Morgunblaðið - 27.03.1962, Page 24

Morgunblaðið - 27.03.1962, Page 24
Fiéttasímar Mbl — eftir iokun — Erlemlar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 JMfftogmtÞfft&ifr 72. tbl. — Þriðjudagur 27. marz 1962 Leikhúsdagur Sjá bis. 13 Hluti þátttakenda á borgarmálaráðstefnu Heimdaliar. Sjálfstæðisstefn an hefur mdtað giæsílegasta framfaraskeið Rvíkur BORGARMÁLARÁÐSTEFNA Heimdallar var haldin um helg- ina. Ráðstefnuna sótti eins mikill fjöidi ungra Sjálfstæðismanna og húsrúm frekast leyfði. Á ráð- stefnunni voru flutt fimm erindi um einstaka þætti borgarmála, viðræðufundir voru haldnir með borgarstjórnarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þar sem skipzt var á skoðunum um borgarmál, farin var kynnisferð um Reykja- vík og að lokum sendi ráðstefnan frá sér ávarp til reykvískrar æsku. Á ráðstefnunni ríkti mikill áhugi á málefnum Reykjavíkur- borgar. Kl. 14 á laugardag setti formað ur Heimdallar, Birgir ísl. Gunn- arsson ráðstefnuna með stuttu á- varpi, en því næst flutti borgar- stjórinn £ Reykjavík, Geir Hall- grímsson, fyrsta erindi ráðstefn- unnar og fjallaði það um fram- tíðarverkefhi og fjármál borgar- innar. Þá flutti Jóhannes Zoega, verkfræðingur, erindi um hita- veituna og skýrði m. a. þær stór- huga áætlanir, sem gerðar hafa verið um hitaveituframkvæmdir og miða að þvi, að hitaveita verði lögð í öll hverfi borgarinnar á næstu 4 árum. Að loknu stuttu kaffihléi eða kL 17.00 hófust viðræðufund- ir með borgarstjórnarfulitrúum Sjálfstæðisflokksins. Ráðstefnan skipti sér upp í fjóra hópa og voru 2—3 borgarstjómarfulltrú- ar með hverjum hópi. Þar fóru fram óformlegar viðræður um borgarmál. Borgarstjómarfull- trúar skýrðu frá gangi mála í borgarstjórn, en ungu mennirnir lýstu skoðunum sínum á einstök- um málum. Kl. ló flutti Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóri, erindi um fræðslu, íþrótta- og æskulýðsmál. Kl. 14.00 á sunnudag var ráð- stefnunni ófram haldið og flutti þá Gústaf E. Pálsson, borgar- verkfræðingur, stutt erindi um verklegar framkvæmdir í Reykja vik og svaraði fyrirspurnum þátt takenda. Kl. 16 var farin kynnisferð um borgina undir leiðsögn Gísla Guð mundssonar. Var bæði ekið um eldri hverfin og sögð saga þeirra og farið um hin nýju og glæsi- legu hverfi, sem eru nýrisin af grunni. Kl. 18.00 flutti frú Auður Auð- uns, forseti borgarstjórnar síð- asta erindi ráðstefnunnar og fjall aði það um félagsmál. Kl. 10 bauð borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, þátttakendum til kvöldverðar í Sjálfstæðishúsinu og þar var ráð stefnunni slitið. Á ráðstefnunni ríkti mikill á- hugi um borgarmál, en ráðstefn- an var hin glæsilegasta og bar glöggan vott um þann baráttu- hug, sem ríkir meðal ungra Sjálf stæðismanna. Seldi amphetamin á dansleik á Akranesi SL. LAUGARDAGSKVÖLD var haldinn dansleikur í Hótel Akra- nesi. Mun lögreglan hafa fengið veður af því að ungur maður sem þar væri hefði eiturlyf á boðstólum og skömmu áður en dansleiknum lauk, kom fulltrúi bæjarfógeta Haraldur Jónasson, ásamt lögregiuþjónum. Tó<ku þeir manninn, og fluttu hann til yfir- heyrslu, ásamt stúlku einni. Um morguninn var maðurinn svo handtokinn og fluttur í lögreglu- fylgd til Reykjavíkur og afhent- ur rannsóiknarlögreglunni þar. Pi'lturinn mun vera úr Reykja- vík, kallaði sig heildsala á Akra- nesi. Hann hafði koimið í Volks- vagni til Akraness á laugardag og fengið herbergi á hótelinu. Lyfið sem hann hafði undir höndum er amphetamín en það er eiturlyf sé það notað í óhófi og verða menn því gjarnan háðir, þegar svo er. Mun pilturinn hafa fengið lyf ið erlendis frá, og sjómaður sá er talið er að hann hafi fengið það hjá, er ekki í landi. Ávarp borgarmálaráð- stefnu Heimdallar til reykvískrar æsku Á FÁUM áratugum hefur Reykjavík vaxið úr litlu og fá- mennu sjávarþorpi í stóra, fjölmenna og fagra borg. Skýr- inganna á þessari öru þróun er ekki langt að leita. Hér hafa haldizt í hendur frarhtak og dugnaður borgarbúa og farsæl og örugg stjórn á málefnum borgarinnar. Á þessu glæsilegasta framfaraskeiði í sögu Reykjavíkur hefur sjálfstæðisstefnan ráðið hér ríkjum, enda ber borgin glöggt svipmót hennar og sýnir ljóslega, hverju framkvæmd hennar getur til leiðar komið. Hér er hlúð að aflvaka fram- faranna — framtaki einstaklingsins — enda atvinnulíf fjöl- breyttara en í nokkru öðru byggðarlagi landsins. Fjárhag- ur borgarinnar eflist stöðugt, framkvæmdir aukast ár frá ári, og rík áherzla er lögð á allt það, sem til vaxandi velmeg- unar og menningar borgarbúa horfir. Reykjavík er því hvort tveggja í senn: sómi lands og þjóðar — og sómi sjálf- stæðisstefnunnar. Fraimíh. á bls. 15. Banaslys á PatreksfirðL Maður varð undir löndunarkrana Patraksfirði, 26. marz. Á LAUGARDAG varð hér bana- slys. Davíð Þórðarson, stýrimað- ur á Jónasi Jónassyni ó Patreks- firði varð undir löndunarflcassa með þeim afleiðingum að hann beið samstundis bana. Var verið að landa fiski upp úr Jónasi. Eftir að löndunarkass- inn, sem er úr járni og tekur ca. 500 kg. af fiski, hafði verið hífður upp fyrir lúgukarminn, þá slitnaði vírinn og kassinn féll aftur í lestina og varð Davíð und or kassanum. Beið hann bana samstundis. Davíð var 21 áns gamall og ókvæntur, en á foreldra á lífi. Hann var frá Þingeyri. — Trausti Bjarni Benedikts- son kominn heim EINS og kunnugt er af fréttum, sat Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, 10. þing Norður- landaráðsins, sem haldið var f Hslsingfórs í síðustu viku. Ráð- herrann kom heim af fundum Norðurlandaráðsins sl. laugar- dag. Tvö börn fyrir bíl á Norðfirði NESKAUPSTAÐ, 26. marz. — Það bar til í dag um hádiegið að tvö böm, dlrenguir og stúlka, renndu sér saman á sleða niður að aðalgötu bæjarins, við eitt mesta umferðarihornið, og lentu þar á vöruibíl. Drengurinn, 4 ára, fótbrotnaði, og meiddist á hand- legg, en stúlkan meiddiist lítið. Gert var að meiðslum barnanna á Sjúkrahúsinu og fék stúfllkan að fara heim að því löknu. Slyis sem þessi eru áikaflega fá- tíð og má þar þakka gætni bíl- ' stjóranna fremur en öðru. — J.H, fnflúenzan lierjar í Vestmannaeyjum IViargt veriíðar fólk sjúkt. Bátar róa með ruman hálfan mannskap Inflúenzufaraldurinn hefur nú hertekið Vestmannaeyjar og liggur þar nú mikill fjöldi manns í veikinni. Þetta hef- ur komið sér einkar illa, því þrjá síðustu daga hefur afli verið mjög góður. — Þetta hefur þó ,slampast‘ til þessa, sögðu nokkrir af forsvars- mönnum stærstu fiskvinnslu- stöðvanna, sem blaðið átti tal við í gær. Héraðslæknirinn i Eyjum, Henrik Linnet, sagði að veikin væri nú á hámarki og mætti því búast við bata úr þessu. Hún virtist ganga yfir í þremur bylgj- um. Fyrsta bylgjan væri um garð gengin og nú stæði miðbylgjan yfir og þá væri veikin útbreidd- ust. Síðan mætti búast við að hún stingi sér niður hér og hvar en ekki í stórum stíl. Skæðust í verbúðunum Skæðust hefir veikin verið í hinum fjölmennu verbúðum og þar má heita að sumsstaðaT hafi fólkið legið í kös. Búið er nú að loka gagnfræðaskólanum og mun hann verða lokaður í viku. í barnaskólanum hefir aftur á móti borið mun minna á veikinni og hefir ekki þurft að loka hon- um enn sem komið er. Ekki hefir borið teljandi á fylgi kvillum með veikinni. Þó eru dæmi þess að sjómenn, sem veik- ir voru af kvefi áður en þeir fengu flenzuna, hafi fengið lungnakvef eða lungnabólgu. Róa meðan þeir standa Þá sagði héraðslæknir og að sjómennirnir reru meðan þelr gætu staðið og hefðu allmargir farið á sjóinn, þótt lasnir væru. Til var og að menn fóru oí snemma á fætur þrátt fyrir að- varanir en þeim mun niú ljóst orðið að það borgar sig ekki og fara þeir mun ver út úr veikinni, sem slær niður aftur. Framih. á bls. 15. Leitað að sykursýki á IMorðfirði NOREFIRÐI, 26. marz. — Hér fer fram um þessar mundir að til- hlutan Eggerts Brekkan yfirlæki* is sjúikrahússins, allsherjairrann- sóikn á útbreiðislu sykursýlki með- ail bæjarbúa.. Þáttaka mun vera góð og virðist fólik haifa áhuga á að rannsóko* þessi taikist sem bezt. — J.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.