafmagn frá ríkisrafveitu og önnur nútíma þægindi. Jörðin er örskammt frá Hvolsvelli. Kaup á jörðinni koma til greina. Nánari upplýsingar gefa ábúandi jarðarinnar Þorkell Jóhannsson og Ragnheiður Jónsdóttir, Hringbraut 28, Reykjavík. Þér njótið vaxandi álits ... þegar þér notið BEá Gillette Extra rakblöð Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, |)á finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gitlette er skrásett vörumerkl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.