Morgunblaðið - 27.04.1962, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.1962, Page 1
24 siour 19. árgangur 95. tbl. — Föstudagur 27. apríl 1962 Prentsmiðja Morgunblaðslns Rússar boöa nú nýjar til- raunir með kjarnorkuvopn ^ Genf, I.ondon, Washington, 26. apríl — NTB—AP. ANNAR aðalfulltrúi Rússa á 17-ríkja ráðstefnunni í Genf, Semyon K. Tsarapkin, tilkynnti síðdegis í dag, að Rússar myndu hefja nýjar kjarnorkutilraunir. Ekki gat þó fulltrúinn þess, hvenær Rússar myndu hefja þaer. Báðir aðalfulltrúarnir, Tsarapkin og Valerian A. Zorin, réðust af mikilli heift á Bandarikin fyrir til- raunir þær, seiíl nú hafa verið hafnar. Taldi Tsarapkin, að til- raunir Bandaríkjamanna væri „ögrandi verknaður", framinn í þeim tilgangi einum að herða vígbúnaðarkapphlaupið. Minnast menn þess ekki, að Tsarapkin hafi nokkru sinni verið svo æst- ur í málflutningi sínum, sem í dag. Ekki gerðu þó rússnesku full- trúarnir alvöru úr þeirri hótun sinni, sem. fram kom í fyrri viku, að hætta þátttöku í ráðstefnunni, ef Bandaríkjamenn hæfu til- raunir á nýjan leik. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna, Arthur H. Dean, og fulltrúi Breta, lýstu þvi báðir yfir, að þeir neituðu að líta á heiftar- legar árásir rússnesku fuilltrú- ann>a sem réttlætanlegar. Hefði það komið í ljós í fyrra, er Rúasar hófu skyndilega um- fangsmestu tilraunir, sem um getur, að loforðum þeirra væri ekki að treysta. Hins vegar bað Dean þjóðir heims afsökunar á því, að Bandaríkjamenn hefðu nú hafið kjamorkutilraunir. — Þeir hefðu ekki átt annars úr- kosti, því að auðsætt væri, að öryggi Bandaríkjanna, og frjálsra þjóða heims, yrði ekki tryggt á annan hátt. Rússar hefðu sýnt, að þeir vildu ekki eftirlit. Hins vegar sagði Dean, að tilraunum yrði hætt, jafn- skjótt og Rússar fengjust til að samþykkja eftirlit og bann við tilraunum. Stálfraraleiðend- ur fyrir rétt WASHINGTON, 26. apríl. AP. Bandaríska dómsmálaráðuneyt- ið lagði í dag fram stefnu á hendur fjórum stórum stálfyr- irtækjum, fyrir að hafa staðið að tilraun þeirri til að hækka etálverð, um 6 dali tonúið, sem gerð var nýlega. Þótt fyrirtækin féllu um síð- ir frá þessari ákvörðun sinni, eftir að ljóst var, að samkomu- lag næðist ekki meðal fram- ieiðenda um verðið, var ákveð- in rannsókn. Leiddi hún til þess, að forráðamönnum fyrir- tækjanna hefur nú verið stefnt íyrir rétt. Fyrirtækin, sem hlut eiga að máli, eru U.S. Steel Corpora- tion, Betlehem Steel Company, auk tveggja annarra. Fulltrúar kommúnistaríkjanna fylgdu fordæmi Tsarapkins Fulltrúar Póllands, Tékkó- slóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu tóku allir í sama streng og rússnesku aðalfulltrúarnir, í ^ ræðum sínum í dag. Mildo Tara banov, fulltrúi Búlgaríu, kall- aði tilraimir Bandaríkjamanna „ægilegan glæp gegn friði og mannkyni, glæp, sem aðeins þeir, sem litu á málin með augum hernaðarsinna,, heims- veldissinna og kapitalista, gætu talið réttlæt#nlegan“. Hvers vegna hættu Rússar við að ganga af ráðstefnunni? Frá því að Zorin lýsti því yfir, í síðustu viku, að Rússar myndu hætta þátttöku í ráð- stefnunni, ef Bandaríkjamenn Framhald á bls 3 F.í. krefst rannsóknar vegna framkomu SAS Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn í gærkvöld KOMA sex íslandinga til Kaup- mannahafnar, með flugvél Flug- félags íslands, hefur orðið til þess, að Flugfélagið hefur kraf- izt rannsóknar á því, hvort SAS flugsamsteypan beiti óheiðar- legum aðferðum tU þess að laða gesti til síns eigins gistihúss, RoyaL íslendingarnir sex höfðu beðið Flugfélag íslands að sjá sér fyr- ir gistiherbergjum, við komuna til Hafnar í gærkvöldi. Hafði Flug félagið fengið inni fyrir þá á Imperial gistihúsinu. Einn af starfsmiöimum SAS, í fluglhöfn- inni, hafði hins vegar tjáð ís- lendingunum, eftir að hafa hringt til Imperial, að þar væru engin herbergi þeim til handa. Vísaði SAS-starfsmaðurinn þeim því til Royal gistihússins. Vegna þessa atburðar hefur Flugfélagið krafizt þess, að fram fari rannsókn í móli þessu, þvi að félagið verður að greiða fyrir þau herbsrgi, sem það lætur taka frá, sem ekki eru notuð. Starfsmaður F.Í., í höfn, O. Merlung, segir, að hér kunni að hafa verið um að ræða misskiln- ing, þvá að áliðið hafi verið Ikvölds. í>ó er gert ráð fyrir, að málið kunni að verða afdrifarikt, þar sem að Imperial telur, að hér hafi verið um óviðeigandi starfsaðferðir að ræða. Enn gerir það málið alvarlegra, að fyrir liggur kæra frá Palace gistihús- inu, um sams konar brot. Gert er ráð fyrir, að rannsókn verði látin fara fram á vegum samtaka gistihússeigenda. — Rytgaard. • London, 26. april — NTB Tilkynnt var í dag í London, að forvextir hefðu verið lækkaðir í 4%%. Þetta er þriðja vaxtalækk- unin í Bretlandi á 7 vikum. 21 Serki féllu í Algeirsborg og Oran í gæi Serkir telja Evian samkomulagið svikið Algeirsborg, París, 26. apríl NTB-AP OAS menn héldu enn áfram hryðjuverkum og morðum í dag, bæði í Algeirsboifg og Oran. 21 Serki, að minnsta kosti, var veg- inn í báðum borgunum. I»á komu OAS menn fyrir sprengju í 4ra hreyfla flugvél á flugvellinium við Algeirsborg, og sprakk hún í loft upp. Enginn var í vélinni, og manntjón varð því ekki. Hins vegar skaddaðist önnur vél, er stóð þar hjá. Nú virðist, sem mjög sé tekið að ganga á þolin- mæði Serkja, og einn af tals- möninum útlagastjórnarinnar lýsti iþví yfir í dag, að hann teldi Ranger 4‘ á bak- hlið tunglsins 2 gervihneftir á loft í gær WASHIN GTON, 26. apríl. AP. Það var tilkynnt í dag, að tungleldflaug Bandaríkjamanna, „Ranger 4.“, hefði lent á tungl- inu í morgun. Þrátt fyrir bilun þá, sem varð á senditækjum eldflaugarinnar, skömmu eftir að herrni var skotið á loft, tókst sérfræðingum að fylgjast með henni, þar til í morgun, að hún hvarf bak við tunglið. Hefur hún ekki komið í ljós aftur, og er aðeins ein skýring talin vera til, sú, að hún hafi lent á þeirri hlið tungls, sem frá jörðu snýr. Þremur eldflaugum var skot- ið á loft í dag. Rússar skutu einni á loft, og bar hún gervi- tungl, „Cosmos 4“, sem komið er á braut umhverfis jörðu. — Bretar og Bandaríkjamenn skutu einnig á loft gervitungli frá Canaveral-höfða í dag, og er það fyrsta alþjóðlega gervi- tunglið. — Loks var skotið á loft eldflaug frá stað einum í Virginíufylki, í Bandaríkjun- um. Voru í henni tæki, sem Japanir og Bandaríkjamenn höfðu lagt til. Féll flaugin í haf, eftir vel heppnað skot. Ehts og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, er nú verið að út- búa bv. Hallveigu Fróðadóttur á síldveiðar. Myndin sýnir kraftblökkina, og hvernig bátadekkið hefur verið framlengt. — Ljósm. MbL: Ól.K.M, Salan krefst að DeGaulle beri vitni PARÍS, 26. apríl. — NTB- Reuter. — Raoul Salan, fyrrum hershöfðingi og yf- irmaður OAS-samtakanna í Alsir, neitaði í kvcftd að,, veita rannsóknardómurum þeim, sem ætluðu að yfir- heyra hann, svör við spum- ingum þeirra. Gerði Salan það að skil- yrði fyrir því, að hann leysti frá skjóunni, að við- staddir yrðu sem vitni, De- Gaull'e, forseti, Miohél De- bré, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og ýmsir hers- höfðingjar sem hann netfndi. Þegar dómararnir neit- uðu að verða við beiðiú hans, sagði Salan: „Ég er hér aðeinis vegna þess að ég er tilneyddur". Salan er sagður koma kurteislega fram, að öðru leyti, en neit ar að svara þeim spuming- um sem fyrir hann eru lagðar. samikomulagið í Evian hafa verið rofið, vegna framkomu franska hersins fyrr í niánuðinum. — Þá gerðu OAS menm harða árás á stöðvar franska hersins í Oran í kvöld, eins og sagt er frá hér á eftir. Telja vopnahléið hafa verið rofið 17. og 18. þ.m. Talsmaðurinn sagði, að fransk- ir hermenn hefðu skotið á Serki í þjónustu stjórnarinnar, dagana 17. og 18. marz sl. Hefði eklkert verið að hafzt, af Serkja hálfu, en raunar þýddi þetta, að sam- komulagið sem franska stjórnin gerði hefði verið rofið. Það kom greinilega fram í gær, er Serkir hugðust grípa til vopna, að þeir eru óánægðir með frammi stöðu franska hersins. Þá varð aðeins komið í veg fyrir frek- ari blóðsúthellingar, með því að beita serknesiku löigregluliði til að stilla til friðar. Pompidou biður Evrópumenn í Alsír vera þolinmóða Pompidou. forsætisráðherra Frakka, KO.m í dag í fyrsta skipti með ráðuneyti sitt á þingfund. Hélt hann ræðu í því tilefni, og hvatti m. a Evrópumenn í Alsír til þess að örvænta ekki. Það væri ætlun stjórnarinnar að Framh. á bls. 3 • London, 26. apríl (AP) Fró því var skýrt • i London i dag, að Sterling Moss, kappakst- urshetjan fræga, væri nú á bata- vegi eftir slys það, er hann lenti í nú um páskahelgina. Hann komst til meðvitundar í dag og gat rætt við móður sína. Enn mun þó gæta nokkurrar lömun- ar í vinstri hluta líkamans. V iðskiptamálaráð- herra farinn til Rómaborgar Einkaskeyti ti'l Mbl. London í gænkvöldi GYLFI Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra íslands, og Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri fóru i kvöld flugleiðis frá París til Róm ar, þar sem þeir munu eiga við- ræður við ítalska ráðamenn um Efnahagsbandalag Evrópu. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist þegar á morgun, og mun ráðherrann þá gera grein fyrir sjónarmiðum íslendinga varðandi markaðsbandalagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.